Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 C 15 TÖLUR Á REIKI Upplýsingar um fjölda sjó- manna, sem hafa farizt á undanf- örnum 10 árum, eru á reiki og þeir kunna að vera allt að því 100. En samkvæmt skrám Celtic League, samtaka um samvinnu keltnesjíra þjóða, hafa 16 skip týnzt á svæðinu frá Norðvestur- Skotlandi til Suðvestur-Wales og vitað er að 53 sjómenn hafa farizt. Eftirlitsmaður skipaferða hjá Celtic League, Bernard Moffatt, skellir skuldinni á kafbátaferðir, því að flest skipin, sem eru talin af, hafa horfið í sæmilegu veári án þess að nokkuð hafi bent til þess að öryggi þeirra hafi verið í hættu og á kunnum æfingasvæð- um kafbáta. Hann hefur borið skrár sínar saman við skýrslur frá Frakklandi og Norðurlöndunum, en þar eru rakin dæmi um togara, sem hafa orðið fyrir tjóni og farizt í Skagerak og á Kattegat og Bis- cayaflóa, þar sem kafbátar safnast saman. Fjölskyldur margra þeirra sjó- manna, sem hafa farizt, eru sann- færðar um að slysin hafi ekki staf- við Bretland — en án árangurs. Hún trúir því ekki að það hafi verið tilviljun að tilkynnt var að laskaður kafbátur hefði komið til Faslane daginn eftir að bátur manns hennar sökk. „Margir fiski- menn á þessu svæði eru uggandi vegna þess að þeir stunda veiðar á svæði, þar sem krökkt er af kafbátum,“ sagði hún. Brezka landvarnaráðuneytið gefur aðra skýringu á hvarfi Mhari-L. Skipið hafi sokkið þegar veiðarfæri þess hafi flækzt í sæ- streng, en ijarskiptafyrirtækið British Telecom bar þetta til baka. Ekkert lík fannst. DULARFULLT HVARF Gott dæmi um skip, sem hafa farizt í brezka „Bermunda- þríhyrningnum", er South Stack, stálbátur frá Holyhead. Þrír menn sigldu bátnum út á írlandshaf í venjulega veiðiferð góðviðrisdag einn í maí 1984. Síðan hefur ekk- ert til hans spurzt. Nimrod-flugvélar og herþyrlur leituðu að bátnum á rúmlega 10.000 ferkílómetra svæði daginn Angelsey. Summer Morn tókst að losa sig, en skipveijar fundu bandarískt fjarskiptadufl af tilvilj- un. Enginn vafi lék á því að það var bandarískur kjarnorkukaf- bátur, sem kom upp á yfirborðið undan strönd Donegal í apríl í vor, þegar leki kom að fiskibátnum Rathcormac og Hugh McBride skipstjóri bað um aðstoð. Kaf- báturinn hélt sig í námunda við bátinn unz þyrla frá Baldonell í Irska lýðveldinu og björgunarbát- ur frá Port Rush í Londonderry, komu á vettvang. Þá hvarf banda- ríski kafbáturinn og yfirmaður hans neitaði að gefa upp nafn hans. ALVARLEGASTA SLYSIÐ Alvarlegasta slysið á þessu ári varð 7. marz, þegar nýtízkutogari frá Zeebrugge í Belgíu, Tijl Uil- enspiegel, hvarf suður af Mön með fimm manna áhöfn. Björgunarað- gerðir hófust þegar annar belgísk- ur togari, Dakkar, fann lík vél- stjóra bátsins bundið við fleka. Skömmu áður en báturinn sökk inu, sem hafði kostað hann 4.000 pund. Seinna kom bandarískur kjarnorkukafbátur upp á yfirborð- ið í rúmlega 500 metra fjarlægð og var að leita að bát, sem hann hafði krækzt í. Comber fór í skaða- bótamál. Aukinn fjöldi ásakana á hendur kafbátum hefur valdið brezka landvarnaráðuneytinu áhyggjum. Á undanförnum fimm árum hefur ráðuneytið rannsakað að minnsta kosti 40 kærur gegn NATO-kaf- bátum á brezkum hafsvæðum og þar af hafa 11 verið sannaðar. Flestum þeim ásökunum, sem hér er minnzt á, hefur verið vísað á bug. Starfsmenn ráðuneytisins halda því fram að ekki sé hægt að kenna kafbátum um hvarf Mhari-L, Tijl Uilenspiegel og Inspire, því að hafsvæðin, þar sem bátarnir týnd- ust, séu of grunn fyrir kafbáta, en þó er ekki vitað með vissu hvar Inspire hlekktist á. Sérfræðingar í sjóhernaði segja að yfirmenn kafbáta reyni yfirleitt að halda sig í eins til tveggja mílna fjarlægð frá fiskibátum, sem séu að veiðum, og stöðugt sé fylgzt tekin af yfirmanninum. Ráðuneyt- ið segir að skaðabætur séu greidd- ar umyrðalaust, ef í ljós komi að kafbátur hafi átt sök á því að skip hafi laskazt eða farizt. Bandaríski sjóherinn viðurkenn- ir að á undanförnum tveimur árum hafi kafbátar hans fjórum sinnum lent í árekstrum við brezk fiski- skip. Skaðabótagreiðslur hafi numið 24.426 pundum. Banda- ríkjafloti neitar að ræða umsvif kafbáta sinna í einstökum atrið- um, en segir: „Áhafnir banda- rískra kafbáta eru skipaðar úrvals- mönnum — ef til vill einhvetjum samvizkusömustu og hæfustu ein- staklingum, sem þessi þjóð getur teflt fram.“ Hvers vegna hafa þá svona mörg atvik gerzt á þessu eina litla svæði? Mikill öldugangur og brim eru við ströndina. Mörg skipsflök eru á hafsbotni. Straumþunginn er svo mikill að ef skipstjóri festir net sín í eitthvert flakið gæti hann hæglega haldið að einhver hefði tekið hann í tog og að hann fengi ekki við neitt ráðið. Sjóliðsforingi, sem hélt þessu fram í The Times, taldi því að kafbátarnir væru born- liPll Hpí . . . ■■ ■ ...■:..' ■' ■' . -:— Týndust á hafi úti: tveir af áhöfn Inspire, tveir af áhöfn South Stack og áhöfnin á Mhari-L. að af fjallháum öldum eða fár- viðri. Þeim finnst oft nærtækara að ætla að kafbátar hafi valdið slysunum. Elaine Campbell frá Dumfries kvaddi Keith eiginmann sinn þeg- ar hann fór frá Georgtown kvöld nokkurt í febrúar 1985. Hún sá hann aldrei aftur. Keith og og fjór- ir menn aðrir af togaranum Mhari-L frá Kirkcudbright fórust, þegar skipið hvarf með dularfull- um hætti út af Langness Point á eynni Mön. Frú Campbell er viss um að Mhari-L hafi rekizt á kafbát og hefur barizt fyrir því að opinber rannsókn verði látin fara fram á hvarfi togarans og þeirri leynd, sem hvílir yfir umsvifum kafbáta eftir, en fundu hvorki tangur né tetur. Enginn veit hvað komið hefur fyrir hann. Mörgum vikum síðar fannst björgunarbátur í sjón- um norður af vita á Anglesey í Wales. Hann var úr South Stack, en lík skipveijanna fundust aldrei. Brezka landvarnaráðuneytið full- yrti að enginn kafbátur hefði verið á sveimi á umræddu svæði þegar fiskibáturinn hvai’f. Þegar togarinn Summer Morn var að veiðum vestur af Mön í febrúar 1987 var hann dreginn aftur á bak um 16 kílómetra vega- lengd. Bandarískur kjarnorkukaf- bátur var grunaður um að hafa dregið togarann í þijá tíma og meðan á ferðinni stóð kvaddi áhöfnin þyrlur á vettvang frá hafði skipstjórinn á Tijl Uilenspi- egel tilkynnt í talstöð að allt væri í lagi um borð og hann væri að veiðum í góðu veðri. Skipið var búið öllum fullkomnustu tækjum og kafarar belgíska sjóhersins fundu flak þess einum mánuði síðar. Annar bandarískur kjarnorku- kafbátur er grunaður um að hafa skotið áhöfn togarans Laurel frá Mön skelk í bringu í vor. Skipstjór- inn, Geoff Comber, sagði að þeir hefðu verið að veiðum í sæmilegu veðri 12 mílur norðvestur af Peel á Mön þegar skipið hefði skyndi- lega verið dregið aftur á bak. Eft- ir 20 mínútur fór að braka ískyggi- lega í bátnum. Þá skar Comber á togvírana, þótt hann sæi eftir troll- með öllu því seni fram komi á tækjum kafbátanna. Þótt hafið austur af Mön sé ætlað til kaf- bátaæfinga fer þar lítið fyrir nýtízku kafbátum, sem þurfa meira dýpi. Á írlandshafi er mikið dýpi, en foringjar kjarnorkukaf- báta hafa ströng fyrirmæli um að halda sig frá öllum öðrum skipum til að stofna ekki mannslífum í óþarfa hættu. KÆRUR RANNSAKAÐAR Þegar brezka landvarnaráðu- neytinu berast kvartanir er gengið úr skugga um hvort verið geti að kafbátur hafi verið viðriðinn mál- ið. Síðan er skipið skoðað hátt og lágt. til að komast að því hvort það hafi orðið fyrir tjóni og skýrsla ir röngum sökum. „Þetta er sama sagan og þegar einhver telur sig sjá draug. I hvert sinn sem marrar í gólffjölunum hrópa allir „draug- ur“.“- Bernard Moffatt úr Celtic Le- ague telur það sýna að barátta samtakanna eigi rétt á sér að brezka varnarmálaráðuneytið hef- ur viðurkennt 11 atvik og greitt fiskimönnum skaðabætur. „Ráðu- neytið hefur viðurkennt atvik, þeg- ar um það getur hafa verið að ræða að kafbátur hafi krækzt í skip, en það vill ekki viðurkenna atvik, sem hafa kostað mannslíf,“ segir hann. „Dauðir menn eru ekki til frásagnar og ráðuneytið þarf því ekki að viðurkenna eitt I né neitt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.