Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 15
_________________ MORGUNBLADIt) Fl.M.MTUDAGUR 28, SKFTE.MBEK 1989_ Blikur á lofti í vegagerð eftir Birgi ísl. Gunnarsson Fregnir herma að óvenju margir íslendingar hafi ferðast um landið í sumarleyfum sínum á þessu ári. Þessir ferðalangar hafa vafalaust tekið eftir því að vegakerfi okkar landsmanna hefur mjög fleygt fram á undanfömum árum. Mikið átak hefur verið gert til að leggja bund- ið slitlag og í upphafi verktíma í sumar höfðu um tvö þúsund km af vegakerfi landsins verið lagðir bundnu slitlagi. Þeir sem aka um vegi landsins fínna fyrir slíkri breyt- ingu. Markaðir tekjustofiiar Ein meginástæðan fyrir því að svo vel hefur tekist er að á Alþingi hefur ríkt pólitísk samstaða úm markmið í þessum efnum og hvern- ig að þeim skyldi unnið. Vegagerð hefur fengið markaðar tekjur af umferðinni, en þær hafa aðallega verið bensíngjald, þungaskattur sem árgjald og þungaskattur sem kílómetragjald. Samkvæmt vega- áætlun fyrir þetta ár var áætlað að þessir tekjustofnar gæfu tæpar 4 milljarða í tekjur. Það hefur verið grundvallarregla hjá öllum ríkis- stjórnum hingað til að þessir skatt- ar sem bíleigendur og bílnotendur greiða skyldu ganga óskertir til framkvæmda í vegamálum, enda er það lögbundið. Rétt er að hafa í huga að bíleigendur greiða ýmsa aðra skatta sem ganga beint til ríkissjóðs. Hrifsað í ríkissjóð Nú gerðist það hins vegar í fyrsta sinn á þessu ári að þessir sér- merktu tekjustofnar vegagerðar- innar voru að hluta teknir yfir í ríkissjóð. Tveimur ráðherrum Al- þýðubandalagsins, Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni samgöngu- ráðherra, tókst að koma því þannig fyrir að 682 millj. kr. voru teknar frá Vegagerðinni og settar í hina alménnu eyðsluhít ríkissjóðs. Það var mikill ósigur fyrir Alþingi á sl. vori að skarð skyldi nú vera rofið í þann vamarmúr sem þingið hefur byggt um hina sérmerktu tekju- stofna Vegagerðarinnar og þar með um áframhald öflugra vegagerðar- framkvæmda. Alþýðubandalagið hafði frumkvæðið að því að bijóta þetta niður og aðrir stjórnarflokkar létu til leiðast. í þessari ákvörðun fólst að sjálfsögðu verulegur niður- skurður á framkvæmdum í vega- málum á þessu ári. Þess vegna hefur miðað hægar í sumar en menn gerðu sér vonir um. Verkeftiin blasa við Fáar opinberar framkvæmdir skila jafn mikilli arðsemi og vega- gerð auk þess sem hún gjörbreytir lífi fólksins í landinu. Á þessu sviði blasa við stór og mikil verkefni. Enn er mikið ógert í bundnum slit- lögum. Mikið þarf að gera í um- ferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins og brúargerð og jarðgangagerð eru á óskalista víða um land. Það er því óhæfuverk að taka vegagerðar- skattana og setja þá í ríkissjóð. Nú er það reyndar svo að Steingrímur J. Sigfússon sam- Birgir ísl. Gunnarsson „Nú gerðist það hins vegar í fyrsta sinn á þessu ári að þessir sér- merktu tekjustofnar vegagerðarinnar voru að hluta teknir yfir í ríkissjóð.“ _____________________________15 gönguráðherra rófáði þvi á Alþingi í vor að þetta yrði aðeins gert í þetta eina sinn. Hann sagði í um- ræðu á Alþingi: „Hér er um ein- staka afgreiðslu að ræða, bundna yfirstandandi ári, og ekki er ætlun- in að hún verði til frambúðar." Hann sagði svo að vegaáætlun væri sett þannig upp, „að þegar á næsta ári renna markaðir tekju- stofnar að fullu og öllu til fram- kvæmda í vegamálum og ég vil gefa þá yfirlýsingu sem samgöngu- ráðherra að ég mun sjá til þess að við þessa afgreiðslu ríkisstjórnar- innar verði staðið verði það í mínu valdi." Hvað gerist nú? Þetta var skorinorð yfirlýsing og bíða menn nú spenntir eftir því hvort við hana verður staðið, eða hvort Alþýðubandalaginu tekst að bijóta niður tekjukerfí vegagerðar- innar. Ef það verður reynt nú ann- að árið í röð, á Alþingi ekki nema einn kost. Það verður þá að færa innheimtu og vörslu þessa fjár frá fjármálaráðherra til Vegagerðar ríkisins á sama hátt og flugmála- stjóm fer með það fé sem innheimt er sérstaklega til flugvallargerðar í landinu. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Alþjóðleg tónlistar- hátíð í Paimpol 1989 Þann 4.-6. ágúst sl. var haldin tónlistarhátíð í Paimpol og var sendiherra íslands, Álbert Guð- mundssyni, boðið að vera viðstadd- ur. Paimpol er lítil, ákaflega snyrti- leg borg í skógivöxnu, fallegu um- hverfi. Má segja að höfnin nái inn í miðja borgina, en hátíðahöldin fóru fram á hafnarsvæðinu. íbúa- tala Paimpol er talin vera um 8.500, en álitið var að um 50-60 þúsund gestir, innlendir sem erlendir, hafi sótt þessa tónlistarhátíð. Borgarstjórinn og varaborgar- stjórinn ásamt nokkrum borgar- fulltrúm fylgdu sendiherra um borgina og helstu stofnanir þar. Aberandi var hve ísland og Ís- lendingar eru ofarlega í hugum borgarbúa, og velkomnir gestir. Þá hefur heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur gefið góða raun og styrkt vinabönd borgarbúa og íslendinga og eins var talsvert talað um vináttubönd og velvilja Elínar Pálmadóttur, blaðamanns. Borgarstjórn Paimpol er nú að undirbúa stofnun eins konar byggðasafns, og hefur verið safnað saman munum sem flestir eru á einhvern hátt tengdir íslandsferð- um gömlu fiskimannanna frá Piampol, eða skútum þeirra. Munir, handrit og eftirlíkingar af skipum fyrri tíma eru þar mest áberandi og allt tengist þetta á einhvern hátt íslandi, íslandsferðum og ís- lendingum. Þá má geta þess að á meðal söng- flokka sem komu fram á þessari tónlistarhátíð var fjögurra manna íslensk hljómsveit, Hvísl, sem söng og spilaði íslensk lög við mikla hrifningu og fögnuð áheyrenda. Þeta var góð landkynning frá hendi þessara myndarlegu æskumanna. Ósk heimamanna um að viðhalda og treysta vinabönd við ísland var óspart látin í ljós. Vonandi sýna íslendingar aukinn skilning og gagnkvæmni í samskiptum við íbúa Paimpol í framtíðinni. Albert Guðmundsson Frumsýning 6 október Skemmtunin „Kvöldið er fagurt“ er skrifað Útsetningar og hljómsveitarstjórn: af Þorsteini Eggertssyni. Reynir Sigurðsson. Auk Hauks og Erlu koma fram söngkon- Hljómsveitina skipa: Reynir Sigurðsson, urnar Jóhanna Linnet og Ingveldur Ólafs- Árni Elvar, Guðmundur Steingrímsson, dóttir. Stórhljómsveit Hauks Gunnar Hrafnsson, Rúnar Georgsson og Morthens leikur undir. Edwin Karsbor. Koniid á <>l:t‘sik‘<raii nýjau sUeimnlislad (soin lekiu- u.þ.l). 200 manns í sæli) os>' sjáid (æssn ('inslöku sýnint>u seni luuulruOir nianna hala beOiö efiir í 80 ái

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.