Morgunblaðið - 16.11.1989, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
29
Argentínski rithöfundurinn Silo í heimsókn á íslandi:
Krafist verður pere-
strojku í Vestur-Evrópu
ARGENTÍNSKI rithöfundurinn
Silo, öðru nafiii Mario Luis
Rodrig-uez Cabos, er staddur
hér á landi til að kynna bók
sína, „Að gera jörðina
mennska," sem bókaútgáfan
Hildur gaf út nýlega. Silo sagði
í samtali við Morgunblaðið að
þróunin í Austur-Evrópu væri
algjörlega andstæð við það sem
stefiit væri að í Vestur-Evrópu.
Austur-Evrópubúar væru að
reyna að losa sig við miðstýr-
ingu frá valdatíma Stalíns
samtímis því sem stefiit væri
að yfirríki og aukinni miðstýr-
ingu í Vestur-Evrópu. Hann
kvað sameiningaráform Evr-
ópubandalagsins geta reynst
stórhættuleg og spáði því að
upp kæmu hreyfingar í Vestur-
Evrópu er berðust fyrir umbót-
um í líkingu við perestrojku
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét-
forseta.
„Það yrði algert stórslys ef
Evrópubandalagið verður yfirríki
og gegri því verða Evrópubúar að
berjast. Okkur ber hins vegar að
stefna að meiri valddreifingu. Ég
tel afar líklegt að á ýmsum stöð-
Morgunblaðið/Júlíus
Argentínski rithöfundurinn
Silo.
um í Vestur-Evrópu rísi upp svip-
að fyrirbæri og perestrojka í Sov-
étríkjunum. Þegar það gerist
kemur það örugglega Vestur-
landabúum jafn mikið á óvart og
hin öra þróun í Austur-Evrópu að
undanförnu. Þar er verið að end-
urskipuleggja valdakerfið og
Vesturlandabúar halda í sjálfum-
gleði sinni að umbæturnar hljóti
að vera að vestrænni fyrirmynd.
Það er alrangt,“ sagði Siko.
Rithöfundurinn sagði að sér-
hver þjóð, sem gengi í yfirríkja-
stofnun, ætti á hættu að verða
fyrir miklum skakkaföllum því
ákvarðanir valdhafana bygðust á
duttlungum einstakra hagsmuna-
hópa. Hann kvað sameiningará-
form Evrópubandalagsins einkum
sniðin að þörfum alþjóðafyrir-
tækja, sem vildu losa sig við ýms-
ar viðskiptahömlur. Hann sagði
að þótt sameining Evrópu væri
nauðsynleg bæri að beijast gegn
ofurvaldi alþjóðafyrirtækjanna.
Við sameininguna þyrfti m.a. að
aðskilja efnahagslegt vald og
pólitíska yfirstjórn.
Silo fæddist í Argentínu 6. jan-
úar 1938 og hafa bækur hans
verið gefnar út í ýmsum löndum.
Bókin „Að gera jörðina mennska“
fjallar um vandamál mannsins,
menntunina, söguna, ofbeldið,
lögin, ríkið og trúarbrögðin.
Pólitík í nýjum umbúðum
________Bækur___________
Björn Bjamason
UMBÚÐAÞJÓÐFÉLAGIÐ eftir
Hörð Bergmann. Útgefandi:
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagið. Reykjavík,
1989. 168 blaðsíður.
Hörður Bergmann lýkur bók sinni
um umbúðaþjóðfélagið með þessum
orðum: „Allt sem við leggjum til,
utan flokka sem innan, á fundum
og yfir kaffibolla, þarf að miða að
því að grafa undan rótum þjóðmála-
stefnu sem einkennist af skamm-
sýni, sérhyggju, sóun, ójöfnuði og
firringu. Verk okkar eiga að vitna
um heildarsýn og vilja til að búa í
þjóðfélagi sem tekur mið af framtíð-
inni og ástundar hóflega nýtingu
auðlinda. Þjóðfélagi þar sem keppt
er að jöfnuði og auknu lýðræði. Á
mælikvarða þess þjóðfélags skulum
við meta verk okkar og viðleitni —
og þau öfl sem eru að verki í sam-
félagi okkar þjóðanna.“ Af þessum
orðum má auðveldlega ráða, að
fyrir Herði hefur vakað að skrifa
bók í þeim tilgangi að leggja grund-
völl að þjóðmálastefnu, enda ber
bók hans undirtitilinn: Uppgjör og
afhjúpun. Nýr framfaraskilningur.
Úmbúðaþjóðfélagið er þjóðfélag
eins og okkar, þar sem við höfum
hlaðið alltof miklu í kringum okkur
að mati Harðar og veijum bæði
tíma, orku og ijármunum í fánýta
sókn eftir vindi. Eftir að ég hafði
tekið til við' að kynna mér efni bók-
arinnar, var ég á göngu eftir Eiríks-
götu hér í borg og sá móður koma
út af Fæðingarheimilinu með barn
vandlega vafið inn í hvíta sæng.
Var henni fylgt að bíl sem ók henni
og baminu á brott. Þá flaug mér í
hug, hvort Herði Bergmann kynni
að þykja sú umhyggja sem þarna
var sýnd til marks um villur okkar
í umbúðaþjóðfélaginu. Hvar á setja
mörkin, þegar þau þægindi eru
metin, sem við getum leyft okkur?
Hvar og hvenær á að heija niður-
skurðinn? Verður hann ekki að heij-
ast strax við komuna í heiminn?
Mér finnst að þessi bók sé að
verulegu leyti umbúðir utan um þá
einföldu skoðun, að ekki sé alit
unnið með stærðinni. Margt sem
höfundur nefnir stangast harkalega
á við viðteknar skoðanir. Hann er
til dæmis afdráttarlaus í gagnrýni
sinni á heilbrigðiskerfið, en eins og
kunnugt er væri unnt að veija öllum
tekjum íslenska ríkisins til þess eins
að koma til móts við óskir lækna
og annarra sem bera hag þess kerf-
is fyrir bijósti. Útfærsla höfundar
á gagnrýni er ekki alltaf nægilega
rökstudd eða markviss. Honum er
auk þess of gjarnt að halda skoðun-
um. sínum að lesendum. Hefði farið
betur á því að hann léti staðreyndir
og sterk dæmi nægja málstað sínum
til stuðnings. Lesandanum hefði
oftar mátt treysta til að móta sér
sjálfur skoðun á viðfangsefninu.
Bókin tvinnar saman mörg við-
fangsefni. Hún hefur að geyma
pólitískan boðskap. Hún er greining
á þjóðfélagi líðandi stundar. í henni
felst framtíðarspá. Hún er rit um
óhæfilega meðferð á takmörkuðum
auðlindum. Að tengja þetta allt
saman í eina heild á ekki fleiri blað-
síðum og ætla jafnframt að gefa
lesandanum veganesti í pólitíska
baráttu er virðingarvert framtak
en of víðtækt. í ýmsu tilliti er ég
sammála höfundi en hann tekur
efnið ekki nægilega föstum tökum
að mínu mati. Hann er að reyna
að fóta sig á einhveijum meðalvegi
milli marxisma og markaðshyggju,
Bókaútgáfan Reykholt:
Bækur um Reg-
ínu ft*éttarit-
ara og Krist-
ján Thorlacius
MEÐAL jólabóka bókaútgáfúnn-
ar Reykholts eru bækur um
Kristján Thorlacius fyrrum form-
ann BSRB og Regínu Thorarens-
en fréttaritara.
Það er sr. Baldur Kristjánsson
sóknarprestur á Höfn í Homafirði
sem ræðir við Kristján Thorlacius
og skrifar um hann í bókinni Þegar
upp er staðið. Regína - Fréttaritari
af Guðs náð, er viðtal við Regínu
og úrval fréttagreina hennar. Hún
var fyrst fréttaritari Morgunblaðs-
ins á Ströndum, síðan Dagblaðsins
á Eskifirði og loks DV á Selfossi.
Jón Kr. Gunnarsson skrásetti.
Á vængjum vitundar nefnist bók
með viðtölum, greinum og frásögn-
um um framhaldslíf og fleiri jarð-
vistir. Guðmundur Sæmundsson tók
saman og hann þýddi einnig ljóða-
bókina Blá fíðrildi, eftir Leonard
Cohen. Bókin er gefin út með styrk
frá Þýðingarsjóði menntamálaráðu-
neytisins.
Þá kemur út unglingabókin Lífið
er lukkuspil, eftir Erling Pedersen
í þýðingu Sigurðar Helgasonar og
Bette Davis, Líf og listir leikkonu,
eftir Charles Higham, er nú gefin
út í annað sinn, en leikkonan -lést
fyrir skömmu.
Hörður Bergmann
sem ég held að sé ekki unnt að
setja fram sem fullmótaða leið á
sannfærandi hátt. Þjóðfélagsgrein-
ing höfundar byggist á þeim skoð-
unum sem hann ætlar að halda að
lesandanum og fá hann til að sam-
þykkja. Við vitum það hins vegar
öll, að við viljum ekki vera án um-
búðanna, þótt sjálfsagt sé að
hneykslast á þeim eins og öllu öðru.
Um umbúðirnar má segja hið sama
og vopnin: Þær verða ekki ekki til
af sjálfu sér og til þeirra er ekki
gripið nema mennirnir vilji það.
ProMinent
Skömmtunardælur
Eigum fyrirliggjandi skömmtunar-
dælur og fylgihluti fyrir allar tegundir
af vökvum t.d. klór, hreinsiefni, áburð-
arlausnir o.s.frv.
Utvegum einnig sjálfvirk stýritæki
fyrir klór, sýrustig og leiðni.
Helstu notkunarstaðir: fiskvinnsla,
matvælaiðnaður, sundlaugar og heitir
pottar, gróðurhús, efnaiðnaður og
annars staðar þar sem nákvæmrar
skömmtunar er krafist.
Það borgar sig að velja það besta.
Einkaumboð á íslandi:
Þekking Reynsla Þjónusta
- FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670
ACO
Húðhirða
Tilfinning
og skynsemi
Nú er verið að kynna nýja húð-
hirðulínu í apótekunum - ACO
Húðhirðu. Tvennt er mikil-
vægt við val á húðhirðuvörum:
Þær þurfa að vera þægilegar í
notkun og þær mega ekki valda
húðertingum eða ofnæmi. Þeg-
ar þú kaupir ACO húðhirðu-
vörurnar færðu góðar vörur
sem eru gerðar úr bestu fáan-
legum hráefnum.
ACO Roll On, áhrifaríkur en samt
mildur svitalyktareyðir.
Minnkar svitaútstreymi og
vinnur gegn óþœgilegri svita-
lykt. Inniheldur ekkert húðert-
andi spritt.
50 ml
ACO MUd Tvál er sérstaklega
mild sápa.
Bæðifyrir almennan líkams-
þvott og hreinsun viðkvæmrar
húðar.
250 ml
TILBOÐ: ÞEGAR ÞÚ KAUP-
IR ACO HÚÐHIRÐUVÖRU
AÐ EIGIN VALI, FÆRÐU
ACOMILD TVÁL125MLÍ
KAUPBÆTI. TILBOÐIÐ
STENDUR Á MEÐAN
BIRGÐIR ENDAST.
ACO
Húðhirða
Aðeins í apótekinu!
FYRIRTAK hf. sími 91-3 20 70