Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1989 Hitler kenndi kommúnistum um. Mikill mannfjöldi var samankominn á götunum og æpti og hvatti okkur hlauparana með fagnaðarópum. Ég fylltist hrifningu og leið ákaflega vel. Á leiðinni niður götuna smíðaði ég mér í huganum litla tímavél sem var gædd þeirri náttúru, að ég gat með tilstyrk hennar flutt mig til í tíma. Ég var snögglega kominn til ársins 1933 og hljóp undan brenn- andi þinghúsinu og mannfjöldinn horfði á brunann felmtri sleginn. Hlauptu hraðar, drengur, sagði ein- hver rödd innra með mér, þú verður að sækja hjálp. Þinghúsið brennur. Ég hljóp í áttina að sigursúlunni, frá þinghúsbrunanum og í hugan- um til ársins 1873. Þýskaland fagn- aði sigrum sínum yfir Frökkum og Dönum með vígslu þessarar tignar- legu súlu, þar sem sigurgyðjan trón- ir á toppnum. Mér fannst ég sjá alvarlega prússneska hermenn út um allt með spísshjálma og tignar- leg yfirskegg. Borgin var búin að jafna sig eftir ósigrana fyrir Napó- leon og gladdist nú yfir nýjum land- vinningum og sigrum. Tiergarten og sprengjuárásir Frá sigursúlunni var hlaupið upp í Tiergarten en fá hverfi Berlínar voru sprengd eins kyrfilega í loft upp í heimsstyijöldinni. Ég lygndi aftur augunum, og færði mig til í tíma. Árið var 1943, Stalíngrað var fallin, þýski herinn kominn á undan- hald og sprengjuregn bandamanna dundi á Berlín. Eg hljóp undan sprengjunum og skáskaut augunum til himins og ímyndaði mér, að loft- ið væri þykkt af væli frá loftvararn- flautum, ljósgeislum og eldingum frá sprengjum og loftvarnarbyss- um. Fólkið á götunum kallaði til mín, Berlín brennur, hlauptu dreng- ur, hlauptu. Ég horfði til beggja handa, borgin var að brenna, eina leiðin til bjargar var að hlaupa áfram gegnum sprengjuregnið og komast í skjól. Áfram, áfram! Þakkarkirkja Vilhjálms keisara Ör Tiergarten var hlaupið niður í miðborg Vestur-Berlínar og fram hjá Þakkarkirkju Vilhjálms keisara. (Kaiser Wilhelms Gedáchtnis- kirkju). Árið var enn þá 1943 hjá mér í tímavélinni, 23. nóvember gerðu bandamenn einhveija mestu loftárás styijaldarinnar á Berlín og sprengdu þá kirkjuna í loft upp. Rústirnar standa enn, minnismerki um vitfirringu og eyðileggingar- mátt mannkyns. Eg hljóp fram hjá kirkjunni og fannst eins og hún væri að hrynja yfir mig, ég heyrði sprengjumar falla og ýlfrið í loft- varnarflautunum var að æra mig. Lauf Junge, laufl! Hlauptu, drengur hlauptu, sagði fólkið í kringum mig, miðborg Berlínar er að hrynja, hlauptu og bjargaðu þér. Allt í einu hrökk ég aftur inn í nútímann, árið var aftur 1989 og ég horfði á rúst- irnar og nýju kirkjubyggingarnar sem hafa risið upp í kringum þær og Berlínarbúar kalla púðurdósina og varalitinn. Ég hélt áfram að hlaupa og leið léttilega áfram eftir strætum borgarinnar annaðhvort í nútímanum eða á leið til fortíð- arinnar. Kreuzberg-Anhalter Bahnhof Frá Kurfúrstendamm var hlaupið niður í Kreuzberg en það hverfi liggur við múrinn illræmda. Við hlupum gegnum Anhalterstrasse og aftur til styijaldaráranna, þegar Anhalter-brautarstöðin, sem gatan ber nafn sitt af, var og hét. Á Anhalter Bahnhof tók Hitler á móti mörgum tignum gestum. Ég var að hlaupa til að ná i tæka tíð á járnbrautarstöðina áður en hátíða- höldin hæfust til að fagna hermönn- unum, sem lögðu undir sig París 1940. Það var skringilegt að fara úr sprengjuregninu á Kurfúrstend- amm og inn í fagnaðarlætin við Anhalter Bahnhof þremur árum áður. En svona eru sveiflurnar í varð um þá sem björguðust ekki á flóttanum, lágu þeir enn þá grafnir undir rústunum? Áfram! Ég notaði tímavélina til að hvetja mig áfram og ég lifði mig gegnum þýska sögu I og hljóp undan ógnum hennar. Á ! Hohenzollerdamm var leiðin tekin að styttast, aðeins 5-6 km í mark. Þá blasti við gömul rússnesk kirkja sem stendur við götuna. Tímavélin þeytti mér til ársins 1920, ég var rússneskur aðalsmaður á flótta undan útsendurum kommúnista. Hlauptu drengur, hlauptu, láttu aldrei ná til þín. Við þessa götu voru einu sinni margir rússneskir veitingastaðir og minjar þess tíma þegar Berlín var full af rússneskum flóttamönnum á hraðferð undan byltingunni. Þessir staðir eru nú flestir hrundir og grafnir undir nýj- um byggingum ásamt svo mörgu öðru. Síðustu metrarnir Hlaupinu var að ijúka og ég staulaðist upp Brandenburgargötu og aftur inn á Kurfúrstendamm. Lokadagar Berlínar 1945 rifjuðust upp og ég hljóp gegnum söguna. Baráttan um Berlín stóð sem hæst og rússneskir skriðdrekar þrengdu að henni. Foringinn sat enn í Búnk- ernum (loftvarnarbyrginu) og fyrir- skipaði, að herdeildir sem ekki voru lengur til skyldu fara á móti Itúss- um og stöðva framrás þeirra. Öllu var teflt fram, ungir drengir og gamalmenni sendir út í opinn dauð- ann með skriðdrekabyssur að vopni gegn T34-skriðdrekum Rauða hers- ins. Ég hljóp undan rússnesku skriðdrekunum, Lauf Junge, laufl! Rússarnir em að koma. Ég tók á öílu sem ég átti til og herti sprett- | inn, svo ég yrði ekki eftir í ein- { hveijum sprengjugígnum. Fram- undan blöstu við rústirnar af kirkju Vilhjálms keisara og Mercedes Benz-stjarnan sem gnæfir yfir borginni. Ég var kominn hringinn, orðinn alltof þreyttur og örmagna en varð að komast í mark. Ég horfði til kirkjunnar og ímyndaði mér að lokaorrustan stæði yfir. Ég var hermaður úr Rauða hernum og elti flýjandi hersveitir Hitlers tryllt- ur af heift og hefndaræði. Ég var líka Þjóðveiji úr einhverri af tæt- ingslegum varnarsveitum borgar- innar á flótta undan Rússunum. Berlín brennur. Hlauptu drengur, hlauptu. Á sama tíma horfði ég á Mercedes Benz-stjörnuna sem vísaði mér leiðina að markinu, þar sem ég vissi, að ég fengi eitthvað að drekka. Fæturnir báru mig áfram og ég sveiflaðist milli ára- tuga. Þreytan varð meiri og meiri og ég vissi vart hvar ég var. Stgnd- um var ég að hlaupa maraþonhlaup í Berlín á árinu 1989, og stefndi á markið undir stjörnunni en stundum var ég á hröðum flótta undan ein- hveiju, Rússum, nasistum, SS eða lögreglu Vestur-Berlínar. Áfram, drengur, hlauptu, hlauptu, weiter Island, áfram Island, sagði einhver og ég tók á síðustu kröftunum. Allt í einu var ég kominn í markið. Ég fékk pening um hálsinn og tárfelldi yfir einhveiju sem ég vissi ekki hvað var, erindisleysu þessa erfiða hlaups eða tilgangsleysi allra þess- ara styijalda. Komst ég undan eða ekki? Að leiðarlokum Árangurinn í þessu hlaupi var mun betri en í New York-hlaupinu. Ég bætti mig um 17 mínútur og hljóp leiðina á 3 klukkustundum og 44 mínútum. Mér fannst það ág- ætt. í markinu var ég örmagna, fölúr á vangann, blár á fingurnögl- unum með ógleðina í hálsinum. Hlaupið eða saga borgarinnar höfðu gengið alltof nærri mér. Mér fannst ég hafa hlaupið gegnum borgina eins og í leiðstu, borinn áfram af minningum um allar þær hörmung- ar, sem höfðu dunið yfir það fólk, sem áður hafði gengið þessi stræti. Ætlarðu aftur í maraþonhlaup? spurði stúlkan mín að leiðarlokum. Nei, sagði ég, Leonard Cohen talaði bara um New York og Berlín. Við látum þetta gott heita. Hlauptu, drengur, hlauptu ... Berlínarbúar hlaupa úr einum kjallaranum í annan undan hersveitum Rússa á meðan borgin brennur allt í kring. Rússneskir hermenn feta sig að húsarústum, þar sem Þjóðverjar geta legið enn í leyni.. Sovéskir hermenn draga fána sinn að hún eftir töku þinghússins. sögu Þýskalands, Weltmacht oder niedergang (heimsyfirráð eða tortíming) sagði Hitler sjálfur; og ekkert þar á milli. Á horninu á Anhalterstrasse og Wilhelmsstrasse hlupum við fram hjá þekktu heimil- isfangi, Prinz Albrechtshöllin, en þar voru frægar bækistöðvar Gesta- pó og SS-sveitanna. Ég hvarf til ársins 1944, Stauffenberg greifa hafði mistekist að ráða Hitler af dögum og herforingjarnir voru hver á fætur öðrum færðir á þennan stað til að svara til saka. Ég var einn þeirra á hröðum flótta undan því sem ekki yrði umflúið. Lauf Junge, lauf!! Gestapó er á hælum þínum. Ég herti sprettinn og á leiðinni gegnum Kochstrasse sá ég allt í einu í múrinn og Checkpoint Charlie (þekkt hlið milli austurs og vest- urs). Tímavélin færði mig skyndi- lega aftur inn í nútímann, að þess- ari furðulegu skiptingu borgarinn- ar. Brosmildir amerískir hermenn með fána og veifur stóðu við götu- brúnina, tuggðu tyggjó og hvöttu hlauparana áfram, ég var kominn aftur inn í nútímann, ekki lengur á flótta undan herrunum í Prinz Albrecht, heldur í maraþonhlaupi gegnum þessa stórkostlegu borg. Áfram var hlaupið, gegnum borgar- hverfin Schöneberg og Steglitz. Schöneberg'-Steglitz í Schöneberg minntist ég kristal- næturinnar 9da nóvember 1938. Hitler og Göbbels höfðu sigað sveit- um sínum, sem brenndu allt og brutu og brömluðu, á bænahús og verslanir gyðinga. SS- og SA-sveit- irnar voru aftur á hælum mér. Ég herti á mér og fótatak hlauparanna í kringum mig minnti á stígvélagný SS-sveitanna sem sagði: Hlauptu drengur hlauptu, bænahúsin eru að brenna, við erum öll glötuð!! Ég var tekinn að þreytast enda hlaupið lið- lega hálfnað. Mikill flökurleiki var tekinn að gera vart við sig og mér varð ómótt af öllu sem ég setti ofan í mig. Tímavélin þeyttist úr einu tímabilinu í annað og ég hljóp und- an henni eins hratt og ég gat. Ég bar saman trylltan flótta þeirra, sem höfðu hlaupið til að bjarga lífínu á þessum strætum, við erind- isleysu þessa maraþonhlaups. í Steglitz var ég allt í einu kom- inn inn á lóð Frjálsa háskólans. Freie Universitet í Berlín lék stórt hlutverk í stúdentauppreisnunum 1968. Þá mótmæltu námsmenn stjórnkerfi háskólanna og veldi blaðakóngsins Axels Springers. Þegar ég hljóp fram hjá háskólalóð- inni voru páskar í Berlín og barist á götunum. Stúdentaleiðtoginn Rudi Dutschke var skotinn í Kur- fúrstendamm þann' 11. apríl og síðan hafa verið harðir bardagar á götunum. Mér fannst ég vera að hlaupa undan lögreglunni, sem elti mig með vatnsfallbyssur og gúmmí- kylfur. Mannfjöldinn kallaði til mín, Lauf Junge, lauf!! Áfram undan lög- reglunni og inn á lóð háskólans. Dutscke var skotinn; Við verðum kannski öll skotin, var æpt, og ég herti á mér. Mér létti, þegar háskól- inn var að baki og ég hljóp áfram í áttina að miðbænum. Rússneskir flóttamenn Áfram fram hjá drykkjastöðvum og æpandi mannljöldanum, fram hjá þýskum og öðrum fánum. Ég var tekinn að mæðast og leið ekki vel, enda hafði ég farið of hratt af stað og hvert skref var kvöl fyrir líkamann. Mér var flökurt og kast- aði upp. Átti ég að hætta hlaupinu eða ekki, hver yrðu örlög þeirra sem hættu og yrðu skildir eftir? Hvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.