Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 17 Bretlandi — atvinnuleysi og margs konar vandi steðjaði að. Núverandi stjórnvöld hafa lengst af sýnt þess- um málum lítinn áhuga þar til upp á síðkastið," segir hún. „En nú beinist athyglin ekki aðallega að gróðurvernd heldur að mengun and- inímsloftsins, súru regni og varð- veislu útivistarsvæða — alveg eins og í Skandinavíu". Talið berst að vanda landbúnað- arins í Skotlandi og Jean Balfour segir: „í Skotlandi er offramleiðsla á landbúnaðarvörum eins og hér — og nú má atvinnugreinin þola meiri gagnrýni en áður, því fólk fylgist með og myndár sér skoðanir. Mjólk- urfjallið er samt að hverfa hjá okk- ur. Við eigum líka við það vanda- mál að stríða eins og þið að halda landssvæðum í byggð — og það er ekki síður félagslegt vandamál en fjárhagslegt. Við neyðumst til að búa við kvóta eins og þið gerið bæði í landbúnaði og fiskveiðum og til að hefja skógarbúskap þarf sérstaka samþykkt stjórnvalda. En gagnvart landsbyggð sem að áliti dómbærra manna þarf að haldast > byggð, en þar sem fárra kosta er völ, er gripið til sérstakra ráðstaf- ana og aðstoðar en slíkt gildir að- eins í einstaka tilfellum og að vand- lega athuguðu máli. Á síðustu árum hefur skógrækt sem atvinnugrein líka dregist sam- an hjá okkur vegna minnkandi stuðnings af opinberri hálfu en nú er reyndar von á ýmsum skattaíviln- unum fyrir skógareigendur. Mér finnst Skotar og íslendingar eiga margt sameiginlegt í þessum málum þótt enginn uppblástur eigi sér stað í Skotlandi. Sauðfé hefur fækkað um 'A frá 1980, lausaganga búflár er víðast bönnuð en leyfð þó á ákveðnum svæðum til fjalla. Rán- dýr ganga líka laus en þau skaða ekki gróður og eru sportveiðimönn- um mikils virði.“ Síðasta spurningin er sú hverja hún telji framtíð skógræktar á Is- landi. Jean Balfour er varkár eins og fyrr: „Skógrækt til nytja er ekki auð- veld hér — og mun ganga hægt. Hallormsstaður er þó afar áhuga- verður staður fyrir timburfram- leiðslu. En birki er áreiðanlega auð- veldasta tegundin og hægt að hrinda af stað stórátaki í ræktun slíkra verndarskóga. Birkiskógar eru alltaf til gagns — til útivistar, til verndar öðrum gróðri — til skjóls fyrir menn og skepnur. Ég kom í Gunnarsholt um dag- inn og sá þar athyglisverðar tilraun- ir sem verið er að gera með birki- fræ — fræið er húðað til þess að gera það þyngra og blandað saman við alhliða áburð. Þessari blöndu á síða n að dreifa á valið land úr flug- vél. Þetta finnst mér ákaflega spenn- andi tilraun og gæti beinlínis verið upphaf byltingar að því er varðar endurheimt gróðurlendis." HV i* ÍTÖLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. Italskui vörurÆTTÍskusýningar Tónlist V Kaffihús Bu ítalskur matur 527 Ferbakynningar MB #Z7Getraun, vinningur: ferð fyrir tvo til Ítalíu HB Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Nú er slátursala SS í Austurveri / Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega næringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. SS hefur nú opnað slátursölu í Austurveri. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til sláturgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, sauma- garn, nálar og frystipokar. í einu siátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur, 1 kg mör og 750 gr blóð. í slátrið þarf síðan 1,5 kg af mjöli, sem gefur af sér 5-6 stóra sláturkeppi. Á ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færð þú svo ítarlegan leiðbeiningarpésa um sláturgerð. Slátursalan er opin kl. 12-18 þriðjudaga til fimmtu- daga, 12-19 föstudaga og kl. 12—16 á laugardögum. LOKAÐ Á MÁNUDÖGUM. Allt til sláturgerðar á einum stað. Slátursala © Slátursala SS Austuveri, sími 985-24951 Verslun SS Austurveri, sími 82599 V/SA I I?! s í-.i i 1 GOH FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.