Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 AFTANSÖNGUR NEW YORK NIGHTS er yfirskrift tón- listarhátíðar sem haldin er ár hvert í New York í tengslum við tónlistaráð- stefiiuna New Music Seminar. í ár var Eftir miklar vangaveltur er ákveðið að fara á þijá til fjóra staði að þessu sinni og byija í Pallad- ium, fara síðan í Club Paradise, Rap Arts Centre og enda á CBGB. Palladium er helsti diskóstaður New York og þar byrjar tónleikahald mun fyrr en á hinum stöðunum þannig að þar verður byijað. í Palladium er allt troðið af fólki framan við innganginn og í anddyrinu. Allir sem finnst þeir vera eitthvað eru á staðnum í jakkafötum gáfulegir á svipinn og andrúmsloftið er einkar tómlegt. Fyrir framan mig í fatahenginu er kona að skamma mann sinn fyrir að hafa dregið hana á stað- inni: „Þú sagðir að þú myndir kynna mig fyrir einhveijum merkilegum ... það er enginn hérna ..." Ekki er það þó allskost- ar rétt því tónleiksalurinn er troð- inn af fólki, enda er Mory Kanté að leika með stórsveit sinni. Það tekur dijúga stund að komast í gegnum þvöguna það nálægt svið- inu að gerlegt sé að sjá eitthvað. Líklega eru um 1500 manns á staðnum, nær allir blakkir á hör- und og eina málið sem heyrist er franska. Líklega er þorri gesta sé innflytjendur frá eyjunum í Karíbahafi. Mory Kanté er vinsæll mjög í Frakklandi og ekki síður í Karíba- hafi, ef marka má viðtökur áheyr- enda við hátæknivæddi þjóðlaga- tónlist hans. Næsta sveit vekur þó enn meiri hrifningu, því áheyr- endur ganga af göflunum þegar Kassav kemur á svið. Kassav er reyndar frá frönsku Antilleseyjum í Karíbahafi og því á heimaslóðum í Palladium þetta kvöld. Viðbún- aður sveitarinnar er allmikilll og tvær dansmeyjar í litríkum að- skornum fötum gera sitt til að auka á sefjunina og þær skipta um föt fyrir hvert lag. Kassav leikur zouk-tónlist, sem er einkar vel fallin til dansæfinga og þvagan í salnum veltur til og frá. Ekki er þó til setunnar boðið, því Club Paradise, þar sem rokksveitin 24-7 Spyz átti að leika, bíður. Fyrir utan Club Paradise er löng röð og við gerum þau mistök að fara í röðina. Röðin bifast ekki lengi vel, enda standa dyraverðir fastir fyrir og hrinda fólki frá af kappi. Við færum okkur því fram- fyrir röðina að íslenskum sið og veifum spjöldum sem á stendur „press“. Það blíðkar þá og þegar stungið er að þeim nokkrum döl- um brosa jieir og bjóða okkur velkomin. Aður en varir er búið að hleypa okkur inn. Troðningurinn og hitinn er slíkur að í fyrstu iðrast ég þess að hafa komið mér inn. Á staðn- um, sem tekur líklega um 2—300 manns, eru örugglega 5—600 gestir, flestir litir og vel við skál. 24-7 Spyz er á sviðinu þegar ég kem inn og hefur reyndar spilað um stund. Sveitarmenn eru í óhemju ham og söngvarinn hefur þá líflegustu sviðslramkomu sem ég hef séð að Iggy Pop frátöldum. Stöðugur straumur áhorfenda er upp á svið þar sem þeir taka tryllt dansspor og kasta sér síðan afturábak út í þvöguna framan við sviðið. 24-7 Spyz leikur þunga rokktónlist sem liggur á milli Liv- ing Color og Bad Brains, með þónokkrun fönkáhrifum. Eftir nokkur lög er hitinn orðinn þrúg- andi og súrefnisskortur hrekur okkur út. Frá Club Paradise var haldið í austurátt í kjötiðnaðarhverfi, þar sem staðurinn Rap Arts Centre er inn á milli sláturhúsanna. Rap Arts Centre er á fjórum eða fimm hæðum og á fyrstu hæðinni koma fram minni spámenn, en aðal- hátíðin haldin seinnipartinn í júlí og komu fram um 300 hljómsveitir á fímm dögum, þar á meðal Qórar íslenskar. Ogjörningur er að komast yfir að sjá nema brot af því sem boðið er uppá og reyndar er margt þannig að af því er engin eftirsjá. Sá sem þetta ritar var staddur í New York þessa júlídaga sem New York Nights stóð í ár og komst yfir að sjá um 30 hljómsveitir. Hér á eftir er rakið eitt þeirra fimm kvölda þegar hvað mest var um að vera. eftir Árna Matthíasson, myndir Björg Sveinsdóttir Stöðugur straumur áhorf- enda lá upp á svið og út af því aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.