Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 23 Slippstöðin hf.: Blaðberar óskast Nú, þegar skólarnir eru að byrja, vantar okkur blaðbera, sem geta borið út fyrir hádegi. Smíði var hafin á skipinu síðla árs 1987, það er um 250-60 rúm- lestir að stærð, 36,4 metrar að lengd og 8,6 metrar að breidd. Smíði skipsins var langstærsta verkefni Slippstöðvarinnar á síðasta ári og nam nýsmíðin um 18% af starfseminni. Sigurður seg- ir að nýsmíðin hafi verið fyrirtæk- inu nauðsynleg og verið kjölfestan í starfseminni á dauðasta tímanum yfir vetrarmánuðina, öðruvísi yrði fyrirtækið ekki rekið með þeim mannskap sem þar starfaði, eða um 240 manns. Morgunblaöið/Rúnar Þór Samkomuiag hefúr verið gert á milli Þórs hf. á Eskifírði og Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri um kaup á nýsmíðaskipi sem verið hefur í smíðum hjá Slippstöðinni. Núpur, skip Þórs, yrði tekið upp í og gert upp til endursölu. Hvert stefhir í sjávarútvegi? Morgunblaðið/Tómas Lárus Vilbergsson Afram KA-menn Áfram KA-menn hljómaði í göngugötu Akur- eyrar í gær, en nokkrir knáir piltar sátu við það aðfaranótt föstudags að taka upp samnefíit lag eftir Bjarna Hafþór Helgason í húsakynnum Samvers hf. Bjarni Hafþór, sem er fyrrum liðs- maður Þórs í knattspyrnu, samdi einnig textann við lagið. Það má búast við mikilli stemmningu í dag þegar KA-menn taka á móti Valsmönnum á Akureyrarvelli. Hið nýja lag mun hljóma fyrir leik og einnig í leikhléi. Forsöngvari og útsetj- ari er Karl Örvarsson, en Eiður Stefánsson sfjórnaði upptöku. Reiknað með að skila tilboði í Vest- mannaeyj aferj u SLIPPSTÖÐINNI hf. á Akur- eyri hefúr verið boðið að taka þátt í útboði varðandi smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju. Sigurður G. Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að menn væru að skoða málið, en um væri að ræða afar stórt verkefni. Feij- an á að vera um 80 metra löng og tæplega 20 metra breið. „Ég reikna fastlega með að við gerum tilboð í verkið,“ sagði Sig- urður. „Þetta er mjög stórt verk- efni, en við stefnum að því að vera með. Þetta yrði langstærsta skip sem smíðað hefur verið hér á landi.“ Slippstöðin er eina íslenska skipasmíðastöðin sem gefinn var kostur á að bjóða í verkið. Tilboð- um á að skila fyrir 5. október, en Sigurður sagði að ákveðið yrði í næstu viku hvort Slippstöðin skil- aði inn tilboði. Slippstöðin hf.: Samkomulag gert við Þór hf. á Eskifirði um kaup á nýsmíðaskipi Núpur yrði tekinn upp í og gerður upp til endursölu SAMNINGUR hefúr verið gerð- ur á milli Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri og Ingvars Þórs Gunnarssonar sem rekur út- gerðina Þór hf. á Eskifirði um kaup þess síðarnefíida á skipi sem verið hefúr í smíðum hjá Slippstöðinni. Samningurinn hefúr verið til umíjöllunar hjá þeim aðilum sem málið varðar, sjávarútvegsráðuneyti, _ Fisk- veiðasjóði, Landsbanka íslands og fleiri aðilum. Ef niðurstaða þessara aðila verður jákvæð verður gengið frá sölu skipsins og vonaðist Sigurður G. Ringsted forstjóri Slippstöðvar- innar að það yrði gert síðari hluta þessa mánaðar. mótum. Slippstöðin hefur heimild til að taka erlent lán til að hefja smíðar á öðru skipi svipuðu því sem nú er í smíðum, en ákvörðun um hvort það verður gert verður ekki tekin fyrr en línur skýrast varðandi sölu skipsins til Eskiíjarðar. Svartfugl hf.: Frumvarp að nauða- saniningTun samþykkt FRUMVARP að nauðasamn- ingum var samþykkt á skipta- fúndi í þrotabúi Svartfugls hf. í gær. Meirihlutí, eða 99,27% atkvæðisbærra kröfúhafa hef- ur lýst yfir skriflegu sam- þykki sínu að fara nauða- samningaleiðina. Nauðasamningar verða þó ekki staðfestir endanlega fyrr en fjórtán daga tilskilinn frestur til að skila inn athugasemdum' rennur út, eftir að auglýsing þess efnis hefur verið birt í Lög- birtingarblaðinu. Samkvæmt nauðasamning- unum er boðið að greiða 30% af kröfum. Stærstu kröfuhafar sem samþykktu að þessi leið yrði farin eru Alþýðubanki, Verslunarbanki, KEA, Hávöxt- unarfélagið, Akureyrarbær og Ríkissjóður. /T^ TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Hafnarstræti 81, simi 21460 - 21788. Innritun nýrra nemenda og staðfesting eldri umsókna fer fram í skóianum 13., 14. og 15. sept- ember milli kl. 13.00 og 17.00. Nónar auglýst síðar. Skólastjóri. HVERT stefiiir í sjávarútvegi, er yfirskrift almenns fúndar sem kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins heldur í Víkurröst á Dalvík næstkomandi sunnudag, 10. september og hefst hann ld. 10.00 árdegis. Ef samningurinn gengur eftir tekur Slippstöðin Núp, skip Þórs hf., upp í,' en það er heldur minna en nýsmíðaskipið. Sigurður sagði að Núpurinn yrði þá gerður upp í vetur til endursölu og myndi kaup- enda verða leitað bæði hér á landi og erlendis. Enn er nokkur vinna eftir við nýsmíðaskipið og giskaði Sigurður á að henni lyki um ára- mót. Ef allt gengur upp væri verk- efnastaðan viðunandi fram að ára- Fundarstjóri verður Trausti Þorsteinsson. Halldór Blöndal flyt- ur ávarp, en frummælendur verða Jón Þórðarson sem fjallar um sam- keppnisstöðu íslensks sjávarút- vegs á matvælamarkaði, Halldór Árnason fjallar um Evrópubanda- lagið og íslenskan sjávarútveg. Er hagkvæmt að hagræða? er heiti erindis Finnboga Baldvins- sonar og Ólafur Halldórsson fjallar um sókn og afla. Lokaerindið flyt- ur Björn Dagbjartsson og er það um drög að stefnuyfirlýsingu um stjórnun fiskveiða. Starfxð hentar vel húsmæðrum sem eldri bæjarbúum. I boði er hressandi morgunganga, sem borgar sig. Akureyri, sími 23905.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.