Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 V estur-Þýskaland: IRA myrðir hermannskonu Lundúnum. Reuter. BRESKIR stjórnmálamenn for- dæmdu í gær morðið á eigin- konu bresks hermanns í Vest- ur-Þýskalandi á fimmtudags- kvöld, en talið er að írski lýð- veldisherinn (IRA) standi að baki ódæðinu. Konan, sem var Vestur-Þjóð- verji á þrítugsaldri, sat í bifreið þeirra hjóna þegar skotið var á hana úr annarri bifreið, sem ekið var framhjá. Bifreið hjónanna var með bresk bílnúmeraspjöld. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, var sögð mið- ur sín vegna morðsins og talsmað- ur Verkamannaflokksins sagði flokkinn hafa ríkar áhyggjur af öryggi fjölskyldna breskra her- manna. Vestur-þýsk stjómvöld telja IRA bera ábyrgð á morðinu, en þeir hafa hvað eftir annað ráðist á breska þegna á meginlandi Evr- ópu undanfarin tvö ár. jBrotlent í Amazon Reuter Björgunarmaður við skrokk Boeing þotu Varig-flugfélagsins sem fórst í Mato Grosso í Amazon. Þotan brotlenti þar sl. sunnudag þegar siglingatæki vélarinnar biluðu. 13 manns létust í slysinu, en 41 maður komst lifs af. Danmörku: Argentína: Stjórninni tekst að draga verulega úr veröhækkunum Buenos Aires. Reuter. STJÓRN Carlosar Menems, forsætisráðherra Argentínu, sem hefiir verið við völd í tvo mánuði, hefur tekist að draga verulega úr verðhækkunum en hagfræðinga greinir á um hvort henni hafi tek- ist að kveða niður óðaverðbólguna í landinu fyrir fiillt og allt. Samkvæmt skýrslu, sem arg- aldrei áður verið jafn miklar á ein- entínsk stjórnvöld kynntu í gær, um mánuði. voru verðhækkanir á neysluvörum Stjórnin greip til harðra aðgerða um 37,9% í ágúst. í júlí voru þær hins vegar 196,6% og höfðu þær Færeyjar: Fyrsti sjávar- útvegsskólinn Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins. KAFLASKIL urðu í byggðarsögu — að minnsta kosti skólasögu — Vestmanna á Straumey í síðustu viku. Þá innrituðust fyrstu nem- endurnir í nýja sjávarútvegsskól- ann í bænum. Þar á að fara fram öll kennsla í sjávarútvegsfræðum og fiskeldi — og að sjálfsögðu er allt fyrirkomulag miðað við að- stæður í Færeyjum. Það voru orð að sönnu sem sögð voru við þetta tækifæri, að það væri ekki vonum fyrr að við Færey- ingar, þessi litla en þó stóra fisk- veiðiþjóð, næði svo langt að geta eignast sinn eigin sjávarútvegs- skóla — þar sem veitt verður sú menntun sem fyrir löngu hefði átt að standa til boða hjá þjóð sem byggir tilveru sína á sjávarútvegi. Við setningu skólans sagði Jákup Andreassen skólastjóri að það hefði ekki tekist fyrr en nú að koma á laggirnar menntastofnun í sjávarút- vegsfræðum enda þótt sjósókn og vinnsla sjávarafla hefðu verið undir- stöðuatvinnuvegur Færeyinga í heila öld. Jafnvel þótt Færeyingar hafi átt kost á góðri menntun á þessu sviði, meðal annars í Noregi, bar brýna nauðsyn til að koma á fót sérstökum skóla heima fyrir sem sniðinn væri eftir færeyskum aðstæðum. Mark- miðið með skólanum er að geta menntað fólk og gert það fært um að betrumbæta sjávarvöru Færey- inga svo að þeir verði samkeppnis- færir við aðrar nútíma-fiskveiði- þjóðir í framtíðinni. Nemendur verða 28 talsins, 9 konur og 19 karlar, og kennarar 12. Það er flestra mál að „Foroyski yrkisskúlin fyri fiskiídnað og hav- búnað“ muni verða til mikilla heilla fyrir land og þjóð. til að reyna að binda enda á mestu efnahagskreppu í sögu Argentínu skömmu eftir að hún tók við völd- unum af stjórn Rauls Alfonsins, sem sagði af sér og viðurkenndi að hann væri ekki fær um að leysa vandann. Stjóm Menems hækkaði verð bensíns og tolla á neysluvörur og hyggst einkavæða ríkisfyrir- tæki, sem rekin eru með tapi, til að draga úr hallarekstri ríkisins, en talið er að hann sé helsta ástæð- an fyrir óðaverðbólgunni. Óháða hagfræðinga greinir á um hvort stjórn peronista hafi fundið réttu leiðina til að draga úr verðbólgunni og halda henni niðri. „Óðaverðbólgan er ekki dauð. Hún hniprar sig saman og býr sig undir stökkið," segir hag- fræðingurinn Adolfo Canitrot. Annar hagfræðingur, Rodolfo Rossi, segir hins vegar að stjórnin sé á réttri braut og telur að efna- hagsbata sé að vænta á næsta ári takist stjórninni að draga úr út- gjöldum ríkisins. Verð á neysluvörum hækkaði um 3.909% á síðustu tólf mánuð- um. Menem spáir því að verðbólg- an verði um 15% á næsta ári en svo lítil verðbólga hefur ekki verið í Argentínu í tvo áratugi. Þingflokks- formaður settur af Kaupnianiiahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKI Framfaraflokkurinn heíúr fengið andlitslyftingu í kjölfar sumarráðstefiiu ílokksins. Helge Dohrmann, formaður þingflokksins, og Pia Kjærs- gaard, talsmaður flokksins, voru sett af á ráðstefnunni. Þau til- heyra bæði þeim armi sem hefúr þótt fús til að semja við aðra flokka um málefúi. Sú stefna sem nú er tekin innan flokksins á rætur að rekja til hinn- ar upphaflegu Glistrup-stefnu. Kirsten Jacobsen hefur verið valin nýr þingflokksformaður. Hún er einarður talsmaður þeirrar stefnu sem kennd er við Mogens Glistrup, stofnanda flokksins — þar sem gert er ráð fyrir að stefnumiðum sé fylgt eftir í hvívetna. Pia Kjærgaard kallar niðurstöður sumarráðstefnunnar valdarán og íhugar hún nú að segja sig úr stjórn flokksins. Samkvæmt heimiidum innan danska þingsins er undanfari „valdaránsins" sá að Helge Do- hrman hefur opinberlega lýst því yfir að flokksfélagar sínir á danska þinginu séu bæði heimskir og sljóir. Poul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt að óeiningin innan Framfaraflokksins sé innan- flokksmál, en að ljóst sé að erfitt verði fyrir ríkisstjórnina að vinna með sundruðum stjórnarflokki. Heimildir innan danska þingsins herma að staða jafnaðarmanna í stjórnarandstöðu hafi styrkst til muna við átökin innan Framfara- flokksins. Þeir séu nú í betri stöðu til að semja um málefni við ríkis- stjórnina. Reuter Walesafær Benz að gjöf Lech Walesa, leiðtogi pólsku verkalýðssamtakanna Samstöðu, er nú í heimsókn I Vestur-Þýskalandi til að afla umbótum í Póllandi stuðnings, ekki síst fjárhagslegs. Fyrir hönd Samstöðu tók Wa- lesa við Mercedes Benz sendiferðabifreið að gjöf á miðvikudag. Honum fórst aksturinn heldur óhönduglega og átti nærstaddir Ijósmyndarar fótum fjör að launa! Hér sést Walesa með hópi stúlkna í pólskum þjóðbúningum. EiturlyQastríðið í Kólumbíu: Fyrsti kókaínbar- óninn framseldur Atlanta. Reuter. EDUARDO Martinez Romero, sem sakaður er um að hafa kom- ið eiturlyljagróða Medellin- smyglhringsins í Kólumbiu í umferð, hefúr verið framseldur til Bandaríkjanna. Kókaínbar- ónar höfðu áður hótað því að myrða tíu dómara fyrir hvern kólumbískan eiturlyfjaþrjót sem dreginn verður fyrir rétt í Bandaríkjunum. Romero er fyrsti Kólumbíumaðurinn sem framseldur hefúr verið til Bandaríkjanna fyrir eiturlyQa- smygl frá því kólumbísk sljórn- völd hófú herferð sína gegn kókaínbarónum landsins. Bandaríski saksóknarinn Ro- bert Barr sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að málsókn hæfist þegar í stað. Miklar öryggisráð- stafanir hafa verið gerðar vegna framsals Romeros. Bandarísk lög- regluyfirvöld óttast hefndarað- gerðir í Bandaríkjunum vegna framsalsins. Romero var handtekinn 20. ágúst, eða tveimur dögum eftir að Kólumbíustjórn skar upp herör gegn eiturlyfjasmyglurum lands- ins. Um 11.000 manns, sem grun- aðir eru um aðild að kókains- mygli, hafa verið handteknir síðan, auk þess sem eignir eiturlyfja- kónga hafa verið gerðar upptæk- ar. Kólumbísk stjórnvöld buðu 250.000 dali (16 millj. ísl. kr.) fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Pablos Escobars og Jose Gonzalo Rodriguez Gacha, tveggja af forsprökkum Medellin-smygl- hringsins. Þeir eru báðir á lista yfir þá tólf menn sem Bandaríkja- stjórn leggur mesta áherslu á að verði framseldir. Romero var ekki á þeim lista. Eþíópía: Friðarvið- ræður fyrir luktum dyr- um í Atlanta Atlanta. Reuter. Samninganefúdir Eþíópíu- stjórnar og Þjóðfrelsisfylking- ar Erítreu (EPLF) komu saman á lokuðum fundi í gær til að reyna að binda enda á stríðið í Eþíópíu, sem staðið hefur í 28 ár. Friðarviðræðurnar fara fram í Atlanta í Georgíu og hafa staðið í tvo daga. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, stjórnar við- ræðunum og ræddu samninga- nefndirnar við Andrew Young, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í gær. Ekki hefur verið skýrt frá gangi viðræðanna þar sem Carter hefur sett á fréttabann í von um að það verði til þess að viðræðurnar renni ekki út í sandinn á þessu viðkvæma stigi. Hundruð þúsunda hafa beðið bana í stríðinu í Eþíópíu, auk þess sem 800.000 manns hafa neyðst til að flýja land. Stríðið hefur einnig skapað mikla hættu á efnahagslegu hruni í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.