Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER T989 aKF- Minning Emmy Hansson Fædd 31. ágúst 1928 Dáin 11. nóvember 1989 Það er erfitt að sætta sig við. fráfall ástvina sinna þegar þeir falla frá á þeim aldri, þegar þeir ættu að fara að njóta uppskeru ævistarfs síns. Svo fór með tengdamóður mína, Emmy Hansson.sem lést 11. nóvember, aðeins sextíu og eins árs að aldri. Emmy fæddist í Glostrup, út- hverfi Kaupmannahafnar, þann 31. ágúst 1928. Hún var fimmta barn hjónanna Fritzie og Haralds Daae, bifreiðastjóra, sem bæði eru látin. Fjölskyldan fluttist til Rödovre þeg- ar Emmy var á 2. ári og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi, en börn þeirra Fritzie og Haralds urðu alls 11, sex synir og fimm dætur. Emmy kynntist^ eftiríifandi eigin- manni sínum, Óla Val Hanssyni, haustið 1945, en hann var þá við nám í Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Tilhugalíf þeirra varð þó nokkuð langt, og trúlega stremb- ið, því Óli Valur fór upp til íslands 1946 og sáust þau aðeins einu sinni þar til sumarið 1949 að Emmy ákvað að koma hingað og líta landið augum. Hingað fluttist hún svo al- komin 1950 og þau Óli Valur gift- ust 11. febrúar það ár. Ungu hjón- in stofnuðu heimili sitt í Hveragerði og bjuggu þar fram til ársins 1957 að þau fluttust til Reykjavíkur, á Hjallaveginn, en þar bjó Emmy til dauðadags. Það var erfitt fyrir unga- konu að flytjast hingað til íslands á þess- um árum. Fjölskyldan sem hún hvarf frá var stór og samhent, hér þekkti hún fáa. Það var líka svo að heimalandið átti alla tíð sterk ítök í henni þó hún samlagaðist íslenskum háttum vel. Hún fór reglulega í heimsókn til Da&merkur og á síðari árum árlega eða oftar. Þau Óli Valur eignuðust tvo syni, RolfErik, fæddan 7. apríl 1956, og Ómar Björn sem fæddist 22. júlí 1959. Synirnir fylgdu móður sinni til Danmerkur á meðan þeir voru yngri og var það stolt hennar og yndi að sýna ættingjunum drengina sína. . Ég sá Emmy fyrst fyrir tæpum fjórtán árum þegar ég og eldrí son- ur hennar, Rolf, vorum að draga okkur saman. Fyrstu minningar mínar af henni eru af konu sem var föst fyrir, ákveðin í skoðunum og sem hafði um margt aðrar skoðanir en ég. Emmy hafði eytt sínum starfsdegi að mestu innan veggja heimilisins, hlutskipti sem ég ætlaði sjálfri mér ekki í lífinu. Hver staða kvenna væri og hvernig hún ætti að vera, var málefni sem við urðum ekki á eitt sáttar um á þessum árum. Óli Valur sagði eitt sinn þeg- ar þessi mál bar á góma, að hann og Emmy hefðu gert með sér samn- ing sem fæli i sér að hún skyldi sjá um heimili og börn, en hann um aðföng. Það er öllum ljóst sem á heimili þeirra komu að hún hélt sinn hluta samningsins. Hún var nýtin með afbrigðum og minnist ég þess að hafa sagt við hana, áður en frægt var orðið að tala um hagsýnar hús- mæður í stjórnmálum, að hún hefði áttað sjá um stjórnarheimilið. Eg man að fyrst þegar við kynnt- umst átti Emmy gamla Hoover- þvottavél með handvindu. Hún not- aði vélina helst til að þvo sængur- fatnað. Annað handþvoði hún. Hún sagði að fötin færu svo illa á því að velkjast um í þvottavél í 1—2 klst. Mér fundust þessir búskapar- hættir hálffurðulegir nú á tímum sjálfvirku þvottavélanna og átti ég það til að impra á því við Emmy að þetta væri nú hálfgerð atvinnu- bótavinna hjá henni. Hún lét það lítið á sig fá og hélt sínu striki. Með árunum varð mér ljóst að það var sama hvað Emmy tók sér fyrir hendur, vandvirknin sat ávallt í fyrirrúmi. Garðurinn við húsið þeirra Óla Vals ber því ljósast vitni. Enda bar það ósjaldan við að ókunn- ugir stöldruðu við garðshliðið eða komu inn í garðinn til að dást að honum. Hannyrðir vcru henni alla tíð hugleiknar og báru öll hennar verk vott um vönduð vinnubrögð. Enga aðra manneskju hef ég þekkt sem tók hálfprjónað verk af prjón- unum, þegar hún var ekki að vinna að því. Henni fannst prjónverkið þá verða áferðarfallegra. Um tíu ára skeið vann Emmy við fatavörslu í hádeginu, í veitinga- húsinu Naustinu. Hún kynntist mörgum á þeim vinnustað. Átti hún það stundum til að býsnast yfir ein- hverjum gestinum sem hafði setið of lengi, drukkið of mikið, sýnt óviðeigandi framkomu eða eitthvað annað. Það brást þó ekki að ef við- komandi gleymdi hatti, hönskum eða einhverju sem Emmy taldi að honum væri ekki ósárt um þá tryggði hún að þess yrði vel gætt. Frá þeirri stundu að einhver gestur- inn fól henni eitthvað til varðveislu þar til hann hafði það í hóndunum aftur taldi hún sig bera ábyrgð á hlutnum. Slík var ábyrgðartilfinn- ing hennar gagnvart öllu sem henni var falið að annast. Emmy var barnabörnum sínum, börnunum mínum, einstök amma og er henni seint fullþakkað það atlæti sem hún bjó þeim. Eldra barnabarnið fæddist 1978. Ég man að alla meðgönguna ræddi Emmy aldrei við mig um það sem í vænd- um var og vissi ég eiginlega ekki hvernig ég ætti að taka því. Eftir fæðinguna og af síðari samskiptum okkar varð mér Ijóst að henni var ekki eiginlegt að ræða tilfinninga- mál. Hún sýndi hug sinn hins vegar í verki. An þess ég yrði þess nokk- urn tíma vör, þá hafði hún prjónað rúmteppi, barnateppi og fleira handa ófædda bamabaminu, og hvern dag sem ég lá á fæðingar- deildinni kom hún til mín í heim- sóknartímanum. Sonarsonurinn, Óttar, sem þá fæddist, átti eftir að dvelja mikið hjá ömmu sinni. Sonar- dóttirin, Nína Margrét, sem fæddist 1983 varð þar einnig tíður gestur. Aðdáun Emmyar á barnabörnunum átti sér lítil takmörk. Hún var þó þeirrar skoðunar að sambland af ást og aðhaldi væri börnunum holl- ast. Einnig taldi hún mikils um vert að foreldrarnir hlypust ekki undan skyldum sínum með því að nýta sér um of ástríki hennar á barnabörnunum. Hún vildi ákvarða sjálf hvaða tíma hún nýtti í að njóta barnabarnanna. Það sem hún veittj^ji þeim helst var hlutdeild í iífi sínu. Þau tóku þátt í öllum hennar dag- legu störfum. Hún hafði alltaf tíma til að sitja með þeim og tala við þau, eða kenna þeim. Ófáúm stund- um eyddi hún með þeim í garðinum og notaði hún hvert tækifæri til að leiðbeina þeim og kenna umgengni við gróðurinn. Syni mínum kenndi hún að prjóna og fyrir síðustu jól sat hún þolinmóð hjá honum margt síðdegið og leiðbeindi honum við gerð krosssaumsmyndar sem hann svo gaf okkur, foreldrum sínum, í jólagjöf. Það er með trega í huga að ég kveð tengdamóður mína nú í dag. Ég minnist hennar eins og hún var áður en hún veiktist, full af orku og ósérhlífni. Hún var þó sjálf tiibú- in til að fara og er það vel að veik- indastríð hennar varð ekki lengra. Herdís Sveinsdóttir ' i < 1 Séra FinnbogiKrist- jánsson — Minning Séra Finnbogi var minnisstæður maður. Eg sá fyrst til hans á prenti í MorgunblaðinU kringum 1955^ Nokkrir menn voru spurðir þess um áramótin hvað þeir hefðu lesið á liðnu ári, og það vakti aðdáun mína að bækurnar ¦> sem séra Finnbogi (sem ég hafði þá aldrei hitt) taldi upp voru allar stór og strembin fræðirit. Eitt þeirra, man ég, var nýleg amerísk inngangsfræði Gamla testamentisins eftir Robert Pfeiffer sem er svo nákvæmnisleg að hún er frekar notuð til uppflett- inga en samfellds lestrar. En þetta og annað lesefni séra Finnboga tal- aði sínu máli um manngerð hans, enda náfrændi Gunnars Guðmunds- sonar frá Heiðarbrún, sem vakti athygli í Sjónvarpinu sl. vor fyrir Njáluþekkingu sína. Við hjónin fórum norður í land fyrir allmörgum árum, og fýsti mig mjög að sjá þennan sérstæða mann sem ýmsum sögum fór af sökum forníslensks lífernis og fræði- hyggju. Ókum við því norður á Skaga og inn í forkunnarfagra sveit sem skein við sólu, Laxárdalinn, en þangað hafði hvorugt okkar áður komið. Auðvitað festi ég bílinn á eyrunum við ána, en greiðvikinn bóndi sem þar var að slætti skammt undan dró mig upp, og gengum við svo yfir göngubrú og heim að Hvammi. Þar tók séra Finnbogi forkunnarvel á móti frænku sinni og manni hennar og bauð okkur að skoða kirkjuna, sem er fagurt lítið guðshús, jafníslenskt og allt sem íslenskt er, og svo inn í bæ. Og þar bauð hann okkur upp á alls kyns tertur úr blikkdúnkum, efi uppruna þeirra þekki ég ekki. Kannski frá einhverri greiðvikinni konu á bæjunum í kring, því að séra Finnbogi var ókvæntur ein- setumaður, móðir hans, sem hafði verið hjá honum, látin fyrir mörgum árum og jörðuð þar í Hvamms- kirkjugarði. Brátt snerist talið að fræðilegum efnum, og var nærri sama hvar ég bar niður, alls staðar var séra Finnbogi heima, og auk þess minntist hann á eldri bækur, margar mér ókunnar, og brá sér þá fram hvað. eftir annað að sækja viðkomandi bók og sýna mér. Dvöldum við þar lengi dags og und- um vel hag okkar. Á kveðjustund ' fylgdi presturinn okkur út á tún, og ekki man ég hvernig á því stóð en talið sveígðist að mannkynssögu og styrjöldum. Þá loksins skildi ég hvar hugur og eftirlætisefni séra Finnboga var; hernaðarsaga. Og hóf hann á göngunni að segja frá allskyns orrustum, milli Breta og Frakka, úr ameríska frelsisstríðinu o.fl. og var frá sér numinn, nærri dansaði um túnið er hann lýsti hern- aðarbrögðum, eða býsnaðist yfír því að tiltekinn herforingi skyldi ekki hafa farið norðan við hæðina þar sem engar varnir voru fyrir, en hann hlaut að bíða ósigur úr því hann fór suðurfyrir, o.s.frv., með hneykslun og eftirsjá í röddinni. Nokkrum sinnum heimsóttum við séra Finnboga á Sauðárkróki, er hann hafði látið ef embætti, og tók ég þá eftir því að hann kunni alla páfana utanað og hafði si'nar skoð- anir á þeim hverjum fyrir sig. Keyptum við því handa honum veggspjald eitt mikið í Róm, er við dvöldum þar, sem sýndi andlits- mynd allra páfa, allt frá Sankti Pétri, ásamt upplýsingum um hvern og einn, en sumar þeirra voru ekki glæsilegar þótt prentaðar væru í Vatíkaninu, og færðum séra Finn- boga í næstu heimsókn. Þessu tók hann forkunnarvel. Nú er þessi einstæðingur allur. En hann átti vináttu fólksins þar sem hann þjónaði, og síðast í ein- setunni á Sauðárkróki, og reyndist honum prófasturinn vel, og sýslu- maðurinn. Hann var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1908, og voru foreldrar hans Margrét Finnbogadóttir Árnasonar á Galtalæk á Landi og Axel Lass- en, veggfóðrari í Reykjavík. Efni voru ekki til skólagöngu, en haniM braust áfram og náði stúdentsprófi utanskóla 1930, og 1936 lauk hann embættisprófi frá guðfræðideild Háskólans, þá í Alþingishúsinu, en tveimur árum síðar tók hann kenn- arapróf frá Kennaraskólanum gamla. Prestskap hóf hann 1941, veittur -Staður í Aðalvík 1. nóvember 1941. Var hann þar fram að stríðslokum, en veittur Hvammur í Laxárdal, Skagafirði, 1. júní 1946 og þjónaði þar dyggilega uns hann lét af emb- ætti fyrir aldurs sakir fyrir hálfum öðrum áratug og tók sér bólfestu á Sauðárkróki. í dag verður útför hans gerð frá Hvammskirkju í Lax- árdal. "* Séra Finnbogi Kristjánsson var einn þessara einstæðu og sérmót- uðu persónuleika sem ísland er orð- ið svo fátækt af. Hann fór sínar eigin leiðir í túlkun sinni á kristin- dómnum og skilningi sínum á kirkj- unni, en hann féll vel að fólkinu og það að honum. Requiescat in pace. Þórir Kr. Þórðarson Minning: Björg Björnsdóttir /0 Fædd 3. febrúar 1918 Dáin 11. nóvember 1989 Það er ekki langt síðan ég kynnt- ist Björgu Björnsdóttur frá Ytra- Hóli. Sonur hennar, Ásgeir S. Björnsson, réðst sem • útgáfustjóri til mín fyrir nokkrum árum en móður hans kynntist ég ekki að nokk.ru ráði fyrr en hún lagði leið sína suður yfir heiðar til þess að standa við hlið sonar síns í þeim alvarlega sjúkdómi sem hann kenndi á síðasta ári og sem lagði hann að velli á liðnu sumri. Mig skortir þekkingu til að rekja ættir Bjargar og lífsferil svo nokkru nemi. Eg veit þó að hún er fædd á Örlygsstöðum á Skagaströnd en hefur frá því hún giftist Birni Jóns- syni á Ytra-Hóli alið þar allan sinn aldur og staðið við hlið manns síns og barna í blíðu og stríðu. Þessar fáorðu upplýsingar um ættir og feril Bjargar kunna að þykja fátæklegar en verða þó að nægja. Mér er sannast sagna ofar í huga að minnast þess sem mér varð fljótt ljóst að þar sem Björg var hafði ég kynnst sérstæðum og sterkum persónuleika. Hljóðlátri og fyrirferðarlítilli konu sem óx við hverja raun og sýndi í öllum athöfn- um sínum að hún var ein af hetjum hversdagslífsins, sem axla þær byrðar sem lífið leggur þeim á herð- ar og stendur undir þeim meðan stætt er. Björg Bjömsdóttir var lág- vaxin kona og fínleg en hún var það sem mestu máli skipti; hún var mikil manneskja. Þótt kynnin hafi verið stutt þá söknum við hjónin vinar í stað en söknuður og harmur hinna nánustu er meiri. Við biðjum þeim styrks og blessunar. Örlygur Hálfdanarson JIP barnaskórnir komniraftur Rúmgóðir, vandaðir og faliegir frá JIP Litir: Svart, naturbrúnt og vínrautt. Stærðir: 22-40 Verð frá kr. Domus Medica S. 18519 3.430,- Kringlunni, s. 689212. ^smm aC VELTUSUND11 21212 ^ #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.