Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Síldarsöltun nálgast Hefðbundin síldarvertíð hefst 8. október næstkomandi og er undir- búningur söltunar vel á veg kominn. Allir saltendur hafa fengið nægar tunnur til að geta hafið söltun, þegar þar að kemur og tunnuflutningar til landsins standa yfir. Færeyska flutningaskipið Saga Land losaði tunnur á Fáskrúðsfirði á þriðjudag og Haukur á Akranesi á miðvikudag, en þá var þessi mynd tekin. Þessa sömu daga var svo verið að skipa notuðum plasttunnum um borð í Grundarfoss í Svþjóð. Síldin er nú nær eingöngu söltuð í platstunn- ur, en lítils háttar af síldinni á Finnland fer þó í trétunnur. Kaup Stálskipa á Sigurey frá Patreksfírði: Fjörutíu milljóna króna lán Byggðastoftiunar gjaldfellt BYGGÐASTOFNUN hafnaði því á firndi sínum á þriðjudag, að Stálskip hf. í Hafnarfirði fengi að yfirtaka um 40 milljóna króna lán Byggða- sjóðs, sem gjaldfellt var þegar fyrirtækið keypti togarann Sigurey frá Patreksfirði. Fimm stjórnarmanna tóku þessa ákvörðun, einn var fjar- verandi og einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Þingkjörna stjóm Byggðastofnun- ar skipa þingmennirnir Matthías Bjarnason, formaður, Halldór Blönd- al, Ólafur Þ. Þórðarson, Ragnar Arn- alds, Stefán Guðmundsson og Stefán Valgeirsson og Elín Alma Arthúrs- dóttir, viðskiptafræðingur. Ragnar var fjarverandi þegar ákvörðunin var tekin og Halldór Blöndal sat hjá. Staðið við fyrri samþykkt Matthías Bjamason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Byggða- stofnun hefði samþykkt, áður en uppboð á Sigurey fór fram, að færi skipið út fyrir Patreksfjörð yrði lánið gjaldfellt. „Þessari samþykkt var ekki stefnt gegn neinum sérstökum, því þá var ekki vitað hver myndi hreppa hnossið," sagði Matthías. „Menn spurðu fyrir uppboðið hvort við þetta yrði staðið og buðu ekki í VEÐUR / DAG kl. 12.00:' ' 'j ' ^ ^ Heimild: Veðurstofa islands / / / (Byggt á veðurspé kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFURIDAG, 28. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Vestan og suð-vestan gola eða kaldi víðast hvar á landinu. Smáskúrir eða slydduél voru á annesjum norðanlands en lóttskýjað á Suður- og Austurlandi. Hiti var‘4-10 stig. SPÁ: Ailhvöss sunnan- og suðvestanátt og rigning sunnan- og vestanlands, en ennþá þurrt um austanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG:Stíf sunnanátt og hlýtt um allt land. Súld eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norð-austan- lands. HORFUR Á LAUGARDAG:Hvöss suð-vestanátt með skúrum eða slydduóljum um allt vestanvert landið en þurrt austan til. Kólnandi veður. Heiðskírt TÁKN: G 0 Léttskýjað & Hálfskýjað m, Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma # * * ■j Q Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * i V EI — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j. Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 6 skýjað Reykjavík 8 mistur Bergen 12 skýjað Helsinki 15 þokumóða Kaupmannah. 14 léttskýjað Narssarssuaq 2 rigning Nuuk 0 skýjað Osló 12 skýjað Stokkholmur 16 þokumóða Þórshöfn 10 þokumóða Algarve 25 þokumóða Amsterdam 16 skýjað Barcelona 25 skýjað BerKn 15 skýjað Chicago 3 helðsklrt Feneyjar vantar Frankfurt 15 skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 14 skýjað Las Palmas 26 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 14 hálfskýjað Madríd 27 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York 9 léttskýjað Orlando 25 skýjað París 19 skýjað Róm 23 skýjað Vín 18 mistur Washington 11 helðsklrt Winnipeg vantar skipið þegar þeim var svarað að svo yrði. Það væri því verið að koma í bakið á þeim ef samþykkt Byggða- stofnunar væri felld úr gildi. Stofn- unin hefur úr afskaplega takmörk- uðu fé að spila og hlutverk hennar lögum samkvæmt er að stuðla að því að byggðir, sem verða fyrir áföll- um, haldi í horfinu. Þess vegna þurf- um við að fara vel með þá fjármuni sem við höfum yfir að ráða. Þeir sem eignuðust skipið tóku fram í blöðum, að því er ég held, að þeir gætu vel borgað þetta. Ég fæ ekki séð að for- sendur haft breyst, enda get ég ekki litið svo á að Patreksfirðingum hafi í raun verið gefinn kostur á að eign- ast skipið. Það var byijað á að spenna verð þess upp á uppboðinu, langt upp fyrir það sem að mínum dómi var skynsamlegt, bæði af Patreksfirðing- um og þeim sem skipið hrepptu." Matthías var spurður hvort ein- hver fordæmi væru fyrir því að lán Byggðastofnunar væru gjaldfelld með þessum hætti. „Nei, ég held að svona samþykkt hafi ekki verið gerð fyrirfram áður,“ svaraði hann. Eðlilegt að hluti láns fylgdi skipinu „Ég sat hjá vegna þess, að mér hefði þótt eðlilegt að aðeins hluti af láninu hefði verið gjaldfelldur, en ekki lánið allt,“ sagði Halldór Blönd- al. „Það kom fram að útgerðarfyrir- tækið Stálskip, sem keypti Sigurey, var reiðubúið til að sleppa skipinu til Patreksfirðinga, en um það náð- ust ekki samningar. Þá höfðu stjórn- völd tilefni og aðstöðu til að grípa inn í, eins og búið var að lofa íbúum Patreksfjarðar. Hluti af láninu, sem hvílir á togaranum, var til komið vegna aðstæðna á Patreksfirði og Byggðastofnun hafði veitt það til að hjálpa Patreksfirðingum til að halda skipinu. Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að einhver hluti lánsins hefði fylgt skipinu, en ekki lánið allt. Það var hins vegar aldrei til umræðu að skipta láninu upp með þessum hætti,“ sagði Halldór. Vegið að fijálsu fi’amtaki í landinu - segir Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður „ÉG tel það megnasta óréttlæti að opinber stofhun, sem á að þjóna landinu öllu, skuli mismuna svona eftir Iandshlutum. Þetta hefur hins vegar engin áhrif fyrir fyrirtæki okkar og við munum standa í skilum hér eftir sem hingað til. Það er verið að vega að frjálsu framtaki í landinu með þessu og það er miður,“ sagði Guðrún Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa í Hafnarfirði. Guðrún sagði að það hefði vakið en sýndarmennska. Það átti að úti- athygli í þessu máli að þingmenn Reykjaneskjördæmis hefðu ekki ver- ið betur vakandi og gætt hagsmuna sinna umbjóðenda. „Þeir hafa fremur unnið gegn mér, eins og til dæmis Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, með skítkasti og aðdrótt- unum, sem eiga sér enga stoð. Það liggur við að hann hafi lagt mann í einelti og ég held að hann ætti að fara að hypja sig í að segja af sér. Þá er framkoma Byggðastofnunar í þessu máli fyrir neðan allar hellur." Guðrún sagði að það væri ljóst, að Patreksfirðingar höfðu engan áhuga á að eignast skipið. „Upp- boðið á Patreksfirði var ekkert annað loka alla aðra frá því að bjóða í skip- ið. Ég veit ekki betur en Patreks- firðingar séu dauðfegnir að vera lausir við Sigurey, fyrst Byggða- stofnun gat ekki keypt skipið og afhent þeim aftur, eins og Þrym. Byggðastofnun er sjóður sem allir landsmenn leggja í og Patreksfirð- ingar eiga þar ekki meiri rétt en aðrir." Guðrún kvaðst vilja taka það fram, að af áhöfn Sigureyjar nú væru flest- ir- Patreksfirðingar. „Ég stend við orð mín og í áhöfninni eru sex Pat- reksfirðingar, þar á meðal yfirvél- stjórinn, því ég ræð þá á meðan þeir biðja um pláss,“ sagði hún. Ákvörðun Byggðasjóðs er óþolandi mismunun - segir í ályktun hafnarstjórnar HaftiarQarðar HAFNARSTJÓRN HafnarQarðar samþykkti í gær ályktun, þar sem sagt er að sú ákvörðun Byggðasjóðs að gjaldfella öll áhvílandi lán sjóðs- ins á togaranum Sigurey sé óþolandi mismunum. Þá segir, að sú áleitna spurning vakni hvort forsætisráðherra hafi ýtt undir þessa óeðlilegu afgreiðslu með óvönduðum yfirlýsingum sínum um þetta mál. Ályktun- in hefúr verið send Byggðasjóði, umboðsmanni Alþingis, Bankaeftirlit- inu, Ríkisendurskoðun, forsætisráðuneytinu og þingmönnum Reykja- neskjördæmis. Hrafnkell Ásgeirsson, formaður hafnarstjórnar, sagði að það væri að sjálfsögðu hagsmunamál fyrir Hafn- arfjarðarhöfn að útgerðarfyrirtækj- um þar í bæ væri gert kleift að reka skip. „Hafnfirðingar skilja ekki hvers vegna þeir hafa ekki sama rétt í þessum málum og aðrir. Byggða- stofnun er þarna að móta nýja verk- lagsreglu, en við teljum að allar for- sendur hafi brostið fyrir því að krefj- ast greiðslu lánsins þegar Stapar á Patreksfirði gengu ekki inn í kaupin á Sigurey," sagði Hrafnkell. í ályktun hafnarstjórnar segir að enginn 'efíst umað nýreigandi Sigur- eyjar, Stálskip ,hf., sé Byggðasjóði síst óhagstæðari skuldari en fyrri eigandi. Hér sé því um óþoiandi mis- munum að ræða. Þá segir að ákvörð- un stjómar -Byggðasjóðs hljóti að byggjast á því sjónarmiði, að útgerð- arfyrirtæki í Hafnarfirði séu annars flokks fyrirtæki og að þau megi ekki skulda Byggðasjóði neitt, og því sjón- armiði andmæli hafnarstjóm. Loks segir: „Hafnarstjórn væntir þess að þingmenn kjördæmisins og aðrir rétti hlut Hafnfirðinga í við- skiptum við Byggðastofnun 'og að fyrirtæki hér í bæ njóti jafnréttis á við fyrirtæki í öðmm byggðarlög- ttm.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.