Morgunblaðið - 16.11.1989, Page 31

Morgunblaðið - 16.11.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 31 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Margan annan-fróðleik er í þessari einu opnu að finna. í samræmi við árafjöldann eru sextíu svona opnur í bókinni. Fæ ég ekki betur séð en þar komi fram allt það helzta, sem gerzt hefur í Sjálfstæðisflokknum. Getið er allra landsfunda, kjörs formanna og varaformanna og allra miðstjórnar- manna. Lýst er árangri Sjálfstæðis- flokksins í alþingiskosningum og allra kjörinna þingmanna flokksins getið. Þá eru og rakin helztu úrslit sveitarstjórnarkosninga; bóka-, blaða- og tímaritaútgáfa á vegum flokksins tíunduð og þannig mætti lengi telja. Astæða er til að nefna ýmsan forvitnilegan fróðleik, sem höfund- ur dregur fram og gæti jafnvel komið þeim, er vel þykjast til þekkja, á óvart. Sem dæmi má nefna för Matthíasar Johannessens á fund Laxness um forsetaframboð, er áður getur. Einnig segir frá því, að Bjarni Benediktsson hafi fremur viljað Geir Hallgrímsson en Jóhann Hafstein sem varaformann, þegar Gunnar Thoroddsen varð sendi- herra árið 1965. Þá er þess getið, að Jóhann Hafstein hafi á árinu 1970, er hann varð forsætisráð- herra eftir fráfall Bjama Benedikts- sonar, boðið Geir Hallgrímssyni, þáverandi borgarstjóra, stöðu dómsmálaráðherra. Geir hafnaði boðinu og varð Auður Auðuns þá ráðherra fyrst kvenna. Frá fyrri árum má nefna frásögn af skrifum Bjarna Benediktssonar í Vísi árið 1932 undir dulnefni og leynilegar tilraunir til að mynda þjóðstjórn undir forsæti hans skömmu fyrir lýðveldisstofnunina 1944. Þessir fróðleiksmolar eru miklu fleiri og stundum vakna spurningar um heimildir höfundar, en þeirra er ekki getið nema almennt í eftir- mála. Dæmi um fróðleik af þessu tagi, sem mér kemur á óvart, er lýsing á aðdraganda viðreisnar- stjórnarinnar 1959. Þar segir, að Ólafur Thors hafi um tíma haft áhuga á stjórnarsamstarfi við sósí- alista, en megn andstaða við það hafi verið í röðum ungra sjálfstæð- ismanna. Þetta kemur ekki heim og saman við alltrausta vitneskju um samkomulag Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í desember 1958 (og trúlega undirbúið fyrr) um breytta kjördæmaskipan og sam- starf _að loknum tvennum kosning- um. Ég tel tæplega hafa reynt á mikla andstöðu gegn samstarfi við Sósíalistaflokkinn í röðum ungra sjálfstæðismanna árið 1959, a.m.k. man ég ekkert slíkt, en á þeim tíma var ég varaformaður SUS. Skylt er þess að geta, að bókar- höfundur kýs í eftirmála að nefna verk sitt „annál flokksstarfsins í sextíu ár“. Er það réttnefni og leið- ir af því, að ekki er sanngjarnt að ætlast til mikilla sögurannsókna eða útlistunar á því sem frá er greint. Mér segir hins vegar svo hugur, að bók þessi verði ómissandi uppsláttarrit þeim er vilja kynna sér og rannsaka nánar íslenzka stjórnmálasögu. Þótt annálsformið hljóti að þrengja mjög að höfundi, nær hann oft að krydda mál sitt innskotum svo sem ættfræði eða gamansemi. Dæmi (bls. 94-95): „Hverfafélög sjálfstæðismanna í Reykjavík voru flest stofnuð á árun- um upp úr 1970. (Hverfa félög sjálf- stæðismanna í Reykjavík? spuj'ði gárunginn Davíð Oddsson þá í Út- varpi Matthildi.) Nú eru þau 13 talsins.. Ein opna í bókinni er helguð hveijum hinna fimm formanna Sjálfstæðisflokksins er gegnt hafa því starfi á undan núverandi for- manni. Formið er hið sama og á flokkssögunni, myndir og texti. Þetta er vel gert og einhvern veginri hlýlega. Fer vel saman í myndum og texta persónulegur og pólitískur fróðleikur. I bókarlok eru nokkrir stuttir kaflar, sem höfundur nefnir við- auka. Einn viðaukinn er um ráðu- neyti og ráðherra íslands frá 1904. Er þar svo tæmandi upptalning á ráðherrum og verkaskiptingu þeirra, að jafnvel er þar kominn nýskipaður hagstofuráðherra, Júl- íus Sólnes. Þetta er fróðleikur sem oft þarf að rifja upp og gott að eiga hann svo heillegan og aðgengileg- an. I viðauka er og þingmannatal Sjálfstæðisflokksins frá upphafi (105 menn), atkvæðatölur flokksins og þingmannafjöldi frá 1931 og loks skipulagsreglur Sjálfstæðis- flokksins 1989. Engin tök eru á að kanna með- ferð höfundar á þeim aragrúa stað- reynda sem fram koma í bókinni, en svo langt sem minni mitt og þekking á starfi Sjálfstæðisflokks- ins sl. 40 ár hrekkur til, finn ég ekki vlllur sem máli skipta. Smá- vegis ónákvæmni hef ég rekizt á, svo sem nafnabrengl undir mynd- um, en ekki er ástæða til að rekja það hér. Frágangur bókarinnar er allur hinn prýðilegasti og ritvillur vand- fundnar. Hannes Hólmsteinn skrif- ar gott íslenzkt mál, einfalt en skýrt, og hlýtur að vera ávinningur að því að fá svo læsilegan skrifara á íslenzku til starfa við félags- vísindadeiki Háskólans. Margir Islendingar eru fróðir um sögu sína á þessari öld af þeirri ástæðu einni, að hún hefur verið sögð í Öldinni okkar á aðgengilegan hátt. Sagan um Sjálfstæðisflokkinn er sögð með öðrum hætti en svo vel, að ég spái því að hún verði til þess að auka almenna þekkingu á stjórnmálasögu okkar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Ástríðuþrungnar myndir Myndlist BragiÁsgeirsson Það eru ekki liðnir margir mán- uðir síðan glerlistakonan Sigríður Ásgeirsdóttir hélt heilmikla sýn- ingu í Norræna húsinu. Hún er nú aftur á ferðinni og í þetta sinn lætur hún glerið hvíla sig en sýnir í þess stað nokkrar stórar teikningar ásamt grafík- myndum. Teikningarnar gerði hún fyrir nokkrum árum en grafíkmyndirn- ar útfærði hún á verkstæði ytra í sumar. Teikningarnar eru mjög í ætt við Cobra-liststefnuna og ný- bylgjumálverkið, en grafíkmynd- irnar geta talist hrein nýbylgja, svo að óhætt er að fullyrða að Sigríður sé mjög upptekin af nú- listaviðhorfum í viðfangsefnum sínum. Hinar stóru og ábúðarmiklu teikningar eru útfærðar af mikl- Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Ásgeirsdóttir um krafti og skaphita og hafa yfir sér mjög ástríðuþrungið svip- mót. Er hér um að ræða kynjaver- ur í ofsafengnum faðmlögum, en hins vegar er slönguformið ríkjandi í grafíkmyndunum. Hvort tveggja viðfangsefni sem ungir hafa mikið fengist við víða um heim á þessum áratug. Myndimar bera og nöfn við hæfi svo sem: „Eg þrái þig, þú mátt eiga mig“, „Brosið“, „Stjörnubjört nótt“, „Kærleikur" o.s.frv., en þessar myndir vöktu sérstaka athygli mína fyrir óþvin- guð og hressileg vinnubrögð. Ekki líkjast þessar myndir því sem menn hafa áður séð til Sigríð- ar hvorki á sýningum né í verkefn- um sem hún hefur útfært, svo að þær koma töluvert á óvart, en eiga sér vafalítið eðlilega skýringu í skaphöfn listakonunnar. En óneitanlega eru þær ekki eins nýstárlegar og hin ýmsu glerverk hennar. Eitt er svo áberandi við þessa sýningu og það er hve ólík hún er í gerð sinni því sem áður hefur sést á þessum stað, þótt viðfangs- efnin komi manni kunnuglega fyrir sjónir og ber það vott um breiddina í íslenzkri myndlist um þessar mundir. Sýningin stendur einungis til fímmtudags 16. nóvember. Það getur ráðið úrslitum að eiga hlutdeild í sterkum sparisjóði Sparisjóður vélstjóra er í hópi traustustu innlánsstofnana landsins, með mikið eigið fé. Stöðug innlánsaukning, aðhald í rekstri, tengsl við 34 sparisjóði, dugmikið starfsfólk og góðir viðskiptavinir gera Sparisjóð vélstjóra sterkan. En Sparisjóður vélstjóra erekki aðeinstrausturog óreiðanlegur, heldur er óhersla lögð þar ó persónulega þjónustu. Sparisjóður vélstjóra veitir öllum óheyrn, öruggan sess, leiðsögn og greið svör. Það er enginn stofnanabragur á Sparisjóði vélstjóra. KS8S£!S**«* HiaslllÍlÍll iboxbnx Sér-tékkareikningur sameinar kosti veltureikninga og almennra sparisjóðsbóka, því vextir reiknast daglega af inn- stæðunni. Viðskiptavinurinn kemst af með færri reikninga og millifærslur. Launalán geta allir fastir viðskiptavinir Sparisjóðs vélstjóra fengið, leggi þeirreglulega inn laun, tryggingabætureða aðrar greiðslur. Lánstími er allt að 24 mánuðir. Launalánið fæst með eins dags fyrirvara. Yfirdráttarheimild að 100 þúsund krónum geta allir tékkareikningshafar sótt um, og allir góðir viðskiptavinir fá þá heimild og tryggja sig þannig gagnvart óvæntum útgjöldum. Hraðbankinn þjónar viðskiptavinum Sparisjóðs vélstjóra að nóttu sem degi. Næsti hraðbanki er örugglega innan seilingar. Lykillinn að þjónustunni er bankakortið. Eurocard-greiðslukortið veitir viðskiptavinum Spari- sjóðs vélstjóra aðgang að einu stærsta kortaneti heims. Eurocard eykur þægindi, opnar möguleika og bætir bók- haldið. Þú átt skilið að fá áheyrn og öruggan sess. a SPARISJÓDUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 SÍMI 28577 — SÍDUMÚLA 1 SÍMI 685244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.