Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 2
2 1 3!"iy.T]' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1989- 4. Samþykkt aðalfundar LIU: Veiðiheimildir verði bundnar aflamarki -sóknarmark aflagt FIMMTUGASTI aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem lauk á Hótel Sögu í gær, er í meginatriðum samþykkur fram- komnum drögum að frumvarpi til laga um stjórnun fískvciða. Aðal- fundurinn samþykkir að veiðiheimildir allra fiskiskipa verði alfarið bundnar við afiamark og sóknarmark þannig lagt af. Fundurinn hafhar hins vegar hugmyndum um sölu veiðileyfa, eða auðlinda- skatt, við stiórnun fiskveiða og er mótfallinn þeim hugmyndum, sem fram koma í frumvarpi til laga um úreldingu íískiskipa. Á aðalfuhd- inum var Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður LÍÚ með lófataki. Fundurinn telur að úthluta eigi veiðiheimildum alfarið til skipa en ekki einstakra sveitarfélaga eða fiskvinnslustöðva. Lögð er áhersla á að ný lög um stjórn fiskveiða verði ótímabundin en kvótaárið verði frá 1. september til 31. ágúst og heildaraflamagn botnfiskteg- unda fyrir komandi ár verði ákveð- ið eigi síðar en 1. ágúst ár hvert. Aðalfundurinn telur að aðilar eigi sjálfir að ráða málum varðandi úreldingu og kvótasölu án opin- berrar milligöngu eða miðstýring- ar. Stofnun sérstaks opinbers sjóðs í þessu skyni til að kaupa og selja skip, og ráðstafa veiðiheimildum þeirra eftir geðþótta, sé ekki í sam- ræmi við þá stefnu, sem unnið hafi verið markvisst að í sjávarút- vegi síðastliðin ár. Stefnt hafi verið að frelsi í stað opinbers forræðis með það að leið- arljósi að fækka sjóðum og öðrum millifærslukerfum í sjávarútvegi, þannig að menn ráði gerðum sínum sjálfir og beri þá einnig ábyrgðina. Fundurinn telur á hinn bóginn að leita eigi leiða til að bæta núver- andi fyrirkomulag varðandi úreld- ingu fiskiskipa en bent hafi verið á margar leiðir til þess. Fundurinn samþykkir að helm- ingur afla línubáta frá nóvember til og með febrúar verði utan kvóta, eins og verið hafi. Þá er lagt til að heimilt verði að færa allt að 20% af úthlutuðum afla einstakra teg- unda til næsta árs, svo og aflaheim- ildir í sérveiðum. Aðalfundurinn leggur áherslu á að hlutdeild smábáta í heildaraflan- um vaxi ekki frá því sem nú er, við gildistöku nýrra laga um fisk- veiðistjórnun. Fundurinn vill að ein- ungis þeir smábátar undir 6 brúttó- rúmlestum fái veiðileyfi, sem skráðir verði á skipaskrá 31. des- ember 1989, eða samið hafi verið um smíði á fyrir gildistöku væntan- legra laga um stjórn fiskveiða, enda verði bátarnir afhentir fyrir 1. júlí 1990. Fundurinn er mótfallinn álagi á ferskan fisk, sem fluttur er á er- lendan markað, en með tilliti til allra aðstæðna sé þó hægt að fall- ast á 15% álag, eins og í gildandi lögum. Skorað er á stjórnvöld að standa við loforð um að stjórn á útflutningi ísfisks í gámum verði færð úr utanríkisráðuneytinu. Aðalfundur LÍÚ vill að þegar á næsta ári verði teknar upp veiðar á hrefnu hér við land, enda hafi hvalatalning leitt í Ijós að stofninn sé stærri en áður hafi verið talið. Morgunblaðið/Bjarni Sterk dramatísk sýning TOSCA eftir Puccini var frumsýnd í íslenzku óperunni í gærkvöldi. Húsfyllir var og mikil ánægja með sýninguna, að sögn Jóns Ásgeirssonar tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins. „Þetta er sterk dramatísk sýning og sögnvararnir voru mjög góðir," sagði Jón. Myndin var tekin í leikslok. Viðskiptin við Sovétríkin: Skynsamlegt að ræða inn- og útflutning á svipuðum tíma - segir Friðrik Pálsson forstjóri SH „ÉG TEL að samband sé þarna á milli. Sovétmenn eru í miklum gjaldeyriserfiðleikum og virðast ekki eiga annarra kosta. völ en að tengja saman innflutning og útflutning. Ég held að þetta viti allir sem eitthvað koma nærri þessum viðskiptum," sagði Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þegar hann var spurður hvort hann teldi að samband væri á milli olíukaupa og sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna. Næstkomandi mánudag hefjast í Moskvu viðræður um freðfiskkaup Sovétmanna á næsta ári. Sigurð- ur Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafiirðadeildar SÍS, sagði um sama mál: „Ég get ekki fiillyrt að þeir hætti að kaupa fisk af okkur' ef við hættum olíukaupunum. En ég get hiklaust sagt að ef báðar hliðar þessa máls eru í góðu lagi er það til þess fallið að styrkja viðskiptin og viðhalda þeim." Friðrik sagði að fyrir ári hefðu fulltrúar allra helstu útflytjenda til Sovétríkjanna gengið á fund Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra og óskað eftir að ekki yrði gengið frá olíukaupasamningi fyiT en svör hefðu fengist frá Sovétmönnum um hvaða fjármuni þeir áætluðu til inn- kaupa frá íslandi á sama tímabili. „Þessi beiðni var sett fram vegna þess að útflytjendum þótti sern nokkuð skorti á að sovésk stjórn- völd gæfu fyrirtækjunum sem ís- lendingar skipta við nægilegt svig- rúm til innkaupa. Þar sem olíuvið- skiptin eru á hendi íslenskra stjórn- valda fannst okkur beiðnin eðlileg en ráðherrann sá þó ekki ástæðu til að verða við þessari beiðni þá. Við höfum reynt að ná viðbótar- samningum um frystan fisk allan seinni hluta ársins. Fyrir liggur að kaupandinn í Sovétríkjunum hefur áhuga á viðskiptum en skortir gjaldeyrisheimildir til að geta keypt. Mér skilst líka að vandræðin við saltsíldarsöluna núna snúist fyrst og fremst um gjaldeyri. Þetta finnst Olíukaup og síldarsala 1986: Samningnr um olíukaup var ekki undirritaður - á meðan saltsíldarviðræður voru í strandi í OKTÓBERMÁNUÐI 1986 tók þáverandi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ákvörðun um að undirrita ekki samninga um olíukaup við Sovétríkin, þar sem viðræður um síldarsölu til Sovét- manna liöi'ðu siglt í strand. Samningar um sölu saltsíldar náðust svo 5. nóvember 1986 og samningar um olíukaup voru undirritað- ir 22. desember sama ár. Matthías Bjarnason, þáverandi viðskiptaráðherra, skýrði þáver- andi ríkisstjórn frá stöðu í saltsíld- arviðræðum á fundi 16. október og óskaði eftir áliti samráðherra á þeirri fyrirætlan sinni, að samn- ingar um olíukaup yrðu ekki und- irritaðir að svo stöddu. Var það samþykkt af öðrum ráðherrum. Á fundi ríkisstjórnarinnar 21. október 1986 var sett á fót nefnd þriggja ráðherra til þess að fylgj- ast með og fylgja eftir afstöðu Islendinga í saltsíldarviðræðum við Sovétmenn. í nefndinni áttu sæti viðskiptaráðherra, sjávarút- vegsráðherra og utanríkisráð- herra. Samhliða þessum aðgerðum hér heima gaf Matthías Bjarnason íslenzkum embættismönnum, sem staddir voru í Moskvu, fyrirmæli um að undirrita ekki kaup á olíu- vörum á meðan saltsíldarmálið var ófrágengið. mér benda eindregið til þess að skynsamlegt væri að ræða báðar hliðar viðskiptanna á svipuðum tíma og það væri báðum aðilum til hagsbóta," sagði Friðrik. Sigurður Markússon sagði að í upphafi hefðu verið bein tengsl á miili fisksölu og olíukaupa í við- skiptunum við Sovétríkin. Sovét- menn hefðu farið að kaupa freðfisk vegha erfiðleika okkar við sölu á honum, sérstaklega í Bretlandi, og þá hafi íslendingar farið að kaupa olíuvörur á móti. „Hugsunin á bak við rammasamning þjóðanna er sú að það sé jafnvægi í viðskiptunum. Ég held að báðum aðilum hafi fund- ist gott og eðlilegt að hafa þetta jafnvægi. Hins vegar er ramma- samningurinn þess eðlis að menn eru ekki taldir skuldbundnir af ein- stökum atriðum í honum. Það sama gildir í þessu og í viðskiptum á, milli fyrirtækja, að ef viðskiptin eru gagnkvæm eru meiri líkur á að þau haldist stöðug en ef þau væru bara á aðra hliðina," sagði Sigurður. Kristmann Jónsson, formaður Síldarútvegsnefndar, segir að þó ekki sé hægt að segja að beint sam- band væri á milli olíu og síldar í viðskiptunum við Sovétríkin hefði alltaf verið talið að viðskiptajöfnuð- ur ætti að vera á milli landanna. Þegar við kaupum af þeim kaupi þeir af okkur í staðinn. Hann sagði að aldrei hafi verið látið á það reyna hvert sambandið þarna á milli beinlínis væri. Sagði Kristmann að þáu pólitísku sjónarmið sem áður hefðu verið áberandi í viðskiptunum við Sovétríkin hefðu minnkað en hörð viðskiptasjónarmið komið í staðinn. „Það vita allir um erfiðleik- ana í Sovétríkjunum. Þeir eiga erf- itt með að kaupa það sem þeir nauð- synlega þurfa," sagði Kristmann. „Okkur finnst að það hefði mátt draga þetta í einhverja daga, eins og undirskriftina úti, af því að þetta bar upp á sama tíma," sagði Krist- mann þegar hann var spurður um áhrif þess að gengið var frá olíu- kaupasamningi þrátt fyrir að stjórnvöld í Sovétríkjunum hefðu ekki viljað staðfesta saltsíldarsamn- inginn. Hann sagði jafnframt að sjónarmið Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra hefði kannski eitt- hvað til síns ágætis líka, hann vildi ekki leggja neinn dóm á það. Kópavogur: Nauðgunar- árás kærð Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn á meintu grófii nauðgunarmáli sem átti sér stað í austurbæ Kópavogs í fyrrinótt. - Að sögn Jóns H. Snorrasonar, deildarstjóra hjá'RLR, var um mjög grófa og fruntalega árás að ræða og er unnið af krafti að rannsókn málsins. Þyrla nauðlenti á Krýsuvíkurvegi ÞYRLA frá Björgunarsveit varn- arliðsins nauðlenti á Krýsuvíkur- veginum skömmu eftir hádegi í gær. Þyrlan var í æfingaflugi er ljós kviknaði í mælaborðinu sem gaf til kynna að bilun hefðí komið fram í drifkassa. Flugmaður þyrl- unnar lenti á veginum og kallað var á viðgerðamenn frá Keflavík- urflugvelli. Viðgerðamenn rannsökuðu vélina en fundu enga bilun og var henni því flogið aftur til Keflavíkurflugvallar eftir rúm- lega tveggja tíma rannsókn. Vélin verður tekin til nánari rannsóknar næstu daga en Björgunarsveit varnarliðsins á þrjár þyrlur til viðbótar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.