Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 264. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lögregla ræðst á andófsmenn í Prag með kylfiihöggum: Tugþúsundir heimta um- bætur og afsögn Jakes Andófsmenn í Prag með tékkneska fána á útifundin- um í gær. Þegar fólkið reyndi að komast á Wen- ceslas-torgið í miðborginni, þar sem oft hefúr komið til mótmælaaðgerða, réðust lögreglumenn á það með kylfúm og hundum. Margir slösuðust illa og um eitt hundrað voru handteknir, að sögn sjónarvotta. \ Prag. Reuter. NÆR 50.000 manns tóku í gær þátt í fjölmennustu mótmælum í Prag í tvo áratugi. Mannfjöldinn krafðist þess að Milos Jakes, leiðtogi komm- únistaflokksins, færi frá og komið yrði á umbótum í landinu. Mann- réttindasamtökin Charta 77 voru hyllt og hrópuð vígorð gegn kommún- istaflokknum. Ungliðasamtök kommúnista höfðu, ásamt óháðum stúd- entum og með leyfi yfirvalda, efnt til fúndarins við Vysehrad-kirkju- garð til að minnast morða nasista á tékkneskum stúdentum fyrir 50 árum. Er hópur manna reyndi að komast í miðborgina sundraði lög- regla honum með kylfuhöggum. þjóðhetjur Tékka hvíla. Margir söng- luðu: „Burt með kommúnistaflokk- inn!“, „Fq'álsar kosningar!“ og „Fjörutíu ár eru nóg!“ Ræðumenn hvöttu stjómvöld til viðræðna við umbótasinna. Gerð voru hróp að full- trúa kommúnísku ungliðanna er hann reyndr að tala til fólksins. Bandaríska dagblaðið The New York Times sagði nýlega að Sovét- menn legðu nú fast að stjórninni í Prag að koma á umbótum áður en austur-þýskt ástand skapaðist í landinu. Jan Fojtik, hugmyndafræð- ingur tékkneska kommúnistaflokks- ins, neitaði þessu í samtali við frétta- mann Reuters en sagði þó að erfitt væri að spá um framtíðina. -„Allt getur gerst. Það gengur svo mikið á alls staðar," sagði Fojtik. Reuter Umbótasinnar taka völdin í Búlgaríu: Mladekov forseti segist vilja fijálsar kosningar Steftia Zhívkovs harðlega gagnrýnd o g andófsmönnum veitt uþpgjöf saka Fólkið bar tékkneska fána, blóm og logandi kerti þegar það gekk frá háskólanum í Prag að Vysehrad- kirkjugarðinum, þar sem margar Júgóslavía: Níutíu kola- námamenn taldir af Belgraö. Reuter. JÚGÓSLAVNESKA sjónvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að um 90 júgóslavneskir námamenn hefðu týnt lífi er eldur kviknaði í kolanámu á Aleksinac-vinnslu- svæðinu í Serbíu, sem er 200 km suður af Belgrað, höfuðborg landsins. Að sögn sjónvarpsins urðu 104 námamenn innlyksa í námunni er eldur braust út í henni 700 metrum undir yfirborði jarðar. Talið er að hann hafi kviknað fyrir handvömm viðgerðarmanna, sem unnu að við- gerð á flutningatækjum sem flytja menn og kol upp á yfirborðið. Slökkviliðs-■ og björgunarmenn reyndu í allan gærdag að slökkva eldana og bjarga námamönnunum, en að sögn sjónvarpsins hafði ekki tekist að hefta eldana seint í gær- kvöldi. Loguðu þeir enn stjórnlaust. Á undanförnum árum hafa slys verið tíð í námum í Serbíu. í júní 1983 biðu 38 menn bana í gas- sprengingu í námu á Aleksinae- svæðinu og 33 biðu bana í spreng- ingu í koianámu á Resavica-svæð- inu ári síðar. PETAR Mladenov, hin nýi leiðtogi búlgarska kommúnistaflokksins, var í gær kjörinn forseti landsins. I viðtali við fi’anska sjónvarpsstöð sagði liann aðspurður að frjálsar kosningar kæmu vel til greina. „Hvað ■ sjálfan mig snertir er ég hlynntur þeim,“ bætti hann við. Nýkjörinn fulltrúi í stjórnmálaráð- inu, Anatólíj Lúkanov, sagði líklegt að í næstu kosningum yrðu fleiri valkostir en kommúnista- flokkurinn. Fjöldi ungmenna fagn- aði breytingunum á útifúndi í höf- uðborginni Sofíu í gær og tætti í sundur myndir af Todor Zhívkov, fyrrum leiðtoga landsins. Mlad- cnov, sem talinn er til umbóta- sinna, tók í fyrri viku við stöðu flokksleiðtoga af Zhívkov og for- dæmdi með öllu stjórnarhætti hans í ræðu er liann flutti á þingi. Búlgarska þingið hefiir samþykkt að fella úr gildi lög sem kveðið hafa á um að skilgreina beri pólitíska andófsmenn sein glæpa- menn. Þingheimur samþykkti einróma kjör Mladenovs og var þar með form- lega bundinn endi á 35 ára valda- skeið harðlínumannsins Todors Zhívkovs. Nýr utanríkisráðherra var ennfremur kjörinn í gær. Sá heitir Bojko Dímítrov en Mladenov gegndi þessu embætti áður. Flokksleiðtoginn nýi sagði í ræðu sinni að Zhívkov hefði grafið undan þingi landsins. „Þjóðin mun aldrei fyrirgefa okkur þetta myrkraverk," sagði hann. Fyrrum varnarmálaráð- herra Búlgaríu, Slavko Trenskí, sak- aði Zhívkov og fjölskyldu hans um að hafa dregið sér fé til þess að geta lifað í hóflausum munaði. Nefndi hann að Borís, fyrrum kon- ungur Búlgaríu, hefði átt fjögur heimili og sumarhús en Zhívkov hins vegar 30. Hann sagði og að sonur Zhívkovs, Vladímír, hefði tapað gríðarlegum fjárhæðum er hann svalaði spilafíkn sinni. Ræðunum var útvarpað og sagði í fréttaskýringu að vænta mætti frekari breytinga á refsilöggjöf landsins auk þess sem skipuð yrði ný. nefnd til að endur- skoða stjórnarskrána. Þingmenn samþykktu einnig í gær að andófs- menn skyldu framvegis ekki taldir til glæpamanna og að öilum þeim sem dæmdir hefðu verið í samræmi við lög þessi yrði sleppt úr fangelsi. Heimildarmenn Reu ters- f réttastof- unnar í Búlgaríu sögðu að rúmlega 200 manns yrði gefið frelsi. Á fimmtudag vék Mladenov fjöl- mörgum samstarfsmönnum Zhívkovs úr embættum sínum og tóku menn, sem taldir eru til umbóta- sinna, við stöðum þeirra. Vestrænir heimildarmenn telja sýnt að Mlad- enov hyggist innleiða umbætur á efnahags- og stjórnmálasviðinu, svipaðar þeim sem Míkhaíl S. Gorb- atsjov, leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, hefur reynt að koma á í Sovétríkjunum undanfarin fjögur ár. EB-viðræður undirbúnar París. Reuter. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) koma saman í París í kvöld til að ræða hina öru umbótaþróun í Austur-Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogarnir efna til sérstaks fundar um pólitísk málefni. Jacques Delors, (lengst t. v.) forseti fram- kvæmdastjómar EB, var í gær í Ungverjalandi ásamt Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, og á myndinni sjást þeir með Reszo Nyers, (lengst t.h.) forseta Ungveijalands. Delors hét stuðningi við um- bæturnar þar og gaf fyrirheit um að Ungverjum yrði veitt lán vegna efnahagskreppunnar í landinu til að bjarga þeim yfir erfiðasta hjallann. Talið er að EB- leiðtogarnir vilji á Parísarfundinum móta sameiginlega stefnu varðandi breytingarnar í Austur-Evrópu, fram- tíð Evrópu og samskipti austurs og vesturs. iveuw;r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.