Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 Ungverjaland: Ný lög auðvelda fólksflutninga Búdapest. Reuter. Ungverska þingið samþykkti í fyrradag lög, sem auðvelda burt- fluttum Ungverjum að setjast aft- ur að í landinu. Að flytjast frá landinu er þó enn miklum tak- mörkunum háð og yfirleitt ekki leyft nema um sé að ræða að sam- eina sundraðar fjölskyldur. Með lögunum voru afnumin ákvæði um, að burtfiuttir Ungveijar, sem vilja snúa aftur heim, verði að afsala sér öðrum borgararéttindum en ungverskum og yfirfæra allar eig- ur sínar í ungverskan gjaldmiðil. Eiga lögin að taka gildi um áramót og ryðja þar með úr vegi síðustu hindruninni fyrir, að Ungverjar njóti bestu kjara í viðskiptum sínum við Bandaríkin. Áætlað er, að 200.000 Ungveijar hafi flúið iand eftir að Sovétmenn bældu niður uppreisnina 1956 og síðan hafa margir þeirra verið á svörtum lista, sem bannar þeim jafn- vel að koma til landsins sem ferða- menn. Þeir eru þó ófáir, sem vilja setjast aftur að í sínu gamla landi, af tilfinningalegum ástæðum eða til að geta lifað betur af eftirlaununum í ódýru landi. GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Fræðcmdi, skemmtileg og hagnýt ensku- námskeið VIÐSKIPTAEN SKA Námskeið hefjast 12 október. Lengd 45 tímar. ENSK VERSLUNARBRÉF Námskeið hefjast 12. október. Lengd 20 tímar. EINKAN ÁMSKEIÐ Námskeið hefjast í byrjun október. Þú ákveður tímann. SAMTALSNÁMSKEIÐ Námskeið hefjast 9. október. Lengd 30 tímar. ENSKULEIKNII og II Námskeið hefjast 9. október. Lengd hvors námskeiðs 72 tímar. Innritun stendur yfir. 5^r5 Málaskólirm BORGARTÚNI 2 4, SÍMI 62 66 55 Reuter Mannskætt bílslys íBangladesh Fimmtíu manns að minnsta kosti fórust og fjör- sl. sunnudag. Var bifreiðin yfirfiill af fólki. Hér utíu slösuðust þegar langferðabifreið fór fram eru kafarar að leita að látnu fólki í bílnum, sem af brú norður af Dhaka, höfuðborg Bangladesh, er að mestu á kafi í fljótinu. Hvalveiðimótmæli biðu ferðamanna ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HVALVEIÐIMÓTMÆLI biðu japanskra ferðamanna í sviss- nesku Ölpunum á dögunnm. Grænfriðungar strengdu 50 metra langan borða yfír jökul ofan við Jungfraujoch, sem er einn vinsælasti viðkomustaður Japana í Sviss, og hvöttu þá til að hætta hvalveiðum. „Fólk frá Japan, hættið að drepa hvali“ stóð á ensku á borðanum. Upp- blásni hvalurinn Fló var einnig á fjallinu en það er 3.500 metra hátt. Grænfriðungar dreifðu miðum þ'ar sem þeir skora á Japani að þrýsta á stjórnvöld og hvetja þau til að banna hvalveiðar. Japanir hyggjast veiða 400 hvali í vísinda- skyni við Suðurheimskautið í vet- ur. Umhverfissinnar segja að vísindaveiðarnar séu fyrirsláttur til að veiða hvalkjöt ofan í jap- anska sælkera og stofni hvala- stofninum í hættu. ‘ Tillaga Sovétmanna um fækkun stýriflauga á og í höfimum: Gert ráð fyrir viðræðum um vígbúnað og flotaumsvif BANDARÍKJASTJÓRN kveðst vera tilbúin til að skoða nýjustu afvopnunartillögur Sovétmanna vandlega en ítrekar jafhframt þá fyrirvara sem kynntir hafa verið í viðræðum risaveldanna. Ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, og fleiri embættis- menn og sérfræðingar á þessum vettvangi segja að fiindur ut- anríkisráðherra risaveldanna í Bandaríkjunum um siðustu helgi hafi m.a. skilað árangri á öUum sviðum afvopnunarmála. Merk- ustu niðurstöður fundarins þykja þær að Sovétmenn hafa fallið frá því skilyrði að samningur um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna kveði jafiiframt á um bann við uppsetningu vamarkerfa gegn slíkum vopnum í geimnum. Þá kveðast Sovétmenn nú reiðu- búnir til að undirrita samning um fækkun langdrægra gereyðing- arvopna án þess að sá sáttmáli feli í sér ákvæði um fækkun stýri- flauga í skipum og kafbátum. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið að tillaga Sovét- manna gerði ekki ráð fyrir því að fækkun stýriflauga í skipum og kafbátum yrði rædd í sérstökum viðræðum. Hugmyndin væri sú að fækkun þessara vopna yrði tekin til umfjöllunar „í víðtækara samhengi" í viðræðum um hem- aðarumsvif og vígbúnað á og í höfunum. Kvað talsmaðurinn þetta hafa komið skýrt fram í sameiginlegri ályktun utanríkis- ráðherranna, þeirra Bakers og Edúards Shevardnadze, sem birt var er fundi þeirra lauk í Wyom- ing-ríki. Bandaríkjamenn hefðu lýst sig reiðubúna til að skoða þessa tillögu en jafnframt lagt áherslu á þeir efuðust um að unnt yrði að skilgreina fullnægjandi ákvæði um eftirlit, ætti að fækka stýriflaugum um borð í skipum og kafbátum. Kvað talsmaðurinn Bandaríkjamenn og hafa bent á að það hefði löngum verið skoðun stjómvalda í Washington að taka þyrfti á margvíslegum og flóknum vandamálum áður en unnt yrði að hefja viðræður um afvopnun í höfunum. Auk geimvarnaráætlunar Bandaríkjastjórnar hefur fækkun stýriflauga verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum risaveldanna um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna sem jafn- an em nefndar START-viðræð- urnar. Risaveldin greinir einkum á um hvernig sannreyna megi að gerðir samningar um fækkun þessara vopna séu haldnir. Banda- ríkjamenn telja að ekki hafi verið sýnt fram á að eftirlit með stýri- flaugum í skipum og kafbátum sé mögulegt. Þá er þess að geta að stefna Bandaríkjastjórnar er sú að játa hvorki né neita tilvist kjamorkuvopna um borð í skipum og kafbátum. Hefur því verið haldið fram að eftirlit með þessum vopnabúnaði myndi grafa undan trúverðugleika fælingarkenning- arinnar þar sem óhjákvæmilegt yrði að skýra frá staðsetningu skipa og kafbáta með kjamorku- vopn innanborðs. Sovétstjómin telur hins vegar að unnt verði að sannreyna að gerðir samningar séu haldnir en hugmyndir þeirra á þessum vettvangi hafa vakið takmarkaða hrifningu í herbúðum Bandaríkjamanna. Þá flækir það málið enn frekar að stýriflaugar geta bæði borið hefðbundnar sprengjuhleðslur og kjamahleðsl- ur. Tillaga Sovétstjómarinnar hef- ur hlotið fremur jákvæðar undir- tektir. Brent Scowcroft, öryggis- málaráðgjafi George Bush Banda- ríkjaforseta, sagði í samtali við fréttamenn á sunnudag að hann teldi þetta „mikilvægt skref“. Kvað hann þetta ágreiningsefni sérlega erfitt viðureignar og til- greindi sérstaklega eftirlitsþætti hugsanlegs sáttmála. Nú hefðu Sovétmenn hins vegar lýst sig reiðubúna til að undanskilja stýri- flaugar í START-viðræðunum og hefðu líkindin fyrir því að unnt reyndist að semja um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna því aukist. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.