Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 15 SIEMENS c 02 0x0 3<Q 3 2: o2 7T -r Q Q' 3 Q 2 =^o Q^ => a /Weð SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. ( • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf„ Aðalstræti 9. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Rafbær sf„ Aðalgötu 34. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu Furuvöllum 1. • Húsavík: Öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaður: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. _ • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. Unglingar gegn ofbeldi eftir Kristján Sigurðsson Þeir sem standa að áróðurs- herferðinni „Unglingar gegn of- beldi“ fóru þess á leit við mig ný- lega að ég skrifaði grein um of- beldi meðal unglinga síðustu ára- tugina. Ég tók því fálega í upphafi en þetta vakti mig tii umhugsunar um málið og ákvað ég að leggja orð_ í belg. Ég sé tvennt sem hefur gjör- breyst í átökum unglinga frá fyrri tíð. Annars vegar er orðið áberandi að hópur unglinga níðist á einum af hrottaskap og miskunnarleysi, andlega og líkamlega, svo stór meiðsl hljótast af. Hins vegar að hnífar eru notaðir í átökum ungl- inganna, í fyrstu aðallega sem varnarvopn, en virðast vera meir og meir notaðir til að ógna og gera árás. Þegar ég kynntist þessum mál- um fyrst í þéttbýli (ég ólst upp í sveit) voru öðru hveiju átök á milli bæjarhluta eða bæjarhverfa meðal unglingá. Þá var safnað liði og gerð árás á lið andstæðingsins, gjarnan barist með bareflum, flokkur gegn flokki. Ekki man ég eftir að alvarleg meiðsl hlytust af þessum átökum, enda var barist til þess að sigra andstæðinginn, stökkva honum á flótta en ekki til að meiða. Algengt var einnig að tveir einstaklingar tókust á og hóp- ur unglinga stóð í kring, en ríkjandi var að drengskapur réði því að ekki voru tveir á einum nema í undantekningartilfellum. Ég tek fram að átök ölvaðra fullorðinna manna voru ekki alltaf með sama drengskaparbragði. Það var ekki fyrr en ég kynntist náið-leikvöllum grunnskólanna eftir 1970 að ég fór að sjá alvarlegt einelti, en einelti lýsir sér í því að hópur ræðst á einstakling, andlega eða líkamlega og misþyrmir hon- um. Ég hef rökstuddan grun um að þetta vandamál sé útbreitt á leikvöllum skólanna og sé gróðr- arstía og undanfari misþyrminga meðal stálpaðra ungmenna. Ég hef þent á það áður að gæsla og stjómun á því sem fram fer á umræddum leiksvæðum er nauð- synleg og að stórlega vantar á að gæsla sé í mörgum skólum. Ég er sannfærður um að hið harða líf á skólalóðunum sé að hluta skýring á hinu breytta formi, breytta „mor- al“ í átökum unglinga. Afleiðingin fyrir þá, sem verða fyrir ofbeldi, Kristján Sigurðsson „En hvers vegna þróast málin á þennan veg? Er það allt að kenna áhrifum sjónvarps og myndbanda? Eg held að við verðum að líta okk- ur nær.“ er þörf á vopni til þess að veija sig og þá er hnífurinn nærtækur. Það eru tiltölulega fá ár síðan verulega fór að bera á því að unglingar bæm á sér hnífa og ógnuðu með þeim. Virðist mér þeir fremur í fyrstu notaðir til varnar þótt meiðsl hlytust af þeirra völdum og jafnvel dauði. Nú virðist hnífanotkun vera að færast yfir á árásaraðilana og er það þekkt þróun. Spurning mín er nú — hversu langt er þar til byssur taka við af hnífunum en meðferð skotvopna og árangursrík notkun þeirra við allskonar ofbeld- isverk blasir við augun heima í stof- um hjá hveiju barni í dag. Geggjað- ir hasarþættir eru í hávegum hafð- ir hjá sjónvarpsstöðvum eins og' allir vita, en siðferði og menning sem þar kemur fram er all langt frá þeirri menningu sem við viljum tileinka okkur og teljum okkur hafa öðlast. En hvers vegna þróast málin á þennan veg? Er það allt að kenna áhrifum sjónvarps og myndbanda? Ég held að við verðum að líta okk- ur nær. Aðskilnaður unglinga sem farnir eru að lifa fullorðinslífi og hinna löglegu fullorðinna hefur aldrei verið meiri en nú að mínu mati. Leggst þar allt á eina sveif: Leng- ing skólaskyldu, en börnum og unglingum er hrúgað í fjölmenna skóla og skólar lítt hæfir að sinna hinum félagslega, og að mínu mati bráðnauðsynlega, þætti í skóla- starfinu. Minnkandi þátttaka unglinga á vinnumarkaðnum, a.m.k. á grunn- skólaaldri. Skýrari en nokkru sinni aðskilnaður í skemmtanahaldi, þar eð öll veitingahús fyrir fullorðna veita vín. Svo mætti miklu lengur telja. Þessir fullorðnu unglingar sem hafa ekki tækifæri til að vera með fullorðnúm og við þorum ekki að hleypa inn í skemmtanahúsin okkar, hljóta því að skapa sina eig- in menningu sem verður að hluta fyrir áhrifum frá menningu fullorð- inna svo sem þeir sjá hana, og að hluta frá öðrum menningaráhrifum sem streyma alls staðar að. Ef við viljum koma menningu þjóðar okkar til afkvæma okkar verðum við að leyfa þeim að vera með í okkar lífi strax frá upphafi og ekki loka neinn úti. Höfundur er fyrrverandi forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins, en núna skólastjóri skóla unglingaheimilisins. LISTAGÓÐUR MATSEÐILL (vai á réttum.) - MIÐAVERÐ (m mat) 3600 kr. Húsið opnar kl. 19 KOSTABOÐ: Aðgöngumiði með mat og gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunmat 5150 á mann. ( GikJir jafnt fyrir borgarbúa sem aöra landsmenn ) Pöntunarsimi: Virka daga frá kl. 9-17. s 29900 Föstud og taugard eftir kl. 17. s 20221 DANSIBKUR 23.30 -03 I EINSDÆM 1 sérumfjöriö Midaveró 750

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.