Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 25
C 25 * MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 D|ASS/i/vemig eru tónamir á litinn? Miles og Palle Mikkelborg Ljósmynd/Han Rademaker Miles á Norðursjávar festívalinu í sumar að blása Pastorius. ÞETTA ER mikið í Miles Davis- ár — ný breiðskífa, Armandla (WB), sjálfsævisaga og loks útgáfa sem beðið hefúr verið eftir í fjögur ár: Aura (CBS) — svítan sem Palle Mikkelborg skrifaði fyrir Davis í tilefni þess að hann fékk Sonning- verðlaunin 1984. Astæða þess hve lengi hefur orðið að bíða eftir Auru er sú að Miles skipti um útgáfufélag skömmu eftir að svítan var hljóð- rituð — fór frá CBS til Warner- bræðra — og það gerðist ekki hljóðalaust og móðgaði Miles George Butler, forseta CBS, gróflega þegar hann sagði um hann: He wants to be white. — En nú er svítan komin út á tveim- ur breiðskífum og er stórkostleg blanda af Palle og Miles. Palle kom hingað á NART-há- tíðina og lék með tríói því er hann rekur með Niels-Henning og Kenneth Knudsen — þar að auki eru þeir Niels með kvartett ásamt tveimur klassískum tón- listarmönnum. Palle skrifar mik- ið, bæði fyrir djasssveitir og sin- fóníur og auk þess er hann eftirs- óttur trompetleikari víða um heim og trúlega þekktasti djass- leikari Dana um þessar mundir ásamt Niels-Henning. Palle hefur lengi verið mikill Miles Davis-aðdáandi og eitt sinn sagði hann mér að fyrsta tón- verkið sem hefði haft afgerandi áhrif á tónsköpun sína og fengið sig til að heyra hljóma og tóna í ljósi, hefði verið When the lights are low með Miles Davis-kvint- ettinum. Það var glöð stund í hugum djassmanna er Miles Davis bætt- ist í hóp Sonning-verðlaunahafa og Palle Mikkelborg var fenginn til að semja óð til meistarans til að leika við afhendinguna í Kaupmannahöfn. Miles var svo hrifinn af verkinu að hann fór fram á að hljóðrita það. Svo var gert í febrúar og mars 1985 og voru fengnir í hljóðverið flestir félagar úr Radioens Big Band ásamt öðrum þekktum dönskum djassleikurum og gítaristanum John McLaughlin — alls 29 hljóð- færaleikarar auk Miles og Palle. Nafnið á svítunni vísar til þeirrar litaáru er Palle Mikkel- borg sér streyma frá tónlist Mi- les Davis og bera kaflarnir lita- heiti eftir að Upphafinu sleppir, en þar leikur John McLaughlin grunnstef svítunnar, tíu tóna um nafnið M.I.L.E.S. D.A.V.I.S. — sem síðan mynda hljóm er geng- ur í gegnum verkið. í öðrum kafla: Hvítt — blæs Miles einn ljóðrænasta sóló sinn í langan tíma og sama er upp á teningn- um í Græna kaflanum þar sem þeir Niels-Henning leika saman yfir sextánrödduðum kór söng- konunnar Evu Thaysen. Fyrir utan Niels og John McLaughlin eiga Tomas Clausen og Bo Stief einleikskafla á skífunnii Rautt er einn sterkasti kafli svítunnar og blæs Miles þar án dempara. Hann var svo hrifinn af þessum kafla að hann blés hann aftur með dempara og nefnist sá hluti Rafrautt. Svítunni lýkur á Pjólublátt þar sem Palle hyllir fyrrum Sonn- ing-verðlaunahafana, Stravinskí og Messiaen, ásamt Miles í sér- stæðum blús — eins og í fjólu- bláu má finna þar fleira en blátt. Það er opinbert leyndarmál að Danir munu leggja Aura fram til Tónlistarverðlauna Norður- landaráðs á þessu ári — en hvernig á að skilgreina þessa tónlist? Eins og Miles Davis, Mingus, Eílington og fleiri góðir menn er Palle ekkert gefið um merkimiða á tónlist sína og kannski væri réttast að ■ kalla þetta nútímatónlist með djass- hrifum. „Mér finnst ég ekki vera tónskáld í hefðbundinni merk- ingu orðsins,“ segir Palle. „Frek- ar finnst mér ég vera tónmeist- ari. Ég gef tóninn, fílósófera, og opna allar gáttir svo tónlistar- mennirnir geti komið eigin til- finningum að — og það finnst mér mikilvægast. Þegar við vor- um að hljóðrita Aura — og hljóð- ritunin er allt öðravísi en verkið var á .tónleikunum — var Miles Davis öraggastur í opnu köflun- um þar sem hann gat blásið fijálslega og mótað tónlistina. Ég ætla ekki að líkja mér við Duke Ellington og Gil Evans — en þeir sömdu eftir þessum sömu regium. Aura er magnað nútímaverk — þar fá djassmenn mikið fyrir eyran þó hin klassíska sveifla ríki þar ekki, en verkið er ekki síður áhugavekjandi fyrir þá er gaman hafa af annarri tónlist: hvort sem það er rokk eða nútí- matónskáldamúsík. 4 asi þýddi Þetta ert þú og að platan sé bæði kjörin fyrir aðdáendur blást- urstónlistar og þá sem hafa hug á að höndla sannleikann um sjálfa sig. Tat twam asi er gefin út í fimmtíu eintökum og er framleidd eftir því sem pantanir berast. Aðspurðir sögðu þeir Guðmundur og Jóhann að tónlistinni mætti lýsa með vísun í nafn sveitarinnar: hún gangi út á það að liggja í sólinni og láta blóðið hitna og skríða síðan út í næsta vatn og kæla sig. Þeir sögðu að þeir hefðu lagt drög að LP-plötu um áramótin eða þar um bil. A ann- arri hliðinni yrðu lög sem sveitin tók upp með Hilmari Erni Hilmarssyni og hinni lög sem eftir ætti að vinna. Reptilicus hefur ekki haldið marga tónleika, reyndar bara þrenna síðan sveitin var stofnuð, en þeir félagarn- ir segja að þeir hafi hug á að fara reyna tónsmíðar sínar á áheyrendum á næstunni. Meginorsök þess að þeir haldi sjaldan tónleika sögðu þeir vera þá að tónlistin sem þeir leika henti betur á plötu en á tónleikum. Annað er að þeir segjast ekki kæra sig um að halda tónleika og vera þá að end- urtaka eitthvað sem þeir hefðu áður gert; á tónleikum yrði allt að vera nýtt. Þeir segjast hafa orð þýska tónjöfursins Holgers Czukays að leið- arljósi, en í viðtali sagði hann að hið eina skemmtilega við knattspyrnu væri að enginn vissi hvert boltinn færi næst og tónlistarmenn ættu að taka knattspyrnu sér til fyrirmyndar; áheyrendur eigi aldrei að vita hvert, lagið fari næst. Lokaspurningin var svo: af hveiju ■ er mynd af stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking á umslaginu? „Um það leyti sem við gerðum plötuna höfðum við undir höndum bók eftir Hawking sem fjallaði meðal annars um eðii tímans. Það tengist plötunni, því hún er- mjög nákvæm- lega tímasett og um leið óháð öllum tíma. Á a-hliðinni era lögin tímasett, en b-hliðin byggist að öllu á duttlung- um hlustandans, sem er um leið flytj- andi, hann getur því eins spilað hana . um alla eilífð. Tat twam asi bytjar, en endar ekki, ólikt öðrum plötum. KVIKMYNDIR/y/ svertingjamir loks sína sögu? ÁÞURRU, HVÍTUSUMRI BÆÐI í MYNDUNUM Hróp á frelsi eftir Richard Attenborougli og Aðskildir heimar eftir Chris Menges', sem sýnd var á Kvikmynda- hátíð, er (jallað um adskilnaðarstefnuna í S-Afríku út frá sjónarhóli frjálslynda, jafnvel róttæka hvíta mannsins er berst fyrir blökku- menn gegn ofbeldi og óréttlæti hvíta minnihlutans í landinu. Þær vildu gleyma baráttu svertingjanna sjálfra og voru gagnrýndar fyr- ir. En í nýjustu aðskilnaðarstefnumyndinni, „A Dry White Season“ (Á þurru, hvítu sumri), eftir Euzhan Palcy, kveður talsvert við ann- an tón því þar er lýst sameiginlegri baráttu hvítra og svartra í nokk- urskonar sakamálamynd í líkingu við „Missing" Costa Gavras. að var áríðandi," segir Palcy, „að finna jafnvægi á milli þess- ara tveggja heima, hins svarta og hins hvíta, og skapa tilfinningu fyrir samvinnu.1' Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir André Brink frá 1979 og er með Donald Sutherland, Zakes Mokae, Sus- an Sarandon. og Marlon Brando, í sinni fyrstu mynd eftir Amald frá 1981. Þegar Indrióason blökkudrengur er handtekinn eftir uppþotin í Soweto árið 1976 biður faðir hans kennar- ann, Ben Du Toit (Sutherland), um hjálp. Ben biður föðurinn að hafa ekki áhyggjur þar sem farið sé eftir lögum og reglum í landinu og jafn: vel eftir að drengurinn lætur lífið í höndum lögreglunnar varar hann föðurinn við: „Þetta er hræðilegt en það er ekkert sem við getum gert, þú og ég.“ Faðirinn leitar þá réttlæt- is einn síns liðs en hverfur og finnst drepinn. Það ýtir við Du Toit og hann hefur leit að morðingjum föður- ins, sem fljótlega snýst upp í opin- berun á hinni miskunnarlausu að- skilnaðarstefnu. Leikstjórinn, Palcy („Sugar Cane Alley“), er blökkukona frá eyjunni Martinique en „Season" er aðeins önnur mynd hennar. „Mig langaði að gera eitthvað um aðskilnaðar- stefnuna af því ég er svört,“ segir hún. „Mig hefði mest langað til að segja frá svartri fjölskyldu í Soweto til dæmis en það er ljóst að enginn vill setja pening í mynd um svert- ingja eftir svartan leikstjóra. Svo ég ákvað að finna bók sem hjálpaði mér að segja söguna á annan hátt. Þega- réglas„A Dry White Season“ sá ég strax að hún var bókin sem ég þurfti." Ákveðið var að hún gerði sjálf handritið og hún ákvað að hitta höf- undinn, Brink, sem býr undir stöðugu eftirliti í S-Afríku. Þar kynntist hún af eigin raun lífi svarta meirihlutans og ógninni sem stafar frá lögregl- unni en það sem hún sá og heyrði á ferð sinni um landið varð stór hluti af handritinu. Þegar handritið var til og Metro- Goldwyn-Meyer hafði sett níu millj- ónir dollara í verkefnið ákvað fram- „A DryWhite Season“. Donald Sutherland, Winston Ntshona og Bekhithemba Mpofu í mynd Euzhan Palcy, Á innfeldu niyndinni er Marlon Brando í sinni fyrstu mynd í átta ár. leiðandinn, Paula Weinstein, að hafa samband við fyrrum umboðsmann Marlon Brandos og grennslast fyrir um hvort hinn pólitíski Brando hefði áhuga á að leika í myndinni. Brando sá fyrri mynd Palcy, hitti hana svo og samþykkti að leika hlutverk lög- manns Du Toit kauplaust. Atriðin með honum voru tekin upp í London en annars var myndin öll tekin í Zimbabwe. Myndinni lýkur á ofbeldisverknaði svertingjans Stanley (Zakes Moka- es), sem verður félagi Du Toit í leit að sannleikanum, nokkuð sem gæti vakið deilur. „Ég er ekki að hvetja til ofbeldis," segir Palcy. „Það sem ég er að reyna að segja er að þrátt fyrir alla aðstoð hvítu Afríkananna og allra annarra þá er þetta barátta svertingjanna. Og ef stjórnin í S- Afríku hættir ekki sínum ofbeldisað- gerðum eiga svertingjarnir ekki ann- ars úrkosta en beijast á móti. Áram saman stendur einhver með löppina á hausnum á þér og einn daginn vaknar þú og grípur í hana.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.