Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 Á VERÐBRÉFA- MARKAÐNUM 28. SEPT. 1989 FRÓÐLEIKSMOLAR UM FJÁRMÁL LÆKKUN INNLAUSNARGJALDS Átvtírdun hefur verið tekin um að /eekka innlausnarýald Einingabréfa úr2% niðurí 1,2% séintilausn tilkynnttil Kaup- þings með 4ra vikna fyrirvara. Nauðsynlegt er að tilkynningar- skyldu sé sinnt til að lœkkun fáist á innlausnargjaldi. Þessi ráð- stöfun œtti að hcekka ávöxtun þeirra eigenda Einingabréfa sem notfœra sérþetta. Breyting þessi tekur gildi 30. október. ' v' FRÓÐLEIKSMOLAR UM FJÁRMÁL VÍSITALA HÆKKAR Lánskjaravísitala októbermánaðar verður2640 stig. Þettaþýð- ir að árshraði verðbó/gu cr29,3% á tímabilinu sept.—okt. Meiri athygli vekur að byggingarvísita/a fyrirsama tímabil hcekkar úr 147,3 stigum 1153,3 stig, semþýðir61,4% hœkkun á ársgrund- velli. ns -J SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 28. SEPT. 1989 EININGABRÉF 1 4.237,- EININGABRÉF 2 2.336,- EININGABRÉF 3 2.779,- LlFEYRISBRÉF 2.130,- SKAMMTÍ MABRÉF 1.455,- _____ FRÓÐLEIKSMOLAR UM FJÁRMÁL V AXT ASK ATTUR Hart er deilt þessa dagana um hugsanlegan vaxtaskatt núver- andi ríkisstjómar. Sérstaklega er deilt um hvort skatturinn er yfirleitt framkvœmanlegur miðað við núverandi tillögur. Þar sýnist sitt hverjum. ---—----I •> r,. r/tJf GENGI HLUTABRÉFA HJÁ KAUPÞINGI HF. 28. SEPT. 1989 Kaupgengi Sölugcngi F.imskipafélag íslands 3,60 3,78 Flugleiðir 1,59 1,66 Hampiðjan 1,54 1,63 Hávöxtunarfétagjð 7,10 7,45 Hlutabréfasjóðurinn 1,21 1,28 Iðnaðarbankinn 1,56 1,64 Sjóvá-Almennar 3,00 3,12 Skagstrendingur 1,98 2,07 Sketjungur 3,15 3,25 Tollvörugeymslan 1,00 1,05 Verslunarbankinn 1,40 1,46 Kaupþing hf. s/aðgreiðir hlutabréf ofangreindra félaga sé um Uegri upphœi króna að raða. Sé upphtrðin hœrri tekur afgreiðs/a hins vegar 1-2 daga. en 2 milljónir KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 686988 iU Tengsiin við flokkinn Y firskoðunarmenn ríkisreiknings iiafa gert athugasemd við það, að Jón Baldvin Hannibals- son, þáverandi fjármála- ráðherra, skyldi hafa keypt áfengi á kostnaðar- verði í byrjun mai 1988 og látáð ríkissjóð greiða það, en í Jjós hefur komið að áfengið var drukkið í afinælisveislu Ingólfe Margeirssonar, ritstjóra AlþýðublaðsinS, sem Jón Baldvin scgist haia hald- ið að hluta fyrir afinælis- bamið þvi til heiðurs. Segir Ingólfur hér í blað- inu í gær: „Þetta var al- farið mál ráðherra og ráðuneytisins, sem vildi halda mér þetta hóf.“ í Morgunblaðinu á þriðjudag birtist yfirlýs- ing eftir Ingólf Margeirs- son í tilefni af grein sem Þorsteinn Pálsson ritaði hér i blaðið á laugardag, þar sem hann sagði at- hyglisvert, hvemig al- þýðuflokksmenn reyndu að þvo af sér það hneyksli er tengist stuðningi Stef- áns Valgeirssonar við ríkisstjómina. Og Þor- steinn taldi, að fyrst nú hefði Alþýðublaðið skýrt frá aðstoðarmanni Stef- áns Valgeirssonar, þar sem stjómarflokkamir hefðu keypt nýja menn inn í stjómina, „þykir krötum augljóslega tíma- bært að losna við Stef- án,“ segir Þorsteinn. Þessu mótmælti Ingólfur Margeirsson sem röngu í yfirlýsingu hér í blaðinu á þriðjudag. Henni lýkur ritstjóri Alþýðublaðsins með þessum orðrnn: „Alþýðublaðið er mál- gagn jafhaðarstefhunnar og kemur það fram í leið- araskrifum. Alþýðublað- ið er hins vegar sjálfstætt og óháð fréttablað og vinnur sem slíkt að fréttaöflun og fréttaskrif- um. Allir þankar um pólitíska tengingu rit- FM L—ra— 11 mooDUMuSSis | [MBBBa Tim Yfirskoöunarmonn rlkisreiknii málaráðuneytið skaffaðl Iknlnoa gera athugasemd vogna þess að fiár- vín rafmælisveislu IngðtfeMaig^reaonar: Alvarlegt brot á heimild til vínkaupa á sérkjörum Alþýðublaðið og flokkurinn Þeir hafa skipst á orðsendingum hér í blaðinu Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingólfur Mar- geirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Tilefn- ið er það, hvort pólitískar hagkvæmnis- ástæður hafi ráðið því, að Alþýðublaðið beið í heilt ár með að upplýsa lesendur sína um aðstoðarmann Stefáns Valgeirs- sonar, deildarstjórann í forsætisráðu- neytinu, sem ekki starfar þar. sfjómar Alþýðubfaðsins við fréttaskrif og pólitíska stýringu Al-. þýðuflokksins á Alþýðu- blaðinu em hugarórar eimr.“ í bréfi sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, ritaði ríkisendurskoðanda að ósk yfirskoðunarmanna ríkisreiknings rökstyður hann þá ákvörðun sína að efiia til veislu á kostn- að ríkisins til heiðurs Ing- ólfi Margeirssyni meðal annars með þeim orðum, að ritstjóri Alþýðublaðs- ins sé samkvæmt lögum Alþýðuflokksins „með- limur þingflokksins með fullum og óskomðum réttindum". Ef þetta em ekki pólitísk tengsl á milli Alþýðuflokks og Al- þýðublaðs þá er erfitt að skilgreina hvað felst í pólitiskum tengslum. Rit- stjórinn virðist sem sé hafa sömu réttindi og þingmenn Alþýðuflokks- ins en varla er ætlast til þess að fólk trúi því, að þingflokkurinn hafi ekki haft vitneskju um fyrir- greiðsluna til Stefans Valgeirssonar, sem var lykillinn að þvi að núver- andi ríkisstjóm var mynduð. Raunar er allt bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar rök- stuðningur fyrir því að líta beri á ritstjóra Al- þýðublaðsins sem einn nánasta samstarfemann flokksformannsins og þess vegna sé eðlilegt að rikissjóður standi straum af kostnaði við hóf honum til heiðurs. Tvískinnung- ur flármála- ráðherra Hinn 23. nóvember síðastliðinn greindi rikis- endurskoðandi Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, frá þvi að ýmislegt væri athuga- vert við áfengiskaup Magnúsar Thoroddsens, þáverandi forseta Hæsta- réttar. Daginn eftir kom það svo í hlut frétta- manns ríkisútvarpsins að skýra Magnúsi frá rann- sókn á áfengiskaupum hans. Þá var málinu skot- ið sérstaklega til Ólafe Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra þar sem hann væri yfirmaður opinberrar áfengissölu á kostnaðarverði. Kallaði Ólafiir Ragnar meðal annars Halldór Ásgrims- son dómsmálaráðherra á sinn fiind til að ráðgast um málið en eins og kunnugt er vék Halldór siðan Magnúsi Thorodd- sen úr embætti og er það mál nú að koma fyrir Hæstarétt. Fáir menn kváðu fastar að orði um nauð- syn þess að spoma við misnotkun á þessum fríðindum ráðherra og annarra til að kaupa áfengi á kostnaðarverði en Ólafur Ragnar Grímsson fiármálaráð- herra. Nú hefiir hann sagt að Jón Baldvin hafi misnotað reglur en bætir því við að hann geti ekk- ert aðhafet vegna ríkis- endurskoðunar. Hvers vegna átti þetta ekki við um Magnús Thoroddsen? Jón Baldvin Hanni- balsson leitast við í bréfi sínu til ríkisendurskoð- anda að túlka reglur sem rikisstjómin setti eftir að mál Magnúsar Thorodd- sens kom upp á þann veg, að sér hafi verið heimilt áður en þær vom settar að efiia til þess samkvæmis sem yfir- skoðunarmenn ríkis- reikninga telja „benda til þess að heimild ráðu- neyta til að kaupa áfengi á kostnaðarverði hafi verið alvarlega misnot- uð“, svo að vitnað sé i bréfið. I því máli sem hér um ræðir hefur fjármála- ráðherra þó skriflega at- hugasemd þriggja manna vegna ákveðins tilviks við að styðjast en í máli forseta Hæstarétt- ar lá ekkert slíkt skrif- legt mat fyrir, þegar Ólafiir Ragnar Grímsson tók að sér að vinna að málinu. Gólfbvottavélar með vinnub eiddfrá 43 til 130 cm. Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. I Haho Gólfþvottavélar með sæti vélará Islandl (BÉSÍAl Nýbýlavegi 18, sími 64-1988. Foreldrar Námskeið fyrir foreldra ungra barna verður haldið 2., 4., 9. og 11. otkóber frá kl. 20.00 til 23.00 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Dagskrá: ☆ Slys á heimilum - forvarnir - skyndihjálp. Herdís Storgaard, deildarstjóri slysadeildar. ☆ Samskipti foreldra og barna. Ólafur Oddsson, uppeldisráðgjafi. ☆ Málþroski barna. Svanhildur Svavarsdóttir, talkennari. ☆ Barnasjúkdómar - heilsuvernd. Anna María Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur. Upplýsingar og skráning í síma 26722. Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands. ! Rauði Kross Islands Samgönguráðuneytið; Nýtt ferða- málaráð hef- ur verið skipað SAMGÖNGURÁÐHERRA hefiir skipað nýtt ferðamálaráð til fjög- urra ára frá 1. október næstkom- andi. Formaður ráðsins verður Kristín Halldórsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður, en varaform- aður verður Árni Þór Sigurðsson, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu. Aðrir fulltrúar í Ferðamálaráði sem samgönguráðherra skipar án tilnefningar eru: Erlingur Sigurðar- son, kennari á Akureyri, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaður Verka- lýðsfélagsins Þórs á Selfossi og Þuríður Backman, hjúkrunarforstjóri á Egilsstöðum. Varafulltrúar eru: Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Guð- björg Ársælsdóttir, Þorbjörg Samú- elsdóttir, Einar Ögmundsson og Bjöm Vilmundarson. Þá em jafn- framt í ráðinu 18 fulltrúar, sem ráð- herra skipar samkvæmt tilnefningu hagsmunaaðila. Á blaðamannafundi þar sem Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- ráðherra kynnti skipun nýs ferða- málaráðs greindi hann frá því að ákveðið hafi verið að ísland yrði að- ili að evrópsku ferðamálaári 1990, sem Efnahagsbandalagið og aðild- arríki EFTA hafa ákveðið að standa fyrir. Sérstök landsnefnd á að sjá um framkvæmd árSin hér á landi, kynna landið og koma á framfæri hugmyndum um nýjungar. Ferða- málastjóri er formaður nefndarinnar, en auk hans sitja fulltrúar frá sam- gönguráðuneytinu og utanríkisráðu- neytinu í landsnefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.