Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 ATHAFNA- BÓNDINN En, þetta hófst allt í Jökul- flörðum fyrir sautján árum, þar sem Guðmundur var i sveit. „Ég var í sveit á He- steyri og kynntist því síðustu ábúendunum þar. Mér er það mik- ils virði að hafa kynnst þessu fólki, sem flest er nú látið. Jökulfirðirnir eru mjög einangraðir og því varð fólk að reyna að bjarga sér að mestu án utanaðkomandi hjálpar. Þar lærðist mér að það er hægt að lifa meira á landinu en gert er og ég reyni það hér í Ölfusinu. Ég vil vera sjálfum mér nógur og vita hvað ég læt ofan í mig. Svo finnst mér minn eigin matur bragðbetri," segir Guðmundur, sem ræktar flest sitt grænmeti og annað matarkyns. Enginn ætti að svelta á jörðinni þeirri. En hvers vegna fórstu að tína ber svona ungur til að selja? „í fyrsta lagi var þetta vinna þar sem afraksturinn fór eftir vinnuframlagi og með því að spara hafði ég mögu- leika á að koma ákveðnum hlutum í verk. Þegar ég fermdist, fékk ég peninga í fermingargjöf. Fyrir þá og beijapeningana keypti ég mér sláttuvél. Því þegar ég sá uppskeru erfiðisins við berjatínsluna, ákvað ég að vinna ekki hjá öðrum, heldur vera sjálfs míns herra. Ég sló svo garða í Reykjavík fyrir borgun, til þess að spara til seinni tíma.“ Guðmundur réð í fyrsta sinn mann í vinnu þegar hann var fjórt- án ára, en sá var skólabróðir hans. Síðar meir bættust svo fleiri félagar við. En jafnhliða vinnunni gekk at- vinnurekandinn ungi í Verslunar- kólann. „Ég tók verslunarpróf þar sem ég taldi að það gæti reynst hagkvæmt síðar meir. En mér fannst ég vera búinn að læra fles- tallt áður og eyddi litlum tíma í nám. Mínar skoðanir hef ég ekki síður úr fámenninu fyrir vestan en skólabókunum. Hver var afstaða foreldra þinna til atvinnurekstrarins? „Þó að 'ég hafi verið fremur óþekkur krakki og Iátið illa að stjórn, treystu þau mér alltaf, efuðust ekki um að ég breytti skynsamlega. Atvinnurekst- urinn var að mínu eigin frum- kvæði, þau hvöttu mig ekki til að fara út í slíkt. En þau kenndu mér að eyða ekki peningunum í óþarfa og að lofa því ekki sem ég gæti ekki staðið við. Það er vandamál í dag hversu margir lofa sífellt upp í ermina á sér.“ Varstu dæmigert Reykjavíkur- barn? „Nei, ég var aldrei kærulaus. Ég hafði ríka ábyrgðartilfinningu og fannst ég oft eldri er jafnaldrarn- ir. Ég tók vinnuna snemma alvar- legaogtók hanaframyfír skólann." Jarðeigandi 22 ára Og vinnan skilaði Guðmundi snemma ágóða. Hann keypti sér nýjan bíl, ári áður en hann tók bílpróf, keypti sína fyrstu fasteign sautján ára og hóf jafnframt bygg- ingu fleiri fasteigna. „Ég velti því reyndar fyrir mér hvort ég ætti að læra húsasmíðar en ákvað síðan að fara í Garðyrkuskólann aðReykjum í Ölfusi, á skrúðgarðabraut. Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með eitthvað lifandi og hafði starf- að við skrúðgarðyrkju í mörg ár.Ég vann með skólanum og auðvitað mest í prófunum, sem voru á há- annatíma. Og seinni veturinn, 1983, keypti ég Núpa þá 22 ára. Hér sá ég möguleika á jörðinni sem marg- ir hveijir hafa ræst. Það eru ekki bara túnin, sem nýtast, möguleik- arnir eru fjölmargir þó þeir séu ekki allir borðleggjandi.“ Hvers vegna keyptir þú jörð hér?- „Mér fannst ólíklegt að eithvað losnaði nálægt bænum. Ég er reyndar ættaður héðan og var búinn að fara um allt Ölfusið og velta fyrir mér möguleikunum á hverri jörð. Mér leist best á Núpa en þeir voru þá ekki til sölu. Þá vildi svo til að ég heyrði á tal tveggja eldri manna sem töluðu um að bóndinn hér væri að velta því fyrir sér að selja. Ég hafði þegar samband við hann, þó að ég vissi ekki á þeim tíma hvað jörðin hefði upp á að bjóða. Bóndinn var lengi að ákveða sig, fannst ég helst til ungur. En hann virtist hafa trú á því að ég myndi standa mig, honum var mest í mun að hér yrði eitthvað gert en ekki að fá sem hæst verð fyrir jörð- ina. Hann vinnur reyndar í dag hjá Silfuriaxi hér á jörðinni. Síðan ég keypti hef ég kynnt mér sögu jarð- arinnar. Þetta er landnámsjörð, víðáttumikil kostajörð og ein fárra jarða sem hefúr alltaf verið í bændaeign. Það kom fljótt í ljós að jörðin hafði upp á margt að bjóða Éitt af hlunnindum jarðarinnar var heita vatnið Hér var borað eftir heitu vatni þrátt fyrir mótbárur jarð- fræðinga, sem fullyrtu að það væri ekki að finna á jörðinni. Þegar til kom reyndist vera heitt vatn við hliðina á húsinu. Hér leynist ýmis- legt enn, til dæmis er hér sérstakur jarðvegur, smitfrír, því súrefni kemst ekki í hann fyrr en honum er mokað upp. Já, ég verð sífellt að taka mér eitthvað nýtt fyrir hendur, stöðnun er mér ekki að skapi.“ „Ég hef náö mínum markmiöum meö vinnu og samstarfi við ágætt fólk. Mér finnst ekkert óvenjulegt viö árangur minn þó ekki séu ekki allir sammála því." Ekki rými til að hugsa í Reykjavík Velgengni Guðmundar bendir til þess að þar sé maður með íjármála- vit á ferð. Á hveiju byggist það? „Það er grundvallarregla mín að eiga 50-60% eigið fé í fjárfestingum og með útsjónarsemi og heiðarleika í viðskiptum hefur mér hefur alltaf tekist að halda þessa reglu. Ég ákvað einnig snemma að taka helst ekki verðtryggð lán og að ég skyldi afla peninganna sem mest áður en ég færi út í framkvæmdir. Ég hef reynt að vera eins lítið háður bönk- um og mér er unnt þar sem ég fékk litla fyrirgreiðslu þeirra áður en ég „Ég er engin mannafæla þó að ég búi hér einn,“ segir Guðmund- ur, sem hefur komið sér vel íyrir á Núpum.“ varð fjárráða en stóð þó í atvinnu- rekstri." Hvor er nú yfirsterkari, íjármála- maðurinn eða bóndinn? „Búskapur- inn er fyrst og fremst mitt áhuga- mál og þá _er ekki verra að hann borgi sig. Ég vildi gjarnan draga úr vinnunni í bænum, en þá fyndist mér ég kannski vera að missa af ýmsu sem mér finnst spennandi. Ég á von á því að bóndinn verði ijármálamanninum yfirsterkari til lengri tíma. En það er kostur að geta skipt á milli. Mér finnst lítið rými til áð hugsa í Reykjavík og sú tilfinning hefur ágerst eftir að ég flutti austur. Þegar ég er í bæn- um vil ég komast sem fyrst heim aftur, því jörðin kallar. Ég er hlynntur Reykjavík en hef þörf fyr- ir sveitina. Ég myndi síðast láta frá mér jörðina af öllu því sem ég kem nálægt. Það fer vel á því að vera bóndi ásamt því að sinna öðrum verkefn- um; að geta dreift eggjunum í mis- munandi körfur. Það byggir m.a. á því að '/era með aðkeypt vinnuafl. Ég ætla mér ekki að slíta mér út fyrir aldur fram, en margir bændur hafa ekki gætt sín á því,“ segir Guðmundur. En laxeldi þykir ekki arðvænlegt núna...? „Hér standa erlendir aðilar að stórum hluta að fiskeldinu. Und- irstöðurnar eru því frábrugðnar flestum öðrum fyrirtækjum." Engin mannafæla Það hvarflar að manni að Guð- mundur hljóti að hafa lítinn tíma til að sinna hugðarefnum sínum, séu þau einhver utan vinnunnar. En það er öðru nær. Hann hefur gert víðreist og er um þessar mund- ir á leið til Suður Ameríku þar sem hann mun m.a. kynna sér naut- griparækt í Argentínu. í þessum ferðum gefst lionum kostur á að sjá fjarlæga og óvenjulega staði. „Mér er það nauðsyn að ferðast. Svo nýt ég félagsskaparins, ég er engin mannafæla þó að ég búi hér einn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.