Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR í. NÓVEMBER 1989 -\ Ég þakka innilega öllum vinum mínum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu 31. október síðastliðinn. Arndís Benediktsdóttir, Ásgarði 75, Reykjavík. Hagstætt verð Hvíldarstóll m/skammeli, leðurá slitflötum. Litur: Brúnt eða svart. Verð aðeins kr. 27.000,- Kreditkortaþjónusta VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. SICUNCASKÓLINN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst mánudaginn 7. nóv. Kennsla fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7-11. Námskeið TIL HAFSICLINCA (Yachtmaster Offshore) á skútum hefst 6. nóv. Skilyrði fyrir þátttöku: 30 tonna próf. Kennsla fer fram á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7-11. F ■H öll kennslugögn fáanleg í skólanum. z Upplýsingar og innritun í símum 68 98 85 og 3 10 92 allan sólarhringinn. SICUNCASKÓUNN Lágmúla 7 - meðlimur I Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. MATUR OG DRYKKUR///vaöa maturgerirfólk feitt, heimskt, tortryggib oglatt? La cucinafutunstica MANNSKEPNAN HEFUR ætíð verið mjög íhaldsöm í matar- og drykkjar- venjum sínum og því sjaldnast verið ástæða til að ræða ákveðna stefhu- festu og hugmyndafræði á þessu sviði, ef undan eru skilin trúarleg fæðubönn (tabú): múhameðsmenn borða ekki svín, Indverjar ekki kýr o.þ.u.l. Það er því býsna athyglisvert að í tengsl- um við evrópskan fasisma á 3. og 4. áratugnum var sett fram ákveðin liugmyndafræði hvað snerti neyslu matar og drykkjar. Þessi þjóðernis- sinnaða hugmyndafræði fékk sínar sérstöku birtingarmyndir í Þýska- landi Hitlers, á Italíu Mússólínis og Spáni Francos. Aítalíu lagði skáldið Marinetti homsteininn þegar 1909 með stefnuskrá fútúrismans: II mani- festo del futurismo. Eins og nafn- ið ber með sér horfðu fútúristar til framtíðar, hrifust mjög af nýjustu tækni og vísind- um, en fyrirlitu þeim mun meir fortíð, sögu og allt sem með einhveij- um hætti gat talist hefðbundið. A sviði bókmennta gerðu þeir uppreisn gegn hefð- bundinni 'orðaröð/setningaskipan — börðust fyrir „frelsi orðanna". Árið 1913 setti Marinetti fram pólitíska stefnuskrá hreyfingarinnar. Hann heldur á lofti yfirburðum Ítalíu að hætti þjóðernissinna, og vill að landið byggi „þjóð sem af stríðsrekstri hefur lært að vera stolt af ítölsku þjóðerni sínu“. Þessi orð ríma vel við fasisma Mússólínis, enda gekk Marinetti síðar til fylgis við hann. En Marinetti lét matannenningu ítala heldur betur til sín taka. Þeg- ar hann sendi frá sér sérstaklega matarmenningarstefnuskra fútúr- ista 1930, II manifesto della cuc- ina fúturistica, var hún honum engin ný bóla. Þegar árið 1905 skrifaði Marinetti gastrónómíska tragedíu um Vellyst kóng, il re Bongustaio, og frá upphafi ræddu ítalskir fútúristar í sinn hóp gildi næringar fyrir sköpunarkraftinn, þá andans fijósemi og baráttukraft sem listamenn framtíðarinnar þurftu svo mjög á að halda. í kjölfar stefnuskrárinnar 1930 efndu fútúristar til mikils teitis í Mílanó sama ár til að kynna nánar la cucina futuristica — hinna fút- úrísku eldamennsku. Hún fól í sér algjöra byltingu til þess.að koma til móts við kröfurnar um þann beljandi hetjumóð og fítonskraft sem skyldu einkenna „vora þjóð“. Því fór þó fjarri að þjóðernis- rembingur væri aðalsmerki ítalskra fútúrista. Þeir börðust hatrammleg- ast á ritvellinum þar sem þeir vildu m.a. bijóta niður hefðbundna orða- röð. Svipaðrar uppstokkunar kröfð- ust fútúristar við matborðið. Sem dæmi um heiti fútúrískra rétta má nefna antipasto dell’intuizone (forréttur innsæisins), sólarsúpu, loftrétt með hljóðum og ilmi, carne- plástico (plastískt kjöt) og dulc- elástico (teygjanlegan eftirrétt). Jafnframt gáfu fútúristar for- skriftir um hvernig máltíðir skyldu saman settar og borðhaldið ganga fyrir sig: þ.e. reglur um réttaröð (sbr. orðaröð, syntax) málsverðar- ins. Ein „reglan“ var svohljóðandi: „Mjög stuttur tími skal líða milli framreiðslu rétta. Þeir eru látnir eftir Jóhönnu Sveinsdóttur LÆKNISFRÆÐlÆr/777/ vib laus viö orminn? Viðbót um sullaveiki hérlendis ENGINN VEIT hvaðan eða hve- nær sullaveikin barst hingað fyrst en fróðir menn telja ólíklegt að hún hafi leynst í dýrum land- námsmanna frá sullalausu svæði eins og Noregi. Að vísu slæddust frumbyggjar íslands víðar að og komu víða við, meðal annars á Bretlandseyjum þar sem veikin hefur lengi átt lieima. Af gömlum sögum þykir mega ráða að sullaveikir hafi verið hér í kringum árið 1200 en állt er það í óvissu sem vonlegt er. Um og eftir miðja nítjándu öld þegar meiri vitneskja fæst um eðli sjúk- dómsins er reynt að geta sér til um útbreiðslu hans. Sjötta eða sjöunda hver manneskja er sullaveik, stungu þeir upp á sem gleggst máttu vita margt bendir til að fleiri hafi eftir Þórorin 6uónason en verið sollnir, ef til vill miklu fleiri. Á þeirri tíð var nánast ógerningur að sjúkdómsgreina aðra en þá sem höfðu svo stóra sulli að hægt var að þreifa á þeim eða sjá þá utan frá. Áf einhvetjum sökum drepast sullir stundum og þorna upp eða kalka. Þeir finnast þá helst þegar -gestgjafinn er lengi búinn að vera Lifrarsullur með sull- unguin. sollinn og orðinn háaldraður. Ýmsir sem hýsa sull eru einkennalausir áratugum. samari, jafnvel alla ævi. Annars eru þrálát ónot og með köflum slæmir verkir algengir fylgi- fiskar, ekki síst þegar meinið er orðið stórt og farið að þrýsta á nálæg líffæri. Sullir geta lika sprungið, jafnvel án undangenginna einkenna eða utanaðkomandi hnjasks, og verður þá sjúklingurinn bráðveikur og hættulega. I enn aðra sulli komast graftarsýklar og er sullblaðran þá orðin stór og háskaleg ígerð. — Þessi upptalning á einkennum og einkennaleysi er hvergi nærri tæmandi en skýrir þó væntanlega að óklerft var að meta útbreiðslu sjúkdómsins og dánar- tíðni meðan hann lék hér enn laus- um hala. Öruggustu vísbendingar um út- breiðslu fengust þegar líkskurðir hófust fyrir alvöru um síðustu alda- mót. Árið 1913 var Sæmundur Bjarnhéðinsson læknir Laugar- nesspítala búinn að kryfja 86 lík holdsveikra sem dóu þar og fann sulli í 26 þeirra. Eftir 1930 voru u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.