Morgunblaðið - 16.11.1989, Page 24

Morgunblaðið - 16.11.1989, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989 Kröfuhafar hafiia tilboði í minka- búið við Dalvík ÞEIR kröfuhafar sem svöruðu tilboði sem barst í minkaskála að Böggvisstöðum við Dalvík og hluta þeirra dýra sem þar eru, höíhuðu tilboðinu. Skiptafundur í þrotabúi Pólarpels á Dalvík var haldinn í gær og þar var m.a. fjallað um tilboð sem nokkrir aðilar höfðu gert í rekstur bús- ins, þ.e. í hluta dýranna og minkaskálana. Tilboðið hljóðaði upp á 15,2 milljónir og þeir kröfúhafar sem svöruðu töldu það of lágt. Iðnþróunarfélag Eyjafiarðar: Könnun á staðsetn- ingn álvers SIGURÐUR P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags EyjaQarðar segir að fúll ástæða sé til að kanna hvort álver af þeirri stærð sem nú er rætt um að reisa henti ekki jafnvel í Eyja- firði og á suðvesturhorni landsins. Norskur sérfræðingur frá Nilu, norsku loftgæðarannsóknarstofnun- inni, var á ferð á Akureyri nýlega og skoðaði þá aðstæður við Dysnes í Arnarneshreppi. Þótti sá staður einkum koma til greina fyrir fimm árum er aðstæður fyrir slíkan rekst- ur voru kannaðar. Norski sérfræð- ingurinn átti fund með Sigfúsi Jóns- syni bæjarstjóra, Sigurði P. Sig- mundssyni framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar og Ingólfi Brynjólfssyni formanni hérðaðs- nefndar Eyjaijarðar. Norski sérfræðingurinn var eink- um að skoða hugsanlega mengun frá álveri, sem staðsett yrði á Dysnesi, en Sigurður segir það mikilvægast varðandi þetta mál, að tryggt sé að mengun verði í lágmarki. Niðurstöðu úr athugunum Norðmannsins er að vænta um næstu áramót. „Okkur þykir sem ný staða sé kominn upp í þessu máli og þess vegna er full ástæða til að athuga hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að næsta álver rísi hér á Eyjafjarðar- svæðinu í stað suðvesturhornsins," sagði Sigurður. Árni Pálsson bústjóri í þrotabú- inu sagði að þessir aðilar hefðu enn áhuga á að yfirtaka rekstur búsins og mun hann eiga með þeim fund í dag, þar sem farið verður ofan í málið. „Ég veit að þessir aðilar hafa ennþá áhuga og við munum láta á það reyna hvort samningar takist,“ sagði Árni. Hann sagði tímann þó nauman, því fyrirhugað væri að hefja slátrun. Leyfi hefur fengist til að selja kartöflugeymslu í eigu þrotabúsins og verður hún seld á 5 milljónir. Um er að ræða stórt steypt hús og þar hefur frá því í haust farið fram skreiðarverkun og verður svo að líkindum áfram. Þá hafði einnig borist tilboð í jörðina Ytra-Holt, en það var ekki samþykkt. Á jörðinni er mjög stór refaskáli og sagði Árni að enginn vildi kaupa hann. Þetta væri sérhæft hús og á því væri mikið áhvílandi. Árni sagði því nær útilokað að selja þessa eign og yrði hún væntanlega boðin upp. Árni sagði að ekki yrði haldinn annar skiptafundur í búinu, nema sérstakt tilefni þætti til. Hann sagði að ef ekki bærist viðunandi tilboð í dýrin yrði þeim slátrað samkvæmt samkomulagi sem gert hefði verið og það ætti að vera búið um ára- mót. Hann sagði að um ár tæki að fá inn andvirði skinnanna. Ef þessi leið verður farin verða þær eignir sem eftir eru í búinu boðnar upp fyrrihluta desembermánaðar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðalsteinn Sigfússon við 25 ára gamla stafafúru, sem höggvin var í reit Skógræktarfélags Eyfirð- inga á Miðhálsstöðum í Oxnadal. Skógræktarfélag Eyfírðinga: Búið að höggva jólatrén BÚIÐ ER að fella þau jólatré sem fyrirhugað er að selja á vegum Skógræktarfélags Ey- firðinga fyrir þessi jól. í desember á síðasta ári voru seld um 1650 jólatré og sagði Aðalsteinn Sigfússon hjá Skóg- ræktarfélaginu að líklega seldust álíka mörg tré fyrir þessi jól. „Rauðgrenið er langvinsælast, en norðmannsþinurinn hefur sótt á síðustu árin og það sama má segja um furuna,“ sagði Aðal- steinn. Skógræktarfélag Eyfirð- inga kaupir stóran hluta þeirra jólatijáa sem þeir selja. Talsvert er keypt frá Skógræktarfélagi Suður-Þingeyinga og einnig frá Vöglum. Þá höggva þeir Skóg- ræktarmenn tré á Miðhálsstöðum í Öxnadal og að litlu leyti í Kjarna- skógi. Aðalsteinn sagði að yfirleitt hæfist sala jólatrjáa um 10. des- ember, en greinar eru settar í sölu á föstudegi fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Um verðið vildi hann lítið tjá sig, sagði þó að trén yrðu 25% dýrari en í fyrra. Einingaverksmiðja Sæplasts flutt suður í Biskupstungur Betur settir saman en í samkeppni, segir Sigurður Guðmundsson íram- kvæmdastjóri nýs fyrirtækis um rekstur einingaverksmiðju Einingaverksmiðja Sæplasts hf. verður lögð niður á Akur- eyri og flutt suður að Reykholti í Biskupstungum fljótlega á næsta ári, en þar hafa heima- menn ásamt Sæplasti hf. stofnað hlutafélagið Yleining hf. sem framleiða mun vegg- og þakein- ingar. Yleining hf. yfirtekur rekstur einingaverksmiðju Sæ- plasts hf. um næstu áramót. Jón Gunnarsson framleiðslu- stjóri hjá Sæplasti á Dalvík sagði að með því að sameina verksmiðj- una á Akureyri hinni nýju verk- smiðju í Biskupsturigum yrði reksturinn fjölþættari og gæfi meiri möguleika. „Við höfðum fyrst og fremst hagkvæmnina í huga, frekar en það að illa hefði gengið,“ sagði Jón. Hlutafélag um framleiðslu gæludýrafóðurs: Markaður fyrir hendi - segir Lárus Hinriksson en árlega eru flutt inn um 400 tonn af gæludýrafóðri DETTIFOSS hf. er nýtt hlutafélag sem stofnað hefur verið á Akur- eyri til að framleiða og selja gæludýrafóður. Hlutafé félagsins er 2,2 milljónir króna og eru hluthafar níu. Stærstu hluthafarnir eru Ytra hf., sem er í eigu Lárusar Hinrikssonar og Ijölskyldu, en hann hefúr á undanfornum árum þróað gæludýrafóðurið, Iðnþróunarfélag Eyjaljarðar, Ómar Pétursson og Ari Svavarsson. Fyrirtækið hefur leigt 70 fermetra húsnæði við Furuvelli undir starfsemina. Lárus Hinriksson sagðist hafða katta- og hundamín á síðustu árum unnið í hjáverkum að þróun gæludýrafóðurs. „Ég var ioðdýrabóndi í Öxarfirði, en þegar halla tók undan fæti á þeim vett- vangi þótti mér rétt að hafa eitt- hvað í bakhöndinni," sagði Lárus, en hann framleiddi sjálfur allt þurr- fóður yfir vetrarmánuðina á meðan hann stundaði loðdýrabúskap. Árangurinn sagði hann hafa verið góðan og það hefði hvatt hann til að halda áfram. Þegar eru tilbúnar til framleiðslu nokkrar tegundir af gæludýrafóðri, hamstra- og nagdýrafóður, hundanammi, þurrk- uð. loðna fyrir hunda og ketti, úti- ■ fuglafóður og hundanagbein. Jafn- framt verður unnið að þróun nýrra vörutegunda' og hefur atvinnumála- nefnd Akureyrar samþykkt að veita félaginu 200 þúsund króna styrk til vöruþróunar. Sendar hafa verið prufur til Bandaríkjanna, sem líkað hafa vel og nýlega voru sendar pruf- ur til Danmerkur, Þýskalands og Bretlands og er beðið eftir við- brögðum. „Það er ljóst að markaðurinn er Morgunblaðið/Rúnar Þór Lárus Hinriksson formaður Dettifoss hf. og Baldur sonur hans með sýnishorn af framleiðslu hins nýstofnaða hlutafélags. Tilgangur fé- lagsins er framleiðsla og sala á gæludýrafóðri og nú þegar eru nokkr- ir vöruflokkar tilbúnir á markaðinn, en verið er að vinna að hönnun umbúða. fyrir hendi,“ sagði Lárus, en sala á gælúdýrafóðri hefur aukist undán- farin ár og eru flutt in af því úm 400 tonn á ári. „Við vinnum úr ódýru og góðu íslensku hráefni og við erum bjartsýnir á að þetta eigi að geta gengið. Auðviðað er þetta áhættusamur rekstur, en við mun- um fylgjast vel með og skoða stöð- una reglulega og eftir nokkra mán- uði ætti að vera komið í ljós hvern- ig þessu reiðir af.“ Stjórn félagsins skipa Lárus Hin- riksson formaður, Ómar Pétursson ritari og Sigurður P. Sigmundsson meðstjórnandi. Framleiðsla eininga hófst í verksmiðju Sæplasts á Akureyri snemma síðasta vor, en vélar og tæki voru flutt norður frá Hafnar- firði seint á síðasta ári. Frekari flutningar véla og tækja eru á döfinni, því fljótlega eftir að reist hefur verið hús undir starfsemina í Tungunum verður verksmiðjan tekin upp og flutt suður. Hjá verk- smiðjunni á Akureyri starfa að jafnaði fimm manns. Sigurður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Yleininga hf. í Bisk- upstungum sagði að viðræður hefðu farið fram við Sæplasts- menn á meðan stofnun verksmiðj- unnar var undirbúin og mönnum hefði þótt rétt að sameina krafta sína strax. „Við fundum fljótlega út að við værum betur settir sam- an en í samkeppni hvorir við ann- an. Þetta hefur í för með sér ha- græðingu m.a varðandi rekstur skrifstofu og sölustarfsemi. Niður- staðan var því óhjákvæmilega sú að farsælast væri að fyrirtækin sameinuðust strax,“ sagði Sigurð- ur. Reist verður 1300 fermetra hús undir starfsemina í Reykholti í Biskupstungum og eru fram- kvæmdir þegar hafnar. Einingar í húsið verða framleiddar í verk- smiðju Sæplasts á Akureyri eftir næstu áramót, en að því verki lo- knu verður hafist handa við að taka niður tæki og þau flutt í hið nýja húsnæði syðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.