Morgunblaðið - 05.11.1989, Side 22

Morgunblaðið - 05.11.1989, Side 22
eftir Árna Motthíasson/mynd Sverrir Vilhelmsson HILMAR Örn Hilmarsson er gjarnan kallaður „galdramaður- inn“ af þeim sem hann þekkja, enda hefur hann á sér það orð að vera einn helsti dulspekingur landsins. Hilmar hefur feng- ist við flest afbrigði dulspeki fi-á blautu barnsbeini og verið á sama tíma í fremstu röð framsækinna tónlistarmanna hér á landi og komið við sögu á plötum hérlendis og erlendis. Hilm- ar fæst þó við fleira en tónlist og dulspeki, því hann er að legfda síðustu hönd á frægðarsögu Sykurmolanna sem gefín verður út á ensku í risaupplagi. Hilmar Örn er sonur Hilm- ars Ólafssonar arkítekts, sem er nýlátinn, og Rann- veigar Kristinsdóttur. Hann fæddist í Reykjavík og dvaldist þar fyrstu fimm æviárin uns fjöl- skyldan fluttist til Þýska- lands og dvaldi þar í þijú ár. Þegar heim var komið settust þau að í Vesturbænum og bjuggu í sama húsi og móðurforeldrar Hilmars, Kristinn Guðjónsson og Sigurveig Eiríksdóttir, og ömmusystir Hilmars, Sigrún Eiríksdóttir og maður hennar Páll ísólfsson orgelleikari og tón- skáld. Hilmar segir að það hafi einna helst verið Páll sem studdi hann í vangaveltum um yfirskilvitleg efni, en sá áhugi var þá þegar vaknaður, auk þess sem hann veitti honum tón- iistarlegt uppeldi. , Eg man ekki eftir mér öðruvisi en með tónlistaráhuga, enda alinn upp á miklu tónlistarheimili. Orgel- tónlist hélt ég mest upp á og geri enn og það má vera að það sé vegna þess að þegar ég var barn hafði ég bestu barnapíu í heimi, Pál Isólfsson, sem fór oft með mig með sér niður í Dómkirkju þegar hann var að æfa. Mr. Postman Þegar ég var ellefu til tólf ára breyttist þó allt. Ég var að fletta plötubunka og gat ekki gert upp við mig hvort ég ætti að hlusta á Wagn- er eða Rakmanínoff. Að vísu var Wagner fyrirlitinn á mínu heimili en mér fannsÞpílagrímakórinn fallegur. Ég tek fram að það var áður en Trúbrot og Ævintýri rústuðu honum. Einhverra hluta vegna var í bunkan- um plata frá frænku minni sem^ á var Mr. Postman með Bítlunum. Ég setti plötuna á og sem ég hlustaði á hana leið mér eins og það hefði ver- ið hreinsaður á mér heilinn; allt í einu skildi ég eðli popptónlistar. Þennan dag hlustaði ég á Mr. Post- man að minnsta kosti 40 sinnum; þetta var eins og trúarvakning og eftir það var ég heillaður af popptón- list. Ég trúði því alltaf að það væri mikil hugsun á bak við einfaldleikann og að tónlistarmenn kæmust í annar- legt ástand þegar þeir væru að leika tónlist. Þegar gítarleikari tók sóló, lokaði augunum og sveigði sig fram og aftur þá hélt ég að það að taka gítarsóló veitti manni aðgang að ein- hverjum kosmískum sannindum. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fimm- tán ára að leyndardómur gítarsólós- ins laukst upp fyrir mér á balli í Réttarho.ltsskóla. Þá var Birgir Hrafnsson að taka gítarsóló og hálfopnaði annað augað og það rann upp fyrir mér að hann var ekki í trans. Það voru hræðileg vonbrigði. Jasssnobb og trommuleikur Uppúr þeim tíma fór ég að snobba fyrir jassi. Það fór þó alltaf í taugarn- ar á mér hvernig jassinn var eins og klassíkin að því leyti að menn einangruðu sig í iokuðum hugmynda- heimi-og útilokuðu allt sem ekki var jass og jassinn, sem er í eðli sínu hóruhúsatónlist, var allt í einu ákaf- lega virðulegur. Menn eru alltaf að snobba fyrir einhverri klassík sem aldrei hefur verið. Ég var í píanótímum þegar ég var yngri, en hafði alltaf meiri áhuga á að lemja í pappakassa og það sem laðaði mig helst að jassinum var að ég ætlaði mér að verða stórkostlegur trommuleikari, en í jassinum heyrði maður í tæknilegustu trommuleikur- um sem þá voru til. Það gekk prýði- lega framan af, en þegar ég heyrði í fyrsta skipti í Billy Cobham voru fyrstu viðbrögðin reiði og sorg því ég sá að þetta var eitthvað sem ég gat ekkijeikið eftir. Þá var ég fjór- tán eða fimmtán ára. Þegar ég svo heyrði í Sigti’yggi Baldurssyni vissi ég að kominn var tími til að leggja kjuðana á hiiluna. Ég var reyndar hálffeginn, því ég var orðinn óánægður með hið hefðbundna trommusett og farinn að gera al|s- kyns tilraunir með raftól sem ég tengdi við trommusettið. Allan þenn- an tíma heyrði ég stórkostlega tón- list í 'hausnum á mér og það var ekki jass. Fyrir mér er tónlist ákaflega myndræn og ég nýt mín best þegar ég er að semja tónlist fyrir leikverk eða kvikmyndir. Ég geri mér engar grillur um að það sem ég er að gera sé eitthvað sem eigi eftir að lifa leng- ur en daginn. Þó ég hafi aldrei náð að losna fullkomlega við þá innræt- ingu að popptónlist sé ómerkileg, er ég að reyna að gæða hana lífi með því að tvinna saman við hana frum- legri hugsun, en popparar sem hugsa eru vitanlega ákaflega fágætir. Haldið upp á Crjólin Hilmar hefur starfað með ýmsum hljómsveitum, en fyrst fór að bera verulega á honum sem hugmynda- fræðingi hljómsveitarinnar Þeyr. Uppúr því samstarfi kynntist hann meðlimum bresku hljómsveitarinnar Killing Joke og segist hafa „tælt“ þá hingað til lands til að starfa með íslenskum tónlistarmönnum. Eftir að það fór út um þúfur sneri Hilmar baki við poppinu í nokkur ár. Árið 1983 kynnti Einar Örn Sykurmoli fyrir honum bresku hljómsveitina Psychic TV. Hilmar tók að sér að setja upp tónleika með hljómsveitinni í MH þá um haustið og tókust þau kynni með honum og sveitarmeðlim- um að honum var boðið að ganga í sveitina. Það fól í sér.búferlaflutn- inga til Lundúna þar sem hann dvald- ist næstu ár. Fljótlega eftir komuna út gekk hann í aðra hljómsveit, 93 Current 93, þar sem hann starfaði með dulspekingnum Tíbet. Einn af- rakstur samstarfsins með Tíbet var lag Hilmars Crowleymass sem vakti allmikla athygli í Bretlandi. Við Tíbet og fleiri höldum gjarnan upp á Cijólin, sem er fæðingardagur Aleister Crowley (breskur saurlífis- seggur, dulfræðingur og heimspek- ingur, aths. Á.M.), 12. október, með mikilli díónýsískri veislu. Á einum slikum Cijólum varð þetta lag til á fimm mínútum sem innblástur frá gamla manninum. Ég setti það sam- an á mettíma og Tíbet söng það inn á fjórum tímum. Eins og dæmigert er fyrir mig beið það svo í rúmt ár áður en ég kom mér í að ganga end- anlega frá því til útgáfu. Það hefur selst í um 7.000 eintökum á 12“ og það stendur til að gefa það út aftur endurmixað þegar ég hef tíma til. Samvinnan við Tíbet gekk vel og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.