Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR 'SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 í fjölmiðlum ■ „BRETAR FRAMLEIÐA ekki besta sjónvarpsefiii í heimi, eins og allir utan Bretlands vita,“ sagði „fjölmiðlakóngur- inn“ Rupert Murdoch nýlega í viðtali á svokallaðri 4. rás breska ríkissjónvarpsins. „En Bretum liefiir verið talin trú um að svo sé.“ Hann gagnrýndi einnig íréttir breska ríkissjón- varpsins og lagði til að fréttastofa þess yrði lögð niður um leið og fleiri óháðar stöðvar kæniu sér upp frétta- þjónustu — t.d. Sky-sjónvarpið, sem hann á. Murdoch gaf í skyn að BBC væri ekki óháð bresku ríkisstjórninni í fréttaflutningi sínum. Hins vegar sagði hann að óháðu sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum væru allar mjög sjálfstæðar. Murdoch hleypti Sky-sjónvarp- inu af stokkunum í febrúar og öflug fréttastofa er hluti af starf- seminni.„Við erum mjögstoltir af Sky-sjónvarpinu, einkum fréttarás þess,“ sagði liann. Hann staðfesti að tapið á rekstri Sky-sjónvarpsins fyrsta starfsár þess mundi nema 120 milljónum punda, en er ráðinn í að halda rekstrinum áfram. „Við skulum sjá hvernig ástandið . >rður eftir fimm ár,“ sagði hann. „Annað- hvort munu nokkrar milljónir manna hafa keypt sér móttöku- diska þá, eða við verðum að við- urkenna að við höfðum rangt fyrir okkur og þá lokum við stöð- inni nema því aðeins að einhver annar kaupir hana. Hingað til hafa fleiri keypt sér diska en lit- sjónvarpstæki fyrstu átta mán- uðina þegar þau voru til sölu.“ Murdoch endurvaknaði til krist- innar trúar fyrir skömmu fyrir áhrif trúboðans Billy Graham og er sannfærður um að „mikil trú- arvakning" muni bráðlega eiga sér stað í Bretlandi. „Um Jeið og kjör fólks batna munu sið- ferðileg og trúarleg verðmæti skipta það meira máli en áður,“ sagði hann. MURDOCH ^-ZJ^Jjeartbreak:, B Iðst Öijys I Bitter Daigtfef. I I I 'D'fcn'tSM | jarifr Lo,ve tZi*, Gulir taum á íslenskum blöðum ■ íslensk blöð eiga ýmislegt sameiginlegt með óvönduðu gulu pressunni í útlöndum Á ÁRUM áður voru blaðamenn oft teiknaðir í rykfrökkum með uppbrett frakkabörð og með hatta og svínsandlit. Svínslíkingin var tilkomin vegna þeirrarskoðunar sumra að blaðamenn líkt og svín þrifúst best í svaðinu. Á íslandi hefur löngum verið talað um blaðasnápa sem snuðra líkt og hundar. Óvandaðir blaðamenn hafa sjaldan notið mikillar mannvirðingar en þeim er hins vegar ekki alls varnað því þeir eru sjaldnast mikið verri en blöðin sem þeir vinna á. Ein elsta greining á blöðum sem til er skilur á milli vandaðra blaða og óván- daðra, — gæða-blaða og blaða sem ýmist eru kennd við^ ræsið eða gulan lit þvagsins. Islensk blöð eru verri en það sem best gerist víða erlendis en hins vegar eru þau langtum skárri en verstu blöð veraldar. Sorablöð hafa enn ekki skotið rótum hér á landi en við Iauslega athugun má auðveld- lega sjá að flest íslensku blöðin eiga sitthvað sameiginlegt með nefndri gulri pressu. • Einkenni gulu pressunnar eru margskonar. Óhætt er að segja að í höfuð- dráttum sé mun- urinn á gulri pressu og öðrum prentmiðium sá að markmið eins og áreiðanleiki, hlutlægni og jafnvægi eru síður í hávegum höfð hjá henni en t.d. vinsældir og skemmtilegheit. Þetta birtist á ýmsan hátt. Sora- pressan leitar eftir hneykslisfrétt- utn og fréttum af ógæfu fólks. Erlend blöð hafa verið vís að því að búa til hneykslissögur, m.ö.o. hafa þau beinlínis logið upp á fólk, en sem betur fer eru ekki alvarleg dæmi um það hér á landi. Hins vegar eru blöð hér, t.d. DV, Tíminn og Pressan, sem gera mikið úr málum af þessu tagi, þegar þau koma upp. Líkt og óvönduð erlend blöð þá túlka þau atburðina frekar á versta veg en einhvern annan. Öll íslensku blöðin eru misvönd að virðingu smni varðandi áreið- anleika heimilda. Eftir mjög óví- sindalega athugun virðist meiri munur á milli IMational Enquirer. Verða slík blöð einhvern tíma fyrirmynd íslenskra blaða? BAKSVIÐ eftirÁsgeir Fribgeirssott mála- eða efnis- flokka innan blaða en á milli blaðanna sjálfra. Söguburður úr heimi íþrótta virðist t.a.m. eiga auðveldara með að komast á síður blaðanna en kvittur í fjármálaheiminum og skiptir þá ekki máli hvaða blað á þar í hlut. Persónuhögum frægs fólks er gerð góð skil jafnt í gulu press- unni erlendis sem þeirri íslensku. Munurinn er sá að slíkar fréttir þykja vel við hæfi á forsíðu gulu blaðanna en þau íslensku helga þessum málaflokki sérstaka dálka inni I blaðinu. Mogginn, Tírninn og DV fara oft mjög vandlega oní þessa sauma sé fólkið útlent. Af einhveijum ástæðum virðist sam- bærileg hnýsni í einkalíf íslend- inga ekki eins fýsileg. Alþýðu- vikublaðið Pressan er að færa sig upp á skaftið í þessum efnum og greinir stundum frá einkasam- kvæmum og boðum. Fyrirsagnir í óvandaðri blöðum eru gjarnan slagorðagjarnar og í þeim taka blöðin oft meira upp í sig en greinin gefur tilefni til. Dagblaðið Thninn hefur talsvert þróað þessa iðju að undanförnu. Dæmi af handahófi er nýleg fors- íðufyrirsögn þar sem spurt er: „Hafa fjölmiðlarnir gert okkur heimsk?" Greinin fjallaði um að fjölmiðlar hefðu ekki gegnt upp- lýsingaskyldu sinni varðandi mál- efni EFTA og EB. Ef eitthvað gerir einhvern heimskan þá er það blaðamennska af þessu tagi sem ruglar saman því að gera einhvern heimskan og fullnægja ekki upp- lýsingaþörf. Þetta er svipað og segja að vatnsveitan gerði okkur þyrst ef hún þyrfti að takmarka vatn. Stórar fyrirsagnir og myndir og lítið lesmál er einnig eitt sem öll sóðablöð, ásamt fleirum eiga sameiginlegt. DV, Tíminn og Pressan bera þessi merki, einkum forsíða DV sem nú er yfirleitt ein fyrirsögn, ein mynd og lauslegt efnisyfirlit blaðsins. Fleiri dæmi af þessu tagi mætti draga fram til þess að sýna að íslensk blöð eiga eitt og annað sameiginlegt með hinni illræmdu gulu pressu í, útlöndum. Með því er alls ekki verið að segja að þau tilheyri þeirri tegund blaða. Vísir að umræddri blaðamennsku er til hér á landi. Tíminn mun leiða í Ijós hvort gulur eigi eftir að verða áberandi litur í íslenskri pressu- flóru. Föliui þau eðafitna? Það er komið haust í fjölmiðlana á íslandi. Þeir hegða sér flestir eftir árstíðum, að minnsta kosti þeir sem standa á ein- hverri hefð. Báðar sjónvarps- stöðvarnar og báðar rásirnar hjá Ríkisútvarpinu hafa kynnt helsta efni á dagskrá vetrarins og allt er að festast í þessum hefðbundná vetrar- sessi. Blöðin eru líka komin með haustsvip. Sumum þykir þau hegða sér eins og nafnar þeirra á tijánum, fölna um þetta leyti, en aðrir sjá and- hverfu þess, sjá blöðin eflast og vaxa og bólgna þegar dimmir og kólnar. Og víst er að síðum fjölgar hjá flest- um blöðunum þegar hilla fer undir skammdegið. Ef til vill finna einhveijir meira lesefni við sitt hæfi — ef til vill er það annað efni eins og aug- lýsingar sem vex og bólgnar í töskum blaðberanna og tunnum sorphirðumann- anna. Það hefði nú verið óskap- lega gaman ef fjölmiðlarnir allir hefðu í stað þess að setja upp hinn hefðbundna haustsvip, með nýju efni og nýjum áherslum vegna þess hvaða tími ársins er, fitjað upp á nýjung og jafnframt endurbót. Þar á ég við að þeir hefðu mátt taka skóla- börn til fyrirntyndar og b'æta málfar sitt í einu og öllu. Mér hefur orðið tíðrætt um mál í fjölmiðlum hér að und- anförnu og ekki að tilefnis- lausu. Ég endurtek ekki að þessu sinni ræðu mína um nauðsyn þess að hafa hæfa málráðunauta við öll út- og sjónvörp. Hins vegar vil ég að þessu sinni fara örfáum orðum um blaðamál. Málfari í blöðum hefur farið ákaflega hrakandi á síðustu árum. Þetta má trú- lega rekja til þess að vinnu- brögð starfsmanna á blöðum hafa breyst afar mikið, ekki síst eftir að farið var að vinna allt efni þeirra í tölvum. Sú var tíðin að höfundar frétta, viðtala og greina skiluðu handskrifuðum eða vélrituð- um handritum. Starfsmenn lásu handritin yfir og lag- færðu sýnilegustu galla, glöggir setjarar leiðréttu jafnvel enn betur og síðast var lesin próförk áður en blaðið fór í prentun og ávöxt- urinn var jafnan góður. Sá gamli púki sem kenndur er við prentvilluna gat að vísu dulist í skúmaskotum, enda mannlegt að sjást yfir smá- ræði. Með innreið tölvann_a breyttist allt þetta. Nú tíðkast trúlega hjá flestum blöðum að höfundar skrifi texta sinn beint inn á tölvur. Það er í hæsta lagi að þeir lesi sjálfir yfir textann, en það er margsannað mál að höfundur er óæskilegasti prófai-kalesari eigin texta. Jafnvel vandvirkur og mál- glöggui- maður á erfitt með að vinna slíkt verk svo vel sé. Og við þetta bætist að svo miklar kröfur eru gerðai’ til þess að hratt sé unnið og mikið að mörgum gefst ekki . einu sinni tími til að lesa yfir verk sín í næði. Þessar þijár ástæður, töl- van, hraðinn og vinnuálagið, eru oftast nefndar þegar kvartað er undan lélegu máli á blöðum. En ef að er gáð eru þetta lélegar afsak- anir. Væru það til dæmis gildar ástæður og næg af- sökun fyrir því að öryggis- belti í bílum slitnuðu við minnsta átak að þau væru framleidd í sjálfvirkum vél- um, stjórnandi vélanna hefði ekki tíma til að gæta þess að hráefnið væri nægilega gott, væri svo upptekinn við að mata vélarnar að hann hefði ekki tíma til að þol- prófa þau og þau þyrftu að komast ávo hratt á markað- inn að ekki væri ómaksins vert að fá aðra til þess að kanna styrk þeirra? Nei. Slíkt gæti ekki gerst til lengdar. Vissulega eru til þeir blaðamenn oggreinahöfund- ar sem eru svo vandir að virðingu sinni — eða einfald- lega svo gamaldags — að þeir láta, ekki frá sér fara efni netna þeir séu nokkuð vissir um að það sé villu- laust. En hinir eru því miður alltof margir sem líta greini- lega svo á að efnið eitt skipti máli, málfarið sé lítils vert aukaatriði. Þetta andvara- leysi er málinu hættulegt vegna þess að villur í rituðu máli eiga greiðan aðgang að tali fólks. Blöð og tímarit eru ekki áhrifslausir fjölmiðlar. Ef svo væri kæmu þau ekki út. Svo eitt dæmi sé tekið má því miður rekja til blaða, ekki síður en útvarps og sjón- varps, óæskilegar nýjungar í málinu — bein áhrif frá öðrum tungum, til komin vegna þess að blaðamenn vanda ekki þýðingar sínar. Þetta er hin mikla þolmynd- arfíkn eða germyndarflótti sem rekja má beint til ensku. Dæmi úr blaði: Kræklingar tíndir af breskri konu í Nauthólsvík. Á íslensku merkir þetta að kræklingar hafi vaxið á blessaðri kon- unni og einhver komið og tínt þá af henni! Þetta er ensk setning með íslenskum orðum. Og hvað þýðir þetta: Þessi mynd var tekin af ljósmyndara blaðsins þeg- ar hann átti leið um Reykjavíkurflugvöll í gær- kvöldi.. Tók hann myndina sjálfur, var myndin af honum eða hrifsaði einhver myndina úr höndum hans á vellinum? Þetta ætti að nægja til að sýna að þolmynd hefur iðu- lega aðra merkingu í íslensku en til dæmis ensku og í íslensku er eðlilegast og skýrast að nota germynd, hafa megináherslu á þeim sem gerir það sem verið er að segja frá. Bresk kona tíndi kræklinga . . . Ljósmynd- ari bíaðsins tók mynd . . . Að lokum, því nú er ég kominn að lengdarmörkum þessa pistils. Mér þykir furðulegt að fjölmargar kvartanir um það hversu blöð skipta orðum fáránlega milli lína skuli engin áhrif hafa. Og þetta er því furðulegra þegar liaft er í huga að nú munu komin á markað býsna fullkomin og ótrúlega ódýr tölvuforrit sem gætu tryggt næstum fullkomlega rétta íslenska orðaskiptingu. Því miður hefur komið fyrir oftar en einu sinni þegar ég hef fundið að því við nemanda að hann hafi skipt orði rangt í ritgerð að svarið hefur ver- ið: „En ég sá þetta svona í blaði um daginn." Sverrir Páll Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.