Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 1 Skotar og Islendingar eiga margt sani eiginlegt varðandi umhverfisinál segir Jean Balfour bóndi og skógræktarkona Fyrir nokkru var hér á ferð merk náttúruverndarkona frá Skotlandi, dr. Jean Balfour, sem er mörgum Islendingum að góðu kunn, ekki síst skógræktar- og náttúruverndar- monnum. Hún er vel þekkt í heimalandi sínu fyrir margra hluta sakir en einkum fyrir að hafa lagt fram ríku- legan skerf til náttúruverndarmála þar í landi á undanförnum áratug- um. Hún var um skeið formaður „Hins konunglega skoska skóg- ræktarfélags" og sat í breska nátt- úruverndarráðinu svo nokkuð sé nefnt. Hún var í 11 ár formaður í stjórnskipaðri nefnd sem kallast „Countryside Commission for Scot- land“ en sú nefnd fjallar einkum um útivistarsvæði og framkvæmdir í tengslum við útivistarsvæði. Hún vinnur nú fyrir „Forestry Commissi- on“ sem er ríkisskógrækt Bret- landseyja, að ráðgjöf og kennslu. Dr. Jean Balfour er grasafræð- ingur að mennt en vill sjálf kalla sig bónda og skógræktarmann, enda rekur hún eitt stærsta býli á Bretlandseyjum, en áður gerði hún það í félagi við eiginmann sinn. Þetta býli spannar yfir 1.800 ha, með 200 mjólkandi kúm og öðru eins af holdanautum. Þar eru víðáttumiklir hveiti- og byggakrar og rúmlega 230 ha nytjaskógar. Eiginmaður hennar er af hinni þekktu Balfour-ætt í Skotlandi sem víða hefur komið við sögu. Afabróð- ir hans, sir Arthur Balfour, sem lengi var leiðtogi íhaldsflokksins, varð tvisvar forsætisráðherra Bret- lands, tók í síðara skiptið við af Loyd George 1923. Balfour-ættin bjó áður fyrr á miklu óðalssetri í héraðinu Fife, en gamla setrið er ekki lengur notað til íbúðar enda orðið gamalt og krefst mikils þjónustuliðs. Fjöl- skyldan hefur því byggt sér lítið hús á einu túninu sem hentugra þykir nútímaháttum. Jean Balfour er kona á miðjum aldri. Hún er fremur smávaxin og hógvær í framkomu, vill lítið úr sjálfri sér gera, er varkár í orðum, en að sögn þeirra sem til þekkja er enginn öfundsverður af því að lenda í kappræðum við hana. Hún hreifst mjög af umhverfis- og náttúruverndarmálum þegar á námsárum sínum og varð að eigin sögn fyrir miklum áhrifum af sir Frank Frazer Darling er hún hlýddi á háskólafyrirlestra hjá honum. Hann er þekktur víða um lönd fyr- ir bókina „Óbyggð og allsnægtir" (Wilderness and Plenty) sem þýdd var á íslensku. Hann gerðist for- ystumaður í samtökum sem kölluðu sig „Friends of the Earth“ voru stofnuð á árunum um 1970. í samtali okkar kom greinilega í ljós að hún hefur áhuga á alhliða náttúruvemd — en alveg sérstak- lega á málefnum norðurslóða. „Eg er vinur norðursins," segir hún. Hún kom fyrst til Islands árið 1971 og hefur komið hingað 11 sinnum síðan. í fyrstu ferðinni skoð- aði hún mörg skógræktarsvæði hér 1 enda var hún þá formaður skoska skógræktarfélagsins. Hún fór í Haukadal, í Ásbyrgi, Vaglaskóg og austur að Hallormsstað. Hún segist hafa skoðað þessi svæði aftur árið Ljósmynd/Sig. Blöndal Balbirnie House, ættaróðal Balfour-ættarinnar í Skotlandi. Ljósmynd/Sig. Blöndal Frá Corlae-Estate í Ken Valley í Skotlandi. Þar hafa Balfour- hjónin látið gróðursetja 800 ha skógar á 5 árum en það samsvarar stærð Hallormsstaðaskógar alls. 1983 og glaðst þá sérstaklega yfir vextj og viðgangi trjánna. Árið 1976 var hún í náttúru- vemdarráði Bretlandseyja og kom þá í ferð hingað á vegum alþjóðlegr- ar nefndar sem send var út af örk- inni til að kanna ákveðin svæði sem talið var að þyrftu sérstakrar vernd- ar við. Og árið 1978 segist hún hafa farið í ógleymanlega 10 daga ferð á Hornstrandir með íslenska náttúruverndarráðinu og gekk þá m.a. á Drangajökul. Skotland var orðið nærri skóg- laust eftir fyrri heimsstyijöldina en uppgræðsla hófst strax eftir það. Sérstakt og víðtækara átak var gert eftir síðari heimsstyijöldina svo nú eru Hálöndin í Skotlandi mikið til skógi vaxin. Dr. Balfour er beðin að segja frá þeim málum: „Skotland er nú skógi vaxið að tíunda hluta,“ segir hún. „Um það bil 70% af skóglendinu hafa verið endurheimt eftir síðari heimsstyij- öldina. Aðallega var gróðursett sitkagreni og stafafura eins og hér á íslandi en einnig lerki. Veðráttan er auðvitað hagstæð- ari til skógræktar í Skotlandi en hér, meira regn og hlýrra en hér og vöxtur því nokkuð öruggur — fer þó eftir jarðvegi. Þar deila menn um hversu mikið landsvæði eigi að fara undir skógrækt og hve mikið- undir hinn hefðbundna búskap." Hún segir að af ýmsum ástæðum sé almenningur í Skotlandi meira meðvitaður um umhverfi og gróður en á árum áður. Fólk ferðast meira um landið, ekur um í eigin bílum, hefur meiri frítíma til að skoða sveitiraar — sér það sem aflaga hefur farið og lætur óspart í ljós skoðanir sínar. Aimenningur í Skotlandi sýnir gróðurverndarmál- um vaxandi áhuga. Menn gróður- setja tré í sína reiti og í kring um hús í smáþorpunum í ríkara mæli en áður. Filipus prins, hertogi af Edin- borg, hefur líka haft mikil áhrif á almenningsálitið gagnvart náttúru- vernd. Hann gekkst fyrir því að stofnaðar voru nefndir vítt og breitt um landið sem eiga að halda uppi eftirliti með umhverfisvernd og hann sá um að fjármagni væri veitt ríkulega til náttúruverndar. „Ef til vill má segja að áhugi á náttúruvemdarmálum hafi heldur dofnað í Bretlandi á 80. áratugnum, þá varð erfiðara um efnahaginn í Málsvörn fyrir kynningarátak eftirÁrna Sigurjónsson Nýlega lét Menntamálaráðuneyt- ið útbúa 32 síðna bækling þar sem birtar eru fimm stuttar greinar um íslenskar bókmenntir. Ætlunin með bæklingnum er að kynna útlending- um, meðal annars þeim sem sækja bókasýningar erlendis, eitthvað af því sem hér er á seyði í bókmennt- unum. í Tímanum (16/9 sl.) og Morgunblaðinu (21/9) hafa komið fram mótmæli gegn þessu kynning- arátaki á þeirri forsendu að þar vanti nöfn merkra rithöfuhda. Undirritaður er í hópi þeirra sem hlut áttu að útgáfunni og skal hér komið á framfæri fáeinum sjónar- miðum um málið. Bæklingurinn er ekki rit um bók- menntasögu heldur lítið dreifirit, ætlað til kynningar á nokkrum þátt- um íslenskra bókmennta á erlend- um vettvangi. Önnur viðhorf ríkja við ritun bókmenntasögu en við gerð slíks dreifirits. I kynningarbæklingi er eðlilegt að nýjar bókmenntir njóti mestrar athygli. Höfundar sem enn eru að skrifa hljóta að koma meira við sögu en þeir sem eru hættir því; verk sem enn eru að seljast og verk sem eru til umræðu meðal lesenda hljóta að skipta meira máli í slíku samhengi heldur en önnur verk. Þar eru hagsmunir aðila bókamarkaðar- ins mestir, og þar er að finna vaxt- arbroddinn í bókmenningu okkar. Þá má nefna að flestir telja mjög takmarkaða möguleika á að fá íslensk Ijóð gefin út erlendis, bæði vegna þess að ljóð seljist yfirleitt lítið og vegna þess að ljóð séu vand- þýddari en laust mál. Og er það skýringin á því hve litlu rými er varið í ljóðlist í bæklingnurn. Ef hér væri um bókmenntasögu- rit að ræða væri vitanlega ófært að fjalla ekki vandlega um höfunda á borð við Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson og Gunnar Gunnarsson, svo dæmi séu nefnd. Þar mundu einnig Indriði G. Þorsteinsson og aðrir höfundar af kynslóð hans skipa þann sess sem verk þeirra gefa tilefni til. Skýrt skal tekið fram að það hefur örugglega ekki vakað fyrir neinum þeirra sem hlut áttu að útgáfu bæklingsins að gera lítið úr hlut neins íslensks rithöfundar, hvorki þeirra sem Morgunblaðið telur upp né annarra sem lítið eða ekkert er fjallað um í ritinu, en meðal þeirra eru, svo einhveijir séu nefndir, Þórbergur Þórðarson, Steinn Steinarr og Jóhannes úr Kötlum. Varla þarf að taka fram að þar réðu flokkspólitísk sjónannið engu. I þessu sambandi er rétt að gefa því gaum hvernig efninu er skipt niður í bæklingnum. Ein grein fjall- ar um fornbókmenntir okkar og þýðingu þeirra fyrir samtímann, önnur um bamabækur og hin þriðja um Nóbelsskáldið, mesta skáld þjóðarinnar á þessari öld. Þá er grein sem einkum íjallar um mód- ernismann fram um 1970 og loks grein um skáldskap eftir 1970. Þessi efnisskipting hefur það óneit- anlega í för með sér að skáld á borð við Guð’mund Frímann og t.d. „Bæklingurinn er ekki rit um bókmenntasögu heldur lítið dreifírit, ætlað til kynningar á nokkrum þáttum íslenskra bókmennta á erlendum vettvangi.“ Hallgrím Pétursson liggja óbætt hjá garði. En hún er engu að síður eðlileg miðað við tilgang bæklings- ins. Loks verður að gæta að því hvernig slíkur kynningarbæklingur horfir við þeim erlendu lesendum sem hann er ætlaður. Enginn vafi leikur á að nafnaromsum hættir til að gera kynningu af þessu tagi leið- inlega fyrir þá sem lítt þekkja til. En allt veltur á að framsetningin sé lífleg. Að því má stuðla með því meðal annars, að draga fáar en skýrar meginlínur, vitna í kafla sem vakið geta forvitni og ganga þann- ig frá myndefni og útliti að áhugi kvikni hjá jafnvel þeim sem að öðru jöfnu eru lítt bókhneigðir og hafa lítinn áhuga á eyjum í Norður- Atlantshafi. Hitt dregur auðvitað úr ef hrúgað er saman framandlegum nöfnum, sem lesandinn þekkir hvorki haus né sporð á og kann ekki einu sinni að bera fram. Sú stefna, að reyna að hafa „alla“ með, hlyti að enda með því að í stað kynningarpésa yrði dreift íslensku skáldatali. Þess má geta að aftast í bækl- ingnum er tafla sem sýnir helstu tímabil í íslenskri bókmenntasögu og eru þar nöfn allmargra höfunda. Vel má vera að nafnalistinn þar hefði mátt vera ítarlegri. En hitt má líka vel vera að betur hefði far- ið á að sleppa listanum með öllu. - Ekki er að efa að sitthvað má finna að kynningarbæklingi Menntamálaráðuneytisins. En þó að bæklingurinn hefði mátt vera ítarlegri og í honum fleiri ritgerðir og fleiri höfundanöfn, þá hljóta íslenskir bókamenn umfram allt að fagna slíku kynningarátaki. Höfundur cr dok tor í bókmennUifræði og stundakennari við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.