Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 20

Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 20 Þráast við að hlíta tílskipun de Klerks Suður-Afrika: Höfðaborg. Reuter. Borgarstjóri í vinsælum ferðamannabæ skammt frá Höfðaborg stóð í fararbroddi þeirra sem neituðu í gær að framfylgja tilskipun- um F. W. de Klerks forseta um aínám kynþáttaaðskilnaðar á bað- ströndum landsins. Lögmenn segja að suður-afrísk stjórnvöld verði að fá samþykkt ný lög ef þau ætli að knýja sveitarstjórnir til að hlita tilskipun forsetans á móti vilja sínum. De Klerk gaf út tilskipun þess efnis á fimmtudag að allar bað- strendur landsins skyldu vera opnar fólki af öllum kynþáttum frá og með útgáfudegi tilskipunarinnar. I bænum Strand, sem er um 50 kíló- metra fyrir austan Höfðaborg, voru verkamenn sendir af stað þegar í dögun í gærmorgun til að taka nið- ur skilti á ströndinni með áletrun- inni „Aðeins fyrir hvíta“. Svipuð skilti höfðu verið tekin niður á Melkbos-ströndinni fyrir norðan Höfðaborg um hádegisbil. En í nokkrum öðrum strand- bæjum þráuðust menn við og aftóku að hlíta tilskipun forsetans. „Ég er algerlega á móti þessu,“ sagði Jo- han Oosthuizen, bæjarstjóri í Moss- el Bay á suðurströndinni, þar sem íhaldsamir bændur af hollenskum ættum venja komur sínar í fríum. „Ef lög mæla fyrir um að ég verði að hleypa svertingjum á ströndina hjá mér er mér nauðugur einn kostur að hlíta tilskipun de Klerks," sagði Oosthuizen. „En ef lögin mæla ekki fyrir um það þá ansa ég fyrirmælunum í engu.“ öCV^'ELL COWA.V *■ ^B-VVNKINDm HEREMI. KOMNARI unaður OrN'A °G ASTA Í r ^V^iSLrc ^MSKlPr, f v Nnu liós . DrahdrEw HmVEGM Unaöur kynlífs og ásta Formála ritar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræöingur Þessari bók er ætlaö aö auka á hæfileika þína og kunnáttu á sviði kynlífs og ástarmála. Hún lýsir hvernig slíkt má gera með þvi aö auka vitneskju þína um kyneöli sjálfs þíns og tjáningarhæfni. Dr. Stanway ræöir kynferðismálin í samhengi viö ást og rómantík ekki síður en á tæknisviðinu - og er þaö sannarlega ánægjulegt viðhort á þessum tímum kynferðislegra áhyggjuefna. Hversvegna elska karlmenn konur — Hversvegna yfirgefa karlmenn konur Höfundar: Dr. Cormell Cowan og Dr. Melvyn Kinder Hvaö er þaö í fari konu sem fær karlmann til aö fella ástarhug til hennar. í þessari bók svara höfundarnir fjölda örlagaríkra spurninga. Meðal kafla í bókinni eru: Ástin er stundum ótrygg - Ósjálfráður ótti kvenna viö náin kynni. - Saklausar væntingar geta orðið hættulegar. — Hér er um athyglisverða bók að ræða sem hefur náð metsölu víða um heim. — H7X33 / no Skjaldborg' § ] bókaútéÁÍa 1 . /" n ——— 7/ W, '/ // |Skjaldborg Armúla 23- 108 Reykjavík Simar: 67 24 00 6724 01 31599 Styttan rifin af „Blóðuga- Feliks“ Styttan af „Blóðuga Feliks“, pólskum að- alsmanni sem stofnaði hina skelfilegu örygg- islögreglu Sovét- ríkjanna, Tsjeka (for- vera KGB), eftir bylt- ingu kommúnista 1917, var rifin í gær. Hópur Pólverja safn- aðist saman í Varsjá til að kveðja líkneskið af Feliks Dsjerzínskíj, marghatað tákn um hugmyndakerfið sem Sovétmenn neyddu upp á Pólveija. í áhorfenda- hópnum voru náms- menn er göntuðust og hrópuðu: „Ekki fara, Feliks“; og gömul kona sem tuldraði: „Morð- ingi, morðingi“. Dsjerzínskíj lést í Sov- étríkjunum árið 1926. Robert Mosbacher, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna: Spáir Sovétmönn- um bestu kjörum Washington. Reuter. ROBERT Mosbacher, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, kvaðst á fimmtudag búast við, að á næstu mánuðum yrði dregið úr hömlum á viðskiptum við Sovétmenn, sem fengju þá að njóta bestukjara-samn- inga í Bandaríkjunum. í viðtali við NBC-sjónvarpið sagði Mosbacher, að Bandaríkjastjóm og þingið biðu þess, að Sovétmenn sam- þykktu lög, sem auðvelduðu- fólki að flytjast frá landinu. „Um leið kemur meira en til greina að gera við þá bestukjara-samninga, sem kveða á um lægri tolla á sovéskri vöru,“ sagði Mosbacher og bætti við, að enn um sinn myndu Banda- ríkjamenn aðallega kaupa af Sovét- mönnum olíu, vodka og kavíar. Bandarísk-sovéska viðskipta- nefndin hefur verið á fundi í Wash- ington síðustu daga en þótt nefndin hafi verið til um langt skeið hefur lengstum farið lítið fyrir henni. Með bættum samskiptum er það nú að breytast og formaður hennar, Konst- antín Katúsjov ráðherra, sem fer með efnahagsleg samskipti við önn- ur ríki, sagði á fimmtudag, að von væri á ánægjulegum tíðindum. Einna helst er búist við, að til- kynning um bestukjara-samninga við Sovétmenn verði gefin út að loknum fundi þeirra George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorb- atsjovs forseta Sovétríkjanna 2. og 3. desember næstkomandi. Olga í norskum blaðaheimi: Ahrifamiklir rit- sljórar í ný störf Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritnra Morgunblaðsins. TVEIR af áhrifamestu ritstjórum Noregs hafa á undanförnum tveimur dögum verið neyddir til að skipta um starf. Egil Sundar hefúr verið vikið úr starfi aðalritstjóra Aftenposten og Arve Sol- stad hefúr sagt upp starfi sínu sem aðalritstjóri Dagbladet. Þeir Solstad og Sundar hafa um árabil verið í hópi þekktustu rit- stjóra Noregs og komu þessar fréttir mjög á óvart á blöðunum tveimur sem eru hlið við hlið í Akersgötu í Ósló, en hún er stund- um nefnd „Fleet Street“ Noregs. Eigendur Aftenposten stóðu fyr- ir því að Egil Sundert var vikið úr starfi. Ástæðan er sögð óán- ægja með pólitísk skrif blaðsins undir hans stjórn. Sundar hefur verið skeleggur talsmaður borg- aralegra viðhorf en eigendum blaðsins þótti skilin milli pólitískra frétta og skoðana greinahöfunda ekki nógu glögg. Andreas Norland hefur nú tekið við stöðu aðalrit- stjóra en Egil Sundar mun hafa umsjón með leiðaraskrifum og leið- arasíðu blaðsins með höndum. Átökin á Dagbladet hafa nú leitt til afsagnar þriggja ritstjóra. Lengi hefur verið deilt um hvernig móta eigi ritstjórnarstefnu blaðsins Raunar höfðu verið mótaðar hug- myndir um stefnuna á næsta ára- tug og var ekki annað vitað en að allir ritstjórar þess hefðu samþykkt þær. Nú hefur komið á daginn að ritstjórarnir töldu að með þessum breytingum væri verið að vega að alvarlegri fréttamennsku og að til- gangurinn væri einkum sá að gera blaðið auðseljanlegra. Arve Solstad tókst ekki að stilla til friðar innan ritstjórnarinnar og áfréð því að segja starfi sínu lausu en því hafði hann gegnt í 18 ár. Ákváðu þá tveir ritstjórar aðrir, John Olav Egeland og Kjell Cord- tsen, að gera slíkt hið sama. Menn töldu líklegast að Egelund tæki við starfi Solstad en nýr aðalrit- stjóri hefur enn ekki verið ráðinn. Arve Solstad mun líkt og Sundar á Aftenposten, framvegis stjóma leiðaraskrifum Dagbladet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.