Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 50

Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 50
KNATTSPYRNA EVROPUKEPPNI BIKARHAFA MORGÚNBLÁÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR‘28. SEPTEMBER 1989 Evropukeppni bikarhafa Dortmund - Basiktas (Tyrkl.).......2:0 (3:1) Martin Driller (16.), Jérgen .Wegmann (86.) - Ali (76.) 47.000. Grasshoppers - Slovan (Tékkósl.)...4:0 (4:3) Valkeakoski (Finnl.) - Ferencvaros.1:1 (2:6) Djurgarden - Union Luxemborg.......5:0 (5:0) Celtic - Partizan Belgrad..........5:4 (6:6) Jacki Dziekanowski 4 (25., 46., 56., 80.), Andy Walker (65.) - Budini Vuiacic (8.), Aleksandar Dordevic (50.), Miko Durovski (61.), Sladjan Scepovic (87.) 49.500. HPartizan komst áfram á útimörkunum. Hamrun (Malta) - Real Valladolid...0:1 (0:6) Mónakó - Belenenses (Portúgal).....3:0 (4:1) Dinamó Búkraest - Dinamo Tirana....2:0 (2:1) Sampdoría - Brann..................1:0 (3:0) Srecko Katanec (75.) 12.000 Limassol (Kýpur) - Admira (Austurríki)....l:0 (1:3) Cork (írland) - Torpedo Moskva.....0:1 (0:6) Ballymena - Anderlecht.............0:4 (0:10) — Patrick Vervort 2 (27., 87.), Marc Degryse (53.), Amór Guðjohnsen (84.) 2.500. Dynamó Berlín - Valur..............2:1 (4:2) Rainer Emst (23.), Joem Lenz (83.) - Siguijón Kristjánsson (51.) 9.500. Ikast (Grikkl.) - Groningen........1:2 (1:3) Swansea - Panathinnakos Aþena......3:3 (5:6) Legia Varsjáv - Barcelona..........0:1 (1:2) Michael Laudrup (11.) 25.000. ADN Rainer Ernst sést hér skalla knöttinn í netið hjá Valsmönnum, án þess að þeir Bjami Sigurðs- son og Þorgrímur Þráinsson komi vörnum við. Baldur í Bandaríkjunum ■ BALDUR Bragason lék ekki með Vals- mönnum í gærkvöldi — var farinn til Banda- rílqanna vegna náms. Sigurjón Kristjáns- son kom inn í byrjunarliðið í hans stað og gerði eina mark Vals. ■ ÞORGRÍMUR Þráinsson sagði fyrir síðasta leik í 1. deild að hann myndi leggja skóna á hilluna í haust, en í gær lék hann vel sem aftasti maður vamar og dró orð sín til baka. ■ EINAR Páll Tómasson hefur mikinn hug á að leika með liði í V-Þýskalandi í vetur, en til stóð að hann léki þar sl. vetur. Þá fór hann snöggt til Crystal Palace og æfði með Lundúnarliðinu. „Komum þeimá óvart“ - sagði Guðmundur Þor- björnsson, þjálfari Vals „LEIKURINN spilaðist eins og við vildum. Reyndar fengum við fleiri marktækifæri, en ég átti von á og miðað við hvernig menn lögðu sig fram var 2:1 tap tvímælalaust ósann- gjarnt," sagði Guðmundur Þorbjörnsson, þjálf- ari Vals, við Morgunblaðið eftir að Valsmenn höfðu tapað gegn Dynamo í Austur-Berlín í gærkvöldi. Valsmenn léku mjög skynsamlega, létu mótheijana koma, en beittu síðan skyndisóknum. Bæði lið sköpuðu sér góð marktækifæri, en Ernst gerði eina markið fyrir hlé um miðjan hálfleikinn með skalla eftir hornspyrnu. Siguijón Kristjánsson jafnaði í bytjun seinni hálf- leiks með glæsilegu skoti. Magni Blöndal Pétursson tók aukaspyrnu og sendi á Siguijón, sem var við víta- teigsbogann. „Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði í bláhornið“ eins og Sævar Jónsson orð- aði það. Sigurmark heimamanna kom sjö fyrir leiks- lok, en áður fengu bæði lið nokkur tækifæri til að skora. „Eftir jöfnunarmarkið snerust áhorfendur greini- lega á okkar band, en okkur tókst ekki að nýta fær- in. Eg hef leikið marga Evrópuleiki, en ég hef aldrei verið eins fúll og nú vegna taps á útivelli,“ sagði Sævar. Guðmundur þjálfari var mjög ánægður þrátt fyrir tapið. „Þetta var mjög góður leikur og synd að keppn- istímabilinu sé lokið. Allir áttu sannkallaðan stórleik, en þjálfari mótheijanna sagði á blaðamannafundi eft- ir leikinn að leikaðferð okkar hefði gengið upp, en ekki þeirra. Þeir áttu von á að rúlla okkur upp, en við komum þeim á óvart,“ sagði Guðmundur. Hann vildi ekki gera upp á milli leikmanna sinna, en sagði að Bjarni Sigurðsson hefði varið stórkost- lega, Sævar Jónsson leikið einn sinn besta leik og Steinar Adolfsson sýnt hvers hann er megnugur. — Valsmenn í landsliðs- búningi Argentínu Valsmenn léku í argentíska landsliðsbún- ingnum — voru í hvítum sokkum og hvítum buxum og peysum með ljósbláum og hvítum röndum. I Evrópukeppni meistaraliða í fyrra lék liðið á útivelli gegn Mónakó í hvítum sokk- um, hvítum buxum og peysum með dökkbláum og svörtum röndum, sem er búningur Inter Mílanó. Mm FOLK ■ ARNOR Guðjohnsen gerði þriðja mark Anderlecht í 4:0 sigri gegn Ballymena á írlandi. Arnór skaut af um 30 m færi og hafnaði boltinn í samskeytunum. M ÍTÖLSKU meistararnir, Inter Mílanó, féllu nokkuð óvænt úr keppni í Evrópukeppni meistaraliða. Þeir gerðu jafntefli við sænska liðið Malmö FF, 1:1 í Mílanó. Aldo Serena kom Inter yfir á 68. mínútu en Leif Engquist jafnaði tíu mínút- um fyrir leikslok. Malmö vann fyrri leikinn 1:0 og heldur því áfram. ■ EVRÓPUMEISTARAR bikar- hafa, Barcelona, sluppu fyrir horn er þeir sigruðu pólska liðið Legía Varsjá, 1:0. Brian Laudrup gerði eina mark leiksins en jafntefli hefði ekki nægt Börsungum. Maður leiksins var Andoni Zubizaretta, markvörður Barcelona en hann varði oft mjög vel. I DIEGO Maradona slapp vel er Napolí sigraði Sporting Lissabon 5:4, eftir vítaspyrnukeppni. Mara- dona brenndi af vítaspyrnu, þegar liðin höfðu leikið í 210 mínútur án þess að skora, en það kom ekki að sök. M FIORENTINA sigraði einnig eftir vítaspyrnukeppni. Liðið vann Atletico Madrid 3:1. Juan Goico- echea, sem kallaður var „Slátrar- inn frá Bilbao“ fékk rautt spjald, í annað sinn á tveimur vikum, snemma í síðari hálfleik. Hann er þekktastur fyrir að hafa fótbrotið Diego Maradona og Bernd Schuster. ■ HOLLENSKA lögreglan hand- tók 19 Vestur-Þjóðveija fyrir leik Feyenoord og Stuttgart í Evrópu- keppni félagsliða. Engin slagsmál voru, heldur voru þeir handteknir fyrir þjófnað og vopnaburð. Rúm- lega 200 lögreglumenn voru á vell- inum og 400 til viðbótar í viðbragðs- stöðu. FELAGSMAL Herrakvöld KR Hið árlega herrakvöld KR verð- ur haldið í Hreyfilshúsinu ann- að kvöld, föstudag, og hefst kl. 7.30, en áætlað er að borðhald byiji kl. 8.30. Baldur Bóbó Frederiksen verður veislustjóri. Miðar fást í KR-heimilinu og við innganginn. KNATTSPYRNA / ENGLAND „Bíð þolinmóður eftir tækifærinu^ - segir Þorvaldur Örlygsson, sem æfir með Nottingham Forest ÍÞRÖmR FOLK „ÉG byrjaði ekki vel, fékk spark í ökkla og varð að fara af velli í æf ingaleik varaliðsins gegn Walsall, er 10 mínútur voru til leiksloka. Við fengum allir að heyra það. Brian Clough hund- skammaði mig, en sagði samt að ég hefði staðið mig þokka- lega í ömurlegum leik. Ég vona bara að fall sé fararheill,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, knatt- spyrnumaður ársins, við Morg- unblaðið í gær. orvaldur hefur staðið í ströngu að undanfömu og hver stórvið- burðurinn rekið annan. Hann fagn- aði íslandsmeistaratitlinum fyrir rúmri viku, vann aftur sæti í lands- liðinu og var öryggið uppmálað gegn Tyrkjum, og stóð uppi sem leikmaður 1. deildar í kjöri leik- manna í vikulok. Á sunnudag hélt hann til Englands, kom til Notting- ham aðfararnótt mánudags og lék umræddan leik í hádeginu á mánu- dag. „Ég var að vonum drulluþreytt- ur. Ég var sóknartengiliður hægra megin, við sóttum og sóttum, en töpuðum 2:1 — vorum ömurlega lélegir,“ sagði Þorvaldur. „Það tek- ur sinn tíma að aðlagast breyting- unum. Ég þarf bæði að ná mér nið- ur eftir það sem á undan hefur gengið og eins að setja mig inn í nýtt umhverfi. Hér er allt öðruvísi en ég á að venjast," bætti hann við. Forest bauð Þorvaldi til sín með tveggja ára samning í huga, en þar sem hann hefur ekki atvinnuleyfi í Englandi, má hann ekki leika þar í keppni. Hann æfir hins vegar með aðalliðinu og má taka þátt í leikjum, sem eru sérstaklega settir á. „Eina, sem ég get gert, er að gera mitt besta og sýna mig á æfingum. Svona mál ganga venjulega ekki hratt fyrir sig, en ég bíð bara þolin- móður eftir tækifærinu — annað- hvort kemur það eða ekki,“ sagði leikmaður ársins. Þorvaldur Örlygsson. M PATRIK Sjöberg, sænski heimsmeistarinn í hástökki, verður frá æfingum vegna meiðsla næstu þijá mánuðina. Sjöberg mun gang- ast undir uppskurð á báðum fótum vegna eymsla í hásinum, sem hafa háð honum í keppni í sumar og verður í gifsi á báðum fótum í minnst þijár vikur. píðan taka við •éttar æfingar í 10 vikur áður en hann getur farið að æfa á fullu aftur. ■ REAL Madríd hefur náð best- um árangri 528 liða í 34 ára sögu Evrópumótanna í knattspyrnu samkvæmt úttekt France Football í gær. Barcelona er í 2. sæti, Ju- ventus í 3. sæti og Bayern Miinchen í 4. sæti. Liverpool, sem hefur eins og önnur ensk lið verið útilokað síðan 1985, er engu að síður í 7. sæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.