Morgunblaðið - 18.11.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989
Fram í einum anda
Fríkirkjusöfiiuðurinn í Reykjavík 90 ára
eftir Cecil
Haraldsson
„Ég hugsa aðeins um Drottin.
Fyrir hann verður þetta unnið. Og
á hans valdi er það, hvert úthaldið
verður og hver árangurinn.“ Þessi
orð voru töluð fyrir rétt tægum 90
árum í samtali við blaðið ísafold.
Sá sem mælti þau var séra Lárus
Halldórsson, fyrsti prestur Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík.
Formlegur stofndagur Fríkirkju-
safnaðarins er 19. nóvember 1899
og er því söfnuðurinn 90 ára nú.
í blaðinu ísafold er sagt frá stofn-
un safnaðarins strax miðvikudaginn
22. nóvember 1899, en blaðið kom
út einu sinni í viku, á miðvikudögum.
Fréttin var stutt: „Fríkirkjusöfnuður
var stofnaður hér í bænum á sunnu-
daginn var með nálega 600 safnað-
armönnum ... Síðan getur blaðið
þess hveijir eiga sæti í stjórn safnað-
arins. Viku síðar er löng grein í Isa-
fold um stofnun safnaðarins og seg-
ir þar m.a.: „Svo sem skýrt var frá
í síðasta blaði, hafa þau tíðindi gerst
hér í bænum, að fjölmennur
fríkirkjusöfnuður er stofnaður, fjöl-
mennari jafnvel en þar er sagt, safn-
aðarmenn eitthvað á annað þúsund.
Síra Lárus Halldórsson er ráðinn
prestur hins nýja safnaðar. . ..
Umsókn um konunglega staðfesting
hefur verið afhent landshöfðingja.
Trúarágreiningur við þjóðkirkjuna á
sér enginn stað, enda heitir söfnuð-
urinn „Hinn evangelíski lúterski
fríkirkjusöfnuður í Reykjavík".
Kirkju er í ráði að reisa svo fljótt,
sem þvLverður við komið.“
Hreyfmg sú, sem þama er lýst
að hafi orðið til stofnunar fríkirkju-
safnaðar í Reykjavík, hófst á haust-
mánuðum árið 1899. í september
það ár gekk manna á meðal svofellt
skjal til undirskriftar: „Vér undirrit-
aðir, sem erum óánægðir með ýmis-
legt í fyrirkomulagi þjóðkirkjunnar
og komnir til þeirrar sannfæringar,
að fríkirkjufyrirkomulagið muni
reynast heppilegra og sé eftir hlutar-
ins. eðli í alla staði réttará, lýsum
því hér með yfir, að vér viljum taka
þátt í að stofna fríkirkjusöfnuð í
Reykjavík. Vér viljum fylgja málefni
þessu fram í einum anda, með still-
ingu og staðfestu, og gera allt, sem
í voru valdi stendur, til þess að það
megi fá góðan framgang og verði
til eflingar sannri trú og siðgæði
meðal vor.“
Mjög greiðlega gekk með undir-
skriftir undir skjal þetta og áður en
langt um leið, var safnaðarmyndunin
ákveðin á fundi og þar kosin nefnd
til að búa til frumvarp til safnaðar-
laga.
A fundi í Goodtemplarahúsinu
þann 19. nóvember voru safnaðarlög
samþykkt, samþykkt að stofna söfn-
uðinn, staðfest kosning séra Lárusar
Halldórssonar sem prests safnaðar-
ins og kosin stjórn. í fyrstu stjórn
safnaðarins sátu: Arinbjörn Svein-
bjarnarson, Jón Brynjólfsson, Þórður
Narfason, Sigurður Einarsson og
Gísli Finnsson.
Guðsþjónustur safnaðarins hófust
með nýju kirkjuári, fyrsta sunnudag
í aðventu þann 3. desember 1899
og fóru þær fram í Goodtemplara-
húsinu í Reykjavík meðan söfnuður-
inn var ekki búinn að koma sér upp
kirkju.
Það duidist ekki, að safnaðar-
STAÐGREITT
Rafkaup
ÁRMULA 24 • S: 68 15 18
Morgunblaðið/Einar Falur
Fríkirkjan í Reykjavík.
stofnunin mætti allmisjöfnum undir-
tektum. Sumir litu á málið með vin-
semd og skilningi, aðrir gáfu því
óhýrt auga. Margir munu einnig
hafa talið að þetta væri bóla, sem
brátt myndi hjaðna. Þá hófst fljót-
lega undirróður gegn söfnuðinum
og gerðar voru tilraunir til að fá þá,
sem skrifað höfðu á undirskriftar-
listann, til að falla frá aðild sinni.
En sjónarmið frumheijanna mun
m.a. hafa verið það, að sé ekki hægt
að halda uppi fríkirkju í Reykjavík,
sé þar með fengin sönnun fyrir því,
að það sé hvarvetna ókleift hér á
landi.
Þegar söfnuðurinn var stofnaður
„lá fríkirkjuandinn í loftinu" í
Reykjavík, sem víðar á íslandi. Þó
Reykjavík væri að vaxa upp í það
að verða höfuðstaður íslands, var
það þó ekki þar, sem fríkirkjuhreyf-
ingin festi rætur. Sá tímamótaat-
burður átti sér stað austur á Reyðar-
firði. Þar var stofnaður fyrsti lút-
erski fríkirkjusöfnuðurinn upp úr
1880. Fyrsti prestur þess safnaðar
var séra Lárus Halldórsson og þjón-
aði hann söfnuðinum í hálfan annan
áratug. Séra Lárus var hugsjóna-
maður, gagnrýninn á ýmislegt í
íslensku kirkjulífi og helgisiðum og
mun því hafa tekið feginshendi því
tækifæri, að fá að þjóna söfnuði, sem
ekki var bundinn siðum og lögum
þjóðkirkjunnar.
Séra Lárus fluttist til Reykjavíkur
skömmu fyrir aldamótin. Hann hóf
um svipað leyti útgáfu tímarits,
Fríkirkjan, sem hann helgaði
fríkirkjuhugsuninni og kristilegu
trúfrelsi.
Um það leyti var ólga í Dóm-
kirkjusöfnuðinum í Reykjavík út af
nýafstöðnum prestskosningum og
afskiptum yfirvalda af þeim. Enn-
fremur þótti mönnum illt að einum
presti skyldi ætlað að þjóna svo stór-
um söfnuði, sem orðinn var í
Reykjavík. Þetta gerði að boðskapur
séra Lárusar féll í fijóan jarðveg.
Fyrst í stað fékk Fríkirkjusöfnuð-
urinn afnot af Góðtemplarahúsinu
til guðsþjónustuhalds. Brátt var þó
farið að huga að þeim möguleika
að reisa kirkju. Söfnuðurinn fékk
keypta lóð við eystri bakka Tjarnar-
innar og hóf þar kirkjusmíð. Kirkjan
var vígð í febrúar 1904, stækkuð
og endurvígð 1905 en núverandi
útlit fékk hún að mestu á þriðja
áratugrium.
Séra Lárusi Halldórssyni auðnað-
ist ekki að flytja messu í Fríkirkj-
unni við Tjörnina. Hann þjónaði
söfnuðinum aðeins í þijú ár eða til
1902. Hann var á margan hátt á
undan sinni samtíð. En safnaðarfólk
var ekki viðbúið þeim breytingum,
sem hann vildi koma á.
Við starfi við söfnuðinn tók árið
1903 séra Ólafur Ólafsson og þjón-
aði hann til 1922. Prestar síðar hafa
verið, séra Árni Sigurðsson (1923-
1949), séra Þorsteinn Björnsson
(1950-1978), séra Kristján Róberts-
son, núverandi sóknarprestur á
Seyðisfirði (1978-1982), séra Gunn-
ar Björnsson, nú á Holti í Önundar-
firði (1983-1988) og undirritaður,
sem hefur verið í starfi í rúmt ár.
í 90 ára sögu safnaðarins hefur
margt gerst. Söfnuðurinn hefur átt
sín blómaskeið og gengið í gegn um
erfiðleika. Söfnuðurinn náði því
strax að vera stærsta trúfélag lands-
ins utan þjóðkirkjunnar. Meðlima-
íjöldinn jókst ár frá ári allan fyrri
helming þessarar aldar. Árið 1949
varð söfnuðurinn fyrir því að prestur
hans, séra Árni Sigurðsson, andaðist
í blóma lífsins. Prestskosningarnar,
sem á eftir fóru skildu eftir sig sár
og leiddu til þess að fjöldi fólks sagði
sig úr söfnuðinum. Var þá kosinn
prestur sá mæti maður séra Þor-
steinn Björnsson, sem þjónað hefur
söfnuðinum lengst allra presta hans.
Tæplega hefur farið fram hjá
neinum að nítugasta árið var söfnuð-
inum erfitt. Innan hans hafa geisað
harðar deilur, enda ekki við því að
búast í jafnstóru félagi að allir séu
á eitt sáttir. Hefur þetta meðal ann-
ars leitt til að úrsagnir hafa verið
úr söfnuðinum á þessu ári. Að því
fólki er eftirsjá, en telji það trú-
rækni sinni betur borgið annars
staðar er ekkert við því að segja
annað en að óska velfarnaðar.
Fríkirkjuhugsjónin átti erindi inn
í íslenskt þjóðlíf á þeim tíma, sem
hún kom fram, og enn er fríkirkju-
fólk sannfært jum að það sé kristni
og kirkju á íslandi til gagns að
merki fijálsrar kirkju sé haldið á
lofti.
Fríkirkjuhugsjónin er borin fram
af áhugafólki á öllum aldri. Mikið
og göfugt starf hefur verið unnið
innan safnaðarins á 90 árum. Hér
verður ekki getið þeirra, sem staðið
hafa í fylkingarbijósti í félagslífi
safnaðarins öll þessi ár. Hér skulu
einungis færðar alúðarþakkir öllum
þeim, sem lagt hafa hönd á plóginn
og innt af hendi ómetanlegt starf
fyrir söfnuð og kirkju í anda orða
frumheijans, sem vitnað var til í
upphafi greinarkorns þessa. „Fyrir
Drottin er þetta gert. Og á hans
valdi er það, hvert úthaldið verður
og hver árangurinn."
Þessara tímamóta í sögu
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík
verður minnst sérstaklega á af-
mælisdaginn, 19. nóvember, með
hátíðardagskrá í kirkjunni klukkan
17 og við hátíðarguðsþjónustu þann
3. desember kl. 14, er 90 ár eru lið-
in frá fyrstu guðsþjónustu safnaðar-
ins. Að þeirri guðsþjónustu lokinni
verður kirkjugestum boðið til sam-
sætis.
Höfundur er prestur
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.