Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989 ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VIR OG FYLGI- HLUTIR HafHfbó1c isað^iensku FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU — HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ESAeT Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ARMA V PLAST ARMULA 16 OG 29, S. 38640 Skemmtileg pólitík __________Bækur_______________ Magnús Óskarsson Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár. Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman. Útgefandi Sjálfstæðisflokkurinn 1989. Daginn sem ein versta vinstri stjórn sem hér hefur setið tók við völdum árið 1956, var þeirri_ sögu dreift um Reykjavík, að Ólafur Thors hefði gengið grátandi út úr stjórnarráðinu. Um kvöldið héldu sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fund í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Var það troðfullt, en fremur voru menn framlágir í fundarbyijun, aðrir en Ólafur Thors. Hann lék á als olidi og hélt eina sína skemmti- legustu og fyndnustu ræðu. M.a. sagðist hann hafa raulað fyrir munni sér, þegar hann hlýddi á ráðherralista Hermanns Jónassonar í útvarpinu (og svo söng hann í hljóðnemann) „Oft er hermanns hvíld í dimmum skóg.“ í lok ræðu sinnar, er menn höfðu tekið aftur gleði sína, brýndi hann fyrir þeim alvöru ástandsins, sem hann hefði rætt um í léttum tón, en það kvað hann oft misskilið: „Því hér á landi verða menn helzt að vera hágrát- andi eða fjúkandi vondir, ef þeir eiga að verða teknir alvarlega." Vel fer á því, að saga Sjálfstæðis- flokksins í 60 ár skuli vera með léttu yfirbragði og skemmtilegu, um leið og þar er að finna þá al- vöru .og þann fróðleik flestan, sem ætlast má til. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor, hefur tekið sögu þessa saman. Er skemmst frá því að segja, að það hefur hann gert á aðgengilegri og skemmti- iegri hátt, en ég hef áður séð um sambærileg rit. Leiðinlegir stjórn- málamenn eru að gera út af við þjóðina, og liggur beint við að ganga út frá því að saga íslenzks stjórnmálaflokks hljóti að vera leið- inleg (sbr. sögu Framsóknarflokks- ins). En bókin Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár er það ekki. Ég hygg að aðferð Hannesar við að byggja upp bók sína ráði mestu um það, að hún muni ná þeim til- gangi flestra bóka að vera lesin. Aðferðin er í stuttu máli sú, að hvert almanaksár í sögu Sjálfstæð- isflokksins fær eina opnu í bókinni. Skiptist efnið í myndir og texta, líklega nokkuð jafnt þegar á heild- ina er litið. Myndirnar eru margar, 3-8 í hverri opnu, en skiija samt eftir töluvert rúm fyrir texta því brotið er stórt. Af tilviljun opna ég bókina á árinu 1968. Þar erú fimm myndir. Sú fyrsta er af viðreisnarstjórninni undir forsæti Bjarna Benediktsson- ar. Fyrir neðan er mynd tekin á Þorláksmessu 1968. Þar sést Bjarni í aftursæti bifreiðar og í kring múgur manns í stympingum við lögreglu. Fremst má greina Birnu Þórðardóttur og Ragnar Stefánsson sem virðist reyna að velta bifreið- inni. Þá er hálfsíðumynd frá þingi SUS, önnur minni af Heimdallar- fundi og svo mynd af Pétri sjó- manni Sigurðssyni og Geir Hall- grímssyni í sjóklæðum á skaki í bátnum Geir og sést bátsnafnið millum þeirra. í texta er sagt frá forsetakosningunum þetta ár og því m.a. að Bjarni Benediktsson hafi sent Matthías Johannessen til Hall- dórs Laxness með þau skilaboð að hann gæti fengið stuðning sinn til forsetaframboðs, en Halldór hafi afþakkað. Um kosningabaráttuna milli Gunnars Thoroddsens og Kristjáns Eldjárns segir m.a., að haldinn hafi verið fúndur fulltrúar- áðs sjálfstæðismanna í Reykjavík, en ekki auglýstur, og fulltrúaráðs- menn hvattir til að leggja Gunnari lið. Öðrum helztu atburðum ársins, svo sem kreppuerfiðleikum og við- brögðum viðreisnarstjórnarinnar, er og lýst í texta. Þá er greint frá því helzta í starfi Sjálfstæðisflokksins, þ. á m. aukaþingi SUS og sölu Sjálfstæðishússins við Austurvöll. Lokatónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Tónlistardögum Dómkirkjunn- ar lauk með blönduðum tónleikum sl.' sunnudag og var það helst, að frumflutt voru tvö kórverk eftir Jónas Tómasson og eitt eldra- að auki. Tvö fyrstu verk tónleikanna voru mótetta við texta úr Opin- berunarbók Jóhannesar og tón- setning á Faðir vor eins og Oddur Gottskálksson þýddi þar fyrstur manna. Bæði þessi verk Jónasar Tómassonar eru áferðarfalleg og mótetten tilþrifamest, enda er þar íjallað um mikilvægan boðskap, gegn þeim „sem jörðina eyða“. Arni Arinbjarnarson orgelleikari flutti Prelúdíu, fúgu og Sjakonnu eftir Buxtehude og síðar á tónleik- unum Tokkötu og fúgu í d-moll, sem er sagnfræðingum nokkur ráðgáta, hvort verkið sé eftir J.S. Bach, þar sem bæði gerð þess, tónræn úrvinnsla hugmynda er mjög á annan veg en meistarinn er þekktur fyrir, og einnig, að handrit verksins er ekki með hendi Bachs eða þeirra, sem höfðu þann starfa á hendi að afrita verk hans. Hvað sem þessu líður var leikur Arna vel yfirvegaður og mótun verkanna skýr. Margrét Bóasdóttir söng þijú lög eftir Hugo Wolf, en lögin eru úr spönsku ljóðabókinni og er píanóleikurinn umritaður fyrir orgel af Max Reger. Margrét söng einnig Lofsöng Maríu eftir Jónas Tómasson en auk Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista, lék Joseph Ognibene með á horn. Ognibene lék einnig einleik í só- nötu í g-moll, eftir Corelli, en þar hefði orgelið mátt vera töluvert sterkara, því daufur undirleikur orgelsins eins og skildi hornið eft- ir „eitt á víðavangi". Tónleikunum lauk svo með því að mótettan „Úr Opinberunarbók Jóhannesar" var endursungin. Eftir því sem dæmt verður um, við að heyra verk Jónasar endur- flutt, er líklegt að vinna megi meira með andstæður þess, bæði í styrk og hraða, þó flutningur Dómkórsins, undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar, hafi í heild verið góður. Með þessum tónleikum lauk tónlistardögum Dómkirkjunnar, sem hafa undanfarin ár verið haldnir í nóvembermánuði og samkvæmt venju, þá boðið upp á margt áhugavert, ný tónverk, góðan flutning eldri verka og gestaleik frábærra orgelleikara. Einn liður tónlistardaganna er morgunmessa og í þeirri messu hafa verið flutt frumsamin verk og nú að þesu sinni nýtt verk fyrir barnakór, sem heitir „Hann veitir kraft“ og er eftir Guðmund Hafsteinsson. Barnakór Kársnes- skóla, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, flutti verkið með aðstoð hljóðfæraleikara úr Sin- fóniuhljómsveit íslands. Þykir undirrituðum rétt að geta þessa hér án þess þó að hafa verið við- staddur flutning verksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.