Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 23 Indland: Bofors-málið getur orðið Gandhi að falli RÍKISSTJÓRN Indlands undirritaði samning við sænsku vopna- framleiðendurna Bofors snemma árs 1986 um kaup á sprengju- vörpum og fallbyssum fyrir 1,4 miljarð bandaríkjadala, and- virði tæpra 87 miljarða ísl. króna. Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra landsins, gerði sér á þeim tíma litla grein fyrir því að þessi kaup kynnu að kalla ósigur yfir hann og Kongress-flokk- inn í þingkosningunum sem hann verður að boða til fyrir lok þessa árs. Allt frá 1987, eða einu ári eftir að kaupin fóru fram, hefur sá orðrómur verið á kreiki að yfirmenn Bofors-verksmiðjunnar hafi greitt indverskum milliliðum gríðarlegar íjárhæðir til að greiða fyrir því að samningar tækjust. Þegar fram liðu stundir veltu menn vöngum yfir því að hefði Gandhi sjálfur ekki þegið mútur hlyti hann að hafa vitað að milliliðir gerðu það. Krishnaswami Sundaiji hers- höfðingi var yfirmaður indverska herráðsins 1986 og mælti hann með því að vopnin frá Bofors yrðu keypt. Nú hefur hann lýst því yfir í viðtali við tímaritið India Today að hann hafi ein- dregið ráðlagt ríkisstjórninni að hóta yfirmönnum Bofors að samningnum yrði rift upplýstu þeir stjórnvöld ekki um nöfn milliliða sinna. Hann sagði að embættismenn í forsætisráðu- neytinu hefðu látið ráðleggingar sínar sem vind um eyrun þjóta. Þetta gengur þvert á fyrri yfirlýsingar Gandhis að hann hafi hugsað sér að rifta samn- ingnum við Bofors en það hafi mætt mikilli andstöðu frá yfir- mönnum hersins. Það hefur vakið óhug á meðal Indveija að yfirmenn Bofors- verksmiðjunnar voru reiðubúnir til að greiða milliliðum sínum allt að 14% af heildarupphæð samningsins við indversk stjórn- völd. Nú telja margir næsta víst að háar mútugreiðslur hafí fylgt næstum öllum meiriháttar samn- ingum indverskra stjómvalda við erlend fyrirtæki og þeir peningar hafi runnið í fjárhirslur Kon- gress-flokksins. Svo kann að fara að Kon- gress-flokkurinn tapi gríðarlegu fylgi í næstu kosningum vegna Bofors-málsins. Vishwanath Pratap Singh, fyrrum fjármála- og vamarmálaráðherra Gandhis, er nú leiðtogi Alþýðufylkingar- innar, samtaka stjórnarandstæð- inga. Hann var látinn víkja úr ríkisstjóminni og Kongress- flokknum 1987 fyrir þær sakir að fyrirskipa rannsókn á meint- um mútugreiðslum frá vestur- þýskri kafbátasmíðastöð og ólöglegum bankareikningum Indveija erlendis. Singh hefur tilkynnt að verði hann næsti for- sætisráðherra landsins muni hann birta opinberlega alla veigamikla samninga sem ind- verska ríkisstjórnin hefur staðið að. Heimild: The Economist Bíræfinn bókaþjófur Adeilaide, Ástralíu. Reuter. UPP hefur komist um bíræfin bókaþjóf sem stundaði hnupl í bókabúðum í Ástralíu. Við hús- leit heima hjá honum fimdust 12 tonn af bókum sem hann hafði tekið ófijálsri hendi. Bókaþjófurinn heitir Kenneth Sach og er hann 59 ára. Var hann staðinn að verki í bókabúð í Ade- leide í Ástralíu á dögunum með. bækur innan klæða. Gerð var hús- leit heima hjá káuða eftir hand- tökuna og rak lögreglumenn þá í rogastans. Þar fannst afrakstur ránsferða undanfarin ár. Hvorki meira né minna en 12 tonn af bókum fundust í íbúðinni. Náðu staflarnir til lofts og fylltu þeir flest herbergi hennar. Lagði lög- reglan hald á bækurnar og flutti þær burt. Voru það nokkrir bílfarmar. Verðmæti ránsfengsins miðað við söluverð bókanna var 390 þúsund Bandaríkjadalir eða jafnvirði 24 milljónir ísl. króna. Success GUARANTEED ^ gr* PERFECTIN Wl rl&M 15 MINUTES Brown&VJild R ice FlívptfJ Brean & WHd Rke »nt fi MtcsArójm* Bráðskemmtilegur hnetu- keimurersérkenniþessa hrísgrjónaréttar. Blanda af villi- og brúnum hrísgrjónum með ekta sveppabitum og ferskri kryddblöndu. Bragð- gott meðlæti með öllum mat. Fyrir 4 - suðutimi 15 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSONaCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 fólks í öllum starfsgreinum! Jonekm jt RWSTIBJLIE JUNCKERS UBMJLUSðlCt tr. iBffXMTv irwsyiW'TilTtjSfMTfrS’llF'1* JUNCKEHS pro&iMar Blitsa gólf og þiljulökk Parket getur haldist fallegt í heilan mannsaldur ef vel er hugsad um þad. „Þreytt“ gólf er gjarnan hægt að hressa upp á með Junckers Blitsa lakki. Gegnheila Junckers parketið er framleitt full- lakkað eða olíugrunnað. Til þess einmitt að tryggja að yfirborðið geti orðið eins sterkt og mögulegt er, hafa þeir hjá Junekers þróað eigin lökk og olíu fyrir parket. Nú er hægt að velja á milli ótal lakkgerða, t.d. fljótharðnandi 2-þátta lakka og vatnsþynnanlegra lakka, auk sápulúts og olíu til að grunna og fullvinna viðinn. Junckers parketið er lakkað með 2-þátta lakki sem tryggir því sérlega mikið slitþol. Þessu slitþoli er hest viðhaldið með áframhaldandi notkun á Blitsa. Söluaðilar eru tilbúnir til aó veita upplýsingar og ráð- eða þú getur einfaldlega beðið um Junekers lakkleiðarvísinn. ÁRMÚLA 8, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 82111 Interieriaklll vandbaseret Junckers Vandbaseret BLITSA 222 Junckers ISOBLITSA waief-bas^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.