Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEFTEMBER 1989
49
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Allt of mikið af
hraðahindrunum
Munið!
Bömin í umferðinni em börnin
okkar.
Til Velvakanda.
Mig langar til að kvarta yfir
ýmsu sem gert hefur verið í gatna-
kerfi Reykjavíkur að undanförnu.
Svo virðist sem sú öfugþróun sé
í gangi hér að eftir því sem bílum
fjölgar stjórlega séu sífellt fleiri
hindranir lagðar fyrir ökumenn og
þeim gert torveldara að ferðast
um göturnar. Vil ég fyrst nefna
tvö ný umferðarljós á Hverfisgötu
sem em til að stórtefja fyrir um-
ferð á þessari fjölförnu götu og
em þar að auki á gatnamótum þar
sem tiltölulega lítil umferð er af
hliðargötum. Þá vil ég einnig
nefna umferðarljós á Kleppsvegi.
Miklu hefur verið plantað niður
af hraðahindmnum til mikillar
óþui-ftar og vil ég benda fólki, sem
hefur verið að undirrita bænaskjöl
til borgarinnar um slíkt, á að
hætta því hið snarasta og gæta
frekar bama sinna betur.
Einnig vil ég benda á þrenging-
ar í götum sem áður vora beinar
og breiðar svo sem á Grandagarði
og í Fellsmúla. Þó ber að sýna
þakklæti fyrir það sem vel er gert
og vil ég í því sambandi nefna
nýju brúna og gatnamótin þar sem
áður var Miklatorg. Að lokum vil
ég segja að ég vonast til-að ráða-
menn lesi þetta og láti sér segj-
ast. Ég efa ekki að fjöldi fólks er
á sama máli og hvet ég alla til
að láta í sér heyra um þetta mál.
Sigurður
Þessir hringdu . . .
Störf
Barnavemdarnefndar
Sigrún Þorsteinsdóttir hringdi:
„Það er kominn tími tiL að 'for-
eldrar þeirra barna sem tekin
hafa verið af heimili sínu láti til
skarar skríða og opni umræðu,
vegna þess að ég er þess fullviss
um að brotið sé á foreldram með
úrskurðum á vegum Barnavernd-
arnefndar. Margir foreldrar hafa
átt í vök að verjast og mannlegar
tilfinningar hafa ekki verið tii af
hendi Barnaverndarnefndar. Ég
skora á stjómvöld að fara í gegn-
um öll þau mál sem koma og
hafa komið inn á borð til Barna-
verndarnefndar Reykajavíkur."
Dýr saltfiskur
Kona hringdi:
„Faðir minn, sem er orðinn
aldraður, keypti fyrir skömmu
sólþurrkaðan fisk á útimarkaðin-
um í Austurstræti. Keypti hann
eitt kíló og kostaði það 760 kr.
Mér þótti fiskurinn nokkuð dýr
og fór að athuga hvað hann kost-
ar í verslunum almennt. Kom í
ljós að sólþurrkaður saltfiskur
kostar frá 450-460 kr. víðast
hvar. Nú mun það venja að verð
sé lægra á útimörkuðum en í
verslunum og telur fólk sér trú
um að það sé að gera góð kaup.
Þama er hins vegar um svo mik-
inn varðmun að ræða að kaupend-
ur hjóta að krefjast skýringar.
Þessir viðskiptahættir era fyrir
neðan allar hellur.“
Gullarmband
Mjótt gullarmband með keðju-
mynstri tapaðist fyrir tveimur eða
þremur mánuðum. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 619003. Fundarlaun.
Friðum hrygningarfiskinn
S.G. hringdi:
„Ég skora á fiskifræðingana
og ríkisstjórnina að beita sér fyrir
því að hrygningarstaðir umhverfis
landið verði friðaðir. Við fáum
aldrei sterkan seiðastofn ef við
friðum ekki hrygningarfiskinn.
Einnig má benda á að friða þyrfti
kolann sem kemur á hryngingar-
svæðin út af Siglufirði og er drep-
inn í tonna tali. Ef við föram ekki
að friða hrygningafiskinn fáum
við of lítið af seiðum.“
Úr stóðrétt Skagíírðinga við Reynistað.. Morgunbiaðia/Bjöm Bjömsson
Réttað hjá skagfirsk-
um stóðbændum
Sauðárkrókí.
MIKILL fiöldi hrossa og manna
var saman kominn í annarri aðal-
stóðrétt Skagfirðinga, Reyni-
staðarétt, hinn 17. september.
Þrátt fyrir kalsaveður og bleytu
safnaðist fjöldi fólks að réttinni, svo
sem venja er, og vora margir langt
að komnir. Eins og jafnan áður ríkti
sannkölluð stóðréttarstemmning í
Staðarrétt og gengu ungir sem
aldnir vasklega fram við sundur-
dráttinn.
Einnig var, samkvæmt venjunni.
gleðskapur nokkur og sungið marg-
raddað við réttarvegginn þegar
drætti var lokið. Réttað verður í
hinni áðalstóðrétt Skagfirðinga,
Laufskálarétt, þann 29. þessa mán-
aðar.
í tengslum við Laufskálarétt
verða Suðurleiðir með sérstaka ferð
frá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík föstudaginn 29. septem-
ber klukkan 13 og til baka síðari
hluta sunnudags.
- BB
Munið tilboð fyrir 1. október.
HEIMILISF..
ISLANDS
Póstbox 1464 121 Reykjavík Sími 27644
Handmenntaskóli islands hefur kennt yfir 1400 Islendingum bæði heima og
erlendis á síðastliðnum átta árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameð-
ferð, skrautskrift og gerð kúluhúsa - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu
fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur
úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu
skólans með þvl að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma
27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. -Tlma-
lengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær
sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir
til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur
þettalíka.
ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT
HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU
NAFN____________________________________-_____
V TEG: VICTORY - BREIDD 305 CM
V., ........ . 1 ,. ■ ! ....
••
REGENT MOBEL
Þýsk vegghúsgögn í miklu úrvali
- Ijós og dökk.
&JT
Húsgagna4iöirm
■I!!!!!!!!'!** B
íí
REYKJAVÍK
J
a'- -