Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUBAGUR 16. NÓVEMBER 1989 Bókasafti ísa- flarðar 100 ára Isafirði. BÓKASAFNIÐ á Ísaíírði hélt upp á 100 ára aftnæli sitt 6. nóvem- ber. Fyrstu prentaðar heimildir um nauðsyn bókasaftis er að finna í Þjóðviljanum á ísafirði 28. júlí 1888 en þar er bent á að vegna stærðar ísafjarðarkaupstaðar, sem þá var næststærsti bær lands- ins, væri eðlilegt að lagit yrði niður ríkisstyrkt amtsbókasafii í Stykk- ishólmi en í stað þess yrði amtsbókasafti Vestfirðingafjórðungs á Isafirði. Það var svo Iðnaðarmannafélag Isfirðinga sem hóf raunverulegan undirbúning að stofnun safnsins snemma árs 1889. Reglugerð fyrir bókasafnið var sett 16. október sama ár og undirrituð af Sigfúsi H. Bjarnasyni konsúl, Sophusi J. Nielsen verslunarstjóra, Grími Jónssyni yfirkennara, Skúla Thor- oddsen bæjarfógeta og séra Þor- valdi Jónssyni. Grímur Jónsson var fyrsti bókavörður safnsins en nú situr tíundi bókasafnsstjórinn, Jó- hann Hinriksson bókasafnsfræð- ingur, í bókavarðarsætinu. Ifyrsta heila árið voru lánuð út 2.474 rit en nú síðustu árin eru lánaðir út um 35 þúsund titlar á ári og hefur aukningin verið mest Uppdráttur Guðjóns Samúelsson- ar af sjúkrahúsinu á Isafirði. Húsið var byggt af miklum stór- hug á árunum 1924 og 1925. Nú ætla menn sér tvöfaldan þann tíma til að innrétta það sem bóka- og listasafti fyrir ísfirðinga. síðan núverandi bókasafnsstjóri tók við 1973. Morgunblaðið/Úlfar Ágústssön Jóhann Hinriksson bókasafhsstjóri til vinstri ásamt Magna Ö. Guð- mundssyni, formanni sfjórnar Bæjar- og héraðsbókasafhsins á Isafirði. Þrátt fyrir mjög þröngan kost í bráðabirgðahúsnæði sem bókasafhið fékk til umráða 1946 hefúr tekist að efla mjög notkun safhsins en auk bókasafhs er þarna til húsa Héraðsskjalasafn ísafjarð- arkaupstaðar og ísafjarðarsýslu. Jóhann Hinriksson sagði að með tilkomu aðstöðunnar í nýja bókasafiishúsinu yrði nú hægt að hefjast handa við að kalla inn skjalasöfti úr sýslunni sem ekki hefði verið hægd; að sinna vegna aðstöðuleysis. Nú hefur verið ákveðið að bóka- safnið, sem í dag heith- Bæjar- og héraðsbókasafnið á ísafirði, fái gamla sjúkrahúsið til afnota ásamt Listasafni ísafjarðar. Nú þegar er hafinn undirbúningur að flutningi 35.000 bóka sem eru geymdar í kössum og ýmsum geymslum safnsins í kjallara sjúkrahússins, en vegna fjárskorts er talið að ekki verði hægt að flytja safnið í þessi nýju húsakynni fyrr en eftir 3-4 ár. Kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið gerir ráð fyrir að kostn- aður við breytingar á gamla sjúkrahúsinu verði milli 30 og 40 milljónir króna. - Úlfar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Starfsfólk Útvegsbankans í Eyjum í afgreiðslusal bankans á afmælis- daginn. Utvegsbankinn í Vest mannaeyjum 7 0 ára Vestmannaeyjum. ÚTIBÚ Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum átti 70 ára af- mæli fyrir skömmu. Þá voru liðin 70 ár frá því útibú íslandsbanka, sem síðar varð Útvegsbanki ís- lands, var opnað í Eyjum. Aðdragandinn að stofnun útibús- ins var nokkuð langur. Eftir að vélbátaútgerð hófst að einhveiju marki í Eyjum á árunum 1906-1907 varð bylting í atvinnusögu Eyjanna sökum stóraukinnar afkastagetu. Þessar breyttu aðstæður kröfðust aukins fjármagns og Sparisjóður Vestmannaeyja, sem stofnaður var 1893, var of smár til að geta annað hinni miklu eftirspurn fjármagns. Það varð því úr að forystumenn Sparisjóðsins beittu sér fyrir að í Eyjum yrði opnað útibú bankans. Erfiðlega gekk að koma útibúi þessu á laggirnar og það var ekki fyrr en 1. júlí 1919 að bankaráð íslandsbanka ákvað að opna útibúið og réð Harald Viggó Björnsson sem útibússtjóra í Vestmannaeyjum. 30. október sama ár var síðan útibúið opnað. Útibúið var fyrst til húsa í Steinholti við Kirkjuveg og bjó þar við þröngan húsakost. Þá starfaði einn starfsmaður auk útibússtjóra við útibúið. Bankinn var síðan til húsa á nokkrum stöðum fram til ársins 1956 er hann flutti í hús- næði sem hann hafði byggt við Kirkjuveg og þar er hann enn til húsa. Tilgangur þeirra sem börðust harðast fyrir stofnun útibús bank- ans í Eyjum var fyrst og fremst að fá aukið fjármagn til vaxandi atvinnustarfsemi í bænum. Útibú bankans hefur tekið virkan þátt í þeirri atvinnuuppbyggingu sem fram hefur farið í Eyjum og er uppbygging Eyjaflotans á undan- förnum árum glöggt dæmi um þetta. Um síðustu mánaðamót voru heildarinnlán í útibúinu um 1.375 milljónir króna. Á sama tíma voru heildarútlán, án afurðalána, rúmar 3.300 milljónir kr. og afurðalán námu um 640 milljónum kr. í tilefni afmælis útibúsins bauð bankinn til kaffisamsætis. Þar afenti Aðalsteinn Siguijónsson, úti- bússtjóri, Ómari Garðarsyni, for- manni ÍBV, 700 þúsund króna gjöf frá bankanum í byggingarsjóð nýs íþróttahúss. Grímur BARNASKÓR Jólaskórnir komnir Stærðir. 28-37. Svart lakk, hvítt leður. Ennfremur: Kvenskór- karlmannaskór - stígvél. Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, sími 41754. Anægja með endur- gerð Hóladómkirkju HERAðSFUNDUR SkagaQarð- arprófastsdæmis var haldinn 15. október að Hólum í Hjaltadal. Hófst fundurinn með guðsþjón- ustu í Hóladómkirkju, þar sem séra Sigurpáll Óskarsson predik- aði, en fyrir altari þjónuðu, sr. Sigurður Guðmundsson vigslu- biskup og sr. Gísli Gunnarsson. I messulok fluttu ávörp sr. Sig- urður Guðmundsson, um endurgerð Hóladómkirkju og sr. Kjartan Jóns- son kristniboði, sem greindi frá starfi íslensku kirkjunnar að kristniboði í Afríku. Héraðsfundur er einskonar aðal- fundur kirkjunnar í héruðum lands- ins, og miðast þörf fundarins við það. í yfirlitsskýrslu sr. Hjálmars Jónssonar prófasts, kom fram að . líkast til mun verða fallið frá áform- um um að leggja Mælifellspre- stakall niður, en í drögum að frum- varpi til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkjunnar var það ráðgert. Kom fram í máli sr. Hjálmars að prófastafundur og prestastefna hefðu gert samþykkt gegn því að leggja niður fámenn prestaköll, en prestum í slíkum embættum yrðu falin viðbótarverkefni innan próf- astsdæmanna. Kirkjur í Skagafirði eru í góðu lagi, pg hafa í bæ og sveit skapast hefðir hvað varðar messufjölda, kirkjusókn og safnaðarstarf. Miklar sveifiur gerast ekki á milli ára. Á síðasta ári urðu messur i próf- astsdæminu 307 talsins þar af 90 barnamessur og 45 aðrar guðs- þjónustur, 19 hjónavígslur, 93 börn skírð og 94 fermd. Þá urðu greftr- anir 42. Á Löngumýri hafa miklar endur- bætur verið gerðar á húsakosti starfsmiðstöðvar kirkjunnar. Á sumrin er þar tekið á móti öldruðum til dvalar og vetrarstarfsemin eykst í sífellu. Öll fermingarbörn úr þrem sýslum, Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjaijarðarprófastsdæmum koma þangað á námskeið, meðan á fermingarundirbúningi stendur. Ýmiskonar námskeið og fundir um kirkjuleg mál fara þar fram. Á fundinum var kosið í nefndir og hlutu endurkosningu í Héraðs- nefnd þeir sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ og Guðmann Tobíasson Varmahlíð. Fulltrúi í fulltrúaráð Hjálparstofnunar kirkjunnar var kjörinn sr. Sigurpál! Óskarsson Hofsósi, en sr. Olafur Þ. Hallgríms- son hefur setið í ráðinu undanfarin 6 ár, sem er hámarkstími hvers fulltrúa. Fulltrúi í stjórn Dvalar- heimilis aldraðra var endurkjörin Signý Bjarnadóttir Sauðárkróki. Á Hólum er nú lokið viðamiklum end- urbótum á kirkjunni og fegrun umhverfis hennar. Var á héraðs- fundinum samþykkt einróma eftir- farandi ályktun: „Héraðsfundur Skagaíjarðar- prófastsdæmis haldinn á Hólum 15. október 1989, lýsir ánægju sinni með endurgerð Hóladómkirkju og fagnar bættri aðstöðu kirkjunnar á staðnum. Hvetur fundurinn til frek- ari uppbyggingar svo að staðurinn megi sem best gegna hlutverki sínu í kirkjulegu tilliti. Telur fundurinn að góð tengsl kirkju og skóla á Hólastað séu báðum aðilum gagn- leg og bendir á nauðsyn þess að komið verði upp húsnæði þessara aðila fyrir minja- og bókasöfn auk skrifstofuhúsnæðis. Þá telur fundurinn sjálfsagt að gætt verði samræmis í kirkjulegri upphvggingu á Hólum og aðlöngu- mýri.“ -BB — sölubásar á jólamarkaðnum í JL-húsinu. Sími 11981. m M m mM m w NYTT GEIÐSLU- KORTA TÍMABIL HEFST í DAG w Sf ■ " Æ Vi hangitrampartar 475,- Hreindýrakjöt Fri úrbeining Kalkunar 1.070,- i I KEA hangikjötið frí úrbeining Svínabögar 495,- KJÖTER OKKAR SÉRGREIN I Úrvals nautakjöt, aðeins UNI Suðusúkkulaði ...2x100 gr.............145,- Ananas 3x227 gr..........99,- 1/1 jarðarber, Krakus ...119,- 1 Itr ávaxtasafi...69,- KjotetöðlR Glæsibæ 0685168

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.