Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 26
■MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2.8, .SEPTEMBER 1989 26 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Þeir sem spara eru ekki sökudólgarnir! Deilan um sk lagningu Yandinn í íslenzkum efna- hagsbúskap er marg- þættur. Einn alvarlegasti þátt- ur hans er hrun innlends pen- ingasparnaðar, sem rekur rætur til mikillar verðbólgu, einkum á árabilinu 1978- 1983, þegar sparifé fólks guf- aði upp í ónógri verðtryggingu og neikvæðum vöxtum. Lang- varandi viðskiptahalli við um- heiminn og ógnvekjandi er- lendar skuldir tengjast síðan hruni innlends peningasparn- aðar. Langvarandi taprekstur íslenzkra atvinnuvega sem og viðvarandi og vaxandi halla- rekstur ríkisbúskaparins hafa kallað á síaukna eftirspurn eftir lánsfé, enda eru fjármun- ir mikilvægustu vinnutæki at- vinnulífsins. Hrun innlends peningasparnaðar gerði og íslenzkan þjóðarbúskap háðari erlendu lánsfé (erlendum sparnaði) en áður. Sama máli gegnir um ríkisbúskapinn. Af 137 milljarða erlendum langtímaskuldum þjóðarinnar í marzlok sl. héngu 80 millj- arðar á klakk ins opinbera. Það er þvi mjög mikilvægt, við ríkjandi kringumstæður, að styrkja alla hvata til inn- lends peningasparnaðar — og beinlínis varhugavert frá þjóð- hagslegu sjónarmiði að fella almenna sparnaðarviðleitni í skattafjötra. Það er óhjákvæmilegt að skoða þá umræðu, sem nú fer fram um skattlagningu fjár- magnstekna — raunvaxta af sparnaði — í ljósi framan- greinds veruleika í íslenzkum þjóðarbúskap. Það er síðan önnur hlið á málinu, en ekki síður mikilvæg, hvern veg það kemur við fyrirhyggjufólk, einkum fólk sem lagt hefur fyrir fjármuni til efri ára í lífeyrissjóðum og/eða með öðrum hætti, að taka upp ein- hvers konar „refsiskatta“ á sparnað til að auka íjárstreymi í ríkishítina. Samtök sparifjáreigenda héldu — að gefnu tilefni — opinn fund um skattlagningu vaxtatekna á dögunum. Ástæða er til þess taka undir efnisatriði í ályktun fundarins, en þar segir m.a.: „Fundurinn bendir á þá staðreynd að í mikilli verð- bólgu er skattlagning fjár- magnstekna illframkvæman- leg o g stórvafasöm fyrir skatt- greiðendur. Skattlagningin mun leiða til sóunar og draga verulega úr afkomumöguleik- um fólks, sérstaklega þess fólks sem verður að treysta á sparifé sitt til að bæta sér upp rýrt framlag lífeyrissjóð- anna...“ Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, árétt- aði á fundinum, að flokkurinn væri andvígur öllum hug- myndum um skattlagningu sparifjár. A tímum verðbólgu og vaxandi skulda ríkisins væri mikilvægt að byggja upp alhliða sparnað í samfélaginu, ekki sízt á meðan við værum að vinna okkur út úr vandan- um. Vaxtaskattur fæli ekki í sér hvata til sparnaðar, heldur hið gagnstæða. Þar að auki yki skattlagning af þessu tagi á misrétti. Eldra fólk ætti verulegan hluta spariíjárins. Skattheimta af þessu tagi bitnaði því að stærstum hluta á þeim er sízt skyldi — hinum öldruðu í samfélaginu. Skattar á sparnað eru undir öllum kringumstæðum vafa- samir — og krefjast langs að- lögunartíma. Framkvæmd slíkrar skattheimtu yrði og mjög erfið, m.a. útreikningur raunvaxta þegar tekið er mið af mismunandi sparnaðar- formum og verðbólgusveifl- um. Skattheimta af þessu tagi kallaði og á það, ef alls rétt- lætis væri gætt, að sparifjár- eigendur, sem fá vexti undir verðbólgustigi, fengju sér- stakan skattaafslátt eða ann- ars konar „bætur“ frá ríkinu, en allnokkur hluti innlends sparnaðar í bönkum landsins er enn óverðtryggður og hefur ekki haldið í við verðlags- hækkanir. Við núverandi kringum- stæður í íslenzkum efnahags- búskap eru „refsiskattar“ á sparnað bæði ranglátir og háskalegir. Þeir stríða gegn þeim mikilvægu markmiðum að auka innlendan peninga- sparnað -og styrkja innlendan lánsfjármarkað — en draga úr viðskiptahalla við umheim- inn og erlendri skuldasöfnun. Þeir sem spara eru ekki sökudólgarnir í samfélaginu. eftír ÓlafBjömsson - Síðari hluti - Hver verða viðbrögð lánamarkaðarins við aukinni skattlagningu spariQár? Hér er komið að því atriði sem sennilega ræður mestu um það, hvort skattlagning sú, sem hér er um fjallað, nái þeim tilgangi, sem til er ætlazt. Hér er vissulega um óvissuþátt að ræða, þannig að byggja verður á líkum, án þess að hægt sé að færa tölulegar sannanir fyrir einu eða öðru, en það breytir engu um mikilvægi þessa atriðis. Hér að framan var rætt um áhrif lækkunar raunvaxta á heildarsparn- að. Þar var komizt að þeirri niður- stöðu, að ef gert væri ráð fyrir því, að tekjurnar breyttust ekki væru ekki líkur á því, að heildarsparnaður minnkaði verulega en hinsvegar gæti verið um veruleg áhrif á það að ræða í hvaða myndum sparnaður- inn kæmi fram. Skattlagning raun- vaxta kemur auðvitað fram sem lækkun þeirra frá sjónarmiði ein- staklingsins og verður þannig hvöt til þess að velja önnur sparnaðar- form en það, að leggja peninga sína í lánastofnanir eða kaupa spariskír- teini ef skattlágningin næði einnig til þeirra. Framboð lánsfjár minnkar því og raunvextir hækka. Það kemur fram í samtali við formann nefndar þeirrar, er hér hefir verið getið um, eftir Einar Júlíusson Óhætt er að segja að núgildandi kvótakerfi hafi gengið sér til húðar á þeim 5 árum sem það hefur verið við lýði. Um kosti þess þarf ekki að fjölyrða, en megingallar þess eru að það er: 1. Óréíf/átt.-Gífurlegum verðmæt- um er úthlutað til einstaklinga. Ég tel að kvótinn ætti að vera tuga milljarða virði ef fiskistofnarnir okk- ar væru nýttir á skynsamlegan hátt. Eins og er, eru fiskistofnarnir allt of litlir og fiskiflotinn allt of stór, svo kvótinn er talsvert minna virði, en þó margra milljarða virði enn. 2. Verðmætasóandi: Fiskistofn- arnir eru ofveiddir, kostnaðurinn miklu meiri en hann þyrfti að vera. Milljónatugum er á glæ kastað ár- lega. 3. Flotastækkandi: Milljörðunum fyrrnefndu er ekki úthlutað til allra, allavega ekki til mín og þín, enda eigum við ekkert skip. Þótt kvóti fylgi ekki sjálfkrafa hveiju nýju skipi þá eru sumar veiðarnar og minni skipin undanþegin kvóta og kerfið hvetur af ýmsum ástæðum mjög til skipakaupa. Þó að reynt sé með öðrum ráðum að stöðva innflutning þeirra þá tekst það ekki og veldur Má Guðmundsson, í Morgunblaðinu þann 6. sept. sl. að honum er það vel.ljóst, að tilhneiging verði til þess, að skattlagning fjármagnstekna, eins og það er gjarnan orðað, að mínum dómi á óheppilegan hátt, leiði til hækkunar vaxta og segir, að sum- ir haldi því fram, að vextir geti hækkað svo mikið, að „fjármagn- seigendurnir" beri það sama úr být- um og áður, þó að hann telji það ólíklegt, heldur muni skattbyrðin skiptast einhvern veginn milli lán- veitenda og lántaka (hann orðar þetta að vísu ekki þannig, en ég vænti þess að hér sé ekki um rang- túlkun á skoðunum hans að ræða, ef svo er, þá er hún a.m.k. ekki vísvitandi.) Allt er þetta þó komið undir þeim forsendum, sem menn gefa sér um hegðun þeirra, sem veita lán eða taka þau. Auðvitað er erfitt og jafnvel ókleift að ákvarða slíkar forsendur þannig, að allir séu sammála um gildi þeirra. Sparifjár- eigendur.eru mjög stór og mislitur hópur, þannig að þó að reynt væri að safna upplýsingum um hugsanleg viðbrögð þeirra við vaxtabreyting- um, þá er ég efins um að nein gagn- leg niðurstaða af slíku fengist. Tals- verðar tölfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á því, hvert samband sé milli vaxta og sparnaðar og vera má, að einhveijar athuganir hafi verið á þessu gerðar hér á landi á vegum Seðlabankans. Ég hefi ekki séð nema örlítið brot af niðurstöðum slíkra rannsókna, en mjög eru þess- ar niðurstöður mismunandi eftir þeim stað og þeim tíma sem rann- sóknirnar voru gerðar á. aðeins meiri spillingu. Hvaða vit- glóra er líka í reglu sem segir að ekki megi fjölga stærri skipunum, en að það megi endurnýja hvert skip með 60% stærra skipi, og síðan aftur með 60% stærra skipi...? 4. Kollsteypandi: Fiskveiðileyfin og fjármunirnir eru bundnir við skip- in og sala þeirra getur raskað mjög atvinnulífi í heilu byggðarlagi. Út- gerðin hefur skyndilega eignast mik- il verðmæti í kvóta og hætt er við að breytingar á kerfinu geti valdið gífurlegri röskun og þær eru óhjá- kvæmilegar því kerfið safnar stöð- ugt upp meiri vanda. 5. Eyðileggjandi: Ekki er veitt það magn sem fiskifræðingarnir leggja til heldur ráða stjórnmálamennirnir stærð kvótans. Annað meginatriði er hér að kvótinn er oftar bundinn við afla, og freistingin sterk til að hirða aðeins verðmesta aflann og henda hinu. Margoft heyrist í ræðu og riti að veitt sé mun meira en það sem að landi er borið en vissulega get ég ekkert fullyrt um slíkt. 6. Afkastaletjandi: Þegar kvótinn er orðinn minni en skipið getur aflað þá er lítið sem hvetur til að veiða sem mest og hraðast. Hugtök eins og aflaskip og aflakóngur hafa ekki lengur merkingu, aðaiatriðið ekki spar Sumir halda því líka fram að slíkar tölfræðilegar rannsóknir séu aðeins sagnaritun en ekki hagfræði, en ekki skal heldur frekar um það rætt. En þegar^engum óvefengjanleg- um tölulegum sönnunum fýrir einu ög öðru er til að dreifa, þá getur stutt almenn röksemdafærsla um hegðun fólks byggð á þeirri for- sendu, að heilbrigð skynsemi ráði athöfnum einstaklinganna, haft sitt gildi, og raunar er flest það, sem skrifað hefir verið og kennt er, ekki eingöngu um hagfræði heldur einnig aðrar greinar þjóðfélags vísindanna, af þessum toga spunnið. Eg hefi hér byggt á þeirri skoðun Keynes-veija að tekjurnar ráði mestu um sparnaðinn en vextirnir hafi þar minna að segja, a.m.k. ef ekki er um stórfelldar sveiflur í vaxtafætinum að ræða. Skilst mér, að hér sé ekki um skoðanamun milli mín og nefndarinnar að ræða. Þessi skoðun er þó umdeild og fyrir nokkr- um árum rakst ég á grein í tímariti þar sem höfundur hélt því fram og taldi sig byggja það á tölfræðilegum rannsóknum, að vextirnir væru miklu mikilvægari þáttur sparifjár- myndunarinnar en Keynes-veijar vildu vera láta. En þó að vaxtabreyt- ingar, sem ekki eru því stórfelldari, hafi sennilega óveruleg áhrif á skipt- ingu tekna einstaklinga milli sparn- aðar og neyzlu, þá tel ég ekki vafa á því, að vextir og aðrir þættir þeirra kjara, sem sparifláreigendum eru boðin, hafi veruleg áhrif á það í hvaða mynd sparnaðurinn kemur fram. Skattlagning eða annað, svo sem aukin verðbólga án samsvar- lengur hver getur dregið sem mest upp úr sjó heldur hveijir eru kvóta- kóngarnir, hveijir fiska best út úr kvóta og sjóðakerfinu? 7. Útflytjandi: Það flytur beinlínis fiskvinnsluna og jafnvel útgerðina úr landi. Ef ekki þarf lengur nema hluta ársins til að veiða sína aflak- vóta, þá getur borgað sig að sigla með aflann og reyna að fá hærra verð fyrir hann erlendis. Það má líka fá þar olíu og alla þjónustu fyrir skipið, jafnvel geyma fjölskyldu áhafnarinnar, svo til hvers að vera að sigla nokkru sinni til íslands? Ávinningur landsins eða einstakra byggðarlaga af nálægð fiskimiðanna hverfur, og það gæti á endanum farið að verða spurning hvort íslensk fiskiskip eru gerð út frá íslandi eða t.d. Bretlandi. 8. Niðurdrepandi: Samkeppnis- staða atvinnugreinar sem sækir sína afurðir í ótæmandi auðlind og flytur út er óeðlilega sterk. Það hefur allt- af tíðkast að miða gengi krónunnar við sjávarútveginn, þá grein sem skapar stærstan hlutann af útflutn- ingstekjum okkar. Það þýðir að ann- ar atvinnurekstur, hvort sem hann fæst við útflutning eða ekki, á í vök að veijast gegn fijálsum innflutn- ingi. Kerfið á ekki aðeins sök á allt Kvótakerfi eða auðlindaskattur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.