Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1989 25 AKUREYRI 0X0111!« Vinnuslysið í Ólafsfjarðarmúla: Norskir menn betur settir en íslenskir varðandi slysabætur NOKKUR munur er á þeim bótum sem íslenskir menn annars yegar og norskir hins vegar eiga rétt á, verði þeir fyrir vinnuslysi. í^kjöl- far þess að norskur maður sem vann við jarðgangagerðina í Ólafs- fjarðarmúla missti framan af fæti urðu nokkrar umræður um slysa- bætur í slíkum tilfellum í Ólafsfirði. Már Svavarsson fjármálastjóri Krafttaks hf., verktaka við jarð- gangagerðina, sagði að allir starfs- menn fyrirtækisins væru slysa- tryggðir og hefði fyrirtækíð keypt viðbótarslysatryggingu fyrir sína starfsmenn ofan á hina almennu slysatryggingu sem vinnuveitenda ber að kaupa. Hann sagði að, sam- kvæmt virkjanasamningi sem í gildi er væri kveðið á um að verktakar hjá Landsvirkjun kaupi slysatrygg- ingu sem er 100% hærri en almenn- ar slysatrygggingar. Síðan er einn- ig um að ræða 50% viðbót ofan á það fyrir þá starfsmenn sem vinna við jarðgangagerð. Fyrirtækið hefði haldið þessum ákvæðum inni, þó svo ekki væri verið að vinna eftir virkjunarsamningi. Ritið Unga Akur- eyri komið út RITIÐ Unga Akureyri er komið út og verður því dreift í hús í bænum á næstunni. í ritinu er að finna upplýsingar um félagsstarf ungs fólks á Akureyri. Æskulýðsráð Akureyrar gefur ritið út. í ritinu er gerð grein fyrir starf- semi íþróttafélaga, ýmiskonar áhugafélaga sem starfandi eru, stjórnmálafélögum ungs fólks og kristilegu starfi. Æskulýðsfélag Akureyrar gengst fyrir kynningarviku dagana 20.-26. nóvember undir kj'örorðinu: hvað eru unglingarnir okkar að gera í félagsmiðstöðvunum? Opið hús verður í félagsmiðstöðvum bæjarins og verða fulltrúar Æsku-. lýðsráðs á staðnum ásamt starfs- fólki og veita upplýsingar um starf- semina. Muninn á slysatryggingum til handa íslendingum annars vegar og Norðmönnum hins vegar sagði hann fólginn í mismunandi bótum frá þessum ríkjum. Norðmaður sem slasast við vinnu, t.d. við jarðganga- gerð, fær greidd full laun frá norska ríkinu í eitt ár. Ef maðurinn getur ekki, að þessu ári Íoknu, stundað þá vinnu sem hann var við, fær hann greiddar bætur í tvö ár í við- bót, að sögn Más. Hann sagði að sá tími væri hugsaður þannig að maðurinn myndi sækja skóla og mennta sig á nýjan leik í því starfi sem honum hentaði. Hjá slysadeild Tryggingastofn- unar ríkisins fengust þær upplýs- ingar að ef um væri að ræða bóta- skylt slys ætti viðkomandi rétt á dagpeningum, sem væru 586 krón- ur á dag. Greiðsla hefst á 8. degi eftir að slysið verður. í fyrstu væru dagpeningar greiddir beint til at- vinnurekanda, en þegar hann hefði lokið greiðslum til þess er slasaðist, væru þeir greiddir beint til hans. Tíminn sem hinn slasaði fengi greidda dagpeninga er frá einu upp í tvö ár, eftir aðstæðum. Þá kom einnig fram, að eftir að dagpeninga- greiðslum lýkur færi fram örorku- mat og fengju þeir sem metnir væru undir 50% örorkumati greidd- ar bætur í eitt skipti, en þeir sem væru yfir 50% fá bótagreiðslu einu sinni í mánuði. Guðspjall dagsins: Ég vegsama þig, faðir. Matt. 11. nóv. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. LANDSPÍTALINN: Messa *l. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIQSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hliðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjön- ustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Fjölskyldu- messa kl. 11 í Digranesskóla. Föndur- stundin byrjar kl. 10.30. Tónleikar á vegum kórs Hjallasóknar hefjast kl. 20.30 í samkomusal Digranesskóla. Einnig koma fram einsöngvararnir Frið- rik S. Kristinsson, Ólöf Ólafsdóttir og Sigmundur Jónsson. Nemendur í Tón- listarskóla Kópavogs annast hljóðfæra- leik. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasam- koma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 í Kópavogs- kirkju. Samræður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Sunnudag 19. nóv. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Jón og Þórhallur sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðu- efni: Alþjóðahyggjan og kristindómur- inn. Organisti Jón Stefánsson. Sr. Þór- hallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: Sunnudag 19. nóv. Messa kl. 11, altarisganga. Sr. Ingólfur Guðmundsson námsstjóri messar. Barnastarf á sama tíma. Kaffi á könnunni eftir messu. Mánudag 20. nóv. Fundur hjá Kristilegu félagi heil- brigðisstétta kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag 18. nóv. Sam- verustund aldraðra kl. 15 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Sr. Miyako kemur og segir frá Japan. Munið kirkjubílinn. Sunnudag 19. nóv.: Barnasamkoma kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Guðs- þjónusta kl. 14, sr. Frank M. Halldórs- son. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Munið kirkjubílinn. Eftir guðsþjón- ustuna flytur Hjalti Hugason lektor síöara erindi sitt um trú og trúarlíf Is- lendinga fyrr á tímum. Kaffiveitingar. Munið kirkjubílinn. Mánudag: Barna- starf 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19.30. SEUAKIRKJA: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Börn úr starfi KFUM, KFUK og Seljakirkju taka þátt í framkvæmd guðsþjónustunnar með söng og helgileik. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna eins og venjulega. Barna- og unglingastarf Seljakirkju: Fundur Æsku- lýðsfélagsins mánudag kl. 20.30. Fund- ir í KFUK mánudag, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Adda Steina, Sigríður og Hannes. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Erindi dr. Sígurbjörn Einarssonar um trú og trúarlíf eftir messu og léttan hádegisverð. Umræður á eftir. Mánu- dag: Fyrirbænastund kl. 17. Æskulýðs- fundur kl. 20.30. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Barnamessa kl. 11. Söngur, sögur, leikir, föndur og margt fleira. Safnaðarprestur. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lágmessa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Há- messa kl. 10.30. Lágmessá kl. 14. MARlUKIRKJA Breiðholti: Hámessa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KFUM og KFUK: Vitnisburðarsamkoma á morgun kl. 20.30. Lokaorð sr. Guð- mundur Óli Ólafsson. Athugið lofgjörð- ar- og bænastund verður kl. 19.30 í samkomusalnum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga- skóli kl. 14. Hjálpræðissamkbma kl. 20.30. Flokksforingjarnir stjórna og tala og hersöngsveitin syngur. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitis- braut 58-60: Messa kl. 11. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Guðsþjónusta í Viði- staðakirkju kl. 14. Barnakór syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Flensborgar- skólans syngur undir stjórn Esterar Helgu Guðmundsdóttur. Organisti Helgi Bragason. Séra Gunnþór Inga- son. FRfKIRKJAN f Hafnarflrði: Barnasam- koma kl. 11. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósepsspftala Hafnar- firði: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8,30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Organisti Þröstur Eiriksson. Sr. Bragi Friðriksson. Barnasamkoma í Kirkju- hvoli kl. 13. BESSASTAÐASÓKN: Barnasamkoma í Álftanesskóla í dag kl. 11. KAPELLA St. Jósepssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Félagar í KFUM og K sjá um fundinn. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og stjómandi Örn Falkner. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA KAPELLAN, Hafnargötu 71, Keflavík: Messa kl. 16 á sunnudög- um. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barna- starf kl. 11 ísafnaðarheimilinu. Þorvald- ur Karl Helgason. YTRI-NJARÐVfKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Barnakór og kirkju- kór syngja. Þorvaldur Karl Helgason. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta verður kl. 11. Börn verða borin til skírnar. Fermingarböm annast ritning- arlestra. Organisti Oddný Þorsteins- dóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta verð- ur kl. 14. Félagar úr Kiwanis-klúbbnum Hof í Garði taka þátt í guðsþjón- ustunni. Barn verður borið til skírnar. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Hjört- ur Magni Jóhannsson. GARÐVANGUR: Helgistund verður á Garðvangi, dvalárheimili aldraðra i Garði, kl. 15.30. Kirkjukór Útskálakirkju syngur. Hjörtur Magni Jóhannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Aðalsafn- aðarfundur eftir messu. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tómas Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnamessa kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Minnst 80 ára afmælis kirkjunnar. Tóm- as Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag, laugardag, í safnaðar- heimilinu Vinaminni kl. 13. Barnaguðs- þjónusta i kirkjunni sunnudag kl. 11. Fjólskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst • er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Einleikur á fiðlu Guðjón Magnús- son, organisti Einar Örn Einarsson. Messa á dvalarheimlinu Höfða kl. 15.30. Fyrirbænaguðsþjónusta mánu- dag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta í Borgarnesi kl. 10. Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta á dvalarheimili aldraðra kl. 14. Sóknar- prestur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Plúsmarkaður inn opnaður Plúsmarkaðurinn var opn- aður á Akureyri í gær, en hann er byggður upp að fyrir- mynd bónusverslana. Þeir sem að Plúsmarkaðnum standa eru hinir sömu og reka- verslunina Matvörumarkaðinn við Kaupang. Hrafn Hrafnsson framkvæmdastjóri sagði að verslunin væri fyrst og fremst miðuð við þá sem væru að gera stórinnkaup. í versluninni munu starfa þrír starfsmenn og sagði Hrafn að strikamerkingar sem alfarið væru notaðar í verslun- inni spöruðu mannahald. Versl- unina sagði hann þá einu í landinu sem eingöngu notaði strikamerkingar, en það voru einmitt strikamerkingar sem settu strik í reikning Plúsmark- aðsmanna í gær. Kerfið reyndist ekki tilbúið er opna átti verslun- ina kl. 13 og því var ekki unnt að opna fyrr en kl. 18. Tekið verður við greiðslukortum í versluninni, og sagði Hrafn að það væri unnt vegna sparnaðar sem hlytist af strikamerkingun- um. Plúsmarkaðuinn verður op- inn frá 13-18.30 alla virka daga og frá 10-14 á laugardögum. Á myndinni er Hrafn ásamt starfs- fólki í versluninni. Ólafsgörður: Skiptum lokið í þrotabúi Sævers SKIPTUM er lokið í þrotabúi Sævers hf. í Olafsfírði, en skiptafundur var haldinn ly'á bæjarfógetaembættinu þar í gær. Heildarkröftir í búið námu um 17,4 milljónuni króna og fékkst ekkert greitt upp í; almennar kröfur. Sæver hf. í Ólafsfirði var stofnað á árinu 1985, að lokinni athugun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar fyrir atvinnumálanefnd Olafsfjarðar á arðsemi þess að vinna grásleppu- hrogn á neytendamarkað. Hlutafé félagsins var 6 milljónir króna og það lögðu fram helstu atvinnufyrir- tæki í Ólafsfjarðarbæ, Kaupfélag Eyfirðinga, Iðþróunarfélag Eyja- fjarðar og á annað hundrað einstakl- ingar. Félagið keypti húseign við Strandgötu undir starfsemi sína á árinu 1986. Þá festi félagið einnig kaup á vélum, tækjum og hráefni til vinnslunnar. Pramleiðsla hófst í byrjun árs 1987, en lá niðri um tíma það ár. Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti í Ólafsfirði sagði að miklar hráefnis- birgðir hefðu verið keyptar vorið 1987, með spá um markaðsaðstæður í huga, en forsendur markaðarins breyttust greininni í óhag, verð féll sem og einnig eftirspurn eftir hrogn- um. Leikar fóru því svo að félagið var úrskurðað gjaldþrota og er skipt- um búsins nú lokið. Fasteign félags- ins var seld á uppboði síðasta sumar og hana keypti Iðnþróunarsjóður á 9 milljónir króna. Að einhverju leyti fylgja vélar og tæki með húseigninni. Stærstu kröfuhafar í búið voru, Sparisjóður Ólafsfjarðar með 6 millj- ónir, Valberg hf. með rúmar 2 millj- ónir, Guðmundur Ólafsson með kröfu upp á um 2,1 miHjón króna, Sölustofnun Lagmetis með 1,4 millj- ónir og Ólafsfjarðarbær með um 1,3 milljónir króna. hugbunaður og viröisaiikaskatturiim Kynning á hugbúnaði vegna gildistöku laga um virðisaukaskatt verður á Hótel Norðurlandi þriðju- daginn 21. nóvember kl. 13.00-19.00. FELL - TRÓIM tölvuþjónusta. •......-....•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.