Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 E1 Salvador: Sókn skæruliða virð- ist í nokkurri rénun Grunur um að dauðasveitir hægri- manna hafi myrt 6 jesúítapresta San Salvador. Reuter. ENN er hart barist í San Salvador höfuðborg E1 Salvador. Nýjustu fréttir herma þó að sókn vinstrisinnaðra skæruliða sem hófst fyrir viku sé nú í rénun. Gífurlegt mannfall hefiir verið í borginni, barist heftir verið í stórum hluta hennar og talið er að um 800 manns hafi fallið undanfarna viku. Mestan óhug hafa vakið morð á 6 jesúítaprest- um og tveimur konum í háskóla í manna eru grunaðar um ódæðið. Þijátíu vopnaðir menn réðust inn á garð Mið-Ameríkuháskólans að- faranótt fimmtudags. Mennirnir vöktu þá sem þar sváfu og myrtu síðan átta manns, sex jesúítapresta, eiginkonu eins háskólastarfsmanna og 15 ára dóttur hennar. Pjórir hinna látnu fundust á grasflöt við háskólann. Hafði þremur verið stillt upp við vegg áður en þeir voru skotnir með vélbyssum. Meðal fórn- arlambanna er Ignacio Ellacuria, rektor háskólans og mikill baráttu- maður fyrir mannréttindum. Ellac- uria aðhylltist frelsunarguðræði sem hvetur m.a. til þess að kaþólska kirkjan taki afstöðu í stjórnmálum. Ekki er vitað hvetjir stóðu að morðunum. Ríkisstjórn landsins undir forsæti Alfredos Cristianis sagði „hryðjuverkahópa" hafa verið þar að verki og tilkynnt var að opin- San Salvador. Dauðasveitir hægri- oer rannsókn myndi fara fram á atvikinu. Leiðtogi jesúíta í Banda- ríkjunum sakaði stjórnarherinn í E1 Salvador um að hafa staðið að morð- unum. Bandarísku mannréttinda- samtökin Americas Watch segja í bréfi til James Bakers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að stjórnar- herinn hafi lengi fylgst með háskó- lanum og morðunum svipi til hryðju- verka dauðasveita hægrimanna. Christopher Dodd, bandarískur öldungadeildarþingmaður, spáði því í gær að andstaða almennings við fjárhagsstuðning bandarískra stjórnvalda við stjórnina í E1 Salvad- or myndi vaxa mjög. Dodd, sem er formaður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, sagði að þingið myndi hætta við fjárveitingar ef í ljós kæmi að hægrisinnaðir hermenn hefðu staðið að morðunum. Fjár- stuðningur Bandaríkjanna til stjórn- Reuter Lík þriggja jesúítapresta sem fundust á grasflöt við Mið-Ameríkuhá- skólann í San Salvador. arinnar í E1 Salvador nemur nú um David Blundy fréttaritari Sunday 60milljónumíslenskrakrónaádag. Correspondent, á sjúkrahúsi eftir í gær lést breskur blaðamaður, að hafa orðið fyrir skoti. ■ FJÓRIR Norðmenn fórust er sjúkraflugvél flaúg á fjallstind í stórhríð á þriðjudág. Lík fjórmenn- inganna, tveggja flugmanna, hjúkr- unarkonu og læknanema, fundust skammt frá slysstaðnum í gær, þremur dögum eftir slysið. H TVEIR starfsmenn hollensks verslunarfyrirtækis hafa verið handteknir og kærðir fyrir að hafa selt blýmengað dýrafóður. Fóðrið hefur valdið eitrun í þúsundum nautgripa í tveimur löndum. Sölu- bann var sett á mjólk og kjöt frá 300 bændabýlum í Hollandi og 1400 í Bretlandi vegna blýmengunar hrísgijónahýðis frá Búrma, en því var aflétt í gær. Fyrrum forstjóri fóðursölufyrirtækisins D.M. De Bruyn BV og samstarfsmaður hans hafa verið kærðir fyrir að selja hættulega vöru vísvitandi og án þess að vara kaupendur við. Þeir eiga yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóma. H JÓHANNES Páll páfí II ræðir við Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétfor- seta í Páfagarði 1. desember. Þetta verður í fyrsta sinn sem páfi og Sovétleiðtogi ræð- ast við og gæti fundur þeirra orð- ið til þess að páfi færi í heimsókn til Sovétríkjanna, sem er eitt af þeim fáu löndum sem hann hefur ekki heimsótt. Gorbatsjov Tímamót í sögu Austur-Þýskalands: Umbætur Modrows sam- þykktar á a-þýska þinginu Búist við milljónum ferðalanga að austan til Vestur-Þýskalands um helgina Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-ÞÝSKA löggjafarsam- kundan samþykkti í gær sam- hljóða tillögur ríkisstjórnar Hans Modrows, forsætisráðherra, sem fela m.a. í sér aukið frelsi í ut- anríkisviðskiptum, heimila stofn- un einkafyrirtækja og draga úr miðstýringu og niðurgreiðslum. Þær fela einnig í sér aukinn rétt einstaklinga til orðs og athafna. í gærmorgun tóku Austur-Þjóð- verjar að streyma vestur yfir landamærin og er búist við jafn- vel enn fleira fólki en um síðustu helgi. Þá tæmdu gestirnir sumar verslanir í Vestur-Berlín af ýms- um varningi sem skortur er á fyrir austan. „Það er afstaða ríkisstjórnarinn- ar að almennum borgurum sé fijálst að gera allt nema það sem er sér- staklega bannað," sagði Modrow er hann útskýrði umbótaáætlun stjórnar sinnar. Þingið samþykktj áform stjórnarinnar með lófataki. í ræðu sinni gagnrýndi Modrow Erich Honecker, fyrrum flokksleið- toga, harðlega og sagði stjórn hans bera ábyrgð áratuga efnahagslegri stöðnun og kreppu á öllum sviðum. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalánds, sagði í gær að taka yrði tillit til þess ef þýska þjóðin öll óskaði sameiningar þýsku i'íkjanna. Vestur-Þjóðverjar myndu þó ekki knýja fram sameiningu nema með stuðningi bandamanna sinna. Mieczyslaw Rakowski, leið- togi pólska kommúnistaflokksins, sagði í gær að sameining þýsku ríkjanna kynni að stofna framtíð Póllands í hættu. Gagnrýndi hann Kohl fyrir að vilja ekki heita því í nýafstaðinni Póllandsför sinni, að við hugsanlega sameiningu yrði ekki gert tilkall tíl þýskra svæða, sem bandamenn sameinuðu Pól- landi í stríðslok. Tugþúsundir Austur-Þjóðveija streymdu í gær yfir til Vestur- Þýskalands og sagði lögreglan ring- ulreið ríkja í mörgyim landamæra- þorpum og bæjum. Búist er við ekki minni straumi vestur yfir landamærin en um síðustu helgi. Þá fóru tvær milljónir Austur- Þjóðveija til Vestur-Berlínar er múrinn, sem skiptir borginni í tvennt, hafði verið rofinn. Undan- farna daga hefur um helmingur Austur-Þjóðveija fengið vega- bréfsáritun til að heimsækja Vest- ur-Þýskaland. Manfred Gerlach, leiðtogi Fijáls- lynda flokksins í Austur-Þýska- landi, skýrði frá því í gær, áð Erieh Honecker hefði gefið her- og lög- reglusveitum fyrirmæli um að hefja skothríð á hóp fólks, sem efndi til fjöldafundar í Leipzig fyrir mánuði og krafðist umbóta. Egon Krenz, þáverandi yfirmaður öryggissveit- anna og síðar arftaki Honeckers, hefði hins vegar komið í veg fyrir blóðbað með því að draga fram- kvæmd árásarinnar á langinn þar til um hægðist. H LEIÐTOGI kommúnista í júgóslavneska lýðveldinu SIóv- eníu, Milan Kucan, hyggst láta af embættinu í næsta mánuði. Kuc- an er umbótasinni og hefur verið flokksleiðtogi frá árinu 1986. Hann hefur verið helsti andstæðingur Slobodans Milosevics, nýkjörins forseta og valdamesta manns Serbíu.- 18 VITAL Mo- reira, atkvæða- mikill kommúnisti í Portúgal, hefur hvatt Ieiðtoga portúgalska kommúnista- flokksins, Alvaro Cunhal, til að segja af sér til Cunhal auðvelda breytingar á stefnu flokksins. Moreira sagði í viðtali við portúgalskt dagblað að stefna flokksins væri orðin úrelt í ljósi atburðanna í Austur-Evrópu að undanförnu. IIISGAGAASl f\l\G Nýjar sendingar af ítölskum og þýskum sófasettum □□□□□□ Opiö laugardag til kl. 16.00, sunnudag frá kl. 14.00-16.00 hú5G#gnaverslun REYKJAVir\GRVEGI 66 HAFMARFIRÐI SIMI 54 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.