Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 9
MQRGUNBLAÐtÐ LAUr.'AflD'A-OUR 9. SJi.'f.-TEMBEH i I-9H9 a SICUNCASKÓUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA Námskeið TIL HAFSICLINCA (Yachtmaster Offshore) á skútum hefst 12. sept. Skilyrði fyrir þátttöku: 30 tonna próf. Kennsla fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7-11. Öll kennslugögn fáanleg í skólanum. Upplýsingar og innritun í símum 68 98 85 og 3 10 92 allan sólarhringinn. SÍÐASTA INNRITUNARHELGI. SICLINCASKÓLINN Lágmúla 7 - meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. habitat SÝNING í versluninni á morgun, sunnudag, kl. 14-17 Við viljum vekja athygli við- skiptamanna okkar á stækkun Habitat verslunarinnar. Smávörurnar eru nú á horni Laugavegs en húsgögnin á tveimur hæðum við Smiðjustíg. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. habitat Laugavegi 13 — 101 Reykjavík © 91-625870 Úrklippa úr Þjóðviljanum. Borgarar og bolsévikkar í upphafi þessa áratugar [1981] gaf miðstjórn Alþýðubandalags- ins út kilju: „Stefnuskrá Alþýðubandalagsins". Staksteinar staldra í dag við eitt grundvallaratriði þessarar stefnuskrár, m.a. í tilefni þess að Alþýðubandalagið gengur nú til stjórnarsam- starfs við Borgaraflokkinn — með og ásamt A-flokkum — undir forystu Framsóknarflokksins, að sjálfsögðu! Atvinnulíf og ríkisíjötrar Eitt grundvallaratriðið í stefiiuskrá Alþýðu- bandalagsins — eins og hún er birt í kilju mið- stjórnarinnar irá árinu 1981 — hljóðar svo: „Stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi, iðnaði, sam- göngum og innanland- sviðskiptum skulu gerð opinber fyrirtæki eða sam vinnufyrirtæki!" Nauðsyn þessa var svo skýrð: „Þessar aðgerðir eru forsenda þess að unnt sé að stjóma efnahagslifinu í samræmi við hagsmuni vinnandi stétta og sveigja þannig þjóðarbúskapinn að sósíalískum megin- reglum...“ Ríkisrekstur í ljósi reynsl- unnar Dómur reynslunnar yfir ríkisrekstri, hérlend- is og erlendis, liggur ljós fyrir. Jafnvel „fyrirmynd- arrikin" í A-Evrópu sjá nú þá leið eina frá fjötr- um og fátækt að hverfa frá miðstýringu í átt til mai-kaðsbúskapar. Bæjarútgerðir, sem hér vóm fjölmargar, hafa allar týnt tölunni en önn- ur rekstrarform komið til, svo hérlent dæmi sé tíundað. Samvimiurekstur hér á landi er og víða á fali- andi fceti, sem dæmin sanna. Ríkisrekstur aflævís- legustu gerð Þegar gi'annt er gáð sýnist AJþýðubandalagið enn við heygarðshom sósíalismans. Það má koma fjötruin miðstýr- ingar, milliiærslna og opinberrar skömmtunar á með ýmsu móti. Regl- an: deildu og drottnaðu er enn í heiðri höfð. Ein leiðin er sú að búa sjálfstæðum atvinnu- rekstri, einkum í undir- stöðugreinum, þau starfe- og rekstrarskil- yrði að fyrirtækin steyti á skeri viðvarandi taps, skuldasöfiiunar — og gjaldþrots. Síðan má setja á kopp ýmiss konar sjóða-, milli- færslu- og skömmtunar- kerfi, sem kommissarar valdhafa drottna yfir, deila úr og fjötra með: byggðarlög, fyrirtæki og einstaklinga. Þetta er ríkisrekstur af lævísustu gerð. „íslenzk per- estrjoka“ Það er engin tilviljun að ísland er eina OECD- ríkið án hagvaxtar annó 1989; eina OECD-ríkið með samdrátt í átvinnu- lifinu, þjóðartekjum og lífekjörum. Sljórnarstefh- an er ekki beinlínis vermiliús fyrir framtak, framfarir eða hagvöxt í þjóðarbúskapnum. Það veitti sannarlega ekki af einhvers konar „perestrokju", ef nota má það orð i staðfærðri merkingu, i allan þann sósialisma sem tröllríður íslenzkum þjóðarbúskap. En það horfir miður vel að þessu leyti. Borgara- flokkurinn hefúr fram- lengt völd Alþýðubanda- lagsins & Co.; lagt höfúð sitt undir fallexi óbreyttr- ar stjómarstefiiu! Ringulreið, stefiiuleysi Jafnvel Pressan, helg- arútgáfa Alþýðublaðsins, telur aðild Borgara- flokksins að ríkisstjórn- inni „enn eina staðfest- ingu á ringulreiðinni í íslenzkri póiitík". For- ystugreinin, sem þetta staðhæfir, ber yfirskrift- ina: „Ný og stefnulaus ríkissljórn!" Orðrétt segir í forystu- grein Pressunnar: „Þegar hann [Borg- araflokkuriim] bætist við í samsteypu stjómar- flokkanna, að því er virð- ist án nokkurra mála- miðlana í grundvallar- stefiiumálum, aukast engan veginn líkurnar á að ríkisstjómin móti tímabæra stefiiu til framtíðar í veigamiklum málum. Á sama tima eykst upplausnin í flokkakerfinu og óvissa kjósenda." Þjóðviljinn velur hins- vegar Skúm til skammar- strikanna. Hann segir um ráðherradóm borgara: „Er ekki eðlilegt að flokkur án kjósenda hafi ráðherra án ráðuneytis í ríkisstjóm án fylgis?“! Brúðkaup ársins! I tilefni af ríkisstjóm- arvígslu Alþýðubanda- lags og Borgaraflokks er rétt að minna á eitt gull- komið emi úr stefnuyfir- lýsingu Alþýðubanda- lagsms: „Borgarastéttin hefúr efiialiagslegt, pólitískt og hugmyndafræðilegt for- ræði í þjóðfélaginu. Það er hlutverk sósialisks verkalýðsflokks að hnekkja forræði borg- arastéttariimar í öllum myndum þess ...“ Þeir eiga saimarlega erindi i verið, Borgara- flokksmenn! Kirkjuhátíð í Laugarnesi Sunnudaginn 10. september verð- ur Laugarneskirkja aftur tekin í notkun eftir gagngerar endurbætur. Hátíðarmessa verður kl. 14. Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, pré- dikar og vígir nýtt altari og nýjan skírnarsá. Auk biskups mun sóknar- presturinn, sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son, þjóna fyrir altari og sr. Guð- rnundur Þorsteinsson dómprófastur ásamt sr. Ingólfi Guðmundssyni námsstjóra aðstoða við altaris- gönguna. Ann Toril Lindstad verður organisti og kór kirkjunnar syngur. Eftir hátíðarmessuna verður öllum kirkjugestum boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, mun koma til kirkjuhátí- ðarinnar og samfagna Laugnesing- um á þessum degi. Einnig mun borg- arstjórinn í Reykjavík og fulltrúar úr kirkjumálaráðuneytinu koma ti! athafnarinnar svo og margir prestar Reykvíkinga ásamt fleiri gestum. Öllum er að sjálfsögðu heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Laugarneskirkja er orðin sem ný eftir miklar endurbætur. I fyrrasum- ar var kirkjan lagfærð að utan en í sumar hefur hún verið lagfærð að innan og lokið við ýmis verkefni ut- anhúss, eins og nýjar kirkjutröppur o.fl. Að innan hefur kirkjan öll verið máluð, lagðar steinflísar á gólf, allir kirkjubekkir pússaðir upp og lakkað- ir og sett nýtt tréverk á svalir kirkj- unnar. Mesta breytingin er þó í því fólgin að nú kemur_ nýtt altari og nýr skírnarfontur. í því sambandi er alta- rið dregið fram svo hægt sé að þjóna alit í kringum altarið. Einnig verður settur eikarkross í stað altaristöflu, en þannig hafði arkitektinn, Guðjón Samúelsson, teiknað og gert ráð fyr- ir í upphafi. Húsameistari ríkisins, Garðar Halldórsson, hefur haft yfirumsjón með öllum þessum breytingum svo og lagt til og teiknað margar þær breytingar sem gerðar hafa verið. í anddyri kirkjunnar hafa t.d. verið gerðar breytingar sem gera anddyrið stærra og opnara og eru þær breyt- ingar til mikilla bóta. Það hefur verið sóknarnefnd Lau- garneskirkju mikið kappsmál að ljúka öllum þessum lagfæringum á kirkjunni fyrir 40 ára vígsluafmæli hennar sem verður 18. desember n.k. í tilefni afmælisins verður gefið út veglegt afmælisrit en einnig mun safnaðarstarfið í allt haust taka mið af afmælinu en það mun 'rísa hæst í listaviku Laugarneskirkju dagana 10.-17. des. Vetrarstarf Laugarneskirkju hefst með opnun kirkjunnar. Þannig hefj- ast kyrrðarstundir í hádeginu á fimmtudögum strax fimmtudaginn 14. október kl. 12, en kyrrðarstund- irnar hefjast á orgelleik, þá er altaris- ganga og bænastund, en kl. 12.30 er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Þessar kyrrðar- stundir voru í allan fyrravetur og voru vel sóttar. Einnig mun barnastarf kirkjunnar hefjast strax sunnudaginn 17. sept. En sami háttur verður á í vetur eins og undanfarin 2 ár að börnin eru Laugarneskir kj a með í messunni til að byrja með en fara svo niður í safnaðarheimilið áður en að prédikun kemur og fá fræðslu við sitt hæfi. Sérstakt starf verður fyrir 10—12 ára börn á fimmtudögum kl. 17.30 og æskulýðsfélagið verður með fundi sína á fimmtudagskvöldum kl. 20.00. Kvenfélag Laugarnessóknar verð- ur með sinn fyrsta fund mánudaginn 2. okt. Samtök um sorg og sorgarvið- brögð verða með starfsemi sína í kirkjunni á þriðjudagskvöldum og Kristilegt fél. heilbrigðisstétta verður með almenna fundi á mánudögum einu sinni í mánuði. Á vegum Laugarneskirkju' verða einnig fræðslukvöld og námskeið sem auglýst verða hveiju sinni. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.