Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 42
42 MORGliNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR ,28.. SEFTEMBER 1989 + Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR S. JÓSEFSSON, Ásvallagötu 2, lést í St. Jósefsspítala, Landakoti, þann 25. september. Stefania Ottesen og dætur. Útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Hraunbrún 38, Hafnarfirði, áður Austurgötu 22b, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. september kl. 15.00. Sigríður Jósefsdóttir, Már Péturssgn, Sigurbjörn Jósefsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Markús Jósefsson. Ingibjörg Karlsdóttir. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNOA HARALDSDÓTTIR, Sandhólum, Bitru, er lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 19. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. sept. kl. 13.30. Kjartan Ólafsson, Óla Friðmey Kjartansdóttir, Gunnar Sverrisson, Ingvar Einar Kjartansson, Sigurður Óli Gunnarsson, Gísli Kr. Kjartansson, Ingunn Helga Gunnarsdóttir. t HILDIGUNNUR ÁSGEIRSDÓTTIR, Aðalgötu 48, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 29. septem- ber kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbmeinsfélag fslands. Ingólfur Baldvinsson, börn og tengdabörn. t Útför MARGRÉTAR SIGFRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR, Skeggjagötu 6, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. september kl. 15.00. Baldur Steingrfmsson, Steingrfmur Baldursson, Friða Ásbjörnsdóttir, Höskuldur Baldursson, Magdalena Búadóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SESSEUA SIGURÐARDÓTTIR, Hamarsgerði 2, verður jarðsungin föstudaginn 29. september frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tendgabarna og barnabarna, Jóhann Valdimarsson. t Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, INGVELDAR BJÖRNSDÓTTUR. Björn R. Einarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur R. Einarsson, Halla Kristinsdóttir. A). Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 o 13630 Agúst Jóhannes- son - Minning Frændi minn Ágúst Jóhannesson fæddist þann 28. nóvember árið 1916 á Karlsstöðum í Vaðlavík í Suður-Múlasýslu. Faðir hans var Jóhannes Sigfússon, ættaður úr Stóru-Breiðuvík í Helgustaðar- hreppi og móðir hans var Valgerður Arnoddsdóttir ættuð úr Sandgerði. Þeim hjónum_ varð þrettán barna auðið og var Ágúst fjórði í röðinni. Komust ellefu til fullorðinsára en tvö létust í æsku. Ég get ímyndað mér að það hafi þurft að taka til hendi á svo stóru heimili sem Karls- staðaheimilið hefur verið á þessum tíma. Það hefur því reynt á sam- heldni og snemma hafa systkinin vanist öllum verkum. Þegar Ágúst var firnm ára gerðist atburður sem hafði mikil áhrif á allt hans líf upp frá því. Hann veiktist af lömunar- veiki o'g lamaðist við það hægri handleggur hans að miklu leyti frá öxl. Það var samt aldrei að merkja á hans verkum að hann nyti ekki beggja handa, önnur eins ham- hleypa ogþann var til allra verka. Þegar Ágiíst var sautján ára lést faðir hans. Fluttist þá ijölskyldan suður til Keflavíkur. Bjó Valgerður börnum sínum heimili þar sem þau bjuggu uns þau giftust eitt af öðru. Stundaði fjölskyldan öll almenn störf þess tíma. Ágúst vann ýmist til sjós eða lands. Hann var mörg sumur sem kokkur á síldarbátum og einnig á vetrarvertíðum. Þrátt fyrir þá fötlun sem hann lifði við var hann hagur í höndum og vann í mörg ár við smíðar með bræðrum sínum. Þeir byggðu saman mörg hús og má þar fyrst nefna Baldurs- götu 10. Árið 1951 kynntist Ágúst eftirlifandi eiginkonu sinni, Berg- ljótu Ingólfsdóttur frá Seyðisfirði. Sem barni fannst mér það alltaf ákaflega rómantískt að Gústi og Begga skyldu hafa kynnst í gegnum foreldra mína. Hann var að heim- sækja frænku sína, sem var móðir mín og Begga var þá stödd hjá bróður sínum sem var faðir minn. Þetta þótti mér alltaf ævintýri líkast. Þau Ágúst og Bergljót gengu í hjónaband 27. september 1952. Þeim varð þriggja barna auðið: Jó- hannes, fæddur 1953, framhalds- skólakennari, búsettur í Reykjavík. Hrólfur Brynjar, fæddur 1955, bók- menntafræðingur, búsettur í Svíþjóð, og Guðrún, fædd 1960, stúdent og starfar sem meðferðar- fulltrúi. Hennar sambýlismaður er Leifur Vilhjálmsson. Barnabarnið er eitt, Dúa Berg, dóttir Guðrúnar, og var hún afa sínum mjög kær. Má segja að þau hafi verið miklir vinir. Agúst vildi búa fjölskyldu sinni gott heimili. Réðst hann því í byggingu hússins við Faxabraut 36 ásamt bræðrum sínum, Gunnlaugi, Sigfúsi og Alexander. Seinna byggði hann hús í Háaleiti 5 þar sem íjölskyldan bjó í mörg ár. Var t Útför ÞORVALDAR JÓNSSONAR, Miklubraut 64, Reykjavik, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30. september kl. 16.00. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 29. september kl. 10.30. Oddný Þorvaldsdóttir, Hólmar Magnússon, Jón Þorvaldsson, Guðný Einarsdóttir, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Útför SIGURÐAR GEIRSSONAR, Vilmundarstöðum, Reykholtsdal, ferfram frá Reykholtskirkju laugardaginn 30. septemberkl. 14.00. Hlfn Gunnarsdóttir, Geir Sigurðsson, Ástríður Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Eysteinn Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, systkini, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum öllum nær og fjær sem sýndu okkur samúð við andlát og útför sonar míns og bróður okkar, BÆRINGS VAGNS AÐALSTEINSSONAR. Sérstaklega þakka ég vinum og ættingjum í Bolungarvík fyrir rausnarlegan styrk. Fyrir mína hönd og systkina hins látna, Svanhildur Marfasdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, GÍSLA JÓHANNSSONAR, garðyrkjumanns, Friðrikshúsí, Hjalteyri. Gyða Antoníusardóttir, börn, tengdabörn og afabörn. þá í heimilinu tengdamóðir Gústa, amma mín Guðrún Eiríksdóttir. Bjó hún hjá þeim hjónum allt til dauða- dags árið 1970. Árið 1969 keyptu þau hjónin Hafnarbúðina. Ári seinna réðust þau í byggingu nýs húss þar sem þau ráku matsölu og verslun. Þau seldu Hafnarbúðina árið 1979. Sama ár tók hann við starfi hafnarstjóra í Landshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur. Því starfi gegndi hann til ársins 1986 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á sama tíma fluttu þau að Óðinsvöll- um_5 í nýtt hús sem Ágúst byggði. Ágúst lét mikið að sér kveða í félagsmálum. Hann var meðal stofnenda Sósíalistafélags Keflavíkur. Var hann oftar en einu- sinni í framboði til bæjarstjórnar- kosninga fyrir Alþýðubandalagið og tók virkan þátt í þjóðfélagsum- ræðu. Ágúst var mjög vel lesinn pg má segja að hann hafi kunnað Islendingasögurnar utan að. Vitn- aði hann oft í frægar persónur og hafði yndi af að segja börnum sínum sögur fornkappa. Hann hélt einnig mikið upp á sögur Halldórs Lax- ness. Málefni Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, bar hann alla tíð mjög fyrir brjósti. Núna síðast, nokkrum dögum fyrir andlátið, lagði hann sitt af mörkum í vinnu vegna lands- söfnunar Sjálfsbjargar. Hann var einn af stofnendum Austfirðingafé- lags Suðumesja. Sat oft í stjórn félagsins og var þess utan í ýmsum nefndum. Ágúst lék í mörgum leik- ritum sem sett voru upp af leik- félaginu Stakk í Keflavík. Má þar nefna leikritið Páska og Bör Börs- son svo eitthvað sé talið. Hann var mikill náttúruunnandi. Voru ófáar ferðir þeirra hjóna á æskustöðvar beggja austur á landi. Gönguferðir með Ferðafélaginu stundaði hann einnig á meðan heilsan leyfði. Þau hjónin voru mjög gestrisin og frændrækin. Var ævinlega opið hús öllum þeim íjölmörgu ættingjum og vinum sem þangað lögðu leið sína. Alla tíð hafði heimili þeirra hjóna mikið aðdráttarafl í mínum huga. Því það vora ekki bara frændi og frænka sem tóku mér opnum örm- um heldur líka elskuleg amma mín á meðan hún lifði. í Keflavík vora líka búsett mörg af systkinum Gústa. Það var eftirminnilegt að fínna hve samstillt þessi dökkeygu fríðu systkini vora. Sjá augun glampa af innibyrgðri kátínu sem braust svo út í hjartanlegum hlátri. Hann frændi minn átti svo margt ógert. Hann dreymdi alla tíð æsku- stöðvarnar þar sem hann sá í hill- ingum drauma sína um æðarvarp og blómlegan búskap rætast í þessu fallega umhverfi. Líka langaði hann að ferðast meira um landið sitt sem hann unni mjög. Síðastliðið sumar hugleiddi hann kaup á hjólhýsi þar sem vel gæti farið um þau hjónin á ferðalögum og nú rétt áður en kallið kom ætlaði hann austur á land í berjaferð. Síðasta árið átti hann við sára vanheilsu að stríða. Hann hafði samt trú á að það myndi lagast en raunin varð önnur. Hann var fluttur fársjúkur á Borgarspítal- ann þar sem hann lést eftir skamma legu þann 21. september. Ég votta Beggu frænku minni mína dýpstu samúð svo og börnum hennar og öðram ættingjum á þessari erfiðu stundu. Minningin um góðan dreng lifir. Gunnhildur Hrólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.