Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989
33
Ogn Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 7. september 1892
Dáin 6. nóvember 1989
Já, nú er hún búin að kveðja hún
Ögn, eða Agga, eins og hún var
nefnd af flestum. Eftirlifendum
virtist hún gerast sem betur fer
átakatítið, þessi færsla yfir á æðra
tilverustig, sem öllum mætir, fyrr
eða síðar. Agga fæddist þar sem
hvað stærst landsvæði hafa farið í
eyði á þessari öld, en það eru eins
og kunnugt er Hornstrandirnar.
Þetta gerðist á bænum Seljanesi,
nálægt Kúvíkum við Reykjaríjörð.
Faðir Öggu var Guðmundur Þor-
kelsson, en móðirin Jakobína Magn-
úsdóttir. Þær voru alltaf saman
mæðgurnar. Jakobína var mikil ull-
arvinnukona og minnist ég ekki að
hafa séð neina aðra þeyta rokkinn
af þvílíkum krafti sem hana.
Þær mæðgur fluttust til Patreks-
íjarðar og svo árið 1916 til Hafnar-
Ijarðar. Þar bjó Ögn alllengi með
Eysteini Jakobssyni frá Hraunsholti
og eignaðist með honum tvo syni,
Gunna og Helga. Síðast átti hún
lengi heima í kjallaranum á húsi
þess síðarnefnda, Öldugötu 3A í
Sigurður P. Eiríks-
son - Minning
Fæddur 16. nóvember 1907
Dáinn 13. október 1989
Mig langar hér með örfáum orð-
um að minnast afa míns sem lést
13. október á Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Hans afa míns, sem sat örfáum
stundum áður en hann lést, sæll
og glaður að spila við félaga sína,
eins og hann gerði alla daga, og
þá skyndilega kom kallið.
Margar yndislegar minningar á
ég hann barn afa og öll árin okkar
í Norðurgötu 30. Þar sem kær-
leiksríkt samband afa og ömmu
gaf okkur öllum svo mikið, afi með
sína léttu lund og geislandi bros
og amma ljúf og góð síbakandi upp
í svanga munna. Afi vann hjá Ut-
gerðarfélagi Akureyringa frá því
ég man eftir mér og bjuggu þau
amma allan sinn búskap í Norður-
götu 30, þar sem afi ræktaði garð-
inn sinn vel og fannst okkur jólin
vera komin þegar kveikt hafði ver-
ið á stóra trénu í garðinum sem
lýsti upp allt nágrennið.
Undanfarið eitt og hálft ár hafa
þau búið á Dvalarheimilinu Hlíð í
góðu yfirlæti þar sem gott var til
þeirra að koma, alltaf var afi tilbú-
inn með bijóstsykurskálina, en
mest fannst honum þó gaman að
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI S. EGGERTSSON,
Árlandi 8,
lést í Landakotsspítala þriðjudaginn 14. nóvember.
Lilja Jónsdóttir,
Rósa Björg Helgadóttir, Orthulf Prunner,
Guðrún Helgadóttir, Garðar Guðmundsson
og barnabörn.
fara í sinn reglubundna bíltúr nið-
ur á Eyri að skoða gamla húsið
sitt og umsvif Útgerðarfélags Ak-
ureyringa. Það sakna allir afa,
stórir sem smáir, hann var svo
góður, alltaf hress og glaður.
Við þökkum elsku afa og lan-
gafa fyrir allt, og biðjum Guð að
varðveita og styrkja elsku ömmu
í hennar mikla missi.
Regína og Linda
Hafnarfirði, og mun það sambýli
hafa verið báðum til ánægju. Árið
1922 giftist Ögn Emil Randrup,
manni lífsglöðum og hressum, eins
og hún var sjálf. Emil fæddist í
Danmörku, bar margt við og hafði
víða farið. Hann var mikið á sjó
fram eftir ævi, en einnig fékk hann
réttindi sem málari og stundaði þá
iðn mikið. Þau eignuðust íjögur
börn, Huldu, Emmu, Magnús og
Ágústu. Barnabörnin munu vera
a.m.k. 25 og löngum hafði Ögn
jákvæð samskipti við hálfsystur
sínar tvær í Reykjavík, Þorkelsínu
og Guðrúnu. Ekki þótti Öggu nóg
að vera heimavinnandi húsmóðir,
þótt margs handtaksins þyrfti við
á þetta íjölmennu heimili, heldur
fór hún einnig í fiskvinnu hjá Ein-
ari Þorgilssyni, og einmitt í það
starf þar sem kappið var mest —
vaskið. Vitanlega er betri íslenzka
að nefna það fiskþvott, en mér
finnst að einmitt af virðingu fyrir
þessum orðlögðu „vaskakonum"
eigi að nota það orð sem þær höfðu
um þetta verk. Sá beini kunnings-
skapur sem ég hafði við Öggu var
lítið annað en það, að ég var á
barnsaldri oft sendur þangað, til
að fá lánaðar nokkrar arkir úr
Sögusafni heimilanna, ömmu minni
til lestrar.
Alltaf var mér tekið með brosi
og vingjarnleika og einhveiju
bragðgóðu í munninn. Agga var
hláturmild og lífsglöð og sá jafnan
hinar jákvæðu hliðar á tilverunni.
Margt mun hafa verið spjallað yfir
kaffibollanum, þegar Sigríður Er-
lends sat þar á síðkvöldum. Sameig-
inleg áhugamál þeirra voru m.a.
vöxtur og viðgangur Alþýðuflokks-
ins og jákvæður og snurðulaus
rekstur dagheimilisins á Hörðuvöll-
um.
Þar var Sigríður í forystusveit-
inni og Ögn studdi hana dyggilega
í þeim málum öllum og sjálf vann
hún þar við ræstingar í mörg ár.
Þessum fátæklegu orðum fer nú
að ljúka. Aldamótakynslóðin er að
kveðja og maður sér ekki lengur
Öggu, fóthvata og snara í snúning-
um, brosandi og með sitt silfurhvíta
hár. Hún er horfin okkur, en við,
bæði skyldir og vandalausir, þökk-
um henni samfylgdina og biðjum
henni guðs blessunar á æðra til-
verustigi.
Magnús Jónsson
HERRASIiÓR
Veró 2.995,-
Stærðir: 40-46.
Litur: Svart.
Efni: Skinn, léttur og lipur sóli.
Ath.: Jólaskór á börn í miklu úrvali.
Póstsendum samdægurs.
5% staðgreiðsluafsláttur.
KRINGMN
KBIHeNH
S. 689212
tobÆ
VELTUSUNDI 1
21212
Stor núrner
Verslunin eropin
frá kl. 16-18 og
laugard.frá kl. 10-14.
Fáið ókeypis lista.
Sími 62 23 35.
MANDA
Baldursgötu 32.
SIEMENS
Öflug fyk?ggg!
Stillanlegur sogkraftur
(250- 1100 W).
4 fylgihlutir í inn-
byggðu hólfi.
Fjórföld sýklasía í
útblæstri.
Sjálfinndregin snúra
og hleðsluskynjari.
SIEMENS framleiðsla ll
tryggir endingu og gæði.
Verð 15.400,- kr.
m
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300