Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 9
9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
UELGA STEFÁNSDÓTTIR,
FÉLAGSRÁÐGJAFl SPYR:
N.
<J
' 'IÆSTU ÞRJI)
( ÁRIN MUN ÉG
EIGA FRÁ 5.000
TIL 15.000 KR. TIL AÐ ÁVAXTA
MÁNAÐARLEGA. GET ÉG KEYPT
FYRIR ÞESSAR
UPPHÆÐIR?
VERÐBRÉFASALA OG
RÁÐGJÖF, DÓRÓTHEA E.
JÓHANNSDÓTTIR SVARAR:
,Já, Einingabréfm okkar éríi einmitt þannig uppbvggð að þu
getur keypt þau fyrir hvaða upphæð semér. tóú eru gefin út í
einingum en ekki ákveðnu nafnvefði. Gerigi /verö hverrar ein-
ingar í Einingabréfúm 1 í dag er 4.41 j’kr. Ef þú t.d. kaupir 2
einingar kosta þær 8.826 (2x4.413 kr ). Þú getur síðan keypt
hluta úr einingu, segjum t.d. i,5 einingar, en þær myndu þá
kosta 6.619 kr. (I,5x4.4Í3 kr.). Gengi eða verð hverrar eining-
ar hækkar síðan daglega og þar með þín verðbréfaeign.
Kaupþing býður þrjár tegundir Einingabréfasjóða sem fjár-
festa í mismunandi tegundum verðbréfa þannig að allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt liæfi. Þú getur síðan að jafnaði irin-
leyst Einingabréfln þín samdægurs bæðjj hjá Kaupþingi í
Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands á Akurevri svo og í flestum
stærstu sparisjóðum landsins. Ef þú tilkynnir innlausn með 4
vikna fyrirvara, þá færðu 40% afslátt á innlausnargjaldi."
Kaupþing hefur riú flutt alla starfsemi sína í Kringluna 5. Þar
veita sérfræðingar Kaupþings fúslega svör við spurningum um
verðbréfamarkaðinn og fjármál almennt.
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 16. NÓV. 1989
EININGABRÉF 1 4.407,-
EININGABRÉF 2 2.431
EININGABRÉF 3 2.892,-
LlFEYRISBRÉF 2.216,-
SKAMMTlMABRÉF 1.509,-
KAUPÞING HF
Kritiglunni 5, sími 689080
Kommúnista-
flokkar leggja
sjálfa sig
niður
Aðstoðarritstjóri
Tímans segir í hugleið-
ingu í blaði sínu:
„Menn eru að vonum
hlessa á þeirri byltingu
sem ríður yfir kommún-
istaríki Evrópu á hinum
síðustu og beztu timum.
Kommaflokkar eru fani-
ir að leggja sjálfa sig nið-
ur þar sem þeir voru að
niðurlotum komnir við
framkvæmd sósialism-
ans, sem ávallt er ein-
hvem veginn á annan
veg en hugmyndafiæðin
segir til um. I öðrum til-
vikum afhenda úreltir og
getulausir alræðisfiokk-
ar völdin í hendur þjóð-
hollum samtökum sem
eiga upptök sin meðal
verkamanna og annarra
vinnandi stétta...
111 þessa hefur hruna-
dans kommúnismans ver-
ið stiginn með ótrúlega
friðsamlegum hætti og
er það von allra góðvilj-
aðra manna að ekki remú
gagnbyltingarmóður á
þá sem trúa á hugmynda-
fræði þeirra byltinga
einna sem vígðar em í
blóði og þrældómi alræð-
is öreiganna."
Lengsti fang-
elsisgarður
sögunnar
opnast
Síðar í hugleiðingum
sínum segpr Oddur Olals-
son:
„Menn trúðu vart eigin
augum og eyrum þegar
lengsti fangelsLsgarður
sögunnar lét undan á
augnabliki.
Svo ofboðslegt fát
greip um sig á fréttastof-
um, að trúverðugasti
fréttamiðill landsins, að
áliti skoðanakannana, sá
sér þann kost vænstan
Flóttinn frá
sósíalismanum
Aðstoðarritstjóri Tímans fjallar um byrj-
andi fráhvarf [hálfnuð er leið þá hafin er]
A-Evrópu frá sósíalisma og kommúnisma
og fréttaskýrendur þeirra atburða hér á
landi úr röðum Alþýðubandalags (áður
Sósíalistaflokks — þar áður Kommúnista-
flokks). Staksteinar stinga nefi í Odds
þátt Ólafssonar um þetta efni — og
glugga dulítið í bakland Alþýðubanda-
lagsins í tilefni af níunda iandsfundi þess.
að hringja í Svavar
Gestsson, núverandi
menntamálaráðherra og
fyrrum gistinemanda
austur-þýzkra, til að
segja álit sitt á niður-
broti múrs og sósíalisma.
Menntamálaráðherra
fagnaði hruni múrs og
hugmyndafræði innilega
og hlustendur glöddust
með honum yfir þeim
persónulega sigri sem
hann vann þegar austur-
þýzkir sósíalistar misstu
ofurvaldið og þegnana
út úr höndum sér.“
Bakland Al-
þýðubanda-
lagsins
Þegar grannt er gáð
eru nafhabreytingar eð-
ur pólitísk yfirhafiia-
skipti engin nýmæli
hreyfinga yzt á vinstri
væng íslenzkra stjóm-
mála. Gluggum dulítið í
bakland Alþýðubanda-
lagsins.
Klofiúngur úr Alþýðu-
fiokki stofnaði Kommún-
istaflokk íslands í
skammdegi vetrar árið
1930. Alþýðuflokkurinn
hafði hafiiað tillögu rót-
tækasta arms síns um að
gerast aðili að Alþjóða-
sambandi kommúnista
(Þriðja Intemationale —
Komintem). Þessu undi
armurinn ekki og Komm-
únistaflokkur Islands
varð tfl.
Árið 1938 var Komm-
únistaflokkurinn lagður
niður og stofiiaður Sam-
einingarflokkur alþýðu,
Sósíalistaflokkurinn.
Markmið hans var „að
vinna bug á auðvalds-
skipulaginu á íslandi og
koma á í þess stað skipu-
lagi sósíalismans".
„Skoðanir sínar byggir
flokkurinn á grundvelli
hins vísindalega sósial-
isma, marxismanum."
Nokkrir kunnir jafiiaðar-
menn, sem gengu til liðs
við Sósíalistaflokkinn,
fóm fljótlega úr honum
aftur vegna ágreinings
um afstöðu hans til inn-
rásar Sovétríkjanna í
Finnland.
Alþýðubandalagið var
stofhað sem kosninga-
bandalag sósialista og
Málfundafélags jafiiaðar-
manna árið 1956, en
verður formlegur stjóm-
málaflokkur 1968.
Hannibal Valdimarsson
og Bjöm Jónsson, forset-
ar ASI á sinni tíð, sögðu
skilið við Alþýðubanda-
lagið um svipað leyti.
Enn er baráttan í þá vem
að „skapa forsendur fyrir
breytingu þjóðfélagsins í
sósíalíska átt“.
Rauður kútter
í kratahöfii?
Níundi landsfundur
Alþýðubandalagshis
hefst í dag. Kjörorð hans
er „nýr grundvöllur fyrir
nýja tíma“. Líkur standa
tíl þess að tekizt verði á
um hugmyndir, sem fela
það i sér, að flokkurinn
segi alfarið skilið við sós-
íalisma og marxisma
[sem hvarvetna hafa
brotið skip sín á skeijum
reynslunnarj og haldi
huginyndafræðilega í þá
höfn, sem Kommúnista-
flokkur Islands hélt úr
1930, það er í einhvers
konar kratisma.
Það verður fróðlegt að
sjá siglingu hins muða
kútters, sem hugmynda-
fræðilega laskaður og
með innbyrðis stríðandi
skipshöfii bíður lags utan
Kratavíkur, heimkominn
úr áratuga pólitiskum
villum. Máske verður úr-
eldingin hlutskipti hans,
eins og fleiri fuarafta,
enda er vinstriflokkaflot-
inn of stór miðað við
stofitstærð atkvæðanna
— og hagkvæmara að
sækja á atkvæðamiðin á
færri fleytum? Hagræð-
ingin er jú mottó hins
nýja tima og nýja grund-
vallar!
gardeur
döm ufatnaður
GÆÐAVARA
- TÍSKUVARA
PILS -
einlit, munstruð
BUXNAPILS -
einlit, köfflótt, munstruð
JAKKAR -
einlitir, köflóttir
SÍÐBUXUR -
mjög gott úrval
Úhmtu.
VERSLUN v/NESVEG. SELTJARNARNESl
Sími 611680
Opið daglega frá kl. 9-18 - laugardaga frá kl. 10-16