Morgunblaðið - 16.11.1989, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
hjBlp!£tr
b'Kj- «* ***-,
\-■/
* JV«.'f V A*“,,
(uri !C*lk, Z i/t'íf.Tih
MorgunDiaoio/itax
Matthías Johannessen og Sveinn Björnsson árita bókina. Jón Karlsson hjá Iðunni fylgist með.
Bókaútgáfan Iðunn:
Ljóð Matthíasar Johannessen
og myndir Sveins Björnssonar
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn gefur
út bókina Veröld þín með ljóð-
um efftir Matthías Johannessen
skáld og málverkum Sveins
Björnssonar listmálara. Ljóðin
eru birt eins og Matthías skrif-
aði þau eigin hendi og Sveinn
hefiir auk málverkanna í bók-
inni málað hveija bókarkápu
fyrir sig. Bókin, sem er bundin
í skinn, er gefin út í 250 tölu-
settum og árituðum eintökum
og 150 öðrum.
„í rauninni var það ekkert
nema löngunin til að gefa út góða
hluti, sem varð til þess að ég réðst
í þessa útgáfu,“ sagði Jón Karls-
son hjá Iðunni í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Jón sagði, að bók-
in hefði tekið • langan tíma í
vinnslu, enda hvert smáátriði mik-
ilvægt. Ljóðin, sem flest hafa birzt
áður, skrifaði Matthías á auðan
pappír, sem Sveinn myndskreytti
síðan. Myndirnar voru sýndar al-
menningi haustið 1985 og var þá
ákveðið að safna þeim saman í
bók undir nafninu Veröld þín, sem
er heiti á einu ljóða Matthíasar í
bókinni Tveggja bakka veðri.
Opna úr bókinni með ljóði eftir Matthías Johannessen og mál-
verki efftir Svein Björnsson.
Ljóðin eru 31 talsins og mál-
verkin í bókinni jafnmörg, auk
málverks framan á bókinni og
bókarkápanna sem fyrr segir.
Jón Karlsson sagðist vilja geta
þess, að litgreining hefði verið
unnin hjá Myndamótum hf. og
hefði verkið notið velvilja Páls
Vígkonarsonar. Bókin varprentuð
og bundin hjá Prentsmiðjunni
Odda og sagði Jón þessa vinnu
hafa tekizt feikilega vel.
Viðskipti íslands og Sovétríkjanna:
Jón Benjamínsson, jarðfræðingur:
Hefiir fiindið 18
karata gullmola
JÓN Benjamínsson, jarðfræðingur, er einn fárra íslendinga sem
unnið hefiir við gullleit. Jón dvaldist í Kanada um árabil þar sem
hann vann við gullgröfft á námasvæðum. Þegar Jón kom heim frá
Kanada hóf hann störf við Jarðhitadeild Orkustofiiunar og fann
þá Qóra gullmola og var sá stærsti þeirra 18 karöt, sem er nokkuð
hreint gull.
„Ég fann tvo mola þegar ég var
að vinna hjá Orkustofnun árið
1979. Þetta var bara persónulegt
áhugamál og ég vann að þessu
utan vinnutíma. Ég sendi þá til
Vancouver til greiningar og í ljós
kom að annar var 18 karöt en hinn
4 til 6 karöt að mig minnir,“ sagði
Jón. „Á þessum árum var mjög
lítill áhugi fyrir þessum málum hjá
Fínull hf.:
Garn fyrir
22 milljón-
ir til Kína
FÍNULL hf. hefur gert samning
um sölu á garni úr angóraull til
Kína, og nemur söluverðið 22
milljónum króna. Einnig samdi
fyrirtækið um kaup á angóraull
beint frá Kína, en við það mun
milliliðakostnaður lækka veru-
lega, og fær það nú hráefnið á
20% lægra verði en áður.
Fínull hf. gerði samstarfssamn-
ing við kínverskt fyrirtæki í septem-
ber síðastliðnum, og í mars á næsta
ári munu fyrirtækin hefja rekstur
sameiginlegrar verksmiðju í Kína,
þar sem framleiddar verða fullunn-
ar vörur úr angóraull.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fínull hf. hefur sala á fatnaði úr
angóraull ekki gengið eins vel er-
lendis og vonir stóðu til, en salan
hér innanlands hefur aftur á móti
aukist verulega. Samkvæmt áætlun
muri andvirði sölunnar á þessu ári
nema um 15 milljónum króna, og
hefur hún aukist um helming frá
því í fyrra.
Orkustofnun og ég talaði fyrir
daufum eyrum þegar ég lagði til
að við leituðum skipulega að gulli,“
sagði Jón.
Síðustu ár hafa farið fram eðal-
málmarannsóknir víða um land en
Jón segir að ekki sé líklegt að
gull finnist þannig. „Við vitum
nokkumveginn hvar gull er að
finna. Það er helst á háhitasvæðum
og við eigum að einbeita okkur að
þeim.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hafa tveir jarðfræð-
ingar við Orkustofnun, Hjalti
Franzson og Guðmundur Ómar
Friðleifsson, sótt um styrk til
Rannsóknarráðs til að kanna hvort
gull sé að finna á íslenskum háhita-
svæðum. Umsókn þeirra var talin
styrkhæf en þótti ekki forgangs-
verkefni. „Ég vona að þeir fái styrk
því það er löngu kominn tími til
að menn fari að hugsa alvarlega
um þessi mál,“ sagði Jón.
Hótel Saga:
Aðalfiindur
LÍÚ hefst í dag
FIMMTU G ASTI aðalfimdur
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna verður settur á Hótel
Sögu klukkan II í dag, fímmtu-
dag, en íundinum lýkur annað
kvöld.
Eftir að Kristján Ragnarsson,
formaður LÍU, hefur sett fundinn
flytur Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra ávarp. Á fundinum í
dag mun Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, fjalla um
ástand helstu fiskistofna við landið
og Ásgeir Daníelsson, hagfræðing-
ur Þjóðhagsstofnunar, ræða um
hag sjávarútvegs.
íslendingar skrifa undir samning um olíukaup
900 milljóna samningur um saltsíldarsölu ekki enn staðfestur í Sovétríkjunum
SKRIFAÐ hefúr verið undir samning um kaup á olíu og bensíni frá
Sovétríkjunum á næsta ári. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir
áð þar með hafi íslendingar lagt sitt af mörkum til að greiða fyrir
viðskiptum landanna samkvæmt rammasamkomulagi sem er í gildi
um gagnkvæm viðskipti þjóðanna. Sovétstjórn hefúr ekki enn stað-
fest samning um sölu á 150 þúsund tunnum af saltsíld þrátt fyrir
ítrekuð tihnæli íslenskra stjórnvalda.
Samkomulag náðist um sölu á
saltsíldinni 4. nóvember sl. milli
Síldarútvegsnefndar og sovéska
fyrirtækisins Sovrybflot, og var
söluverðið um 15 milljónir þanda-
ríkjadala eða um 900 milljónir
íslenskra króna. Sovéski sjávarút-
vegsráðherrann hefur ekki enn vilj-
að staðfesta samninginn og veita
Sovrybflot leyfi til gjaldeyrisyfir-
færslu og er borið við gjaldeyris-
skorti í Sovétríkjunum. Málið er nú
til meðferðar hjá sovéskri ráðherra-
nefnd.
Jón Ögmundur Þormóðsson
skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu sagði á fréttamannafundi í
gær, að Sovbybflot hefði einungis
fengið fjárveitingu til að kaupa 130
þúsund tunnur af íslendingum. Það
magn hefði verið aukið í samning-
um Síldarútvegsnefndar og Sovryb-
flot og þá hefði ráðherra þurft að
staðfesta viðbótina, sem virtist taka
langan tíma.
Á fréttamannafundinum sagði
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
að Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra hefði fyrst skrifað
utanríkisviðskiptaráðherra Sov-
étríkjanna bréf um síldarviðræðurn-
ar 23. október sl. Þar óskaði ut-
anríkisráðherra eftir því að sovésk
stjórnvöld veittu nauðsynleg gjald-
eyrisleyfi til saltsíldarkaupa svo
langtímamarkmið viðskiptabókunar
landanna, sem gildir út næsta ár,
næðu fram að ganga.
Utanríkisráðherra hefur jafn-
framt tvívegis átt viðræður við sov-
éska sendiherrann á íslandi og ósk-
að eftir því að hann kæmi á fram-
færi við sovésk stjórnvöld áhyggjum
yfir þeim drætti sem orðið hefur á
að fjárveitingar fáist til síldarkaup-
anna.
Á mánudag kölluðu Jón Sigurðs-
son og Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra og starfandi for-
sætisráðherra, á sovéska sendi-
herrann og viðskiptafulltrúa sov-
éska sendiráðsins til að ræða stöð-
una í viðræðunum um síldarkaupin.
í gær gekk Tómas Tómasson
sendiherra í Moskvu á fund sovéska
sjávarútvegsráðherrans og bar hon-
um þau skilaboð Jóns Sigurðssonar,
sem gegnir starfi utanríkisráðherra
í fjarveru Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, að ríkisstjórn Islands legði
áherslu á að íslensk stjórnvöld
hefðu lagt sitt af mörkum til að
greiða fyrir viðskiptum landanna,
m.a. með því að undirrita samning
um olíukaup, og væntu þess að
sovésk stjórnvöld stuðluðu fyrir sitt
leyti að eðlilegri framkvæmd bók-
unar um viðskipti landanna frá
1985.
Einnig afhenti sendiherrann sov-
éska -sjávarútvegsráðherranum bréf
frá Halldóri Ásgrímssyni þar sem
óskað var eftir því að hann beitti
sér fyrir því að síldarsölusamning-
urinn yrði staðfestur. Engin ný svör
fengust á þessum fundi.
Þegar Jón Sigurðsson var spurð-
ur hvort ekki hefði komið til greina
að fresta undirritun samkomulags-
ins um olíukaupin þar til síldar-
samningurinn væri staðfestur,
sagði hann að samningsstaða ís-
lendinga væri að sínu áliti sterkari,
sem það væri ljósara að íslendingar
stæðu við sinn hlut af viðskiptabók-
uninni frá 1985. Jón sagði aðspurð-
ur að íslenska ríkisstjórnin væri
vafalaust á sömu skoðun.
Samningurinn um olíukaupin var
gerður af fulltrúum íslensku og
sovésku viðskiptaráðuneytanna,
íslensku olíufélaganna og sovéska
fyrirtækisins Sojuzefteexport. Þar
er kveðið á um kaup á 60 þúsund
tonnum af blýlausu bensíni, 180
þúsund tonnum af gasolíu og
80-120 þúsund tonnum af svartolíu.
Samningsupphæðin er 55-60 millj-
ónir Bandaríkjadala, eða sem svarar
til 3.500 til 3.800 milljóna íslenskra
króna.
Þetta er meginhluti þeirrar olíu
sem íslendingar koma til með að
kaupa á næsta ári. Undanskilið er
flugvélabensín og svokallað súper-
bensín. Verðið fer eftir meðalverði
á Rotterdammarkaði hverju sinni.
í samningsgerðinni tóku þátt af
íslands hálfu Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóri og Jón Ögmundur
Þormóðsson skrifstofustjóri við-
skiptaráðuneytisins, Vilhjálmur
Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf.,
Indriði Pálsson forstjóri Olíufélags-
ins Skeljungs hf. og Hörður Helga-
son markaðsstjóri Olíuverslunar ís-
lands hf. Af hálfu Sovétríkjanna
tóku þátt í samningunum Georgi
Maluntsev aðstoðarframkvæmda-
stjóri og Oleg Strazding yfirverk-
fræðingur Sojuznefteexport, Juri
Kudinov viðskiptafulltrúi og Juri
Mashko tæknifulltrúi frá sovésku
viðskiptaskrifstofunni í Reykjavík.
Þetta er í 36. skipti sem slíkur
samningur er gerður við Sovétríkin
en fyrsti samningurinn var gerður
1953. Samningurinn er gerður á
grundvelli margnefndrar bókunar
um viðskipti Sovétríkjanna og ís-
lands sem gildir út árið 1990.
Árlegar viðræður um þróun við-
skipta landanna tveggja hefjast í
Moskvu 22. nóvember, og þar hefst
jafnframt undirbúningur undir end-
urnýjun viðskiptabókunarinnar. Jón
Sigurðsson sagði að Islendingar
yrðu að meta þá reynslu, sem feng-
ist hefði á samningstímanum, en í
meginatriðum teldi hann að við-
skipti þjóðanna hefðu verið hagstæð
hvorumtveggju. Hins vegar hefði
oft verið erfitt að fá niðurstöðu í
saltsíldarsölusamninga í tæka tíð
fyrir vertíðina. Þar kæmi m.a. til
að fjárlagagerð í Sovétríkjunum
væri venjulega ekki lokið fyrr en í
lok nóvbember og færi því ekki
saman við saltsíldarviðræður.