Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 í fyrrahaust fékk velski báturinn Inspire á sig hnút, þegar hann var að rækjuveiðura í blíðskaparveðri á írlandshafi. Báturinn sökk á skammri stundu og aðeins einn af Qórum skipveijum, Sam Skinner, komst lífs af. Slysið var óskiljanlegt, en Skinner taldi ekki óhugsandi að kafbátur hefði verið á næstu grösum. Þar sem ekki virtist allt með felldu ákvað Skinner að höfða mál gegn brezka landvarnaráðuneytinu. Lögfræðingur hans, Jane Dayton, sagði að málstað- ur hans væri traustur. „Eina rök- rétta ályktunin, sem af þessu má draga, er sú að kafbátur hafi vald- ið því að brotsjór gekk yfir bátinn.' Þess hafa verið dæmi að ríkis- stofnanir hafa reynt að firra sig ábyrgð, þegar skip hafa fengið yfir sig brotsjó án nokkurrar sýni- legrar ástæðu, en síðan verið neyddar til að viðurkenna að ríkis- valdið hafi borið ábyrgðina. Við viljum fá ráðuneytið til að leggja fram gögn, sem sýna ferðir kaf- báta á þessum tíma. Ekki er víst að það geti neitað því á þeirri for- sendu að um ríkisleyndarmál sé að ræða, því að þrir menn fórust og málið er alvarlegt.“ Seinna sagði Skinner í samtali við blaðið The Times í Lundúnum að hann vissi ekki hvers vegna risaalda hefði allt í einu riðið yfir bátinn. „Eg er ekki viss um að kafbátar hafi getað valdið slysinu. Engin önnur skip voru á þessum slóðum og ég kannast ekki við neitt náttúrufyrirbæri, sem gæti valdið svona flóðbylgju fyrirvara- laust.“ BEKMUDA- ÞRfHYRNINGUR" Mörg önnur fiskiskip hafa horf- ið með óskiljanlegum hætti á haf- inu milli Irlands og méginlands Bretlands samkvæmt úttekt The Times, sem hér er stuðzt við. Þessu hafsvæði hefur því stundum verið líkt við hinn dularfulla „Bermuda- þríhyrning“ undan austurströnd Bandaríkjanna, þar sem mörg skip hafa einnig týnzt á dularfullan hátt. Siglingaleiðimar fyrir norðan eyna Mön á írlandshafí liggja til Clyde-íjarðar í Skotlandi. Við hann standa bækistöðvar brezkra og bandarískra kjamorkukafbáta — í Falsane og Holy Loch. Svo Sam legu siglingu. Hálfur mánuður leið áður en brezka landvarnaráðuneytið fékkst til að viðurkenna að kaf- bátur hafði flækzt í vörpu togar- ans og orðið valdur að því að hann- sökk.„Ég held að meginástæðan hafi verið sú að sannanirnar voru ótvíræðar," sagði ritari írska fiski- mannasambandsins, Frank Do- yle.„Ráðuneytið hefurtalið ráðleg- ast að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þó samþykkti það ekki að greiða skaðabætur fyrr en fimm árum síðar. Ef atburðurinn hefði ekki gerzt um hábjartan dag og í góðu veðri kynni niðurstaðan að hafa orðið önnur og raunalegri.“ Skaðabæturnar, sem ráðuneytið samþykkti að greiða, voru 200.000 pund. SPURHINGAR Vegna þess að æ fleiri fiskiskip hafa farizt eða orðið fyrir óhöpp- um hefur skozkur þingmaður, George Foulkes, haft vaxandi áhyggjur af öryggi skipa nærri leiðum, sem kafbátar sigla um, og svæðum á írlandshafi, sem em ætluð til kafbátaæfinga. Hluti Clyde-ljjarðar er í kjördæmi Foul- kes. „Ég óttast að hvarf sumra bátanna standi í sambandi við umsvif kafbáta og ég tel að beita verði sjóherinn auknum þrýstingi til að finna ráð til að koma í veg fyrir árekstra." Foulkes hefur borið fram fyrir- spumir á þingi og bent á að brezka landvamaráðuneytið hafi greitt hálfa milljón punda í skaðabætur á undanfömum 10 ámm. Hann dregur hins vegar velvilja ráðu- neytisins í efa og heldur því fram að nær ókleift hafi reynzt að fá sjóherinn til að viðurkenna að hann hafi verið viðriðinn mál, sem engir sjónarvottar hafa verið að. I vor fór Foulkes til Faslane ásamt nefnd átta þingmanna Verkamannaflokksins frá kjör- dæmum í Vestur-Skotlandi. Þeir ræddu meðal annars við yfirmenn kjarnorkukafbáta og Foulkes spurði þá hvaða möguleika þeir hefðu á því að verða varir við ferð- ir nálægra kafbáta á yfirborðinu. Hann spurði hvers vegna þeir yrðu ekki varir við fískiskip og veiðarfæri þeirra, sem væm í lítilli fjarlægð, þótt þeir gætu hæft skot- mörk í mörg þúsund kílómetra fjarlægð með kjarnaoddi. Hann telur ekki ósanngjarnt að sú krafa verði gerð til brezka sjóhersins og þess bandaríska að þeir gefi út eins konar tímaáætlanir um ferðir kafbáta í nágrenni flotastöðva án þess að stofna þeirri leynd, sem hvílir yfír umsvifum flotans, í hættu. *> Hvarf: skozki togarinn Mhari-L oft sést til kjarnorkukafbáta á þessu svæði að sjómenn hafa stundum á orði að þeir séu „á kafbátaslóðum" þegar þeir eiga þar leið um. Mörg skip hafa lent í svipuðu og Inspire án þess að bátur eða áhöfn hafí farizt. Þess em mörg dæmi að áhöfnum á togurum hafi fundizt að einhver dularfullur og kraftmikill hlutur hafi fest sig í vörpuna, togað í skipið af feiknar- afli og þeytt því langar leiðir yfir hafflötinn. Þeir sem af hafa komizt hafa þakkað það því að þeir skám á vörpuna í tæka tíð, þótt það gæti reynzt hættulegt. Dularfullt hvarf togbátsins Sharelgra við strönd Irlands 1982 var það fyrsta, sem vakti athygli á mikilli hættu, sem fiskiskipum stafar frá kaf- bátum neðansjáv- ar. Sharelgra var á veiðum í ágætis- veðri, þegar eitt- hvað togaði allt í einu í skipið og það dróst aftur á bak langar leið- ir, líklega eina 15 kílómetra að dómi fímm manna áhafnar báts- ins, sem varð skelfingu lostin. Skipið breytti síðan um stefnu, lagðist á hliðina og sökk. Áhöfn- inni var bjargað um borð í aðra fiskibáta, þar sem menn höfðu fylgzt agndofa með þessari furðu- ■ ERLENDb hrincsiA eftir Gudm. Halldórssort '' • O O ^ffiahguató o Dularfullir skipsskaðar 1. Sharelga, dregið 16 km 1982, sökk. 2. La Course hvarf 1982, 5 fórust 3 .Galvanor, hvarf 1982, 8 fórust. 4. Cited’Aleth, hvarf 1983,10fórust. 5. IrishAnn, hvolfdi 1983,1 fórst. 6. Jake II, hvarf á æf- ingasvæði kafbáta, óvíst hvenær, ekki vit- að um fjölda skipverja. 7. Dawn Waters, sökk í nánd við aðra báta 1986. 8 .BoyShaun, fórst með 4 mönnum 1987; kafbáturekki grunaður. 9. Alert II, hvarf 1988, 2 fórust. 10. Inspire, hvolfdi, 3 fórust 1989. 11. Tijl Uilenspiegel, hvarf 1989, 5 fórust. 12. GirlFiona, hvarf 1989, 2 fórust. 13. South Stack, hvarf 1984, 3 fórust. 14. Mhari-L, hvarf 1985, 5fórust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.