Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBIiAÐIÐ. LAUGARÐAGUR48, NÖVEMBER 198©. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR V': k *¦** SÉ8'í immi líws ir-fií sði aiflliJilísiéiiiiUHíffl ii«í;.^,^^itili^i8r.iJ--H{: «—f. Það eru stór og mikil vandamál sem stjórnarherrarnir í nýja Sambandshúsinu þurfa að takast á við um þessar mundir, og engu er hægt um það að spá, hverjar lyktir þeirra átaka verða. Sambandið á heljarþröm RÉTT eina ferðina er Samband íslenskra samvinnufélaga undir smásjá fjölmiðla, og sem fyrri daginn vegna vandamála en ekki velgengni. S^jórn Sambandsins kom saman til árlegs tveggja daga fundar síns nú á þriðjudag og miðvikudag og verður ekki sagt að niðurstaða þess fundar, ef niðurstöðu skyldi kalla, gefi tilefni til aukinnar bjartsýni, þar sem frá því var greint að enn heldur eigið fé Sambandsins áfram að rýrna, auk þess sem tap er enn verulegt á rekstri fyrirtækisins, eða liðlega 300 milljóni ¦ króna fyrstu níu mánuði ársins. Ekki er öll sagan sögð þar með, þar sem óvissa ríkir um það hvort og þá hvernig Sambandinu tekst að halda áfram í sinni eigu öruggum tekjulindum eins og nánast helmingseign i Olíufélaginu og eign sinni í Regin hf. 011 hlutabréf Sambandsins í Olíufélaginu hafa verið sett fram sem tryggingar til Samvinnubankans, vegna lána sem Sambandið hefiir þar, og verði af kaupum Landsbankans á Samvinnubankari- um, þá fly^jast þær tryggingar í hendur Landsbankans. Nú kann mörgum að virðast að miðað við ársskýrslu Sam- bandsins frá því fyrra, þar sem kom fram að hallinn á rekstrinum var 1.156 miHjónir króna, að um umtalsverðan bata sé að ræða í rekstri Sambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs, þar sem tapið er „aðeins" um 300 milljónir króna. í því sambandi er skylt að benda á að ekki þarf allt endilega að yera sem sýnist. Minni ég á að í upphafí þessa árs ákvað ríkis- stjórnin að fella gengið og við það tapaði Sambandið um 200 milljón- um króna, sem voru bókfærðai sem tap ársins 1088. Hefði það tap verið bókfært á það ár sem það átti sér stað, þá hefði tapið í fyrra „aðeins" numið um 950 milljönum króna. Gefum okkur svo að þetta gengistap væri bók- fært á þetta ár og jafngildir það þá því að tap fyrstu níu mánaða þessa árs væri um 500 milljónir króna. Loks skulum við gefa okk- ur að svipuð útkoma verði á síðasta ársfjórðungi þessa árs, þannig að tapreksturinn næmi um 175 milljónum króna, og það jafngilti því að árstapið 1989 nálgaðist 700 milljónir króna. Þegar dæmið er sett upp á þenn- an hátt, þá er erfitt að koma auga •á batann umtalsverða, en svo mun sjálfsagt mörgum finnast, þegar ársreikningar ársins í ár verða kynntir á næsta vori, þar sem tap ársins verður væntanlega bókfært einhvers staðar rétt innan við 500 milljónir króna. Aðaláhyggjuefiiið að SIS þarf að greiða með rekstri sínum Eins og fram hefur komið er það Sambandsmönnum mikið áhyggjuefni að ekki hefur tekist að snúa við þeirri þróun að nei- kvæð fjármunamyndun heldur áfram á þessu ári, og nam 68 milljónum króna, eftir fyrstu níu mánuðina. (Þegar rætt er um að fjármunamyndun sé neikvæð, er Hlutfall eigin íjar orðið hættu- lega lágt átt við að fyrirtæki þurfi að greiða með rekstri sínum.) Þetta er Sam- bandsmönnum hið mesta áhyggjuefni, því þegar fjármuna- myndun er jákvæð, þá getur fyrir- tæki þolað bókfært tap. Sam- kvæmt þeim áætlunum sem Sam- bandsmenn gerðu fyrr á árinu, þá var ráðgert að fjármunamynd- un væri orðin jákvæð um mitt þetta ár, en sú áætlun hefur ekki staðfst, þannig að enn sígur á ógæfuhliðina hjá Sambandinu og eignasala, þótt henni verði hrað- að, mun ekki koma í veg fyrir neikvæða fjármunamyndun. Eigið fé heldur áfiram að minnka Eigið fé Sambandsins í fyrra var 2.070 milljónir króna og eig- infjárhlutfallið 19%. Það" er talið æskilegt að fyrirtæki í framleiðslu hafi eiginfjárhlutfall um 40%, fyr- irtæki í verslun um 30% og fyrir- tæki í þjónustu um 20%. Nú er rekstur Sambandsins ákaflega blandaður og því má álykta sem svo að æskilegeiginfjárstaðaþess væri nálægt 30%, eða um 100% betri en líklegt er að hún verði í árslok. Sala eigna til þess að bjarga Sambandinu úr bráðasta háskan- um er efst á blaði hjá Sambandinu eftir þann Sambandsstjórnarfund sem haldinn var fyrr í vikunni. Hlutabréf Sambandsins í Regin hf. eru þar ofarlega á blaði, svo fremi sem Sambandið fær viðun- andi verð fyrir þau. Eignarverð Regins í árslok í fyrra var um 196 milljónir króna, en hlutabréfin eru margfalt meira virði. Gera Sam- bandsmenn sér vonir um að geta fengið um 1,5 til 2 milljarða fyrir bréfin. Ríkið er . langlíklegasti kaupandinn, svo það megi verða meirihlutaeigandi í íslenskum að- alverktökum, en ekki telja menn að ríkisvaldið myndi samþykkja slíkt verð. Takist Sambandinu að fá 1,5 milljarða fyrir Regin og fái það um 800 milljónir króna fyrir sinn hlut í Samvinnubankanum, þá batnar skuldastaða þess míkið. Heildarskuldir fyrirtækisins í árs- lok 1988 voru um 8,6 milljarðar og þar af voru skammtímaskuldir um 5,8 milljarðar króna. Heildar- skuldirnar í dag eru komnar vel yfir 10 milljarða króná, en í árslok í fyrra námu heildareignir Sam- bandsins 10,7 milljörðum króna. Eignastaða Sambandsins er því skelfileg, þótt rekstrarstaða þess hafi batnað. Það eru skammtíma- skuldirnar sem eru að sliga rekst- ur Sambandsins og það eru þær sem Sambandsstjörn vill leggja höfuðkapp á að greiða niður eirts ört og hægt er með því að hraða eignasölu, til þess að fjármunir af bættum rekstri brenni ekki upp í báli gífurlegs fjármagnskostnað- ar. Verða bankaráðsmenn látnir fjúka? Það þarf ekki að líta marga mánuði aftur í tímann ti! þess að rifja upp sögulegan samning sem Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, gerði við Sam- bandsforkólfa um kaup Lands- bankans á Samvinnubankanum. Vakti sá samningur, eða öllu held- ur þau samningsdrög, ómælda reiði ákveðinna manna, eins og Lúðvíks Jósepssonar, bankaráðs- manns í Landsbankanum, en fengust þó samþykkt í bankaráð- inu. Ákveðnir sjálfstæðismenn voru jafnframt lítt hrifnir af því að þeir Pétur Sigurðsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, og Jón Þorkelsson, bankaráðsmaður, skyldu samþykkja þessi drög, svona upp á eigin spýtur. Nú er jafnvel rætt um það að þessir tveir sjálfstæðismenn hafi með þessari afgreiðslu málsins fórnað áfram- haldandi setu sinni í bankaráðinu, þar sem þann 27. þessa mánaðar fer fram kosning í bankaráð Landsbankans á Alþingi og ég hef heimildir fyrir því að' þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins sé lítt spenntur fyrir því að verðlauna þá Pétur og Jón með endurkjöri. Settu öll hlutabréf súi i Olíufélaginu sem tryggingu Ekki er öll sagan þar með sögð, því í þessum hugsanlegu Sam- vinnubankakaupum hangir ýmis- legt á spýtunni, sem hefur farið heldur hljótt hingað til. Eitt veiga- mesta atriðí í því sambandi eru þau veð sem. Sambandið hefur sett fram í Samvinnubankanum fyrir stórum hluta þeirra 1.600 milljóna króna sem Sambandið skuldar þar. Þad er einmitt hlutur Sambandsins eins og hann leggur sig í Olíufélaginu hf., sem sam- kvæmt ársreikningi Sambandsins 1988 var metinn á 1,1 milljarð króna. Eignarhluti Sambandsins í Olíufélaginu er 44,53%. Olíufé- lagið er geysilega öflugt og vel stætt fyrirtæki og óhætt að segja að rekstur þess sé með miklum blóma. Það er talið vera tólfta stærsta fyrirtæki landsins, var með veltu upp á 5,5 milljarða á sl. ári, hagnað upp á 200 milljón- ir króna, eigið fé þess var 2.169 milljónir króna (100 milljónum meira en Sambandsins) og eigin- fjárstaða þess 58%. Því kynni það að vera Lands- bankanum keppikefli að eignast veð í hlutabréfum Sambandsins í Olíufélaginu, þar sem vart er hægt að hugsa sér öruggari tryggingar, ólíkt því sem má segja um margar þær tryggingar sem Sambandið hefur sett fram, fyrir lánum sínum í Landsbankanum. Margar þær tryggingar myndu í raun ekki skila þeim fjármunum sem þær eru metnar á, ef á annað borð færi illa fyrir Sambandinu. Von á niðurstöðu frá Ólafi Nilssyni Þess er að vænta á næstunni að Ólafur Nilsson ljúki heildarút- tekt sinni á fjármálum og stöðu Sambandsins, 'sem hann vinnur nú fyrir Landsbankann. Það verð- ur ekki fyrr en úttekt hans liggur fyrir, sem Landsbankinn og Sam- bandið ganga frá kaupum Lands- bankans á Samvinnubankanum. Og er ekki fyrr en þá sem kemur á daginn hvort Landsbankinn mun standa við það kaupverð sem Sverrir Hermannsson, Lands- bankastjóri, samdi um við Sam- bandið þann 1. september sl. en þá samdi Landsbankinn um að kaupa 52% hlut Sambandsins í Samvinnubankanum fyrir 828 milljónir króna. Heildarkaupverð verður samkvæmtþví 1.592 millj- ónir króna. Það sem gæti breytt endanlegu kaupverði eru þættir eins og lífeyrissjóðsskuldbindingar bank- ans við lífeyrissjóð Sambandsins, reynist þær meiri en um var rætt í september og útistandandi skuldir sem menn verða sammála um að þurfi að afskrifa, ef þær eru umfram þá upphæð sem til er í afskriftasjóði Samvinnubankans, en þar eru samtals 100 milljónir króna. Slíkir þættir kæmu til lækkunar kaupverðinu. Forsljórinn vill ekkert segja Það er í höndum Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands- ins, að vinna að eignasölu og að hraða henni eftir megni. Hann víldi í gær ekki tjá sig um það við Morgunblaðið hvaða eignir nákvæmlega hann myndi kapp- kosta að reyna að selja, né heldur hversu mikið fjármagn Samband- ið teldi sig þurfa að losa um, til þess að bæta stöðu sína. Það mun væntanlega skýrast á næstu mán- uðum hvort honum tekst ætlunar- verk sitt, en ekki verður sagt að bjartsýni í þá veru hafi einkennt mál viðmælenda minna, Tillögur vinnuhóps um aðgerðir vegna stöðu loðdýraræktar: Bjargráðin fyrir atvinnugrein- ina en ekki loðdýrabændur - segir Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismaður sem skilaði séráliti ÁSGEIR Hannes Eiríksson al- þingismaður segir í séráliti með tillögum vinnuhóps um aðgerðir til aðstoðar loðdýrarækt, að þau bjargráð sem í tillögunum felast nái ekki til 20-30% loðdýra- bænda, sem að öllum líkindum verði gjaldþrota strax í vetur. Hann segir bjargráðin^frekar hugsuð til að bjarga loðdýrarækt- inni sem atvinnugrein heldur en loðdýrabændum sjáll'um. og með þeim sé ekki séð fyrir endann á irekari bjargráðum um ókomin ár og áratugi. Ásgeir átti sæti í fimm manna þingmannanefhd, sem ásamt ftilltrúum landbúnað- arráðuneytisins, Byggðastofnun- ar og Þjóðhagsstofnunar vann að tillögum til aðstoðar loðdýrarækt- inni. Ásgeir Hannes Eiríksson segir í séráliti sínu, að útflutningsverðmæti loðdýraræktar þurfi að þrefaldast í krónutölu til að greiða rekstrar- kostnað og koma í veg fyrir að grejn- in hættí-að hlaða utan á sig vöxtum, og jafnvel fjórfaldast til að ná að , höggva eitthvað í höfuðstól skuld- anna á hverju ári. Islensk loðskinn séu ekki ennþá eins góð og skinn frá öðrum þjóðum, og því ekki eins verðmæt, og á því geti orðið bið þar sem óvissan sem ríki hér á landi í loðdýrabúskap bitni á gæðum skinn- anna. Þá sé ekkert útlit fyrir að loð- skinn hækki í verði næstu tvö árin, og engin vissa fyrir því að þau hækki að þeim tíma liðnum. Hann bendir á að stjórnvöld hafi í upphafi hugsað loðdýrarækt sem hluta af byggðaþróun á íslandi en ekki sem atvinnugrein, og þess vegna hafi meira verið gætt byggð- arsjónarmiða en minna hugsað um arðsemi. Fyrir þetta gjaldi greinin í dag, og_því.beri,Alþingi<og. ríkis- ¦ stjórri mikla ábyrgð. Hið opinbera og ýmis konar ráðunautar hafi hvatt fólk til að taka upp loðdýrarækt, og sjóðir veitt óvenju mikla fyrir- greiðslu. Þess vegna sé fyrsta skylda Alþingis við fólkið sjálft en ekki við loðdýraræktina. Orðrétt segir í sérá- litinu: „Ég legg því til að að reiknað verði út hvernig því fólki sem er fjár- hagslega skuldbundið vegna loð- dýraræktar verði best hjálpað til að losna úr snörunni. Eðlilegt er að allir sem hlut eiga að máli axli hluta af ábyrgðinni: Ríkið, lánardrottnar, landbúnaðurinn og fólkið sjálft. Að því búnu verði þeim sem vilja og treysta sér til að reka loðdýrarækt fyrir eigin reikning án hjálpar frá ríkinu veitt leyfi til að halda áfram á sína ábyrgð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.