Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989 37 KIMATTSPYRNA / HM-KEPPNIN „Mikilvægasti sigur- inn á férli mínum“ - sagði Franz Beckenbauer, eftir að Vestur-Þjóðverjar lögðu Wales-búa VESTUR-Þýskaland, sem hefur leikið til úrslita í síðustu tveim- ur heimsmeistaramótum og tapað, náði að sigra Wales 2:1 eftir að Wales hafði náð forys- tunni. Vestur-Þjóðverjar urðu að vinna til að komast í loka- keppnina þar sem Rúmenar unnu Dani. Þögn sló á 60 þúsund áhorfend- ur sem troðfylltu Miingers- dorfer leikvanginn í Köln þegar Malcolm Allen lék á þrjá varnar- menn og skorði fyrir Wales á 11. mínútu. Rudi Völler jafnaði eftir hornspyrnu 15 mínútum síðar og vestur-þýskur áhorfendur tóku gleði sína á ný. Það voru þó Walsebúar sem áttu hættulegri færi fram að leikhléi. Það voru ekki nema þrjár mínút- ur liðnar af seinni hálfleik er Thom- as Haessler hafði náð forystunni fyrir heimamenn eftir góðan undir- búning Pierre Littbarski. Vestur- Þjóðveijar fengu kjörið tækifæri til að auka muninn 12 mínútum fyrir leikslok er þeir fengu vítaspyrnu. Brotið var á Rudi Völler, en Neville Southall, markvörður Wales, varði spyrnuna frá Littbarski. Sigurinn var mikill léttir fyrir Franz Beckenbauer því hann hafði lýst því yfír fyrir leikinn að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari ef lið hans kæmist ekki til Ítalíu. „Það er ljóst að það er mikil vinna framundan ef við ætlum að standa okkur á Ítalíu," sagði Beckenbauer. „Þetta var mikilvægasti sigurinn á knattspyrnuferli mínum. Ef við hefðum ekki komist í lokakeppnina hefði það verið í fyrsta sinn í knatt- spyrnusögu Vestur-Þýskalands og það hefði verið óhugsandi,“ sagði hann. Lið V-Þýskalands: Bodo Illgner, Klaus Aug- enthaler, (Alois Reinhardt 46.), Stefan Reut- er, Guido Buchwald, Andreas Brehme, Thom- as Haessler, Hans Dorfner, Andy Möller (Uwe Bein 82.), Pierre Littbarski, Juergen Klins- mann, Rudi Voeller Lið WalesrNeville Southall, Mark Bowen (Barry Horne 65.), Mark Aizlewood, David Phillips, Clajlon Blackmore, Dean Saunders, Andrew Melville (Colin Pascoe 80.), Peter Nicholas, Mark Hughes, Malcolm Allen, Gavin Maguire. ÞrjúmörkHol- lendinga á 12 mínútum Hollendingar skoruðu þrjú mörk á 12 mínútum í síðari hálfleik gegn Finnum og tryggðu sér þar með sigur í 4. riðli. John Bosman, sem hafði klúðrað nokkrum marktæki- færum í fyrri hálfleik, gerði fyrsta mark Hollands á 57. mínútu með því að vippa yfir markvörð Finna Rudi Völler, til vinstri, jafnaði fyrir Vestur-Þýskaland gegn Wales, og fiskaði svo víti sem Pierre Littbarski, til hægri, tók en nýtti ekki. Hér fagna þeir félag- ar, eins og þeir gerðu er flautað var til leiksloka í gærkvöldi. af 10 metra færi. Félagi Bosmans hjá Mechelen, Erwin Koeman, kom heimamönnum í 2:0 með skoti af 20 metra færi. Sjö mínútum síðar fiskaði Ronald Koeman vítaspyrnu sem hann tók sjálfur og skoraði úr. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Tap gegn b-liði Tékkóslóvakíu „ÁSTÆÐUR fyrir ósigri okkar fyrir B-liði Tékka voru fyrst og fremst mistök í sókninni. Sjö sinnum brugðust íslensku leikmenn- irnir þegar þeir voru einir á móti markverði. Einnig brugðust skyttur íslenska liðsins, og við það riðlaðist sóknarleikurinn. Það er greinilegt að íslensku skytturnar skortir skotþjálfun. Ofan á þetta bættist að markverðirnir vörðu lítið sem ekkert í ieikn- um,“ sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari íslands, eftir að liðið hafði tapað fyrir B-liði Tékkóslóvakíu, 16:21, ígær. SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Tékkóslóvakíu Islenska liðið byijaði vel, komst yfir 3:1 er 4,26 mín. voru liðnar. Eftir það komu fimm mistök í vörn- inni, Tékkar jöfnuðu 3:3 og komust yfir 4:3. Sigurður Gunnarsson jafnaði úr vítakasti, 4:4, og þá voru 8,24 mín. liðnar frá því að Þorgils Óttar hafði skorað 3. mark liðsins eftir línusendingu frá Sig- urði. Eftir það var jafnt með liðun- um, en Tékkar voru yfir 9:8 í leik- hléi. Byijunin í seinni hálfleik var ekki góð. Gamla gryfjan var til stað- ar, en íslendingar hafa einmitt oft byijað síðari hálfleik illa. Fyrstu sex sóknirnar fóru forgörðum, Tékkar komust yfir 12:8, og það var ekki fyrr en á 7. mín. að Óskar Ármanns- son skoraði 9:12. Þegar hér var komið sögu setti Bogdan Guðmund Hrafnkelsson í markið í stað Einars, sem hafði ekki varið mikið, en tók Guðmund fljótlega út af aftur þar sem hann gerði ekki betur. Þá breytti hann sóknarleiknum, tók Sigurð Gunn- arsson útaf, setti Óskar Ármanns- son inn á í hans hlutverk á miðj- unni og Sigurð Bjarnason í stað Héðins Gilssonar vinstra megin, og yfir á hægri vængnum var Júlíus Jónasson. Þessi uppstilling gekk vel, íslendingar náðu að minnka muninn í 14:15 og síðan 15:16, en þá komu þrenn ljóst mistök í röð í sókninni og Tékkar komust í 15:18. Sigurður Gunnarsson misnotaði síðan vítakast og eftir það var dæmd fáránleg sóknarvilla á Þorg- ils Óttar, Tékkar nýttu sér þetta, skoruðu tvö næstu mörk og komust í 20:15 og það 20. var sirkusmark, „Haslock" með snúningi. Óskar minnkaði muninn í 16:20 úr víta- kasti, en Tékkar leyfðu sér þann munað að ljúka leiknum með því að einn leikmanna liðsins sendi aft- ur fyrir sig á línuna og 21. mark þeirra var staðreynd. Óskar Ármannsson var besti maður íslenska liðins ásamt Þorgils Óttari Mathiesen. „Það var ekki laust að maður væri feginn þegar dómararnir flaut- uðu leikinn af, sóknarleikur okkar var í molum og ekkert gekk upp,“ sagði Sigurður Gunnarsson. Sóknarnýting íslands var 39% að þessu sinni. 16 mörk í 41 sóknar- lotu. Mörk íslands: Sigurður Gunn- arsson 5/4, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Óskar Ármannsson 3/2, Sigurður Bjarnason 2, Jakob Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Aðrir sem léku: Héðinn Gilsson, Valdimar Grímsson, Bjarki Sigurðsson, Geir Sveinsson. í markinu stóðu Einar Þorvarðarson og Guðmundur Hrafnkelsson. Einar varði 5 skot, þar af fengu Tékkar knöttinn tvi- svar aftur. Guðmundur varði 1 skot. SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Tékkóslóvakíu KORFUBOLTI / LANDSLIÐIÐ Guðjón skoraði 41 stig Guðjón Skúlason skoraði 41 stig, þegar íslenska landsliðið í körfu- knattleik vann lið Iona skóla 110:92 aðfaramótt miðvikudags að íslenskum tíma. Eftir leikinn kom gamall atvinnumaður úr NBA-deild- inni að máli við íslensku fararstjórana og sagðist lengi ekki hafa séð jafn góðan skotmann. Hann hældi einnig Teiti Örlygssyni, sem vai- með 100% skotnýtingu, skoraði 31 stig, tók fjölda frákasta og átti nokkrar stoðsendingar. íslenska liðið lék allt vel, en aðrir, sem skoruðu voru Magnús Guð- finnsson 14, Guðmundur Bragason 11, ívar Ásgrímsson 6, Pálmar Sigurðsson 3, Friðrik Ragnarsson 2 og Sigurður Ingimundarson 2 stig. Þetta var ijórði leikur liðsins og annar sigur í Bandaríkjaferðinni, en strákarnir eiga eftir að leika fimm leiki. ÚRSLIT Blak 1. deild kvenna: Þróttur—UBK (10:15, 6:15, 8:15) 0:3 iTV ’g Handknattlelkur 2. deild karla: 3. deild karla: Haukarb —UFHÖ 23:30 Spænska tirvalsdeildin: 22:19 Arate—Teka 26:29 ■ LANDSLIÐIÐ lék ekki í Brat- islava í gær, heldur 106 km frá í ijallabænum Topolkany. Leikurinn hófst kl. 18. Liðið lagði af stað kl. 15 í ferðina þangað, en rútuferðin tók rúmar tvær klukku- stundir. ■ LEIKIÐ var í lítilli höll, sem tekur 1.500 áhorf- endur, og var hún þétt setin. MDAVÍÐ Sigurðsson tók í fyrra- dag leik Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu upp á myndband. Leikmenn íslands hafa enn ekki komist í að horfa á leikinn, þar sem ekkert myndband er til á hótelinu sem þeir búa á. Menn frá tékk- neska sambandinu komu í gær til að ræða um aðstöðu á hótelinu, og svöruðu íslensku forráðamennirnir því til að það þyrfti ekkert að ræða; hér væri engin aðstaða. Þar með var málið búið! ■ EFTIR leikinn í gærkvöldi fékk Sigurður Bjarnason kristalsvasa — var útnefndur besti leikmaður íslenska liðsins af sérstakri dóm- nefnd. ■ SIGURÐUR lék ekki fyrr en í seinni hálfleik. Bogdan sagði: „Ég er ekki að gera lítið úr hlut Sigurð- ar, en þetta er eftir allri fram- kvæmd mótsins, því hann var ekki besti maður íslenska liðsins í leikn- um.“ ■ ÍSLAND mætir Hvíta Rússl- andi í kvöld, og A-liði Tékkósló- vakíu á morgun. ■ GEIR Sveinsson leikur ekki með á morgun gegn A-Iiði Tékka. Hann þarf að fara til Spánar; á að leika með Granollers á laugar- daginn. ■ GUÐJÓN Árnason skoraði ekki mark í fyrrakvöld gegn Túnis. Hann var talinn upp sem einn þeirra er gerði fjögur mörk, en þar átti nafn hans sem sagt ekki að vera. Beðist er velvirðingar á því. McCoist skaut Skotum til Ítalíu Ally McCoist skaut Skotum til Ítalíu, er hann skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks gegn Norðmönnum í Glasgow. Erik Thorstvedt, markvöi-ður gestanna og þeirra besti maður, varði áður glæsilega í tvígang frá miðheijanum og kom mikið við sögu eftir markið. Skotum nægði jafntefli og þeir tóku lífinu með ró í seinni hálfleik, en sköpuðu sér engu að síður nokkur ágæt marktæki- færi. Það voru hins vegar Norð- menn sem skoruðu — Erland Johnsen jafnaði af um 40 metra færi á síðustu mínútu. ■ SEPP Piontek, landsliðsþjálf- ari Dana, sagðist í gær mjög líklega hætta með liðið nú þegar riðla- keppni HM yæri lokið. „Ég ákveð mig seinna í kvöld eða á morgun, en það er lang líklegast að ég haldi ekki áfram,“ sagði hann eftir tap Dana í Rúmeníu. ■ PIONTEK hefur verið með danska landsliðið frá því 1979. „Þetta hefur verið langur tími. Samningur minn rennur ekki út fyrr en á næsta ári, en ég held að breyting gerði mér gott nú,“ sagði hann. ■ TÓLF hundruð írskir knatt- spyrnuunnendur komust frá Dublin til Möltu á síðustu stundu í gær, til að hvetja lið sitt í HM-leiknum. Ekkert hafði verið hægt að fljúga frá Dublin í tvo daga; en á síðustu stundu létti þokunni og hópurinn dreif sig af stað. ■ GRIKKIR komust af botni 1. riðils í gær með 1:0 sigri á Búlgör- um í Aþenu. Eina mark leiksins gerði Nikos Nioplias á 49. mín. Leikurinn skipti engu máli — hvor- ugt lið átti möguleika á að komast í úrslitakeppnina. ■ RYSZARD Tarasiewicz skor- aði mark og lagði upp annað fyrir Pólveija gegn Albönum í Tirana, er Pólveijarnir sigruðu 2:1 í 2. riðli. Hann gerði fyrsta mark leiks- ins rétt fyrir leikhlé, Sokol Kushta jafnaði á 63. mín. en Jacek Ziober gerði sigurmarkið. ■ ENGLAND og Ítalía gerðu jafntefli, 0:0, í vináttulandsleik á Wembley leikvanginum í London í gærkvöldi. Englendingar voru sagðir mun betri aðilinn í leiknum, og óheppnir að sigra ekki. ÍÞRÓmR FOLX ■ BALDUR Bjarnason, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi úr Fylki, hefur ákveðið að ganga til liðs við bikarmeistara Fram. Baldur, sem er miðvallarleikmaður og hefur leik- ið með landsliðinu skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri. Hann var með í öllum leikjum Fylkis í sumar og skoraði 3 mörk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.