Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989
-----i---------------------------------------
25
Norskir menn betur settir en
íslenskir varðandi slysabætur
Vinnuslysið í Ólafsfjarðarmúla:
NOKKUR munur er á þeim bótum sem íslenskir menn annars vegar
og norskir hins vegar eiga rétt á, verði þeir fyrir vinnuslysi. I kjöl-
far þess að norskur maður sem vann við jarðgangagerðina í Ólafs-
Qarðarmúla missti framan af fæti urðu nokkrar umræður um slysa-
bætur í slikum tilfellum í Ólafsfirði.
Már Svavarsson fjármálastjóri
Krafttaks hf., verktaka við jarð-
gangagerðina, sagði að allir starfs-
menn fyrirtækisins væru slysa-
tryggðir og hefði fyrirtækið keypt
viðbótarslysatryggingu fyrir sína
starfsmenn ofan á hina almennu
slysatryggingu sem vinnuveitenda
ber að kaupa. Hann sagði að, sam-
kvæmt virkjanasamningi sem í gildi
Guðspjall dagslns:
Ég vegsama þig, faðir. Matt. 11.
nóv. Messa og barnasamkoma kl. 11.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl.
17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þeir sem
vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma
10745 eða 621475.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10.
Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Kirkjubillinn fer um
Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjón-
ustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas
Sveinsson. Prestarnir.
HJALLAPREST AKALL: Fjölskyldu-
messa kl. 11 í Digranesskóla. Föndur-
stundin byrjar kl. 10.30. Tónleikar á
vegum kórs Hjallasóknar hefjast kl.
20.30 í samkomusal Digranesskóla.
Einnig koma fram einsöngvararnir Frið-
rik S. Kristinsson, Ólöf Ólafsdóttir og
Sigmundur Jónsson. Nemendur í Tón-
listarskóla Kópavogs annast hljóðfæra-
leik. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.
Sr. Kristján Einar Þorvarðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasam-
koma í safnaðarheimilinu Borgum kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14 í Kópavogs-
kirkju. Samræður í safnaðarheimilinu
að lokinni guðsþjónustu. Sr. Árni Páls-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Sunnudag 19. nóv.
Óskastund barnanna kl. 11. Söngur,
sögur, myndir. Jón og Þórhallur sjá um
stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðu-
efni: Alþjóðahyggjan og kristindómur-
inn. Organisti Jón Stefánsson. Sr. Þór-
hallur Heimisson.
LAUGARNESKIRKJA: Sunnudag 19.
nóv. Messa kl. 11, altarisganga. Sr.
Ingólfur Guðmundsson námsstjóri
messar. Barnastarf á sama tíma. Kaffi
á könnunni eftir messu. Mánudag 20.
nóv. Fundur hjá Kristilegu félagi heil-
brigöisstétta kl. 20.30. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag 18. nóv. Sam-
verustund aldraðra kl. 15 i safnaðar-
heimili kirkjunnar. Sr. Miyako kemur og
segir frá Japan. Munið kirkjubilinn.
Sunnudag 19. nóv.: Barnasamkoma kl.
11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Guðs-
þjónusta kl. 14, sr. Frank M. Halldórs-
son. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas-
son. Munið kirkjubílinn. Eftir guðsþjón-
ustuna flytur Hjalti Hugason lektor
siðara erindi sitt um trú og trúarlíf (s-
lendinga fyrr á tímum. Kaffiveitingar.
Munið kirkjubílinn. Mánudag: Barna-
starf 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf
er væri kveðið á um að verktakar
hjá Landsvirkjun kaupi slysatrygg-
ingu sem er 100% hærri en almenn-
ar slysatrygggingar. Síðan er einn-
ig um að ræða 50% viðbót ofan á
það fyrir þá starfsmenn sem vinna
við jarðgangagerð. Fyrirtækið hefði
haldið þessum ákvæðum inni, þó
svo ekki væri verið að vinna eftir
virkjunarsamningi.
13 ára og eldri kl. 19.30.
SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Börn úr starfi
KFUM, KFUK og Seljakirkju taka þátt í
framkvæmd guðsþjónustunnar með
söng og helgileik. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Molasopi eftir guðsþjón-
ustuna eins og venjulega. Barna- og
unglingastarf Seljakirkju: FundurÆsku-
lýðsfélagsins mánudag kl. 20.30. Fund-
ir í KFUK mánudag, yngrideild kl. 17.30,
eldri deild kl. 18.30. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskyldu-
messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma.
Umsjón hafa Adda Steina, Sigríður og
Hannes. Organisti Gyða Halldórsdóttir.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir. Erindi dr. Sigurbjörn Einarssonar
um trú og trúarlíf eftir messu og léttan
hádegisverð. Umræður á eftir. Mánu-
dag: Fyrirbænastund kl. 17. Æskulýðs-
fundur kl. 20.30.
ÓHÁÐI söfnuðurinn: Barnamessa kl.
11. Söngur, sögur, leikir, föndur og
margt fleira. Safnaðarprestur.
KRISTSKIRKJA Landakoti: Lágmessa
kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Há-
messa kl. 10.30. Lágmessá kl. 14.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Hámessa kl.
11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18.
KFUM og KFUK: Vitnisburðarsamkoma
á morgun kl. 20.30. Lokaorð sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson. Athugiö lofgjörð-
ar- og bænastund verður kl. 19.30 í
samkomusalnum.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga-
skóli kl. 14. Hjálpræðissamkoma kl.
20.30. Flokksforingjarnir stjórna og tala
og hersöngsveitin syngur.
NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitis-
braut 58-60: Messa kl. 11.
VÍÐISTAEIASÓKN: Barnaguðsþjónusta
í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðsþjónusta í
Hrafnistu kl. 11. Guðsþjónusta í Viöi-
staðakirkju kl. 14. Barnakór syngur.
Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Sig-
urður Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Flensborgar-
skólans syngur undir stjórn Esterar
Helgu Guðmundsdóttur. Organisti
Helgi Bragason. Séra Gunnþór Inga-
son.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam-
koma kl. 11. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósepsspítala Hafnar-
firði: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga er lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Þröstur Eiríksson. Sr. Bragi
Friðriksson. Barnasamkoma í Kirkju-
Muninn á slysatryggingum til
handa íslendingum annars vegar
og Norðmönnum hins vegar sagði
hann fólginn í mismunandi bótum
frá þessum ríkjum. Norðmaður sem
slasast við vinnu, t.d. við jarðganga-
gerð, fær greidd full laun frá norska
ríkinu í eitt ár. Ef maðurinn getur
ekki, að þessu ári Íoknu, stundað
þá vinnu sem hann var við, fær
hann greiddar bætur í tvö ár í við-
bót, að sögn Más. Hann sagði að
sá tími væri hugsaður þannig að
maðurinn myndi sækja skóla og
mennta sig á nýjan leik í því starfi
sem honum hentaði.
Hjá slysadeild Tryggingastofn-
unar ríkisins fengust þær upplýs-
ingar að ef um væri að ræða bóta-
skylt slys ætti viðkomandi rétt á
dagpeningum, sem væru 586 krón-
ur á dag. Greiðsla hefst á 8. degi
eftir að slysið verður. í fyrstu væru
dagpeningar greiddir beint til at-
vinnurekanda, en þegar hann hefði
lokið greiðslum til þess er slasaðist,
væru þeir greiddir beint til hans.
Tíminn sem hinn slasaði fengi
greidda dagpeninga er frá einu upp
í tvö ár, eftir aðstæðum. Þá kom
einnig fram, að eftir að dagpeninga-
greiðslum lýkur færi fram örorku-
mat og fengju þeir sem metnir
væru undir 50% örorkumati greidd-
ar bætur í eitt skipti, en þeir sem
væru yfir 50% fá bótagreiðslu einu
sinni í mánuði.
hvoli kl. 13.
BESSASTAÐASÓKN: Barnasamkoma í
Álftanesskóla í dag kl. 11.
KAPELLA St. Jósepssystra Garðabæ:
Hámpwfl H m
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Félagar í KFUM og K sjá um
fundinn. Munið skólabílinn. Messa kl.
14. Altarisganga. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti og stjórnandi Örn
Falkner. Sóknarprestur.
KAÞÓLSKA KAPELLAN, Hafnargötu
71, Keflavík: Messa kl. 16 á sunnudög-
um.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barna-
starf kl. 11 í safnaðarheimilinu. Þorvald-
ur Karl Helgason.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barnakór og kirkju-
kór syngja. Þorvaldur Karl Helgason.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta
verður kl. 11. Börn verða borin til
skírnar. Fermingarbörn annast ritning-
arlestra. Organisti Oddný Þorsteins-
dóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta verð-
ur kl. 14. Félagar úr Kiwanis-klúbbnum
Hof i Garði taka þátt í guðsþjón-
ustunni. Barn verður borið til skírnar.
Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Hjört-
ur Magni Jóhannsson.
GARÐVANGUR: Helgistund verður á
Garðvangi, dvalárheimili aldraðra í
Garði, kl. 15.30. Kirkjukór Útskálakirkju
syngur. Hjörtur Magni Jóhannsson.
STOKKSEYRARKIRKIA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Aðalsafn-
aðarfundureftir messu. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Tómas Guðmundsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barnamessa
kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14.
Minnst 80 ára afmælis kirkjunnar. Tóm-
as Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu
barnanna í dag, laugardag, í safnaðar-
heimilinu Vinaminni kl. 13. Barnaguðs-
þjónusta i kirkjunni sunnudag kl. 11.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst
er þátttöku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Einleikur á fiðlu Guðjón Magnús-
son, organisti Einar Örn Einarsson.
Messa á dvalarheimlinu Höfða kl.
15.30. Fyrirbænaguðsþjónusta mánu-
dag kl. 18.30. Beöið fyrir sjúkum. Björn
Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs-
þjónusta í Borgarnesi kl. 10. Messa í
Borgarneskirkju kl. 11. Guösþjónusta á
dvalarheimili aldraðra kl, 14. Sóknar-
prestur.
Ritið Unga Akur-
eyri komið út
RITIÐ Unga Akureyri er komið út og verður því dreift í hús í bænum
á næstunni. í ritinu er að finna upplýsingar um félagsstarf ungs fólks
á Akureyri. Æskulýðsráð Akureyrar gefiir ritið út.
í ritinu er gerð grein fyrir starf-
semi íþróttafélaga, ýmiskonar
áhugafélaga sem starfandi eru,
stjórnmálafélögum ungs fólks og
kristilegu starfi.
Æskulýðsfélag Akureyrar
gengst fyrir kynningarviku dagana
20.-26. nóvember undir kjörorðinu:
eru unglingarnir okkar að
í félagsmiðstöðvunum? Opið
hvað
gera
hús verður í félagsmiðstöðvum
bæjarins og verða fulltrúar Æsku-
lýðsráðs á staðnum ásamt starfs-
fólki og veita upplýsingar um starf-
semina.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Plúsmarkaður-
inn opnaður
Plúsmarkaðurinn var opn-
aður á Akureyri í gær, en
hann er byggður upp að fyrir-
mynd bónusverslana.
Þeir sem að Plúsmarkaðnum
standa eru hinir sömu og reka'
verslunina Matvörumarkaðinn
við Kaupang. Hrafn Hrafnsson
framkvæmdastjóri sagði að
verslunin væri fyrst og fremst
miðuð við þá sem væru að gera
stórinnkaup. í versluninni munu
starfa þrír starfsmenn og sagði
Hrafn að strikamerkingar sem
alfarið væru notaðar í verslun-
inni spöruðu mannahald. Versl-
unina sagði hann þá einu í
landinu sem eingöngu notaði
strikamerkingar, en það voru
einmitt strikamerkingar sem
settu strik í reikning Plúsmark-
aðsmanna í gær. Kerfið reyndist
ekki tilbúið er opna átti verslun-
ina kl. 13 og því var ekki unnt
að opna fyrr en kl. 18. Tekið
verður við greiðslukortum í
versluninni, og sagði Hrafn að
það væri unnt vegna sparnaðar
sem hlytist af strikamerkingun-
um. Plúsmarkaðuinn verður op-
inn frá 13-18.30 alla virka daga
og frá 10-14 á laugardögum. Á
myndinni er Hrafn ásamt starfs-
fólki í versluninni.
■C
Ólafsgörður:
Skiptum lokið í
þrotabúi Sævers
SKIPTUM er lokið í þrotabúi Sævers hf. i Ólafsfirði, en skiptafundur
var haldinn hjá bæjarfógetaembættinu þar í gær. Heildarkröfúr í
búið námu um 17,4 milljónum króna og fékkst ekkert greitt upp í
almennar kröfúr.
Sæver hf. í Ólafsfirði var stofnað
á árinu 1985, að lokinni athugun
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar fyrir
atvinnumálanefnd Olafsfjarðar á
arðsemi þess að vinna grásleppu-
hrogn á neytendamarkað. Hlutafé
félagsins var 6 milljónir króna og
það lögðu fram helstu atvinnufyrir-
tæki í Ólafsfjarðarbæ, Kaupfélag
Eyfirðinga, Iðþróunarfélag Eyja-
fjarðar og á annað hundrað einstakl-
ingar. Félagið keypti húseign við
Strandgötu undir starfsemi sína á
árinu 1986. Þá festi félagið einnig
kaup á vélum, tækjum og hráefni
til vinnslunnar. Framleiðsla hófst í
byijun árs 1987, en lá niðri um tíma
það ár.
Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti í
Ólafsfirði sagði að miklar hráefnis-
birgðir hefðu verið keyptar vorið
1987, með spá um markaðsaðstæður
í huga, en forsendur markaðarins
breyttust greininni í óhag, verð féll
sem og einnig eftirspurn eftir hrogn-
um. Leikar fóru því svo að félagið
var úrskurðað gjaldþrota og er skipt-
um búsins nú lokið. Fasteign félags-
ins var seld á uppboði síðasta sumar
og hana keypti Iðnþróunarsjóður á
9 milljónir króna. Að einhverju leyti
fylgja vélar og tæki með húseigninni.
Stærstu kröfuhafar í búið voru,
Sparisjóður Ólafsfjarðar með 6 millj-
ónir, Valberg hf. með rúmar 2 millj-
ónir, Guðmundur Ólafsson með
kröfu upp á um 2,1 milljón króna,
Sölustofnun Lagmetis með 1,4 millj-
ónir og Ólafsfjarðarbær með urn 1,3
milljónir króna.
og viróisaukdskatturinn
Kynning á
hugbúnaði vegna gildistöku laga
um virðisaukaskatt verður á Hótel Norðurlandi þriðju-
daginn 21. nóvember kl. 13.00-19.00.
FELL - TRÓIM tölvuþjónusta.