Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989 Skattlagning á fiármagnstekjur; Skil ekki samhengið - segir varaformaður sparifjáreigenda OTHAR Örn Petersen, varaformaður Samtaka sparifjáreigenda, seg- ist ekki skilja samhengið í því að ríkísstjórnin vilji annars vegar lækka vexti, en hins vegar segi Már Guðmundsson, efhahagsráð- gjafi hennar, að skattlagning fjármagnstekna muni hækka vexti. Már lét þau orð falla í Morgunblaðinu á miðvikudag. „Sparnaður minnkar auðvitað þegar farið verður að skattleggja fjármagnstekjur, en Már segir að það sé allt í lagi af því að vextirnir hækki bara,“ sagði Othar. „Ég er hættur að skilja samhengið í efna- hagslífinu þegar markmiðið er að auka sparnað og lækka vexti, en svo er dregið úr sparnaði og vext- irnir hækka um leið. Hins vegar er- ég ekki viss um að fólk haldi áfram að lána þessa aura sína á hærri vöxtum. Ég held að sparnaður muni hreinlega minnka. Ég hef ekki trú á að það sé það vaxtaþol að það sé hægt að hækka vextina mikið.“ Davíð Oddsson heilsar félögunum. ur. Með þessu söfnuðu drengirnir 130 krónum sem þeir afhentu form- anninum við komuna til Akureyrar. „Þetta var fyrsta framlagið í söfn- unina. Ef allir myndu leggja sig eins fram, næðum við örugglega markmiði okkar," sagði Jóhann Pétur. Þá gaf Akureyrarbær 50 þúsund krónur í söfnunina áður en hjólastólakapparnir lögðu af stað. Jóhann Pétur sagði að efnt hefði verið til hjólastólaferðarinnar til að kynna málstað Sjálfsbjargar, til að vekja athygli á baráttumálum fatl- aðra og síðast en ekki síst til að afla fjár tl þeirra brýnu verkefna, sem bi-ynnu á landssambandi fatl- aðra. „Sjáifsbjargarhúsið hefur ver- ið í byggingu í 23 ár og við von- umst til þess að geta lokið fram- kvæmdum með þessu söfnunará- taki. Viðtökurnar hafa verið góðar, en við getum ekki búist við að fá 30 milljónir eins og við þurfum. Við komum samt örugglega til með að fá vel fyrir brunavarnakerfinu, sem kostar fímm til sex milljónir," sagði Jóhann Pétur. Davíð Oddsson, borgarstjóri, bauð ferðalangana velkomna til Reykjavíkur eftir frábært ferðalag. Hann sagði að ferðalöngunum hafi svo sannarlega tekist að vekja at- hygli á málstað samtakanna um leið og hann færði þeim kveðjur borgarráðs Reykjavíkur sem á fundi sínum í gær samþykkti að veita hálfri milljón til landssöfnunarinn- ar. Heiðursgestur Sjálfsbjargar, Jo- achim Deckarm, sem varð heims- meistari í handbolta með Vestur- Þjóðverjum árið 1978, tók á móti hjólastólaköppunum á Lækjartorgi í gær og afhenti þeim eina milljón í söfnunina fyrir hönd Þýsk-íslenska hf. Námsgagnastofiiun: Fimmtabekkj- arnemar fá nýja réttrit- unarorðabók Námsgagnastofnun hefur gefið út réttritunarorðabók sem þeir Baldur Jónsson, Guðmundur B. Kristmundsson og Sigurður Konr- áðsson hafa tekið saman. í lirétta- tilkynningu frá Námsgagnastofii- un kemur fram að bókin sé ætluð nemendum í grunnskóla, en hún komi einnig eldri nemendum og fúllorðnu fólki að góðum notum. Námsgagnastofnun og Málrækt '89 munu gefa öllum nemendum í fimmta bekk grunnskólans eintak af bókinni. Hin nýja orðabók leysir af hólmi stafsetningarorðabók Arna Þórðar- sonar og Gunnars Guðmundssonar sem Ríkisútgáfa námsbóka gaf út fyrst 195-7 og síðan sex sinnum alls til ársins 1986. 1 bókinni eru alls 14.700 flettiorð, ijöldi orðmynda og beygingardæma og fjöldi skýringar- mynda. Hún er 144 blaðsíður. Innan fárra ára verður bókin síðan endur- skoðuð með tilliti til þeirrar reynslu sem fæst. við notkun hennar. Reykjavíkurhöfii: Hannes tekinn við sem hafiiarstjóri HANNES Valdimarsson byggingarverkfræðingur, tók við stöðu hafn- arstjóra í Reykjavík l. ágúst síðastliðinn er Gunnar B. Guðmundsson haftiarstjóri, sem gengt hefúr embætti frá 1965, lét af störfúm að eigin ósk. Hannes lauk prófi í byggingar- verkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmannahöfn í janúar 1966 með hafnargerð sem aðal- grein. Hann starfaði sem verk- fræðingur í Kaupmannahöfn en réðist til Reykjavíkurhafnar árið 1967 og starfaði þar til ársins 1970 er hann dvaldi við framhaldsnám í stjómun hafna og flutninga í Card- iff í Wales. Að prófi loknu réðst hann á ný til starfa hjá Reykjavík- urhöfn, fyrst sem verkfræðingur en síðan sem yfirverkfræðingur. Hannes hefur verið aðstoðar- hafnarstjóri frá árinu 1986 og starf- að í náinni samvinnu við fráfarandi hafnarstjóra að verkefnum tengd- um yfirstjórn og framtíðarupp- byggingu hafnarinnar. Jafnframt hefur hann verið fulltrúi í ýmsum samstarfsnefndum borgarstofnana á sviði skipulags- og atvinnumála. Eiginkona Hannesar er María H. Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölmenni fylgdi hjólastólaköppunum síðasta spölinn. Hér aka Baldur Guðnason, Gunnar Siguijónsson, Valdimar Pétursson og Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar niður Bankastrætið. Höfuni mætt almenn- um velvilja á leiðinni - segir Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, eftir hjólastólaferð ft-á Akureyri til Reykjavíkur FJÖLDI fólks fagnaði komu lijólastólakappa Sjálfsbjargar á Lækjartorgi um kl. 15.30 i gær, en þá lauk fimm daga ferðalagi þeirra á hjólastólum frá Akur- eyri til Reykjavíkur í tilefiii landssöfnunar Sjálfsbjargar. Að sögn Jóhanns Péturs Sveinsson- ar, formanns Sjálfsbjargar, mun ferðalagið hafa gengið mjög vel. Keyrt var frá kl. 7.00 á morgn- ana og fram undir myrkur á kvöldin, alls 430 kílómetra. „Við vorum rúmar 73 klukkustundir á leiðinni og þeystum þetta áfram á sex km. hraða. Við höfum mætt mjög almennum velvilja fólks á leiðinni og hafa vegfar- endur verið mjög tillitssamir í umferðinni," sagði Jóhann Pétur. Hannes Valdimarsson tekur formlega við embætti hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar af fráfarandi hafnarstjóra Gunnari B. Guðmunds- syni. Lagt var af stað frá Ráðhústorg- inu á Akureyri síðastliðinn sunnu- dag klukkan rúmlega tvö. Söfnunin mun þó hafa hafist nokkrum dögum fyrr því nokkrir ungir akureyrskir sveinar munu hafa efnt til drauga- hússýningar i heimahúsi á Akureyri og seldu þeir aðganginn á 10 krón- ísaflörður: Séra Jakob Ágúst kvaddur Ísafírði. SÓKNARBÖRN séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar, fyrrver- andi sóknarprests á Isafirði, kvöddu hann og fjölskyldu hans í mjög fjölmennu hófí í samkomu- sal Menntaskólans þriðjudags- kvöldið 29. ágúst. Séra Jakob Ágúst starfaði á ísafirði í um 12 ár, en áður var hann sóknarprestur á Seyðisfirði. Hann hefur gengist fyrir ýmsum nýjungum í safnaðarstarfinu hér vestra og meðal annars sinnt prests- þjónustu í eyðibyggðum Horn- stranda, þar sem enn standa tvær kirkjur og bænahús. Kom þetta fram í ræðu kollega hans Jóns Ragnars- sonar sóknarprests í Bolungai'vík, en þeir hafa gjarnan skipt með sér verkum þar nyrðra. Séra Jakob Ágúst var kappsfullur og metnaðar- gjarn fulltrúi kirkjunnar hér og vildi sjá árangur verka sinna. Karl Matt- híasson hefur tekið við starfi hans á ísafirði, en hann tekur jafnframt við formennsku í prestafélagi Vest- íjarða af séra Jakobi Ágúst. Séra Jakob Ágúst og kona hans Morgunblaðið/Ulfar Agústsson Fyrrum sóknarprestur Isfirðinga og núverandi Dómkirkjuprestur í Reykjavík ásamt Qölskyldu sinni. Frá vinstri: Daníel Jakobsson, séra Jakob Ágúst, Auður Daníelsdóttir og Óskar Jakobsson. Á myndina vantar elsta soninn Þóri Jakobsson. Auður Daníelsdóttir fengu fjölda gjafa frá vinum og samstarfsfólki i samsætinu og var þeim óskað vel- farnaðar í nýjum heimkynnum, en þau hafa nú flutt suður á Seltjarnar- nes en séra Jakob Ágúst hefur tekið við störfum Dómkirkjuprests. Gunnlaugur Jónasson, fyri-ver- andi formaður sóknarnefndar, stjórnaði hófinu, en auk ræðuhalda var mikið sungið. Séra Magnús Gunnarsson sem verið hefur í hluta- starfi sem prestur á Isafirði undan- farið lék undir á harmóníku. ' - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.