Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUlt 28. SEPTEMBER 1989
2S
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
Aðilar frá björgunarsveitunum Oki, Heiðum, Hjálpinni og Brák svo
og Hjálparsveit skáta á Akranesi tóku þátt í uppsetningu endurvarj)-
ans undir stjórn Þórs Magnússonar erindreka Slysavamafélags Is-
lands.
Reykholtsdalur:
Endurvarpi
settur upp á
Heiðarhorni
Sólbyrgi.
FIMMTUDAGINN 21.september
var spáð góðu og björtu veðri,
þá var upplagt að kalla svæðis-
stjórn á svæði 4 út til að koma
fyrir endurvarpa á Heiðarhorni
í Skarðsheiði.
Landinu er skipt í nokkur leitar-
og björgunarsvæði og er svæði 4
á Vesturlandi. Borgarfjarðardalir
eru erfitt svæði fyrir VHS-talstövð-
ar sem notaðar eru í leitum eins
skiptir Skarðsheiðin svæðinu. Við
komu endurvarpans á Heiðarhomi
gjörbreytast allar aðstæður til fjar-
skipta á svæðinu og öryggi við leit-
arstjómun. Endurvarpinn er knú-
inn af sólarorku.
Aðilar frá björgunarsveitunum
Oki, Heiðum, Hjálpinni og Brák svo
og Hjálparsveit skáta á Akranesi
tóku þátt í uppsetningu endurvarp-
ans undir sljóm Þórs Magnússonar
erindreka Slysavamafélags ís-
lands. Þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-GRO flutti allan búnað upp á
Heiðarhornið og kann svæðisstjórn
Landhelgisgæslunni og Benóný
Ásgrímssyni flugstjóra bestu þakk-
ir. - Bernhard
Námskeið í
kristallaheilun
NÁNDAR- og næmniþjónustan
heldur námskeið í heilun með
kristöllum, sunnudaginn 1. októ-
ber klukkan 13-20 í héilsurækt-
arstöðinni World Class, Skeif-
unni 19.
Leiðbeinandi er Leifur Leópolds-
son miðill. Farið verður yfir undir-
stöðuatriðin í notkun steina og
kristalla. Kynningarkvöld verður
haldið á morgun, föstudagskvöld,
á veitingastaðnum „Á næstu grös-
um“.
ítalskir dagar í
Kringlunni
ÍTALSKIR dagar verða í Kringl-
unni frá deginum í dag, 28. sept-
ember, til 7. október. Kynntar
verða ítalskar vörur og matur
og Ítalíuferðir. ítalskir lista-
menn koma fram.
Veitingahús í Kringlunni bjóða
upp á ítalskan mat. Þá verður boð-
ið upp á spumingaleik þar sem ítal-
íuferðir eru í vinning. Ýmis
skemmtiatriði verða í Kringlunni í
tenglsum við hina ítölsku daga,
meðal annars skemmtir ítölsk
hljomsveit.
Frumkvæði að Ítalíukynning-
unni eiga ferðamálaráð og útflutn-
ingsráð Ítalíu og Ragnar Borg,
aðalræðismaður Itala hér, í sam-
starfi við Kringluna.
Bókaskrá um
ættfræðirit
ÚT ER komin fjórða söluskrá
Ættfræðiþjónustúnnar um
bækur og hjálpargögn í ætt-
fræði. í skránni eru nálega 120
ættfræðiverk, og mun þetta
stærsta söluskrá, sem út hefúr
komið um ættartöhir, niðjatöl,
æviskrárrit, manntöl, byggða-
sögur og önnur heimildarrit um
ættir íslendinga.
Hægt er að fá bókaskrána
heimsenda án endurgjalds frá
Ættfræðiþjónustunni, Sólvalla-
götu 32A, Reykjavík.
Þá er nýútkomið á sama stað
verkið Ættir mínar, vinnubók í
ættfræði. Þar er að finna upplýs-
ingar um ættfræðiheimildir, eyðu-
blöð til skráningar á framættum,
sem ná til rúmlega 600 forfeðra,
ásamt leiðbeiningum um skipu-
lega skráningu ættartölunnar.
(Fréttatilkynning)
Orgeltónleikar í
Kristskirkju
ÞÝSKI org-
elleikarinn,
prófessor
Almut Rössl-
er, sem hér
er stödd í
boði Musica
Nova, Goet-
he Institut
og Listvina-
félags
Hallgríms-
kirkju, held-
ur tónleika í Kristskirkju föstu-
dagskvöldið 29. september
klukkan 20.20. Á efrusskránni
eru orgelverk eftir Olivier Mess-
iaen, Diether de la Motte og
Jiirg Baur.
Almut Rössler hefur haldið tón-
leika í flestum löndum Evrópu,
Bandaríkjunum, Kanada og Japan.
Hún hefur hlotið margvíslega við-
urkenningu og setið í dómnefndum
alþjóðlegra orgelkeppna. Hún þykir
einn fremsti túlkandi orgelverka
franska tónskáldsins Oliviers Mess-
iaen og hefur leikið öll orgelverk
hans inn á hljómplötur. Tónskáldið
valdi hana til að frumflytja nýjasta
orgelverk sitt, „Livre du Saint
Sacrament" eða „Bókina um heil-
agt sakramenti" sem samið var
árið 1984 og er eitt umfangsmesta
orgelverk allra tíma.
Þetta er í annað sinn sem Rössl-
er sækir ísland heim því árið 1979
var hún leiðbeinandi á Messiaen-
námskeiði á vegum Tónlistarskól-
ans í Reykjavík og helt þá þrenna
tónleika hér.
Fréttatilkynning
Sýning Erlu
að ljúka
SÝNING Erlu Þórarinsdóttur í
austursal Kjarvalsstaða lýkur
næstkomandi sunnudag.
Erla lauk námi frá Konstfack-
skólanum í Stokkhólmi 1981 og
hefur síðan unnið og starfað að
myndlist í Svíþjóð, New York og
hér heima. Hún hefur haldið einka-
sýningar í Reykjavík, Stokkhólmi,
Kaupmannahöfn og New York og
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Á Kjarvalsstöðum eru til sýnis
olíumyndir unnar á striga og á tré.
Þetta eru myndaraðir sem kallast
„seglin", „landið" og „farangur-
inn“. Myndirnar eiga upptök sín
hérlendis og í loftinu umhverfis
landið.
Sýningin er opin frá klukkan
Fundur hjá
málfræðingum
ÍSLENSKA málfræðifélagið efn-
ir til almenns fundar í dag,
fimmtudaginn 28. september,
klukkan 17.15 í stofú 422 í Árna-
garði.
Fyrirlesari verður Helge Sandoy,
háskólakennari frá Björgvinv Fyrir-
lesturinn nefnist Tendensar i ut-
vikling af norsk talemal og verður
fluttur á norsku.
Danshöllin:
Waterend Jazz-
men skemmtir á
djass- og dixí-
landhátíð
ÞÝSKA djass- og dixíland-hljóm-
sveitin Waterend Jazzmen
skemmtir á djass- og dixíland-
hátið í Danshöllinni Brautarholti
20 föstudaginn 29. og laugardag-
inn 30. september næstkomandi.
Á hátíðinni mun Waterend Jazz-
men koma fram á annarri hæð
Danshallarinnar en aðrar hljóm-
sveitir skemmta á hinum hæðunum
þremur, segir í fréttatilkynningu.
11-22.
(Fréttatílkynning.)
Morgunblaðið/Gerolf Schmidt
Hljómsveitin Waterend Jazzmen spilar á djass- og dixfland-hátíð í
DanshöIIinni á föstudag og laugardag.
Áfengi hættulegra en kjamorka
- segir sænski kjarnorkufræðingurinn Lars Persson
MORGUNBLAÐINU hefúr borizt fréttatilkynning frá Áfengisvarna-
ráði. Þar er vitnað í viðtal við sænska kjarnorkufræðinginn Lars
Persson við blaðið Accent frá því í september. í blaðinu segir hann
að áfengi sé hættulegra en kjarnorka. Persson er skrifstofustjóri
Geislavarnastofnunar sænska ríkisihs og átti hlut að samningu laga
um geislavarnir.
Viðtal þetta er reifað í fréttatil-
kynningu Áfengisvarnaráðs og þar
er eftirfarandi haft eftir Persson:
„Áfengi er eiturefni sem er hættu-
legt fyrir erfðavísana. Það getur
og valdið krabbameini. Áfengis-
drykkja er eins og leikur að eldi
eða jafngildi þess að láta skeika að
sköpuðu um heilsu sína. Engin
ákveðin mörk eru til sem sýni hve
mikið áfengi sé hættulaust að
drekka. Raunar þarf ekki vísinda-
menn tii að sjá að áfengi veldur
ótímabærum dauða í vinahópi
manns. Margir félaga minna eru
látnir og nokkrir eru vistaðir á
stofnunum vegna drykkju. Ég hef
vitað ýmsa starfsbræður mína er-
lendis eiga við alvarlega drykkju-
vandamál að stríða. Slíkt veldur
mér ugg.
Kjarnorka hefur ekki drepið
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 27. september.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 63,00 59,00 60,15 6,634 399.020
Ýsa 100,00 100,00 100,00 3,465 346.500
Karfi 42,00 33,00 41,18 0,265 10.914
Ufsi 40,50 37,00 40,19 11,902 478.387
Hlýri+steinb. 70,00 70,00 70,00 0,450 31.500
Langa 40,00 40,00 40,00 0,261 10.440
Lúöa(stór) - 210,00 190,00 201,63 0,646 130.250
Lúöa(smá) 230,00 230,00 230,00 0,048 11.040
Keila 24,00 24,00 24,00 0,036 864
Skötuselur 170,00 170,00 170,00 0,151 25.670
Samtals 60,55 23,858 1.444.585
Selt var meðal annars úr Breka VE. I dag verða meðal annars seld 10 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu, 10 tonn af ufsa og 9 tonn
af karfa úr Jóni Baldvinssyni RE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 58,50 58,50 58,50 0,078 4.563
Ýsa 128,00 45,00 110,04 2,342 257.714
Steinbítur 44,00 44,00 44,00 0,018 792
Samtals 107,90 2,438 263.069
Selt var úr Haferni GK. í dag verður selt úr dagróðrabátum.
neinn mann í Svíþjóð. Afleiðingar
Tjemóbyl-slyssins em ekki alvar-
legri en sá skaði, sem maður veldur
sjálfum sér með að drekka eina
vínflösku. Það er sýndarmennska
þegar fólk hefur áhyggjur af geisla-
virku regni og þorir tæpast að láta
böm sín leika sér í sandkassanum
en horfir samtímis öldungis ótta-
laust á drykkjumenn staupa sig í
garðinum við hliðina á leikvellinum.
Það má orða það svo að geislavirkn-
in í Svíþjóð vegna Tjernóbyl-slyss-
ins sé lítið hættuleg en áfengi mjög
hættulegt."
Ennfremur segir Lars Persson:
„Mér virðist augljóst að á áfengis-
umbúðum eigi að vera viðvaranir.
Á þeim ætti að standa: Skaðlegt
heilsu manna. Veldur krabba-
Atriði úr myndinni „Draumagengið" sem Laugarásbíó sýnir um þess-
ar mundir.
Laugarásbíó sýnir:
„Draumagengið“
LAUGARÁSBÍÓ hefúr tekið til
sýninga myndina „Draumageng-
ið“. Með aðalhlutverk fara Michael
Keaton og Peter Boyle.
Það er „sín ögnin af hveiju“ í
hópi sjúklinga á geðhæli, þar sem
Weitzman er starfandi læknir, ungur
og áhugasamur um heill skjóistæð-
inga sinna. Enginn þeirra er hættu-
legur umhverfi sínu en hver um sig
er „bilaður" á sinn hátt.
Björk, Mývatnssveit:
Útför Svövu Sigurðardóttur
Reykjahlíð og hefur fjölmargt
ferðafólk notið þar frábærrar þjón-
ustu, að sjálfsögðu var hlutur Svövu
mikill í þeirri starfsemi.
Svava var ákaflega hjálpsöm og
greiðvikin og ávallt gott til hennar
að leita, enda var frænda og vina-
hópur hennar ijölmennur.
ÚTFÖR Svövu Sigurðardóttur var
gerð frá Reykjahlíðakirkju mið-
vikudaginn 13. september að við-
stöddu fjölmenni.
Séra Om Friðriksson prófastur á
Skútustöðum flutti útfararræðu og
jarðsöng. Kirkjukórinn söng, orgel-
leikari var Jón Árni Sigfússon.
Margrét Bóasdóttir söng einsöng
við undirleik Juliet Faulkner, tón-
listarkennara við Hafralækjarskóla.
Svava Sigurðardóttir fæddist í
Reykjahlíð 13. maí 1912. Foreldrar
hennar vom Sigurður Einarsson og
Jónasína Jónsdóttir. Þau bjuggu í
Reykjahlíð á % hluta jarðarinnar,
öll sín búskaparár.
Jónasína andaðist 1943, en Sig-
urður 1954. Síðan hafa börn þeirra
búið á þessum jarðarskika.
Árið 1947 var reist myndarlegt
íbúðarhús sem jafnframt var sum-
arhótei. Hafa þau systkinin Guðrún,
Svava og Jón Bjartmar, rekið Hótel
Svava andaðist á sjúkrahúsinu á
Húsavík þann 5. september sl.
Kristján.