Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1989. 1§ Útvarpsráð 60 ára: Ríkissjónvarpið þarf að styrkja sem mest Rætt við Sigurð Bjarnason og Ingu Jónu Þórðardóttur um Útvarpsráð fyrr og nú NÚ, ÞANN tuttugasta nóvem- ber, eru nákvæmlega 60 ár síðan fyrsti fundur Útvarpsráðs var haldinn. Fundurinn var haldinn á heimili dr. Alexand- ers Jólianiiessonar sem var til- nefndur í Útvarpsráð af Há- skóla íslands. Fundinn sátu einnig formaður hins nýskipaða Útvarpsráðs, Helgi Hjörvar, sem skipaður var af Tryggva Þórhallssyni atvinnumálaráð- herra, og Páll ísólfsson sem ráðherra tilnemdi fyrir hönd Félags útvarpsnotenda. Á þess- um fyrsta fundi Útvarpsráðs hófst undirbúningur fyrir út- sendingar hins nýstofnaða Ríkisútvarps. Rúmu ári seinna, Þann 20 desember árið 1930 var fyrst sent út á öldum ljós- vakans, það var Helgi Hjörvar sem manna fyrstur talaði í íslenska Ríkisútvarpið. Sigurður Bjarnason fráVigur Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum alþingismaður og ritstjpri Morgunblaðsins, átti sæti í Út-. varpsráði í 23 ár, einna lengst þeirra manna sem þar hafa setið. Hann tók sæti í Útvarpsráði árið 1947 en hvarf úr ráðinu þegar hann varð sendiherra árið 1970. í sámtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Sigurður að í upp- hafi starfa hans í Útvarpsráði hafi formaður verið dr. Jakob Benediktsson. Ráðið varþá skipað. fimm mönnum. Alls hafa formenn . ráðsins verið fjórtán og er Sigurð- ur Bjarnason í þeirra hópi, hann var formaður um hálfs árs skeið ári'ð 1959. „Allur sá tími sem ég sat í Útvarpsráði er mér mjög eftir- minnilegur," sagði Sigurður. „Ég hafði verið blaðamaður og rit- stjóri frá því ég kom úr skóla og hafði mikinn áhuga á fjölmiðlum, þess vegna vildi ég vera í Út- varpsráði. Ég hafði meiri faglegan áhuga á ráðinu en pólitískan, þó vitanlega hafi hvílt á mér, sem öðrum þarna, sú skylda að standa vörð um hlutleysi Ríkisútvarpsins og svo hitt að gæta þess að ganga ekki þvert á vilja minna sam- flokksmanna. Flokksmenn stóðu gjarnan saman í stórpólitískum málum sem og þeir flokkar sem sátu saman í ríkisstjórn. Alþingi kýs Útvarpsráð og hefur svo ver- ið lengi, nema hvað um stuttan tíma var hluti þess kosinn af hlustendum. Mér finnst fara yel á því að Alþingi velji menn í Út- varpsráð á þennan hátt og mér líst ekki á þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um breyt- ingu þar á. Útvarpsráði var frá upphafi ætlað fyrst og fremst að vera ráðgefandi fyrir útvarps- stjóra og svo einnig að taka bind- andi ákvarðanir um dagskrá. Á þeim rösklega tyeimur áratugum sem ég sat í Útvarpsráði gekk starfsemi ráðsins ágætlega en öðru hvoru komu þó upp mál sem ollu hörðum deilum og þá sérstak- lega ef málin voru pólitísk. Að vissu leyti voru menn pólitískari þá en nú er. Flokkaskipting var líka skarpari þá enda flokkarnir færri. Jónas Þorbergsson, fyrsti útvarpsstjórinn, átti hvað mestan þátt í að móta stefnu Ríkisút- varpsins. Það gekk ekki átaka- laust. Hann hafði verið ritstjóri Tímans áður og það stóð nokkur styr um hann, þó vissulega væri hann að mörgu leyti gáfaður og mikilhæfur maður. Sama má segja um Vilhjálm Þ. Gíslason sem tók við af Jónasi árið 1953. Hann hafði í mörg ár áður verið einskon-, ar menningajlegur ráðunautur Útvarpsráðs. Árið 1968 tók Andr- és Björnsson við stjórn útvarps- ins, en hann hafði áður verið þar dagskrárstjóri. Þessa menn alla þekkti ég yel og átti við þá gott samstarf í Útvarpsráði. Árið 1985 varð Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri, einnig honum er ég vel kunnugur, hann var blaðamað- ur á Morgunblaðinu í minni rit- stjóratíð þar. í tíð Vilhjálms Þ. Gíslasonar. héldum við útvarpsráðsmenn kvöldfund einu sinni á ári, svokall- aðan „Hugsjónafund". Þar var aðalatriðið að brjóta uppá nýjum hugmyndum. Þetta voru ágætir fundir sem skiluðu oft góðum ár- Sigurður Bjarnason frá Vigur. Inga Jóna Þórðardóttir Gömul mynd af Útvarpsráði og starfsmönnum útvarpsins. F.v. Jónas Þorbergsson, Páll ísólfsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Ólafur Jóhannesson, Jóhann Hafstein, Jakob Benediktsson, Helgi Hjðrvar, Stefán Pjetursson, Sigurður Bjarnason, Andrés Björnsson og Jón Þórarinsson angri. Hlutur kvenna í útvarps- dagskránni var á þessum árum miklu minni en nú er. Ég man ekki til að það hafí verið nein kona í útvarpsráði öll þessi 23 ár sem ég var þar nema Rannveig Þorsteinsdóttir. Konur voru raun- ar ekki heldur ahjjennt í mikil- vægum stjórnunarstörfum hjá Ríkisútvarpinu fyrr en Margrét Indriðadóttir varð þar fréttastjóri. Það var brotið blað í sögu Ríkisútvarpsins þegar sjónvarpið kom til sögunnar árið 1966. Ég átti sæti í sjö manna nefnd sem lagði á ráðin um undirbúning sjón - varpsútsendinga. Til gamans get ég sagt hér að við töluðum þá í fullri alvöru um möguleika á „byssulausu sjónvarpi". En þegar til átti að taka var_þvi miður talið einsýnt að með því móti fengjum við nánast engar myndir til sýn- inga. En vissulega vildum við að sjónvarpið yrði menningarlegur miðill einsog útvarpið hefur löng- um verið og ég held að sjónvarpið hafi að mörgu leyti staðið sig vel og orðið þjóðinni til gagns og gleði. Mín skoðun er sú að Ríkisút- vaipið sé besta útvarpsstöðin sem við höfum í dag þó ég sé ekki á móti nýjum ogóháðum útvarps- stöðvum. Það er mín skoðun að það þurfi að vera stöðug þróun í stofnun eins og Ríkisútyarpinu. Ég sagði einu sinni að Útvarpsráð þyrfti að vera bæði róttækt og íhalds- samt. Róttækt í þá veru að vera. opið fyrir nýjungum og breyting- um í tímans straumi og íhalds- samt á þann veg að standa trúan vörð um íslenska tungu og forna og nýja menningu þjóðarinnar. Þetta tel ég enn vera hlutverk Útvarpsráðs og auðvitað Ríkisút- varpsins sem slíks." Inga Jóna Þórðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir er for- maður Útvarpsráðs í dag. Hún tók sæti í Útvarpsráði í kölfar kosn- inga árið 1983 en varð formaður þegar Markús Örn Antonsson varð útvarpssljóri árið 1985. í spjalli sem blaðamaður átti við Ingu Jónu sagði hún að nú væri Útvarpsráð skipað 7 mönnum sem allir eru sem fyrr kosnir af Al- þingi. Úr hópi þessara sjö skigar ráðherra formann ráðsins. í Út- varpsráði eiga sæti núna auk Ingu Jónu: Markús Á. Einarsson, Guðni Guðmundsson, Magdalena Schram, Magnús Erlendsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Bríet Héðinsdóttir. Útvarpsráð er kosið til fjögurra ára og situr áfram þó stjórnarskipti verði á tímabilinu milli kosninga. Um breytingar á starfsemi Utvarpsr- áðs í kjölfar nýrra útvarpslaga sagði Inga Jóna: „Mesta breyting- in er sú að meira hefur verið fjall- að um skipulag dagskrár en minna verið fjallað um einstök atriði eins og t.d. hver eigi að stjórna hverjum umræðuþætti eins og áður var gjarnan ákveðið á fundum Utvarpsráðs. Við erum því að færa okkur æ meira yfir í heildarlínur og kveða nánar á um ýmislegt t.d. skiptingu fjármagns á milli deilda, en þar eru átaka- punktarnir nú. Þegar við skiptum fjármagninu erum við um leið að ákveða svigrúm hverrar deildar. Við fáum tillögur um dagskrár- ramma frá starfsmönnum og fjöll- um um þær á fundum okkar. Við höfum lagt áherslu á viss atriði í mótun dagskrárgerðar. Við hðf- um t.d. undanfarin ár freistað þess eftir megni að efla innlenda dagskrárgerð sjónvarps og erum nú búin að ná þeim árangri að vera komin úr tæpum þriðjung i vel yfir 40 prósent hlutfall íslensks efnis þrátt fyrir lengingu dag- skrár. Auk þess höfum við verið að leggja línurnar í barnaefni, tryggja þvi sess í dagskránni og lengja það. Öll nánari atriði innan þessa ramma eru hins vegar í höndum starfsfólks. Um hinar nýju hugmyndir um Útvarpsráð sagði Inga Jóna m.a.: „Oft, hefur verið gagnrýnt að Út- varpsráð væri of þungt í vöfum og ákvarðanir drægjust á langinn vegna þess. Sérstaklega var þetta. ofarlega á baugi þegar nýju út- varpsstöðvarnar tóku til starfa og réðu til sín starfsfólk frá Ríkisút- varpinu. Þessi gagnrýni hefur að vísu nokkuð til síns máls t.d. í ofangreindum tilvikum. Hug- myndir hafa komið fram um að í stað Útvarpsráðs komi nýtt Dag- skrárráð sem skipað væri mun fleira fólki en þeim fulltrúum sem kosnir eru af Alþingi. Ég fæ ekki séð að slíkt ráð yrði skilvirkara. Nú kýs Alþingi fólk í Útvarpsráð, sem tryggir sömu pólitísku hlut- föll og fram koma í almennum kosningum. Það er með Ríkisút- varpið eins og hvert annað fyrir- tæki, fulltrúar eigenda sitja þar f stjórn. Ef þessar umræddu tillög- ur verða að veruleika þá myndi ráðherra skipa í Dagskrárráð og það er ekki vist að það ráð yrði ópólitískara í reynd. í tillög^unum er líka gert ráð fyrir meiri mið- stýringu en nú er og það tel ég stórt skref afturábak og til þess fallið að skerða sjálfstæði stofn-: unarinnar. Undanfarið hefur gætt æ meiri tilhneigingar til þess að fastráða starfsfólk útvarpsins fremur'en lausráða. Sú þróun getur orðið til þess að Ríkisútvarpið einangrist meira frá almenningi. Fram til þessa hefur ótrúlega margt fólk úr röðum hinna almennu borgara komið við sögu dagskrárinnar sem hefur skapað mikla fjölbreytni í efnisvali. Hvað snertir ráðningar starfsfólks þá má segja að vel gangi að fá fólk til starfa við Ríkisútvarpið. Útvarpsráð hefur smám saman dregið úr umfjöllun sinni um ráðningarmál starfs- fólks. I dag fjöllum nánast ein- göngu um ráðningu starfsfólks fréttadeilda og yfirmanna deilda. Mér finnst nauðsynlegt að í nýjum útvarpslögum verði kveðið skýrar á um hvaða störf Útvarpsráð eigi að fjalla um. í núgildandi lögunum er talað um starfsfólk dagskrár og það er of óljóst. Hvað snertir umfjöllun Útvaipsráðs um hin ýmsu mál þá tel ég að það heyri til algerra undantekriinga að þing- flokkur reyni áð hafa áhrif á störf fulltrúa sinna í Útvarpsráði. Þetta hljómar kannski ekki trúverðugt en þetta er samt satt. Útvarps- ráðsmenn eru vissulega ekki alltaf á sömu skoðun, síður en svo. En það eru þá viðhorf hvers og eins fremur en flokkspólitísk bönd. Ég held að Ríksútvarpið hafi sýnt að það stendur styrkum fót- um í samkeppninni. A hverjum tíma verða menn að skilgreina hver séu verkefni Rfkisútvarps. Undanfarið hefur mikið verið gert til þess að auka þjónustu Ríkisút- varpsins við landsbyggðina með svæðisútvörpum á Akureyri, Eg- ilsstöðum og ísafirði. Þessi þróun hefur gengið hægt fyrir sig að sumra mati en það er að mínu viti betra hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum. Ég er þeirrar skoðunar að samkeppnin við hinar nýju útvarpsstöðvar hafi haft góð áhrif á dagskrá Ríkisútvarpsins. Sjónvarpið hefur styrkt stöðu sína mjög mikið þó það fái að mínu mati of lítið af ráðstöfunarfé Ríkisútvarpsins. Það fær af af- notagjöldum stófnunarinnar og ég held að það þekkist hvergi á byggðu bóli að hlutur sjónvarps í útvarpsrekstri sé svo smár. Það er svo miklu dýrari hver mínúta sem framleidd er í sjónvarpi en hver mínúta sem framleidd er í hljóðvarpi. Um þetta eru átök allt frá gamalli tíð. Ég tel rétt að hafa hugfast að sjónvarp er sterk- ur og áhrifarikur miðill. Ef við viljum standa vörð um menning- ararfinn þáeigum við að styrkja innlenda dagskrárgerð til þess að vega upp á móti öllu því flóði er- lends efnis sem þegar er farið að dynja yfir okkur og á eftir að verða enn meira þegar æfleiri ná sendingum gervihnatta. Ég tel að á næstu árum sé nauðsynlegt að styrkja sjónvarpið sem mest, hvernig sem við förum að því. Það er besti mótleikurinn við öllu þessu framboði á erlendu efni. Allar skoðanakannanir sýna að fólk hér vill helst horfa á islenskt efni." Guðrún Guðlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.