Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 22

Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 Frá Berlín í Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Slagorð í stað sósíalisma Iþýðubandalagsmenn segjast nú vera komnir saman til landsfundar í því skyni að skapa flokki sínum nýjan grundvöll. Eitthvað hefur verið staðið einkennilega að smíði hans ef marka má orð Steingríms J. Sigfússonar, ráð- herra Alþýðubandalagsins, hér í blaðinu í gær. Hann lýsir vinnubrögðum þeirra sem stóðu að því að semja drögin að hinni nýju stefnu eins og þeir hafi verið að vinna að einhveiju leyniplaggi. Sé ræða Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, við upphaf lands- fundarins vísbending um efni hinnar nýju stefnuskrár, sem samin hefur verið undir hand- arjaðri hans, virðist eiga að móta glamurstefnu fyrir Al- þýðubandalagið. Flokkurinn á að fylgja slagorðum í stað sós- íalisma. Málflutningur formanns Al- þýðubandalagsins hefur oft vakið athygli fyrir þá sök, hve fjarlægur hann er raunveru- leikanum og aðeins mótaður af hugarheimi ræðumannsins sjálfs. I ræðunni verður honum tíðrætt um það „björgunar- starf“ sem hafi verið unnið í ríkisstjórninni síðan Alþýðu- bandalagið gerðist aðili að henni. Telur hann, að það sé senn á enda. Það sem flokks- formaðurinn telur sér til tekna er allt eitthvað sem hann sagð- ist ekki myndu standa að, áður en hann settist í ráðherrastól- inn. Má þar nefna lækkun á gengi krónunnar og kapphlaup á fjármagnsmarkaði með vext- ina að vopni. Þá heldúr formað- ur Alþýðubandalagsins áfram að Tala eins og hrap kaup- máttarins hafi verið stöðvað undir hans forystu. Þegar farið er í gegnum slagorðaflauminn má á nokkr- um stöðum finna fótfestu. Ólaf- ur Ragnar Grímsson segist halda fast við þann ásetning sinn að leggja skatt á vexti af sparifé, hann er sem sé ekki fallinn frá aðförinni að spari- fjáreigendum. Skattar skulu lagðir á allt, gæti þannig verið eitt af hinum nýju slagorðum ráðherrans. í ræðunni kemur fram at- hyglisverð stefnubreyting að því er varðar stóriðju og er- lenda fjárfestingu. „Eignar- haldið eitt og sér þarf ekki að vera úrslitaatriði ef annað er tryggt,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessi orð verða ekki skýrð á annan veg en þann, að formað- ur Alþýðubandalagsins hafi kúvent í afstöðunni til erlends fjármagns og fjárfestinga. Hann sjái nauðsyn þess að laða hingað erlent áhættuíjármagn til að treysta stoðir atvinnulífs- ins. Eða á kannski aðeins að líta á þetta sem slagorð til að þóknast samstarfsflokkum í ríkisstjórn? Ef um raunveru- lega stefnubreytingu er að ræða verður að líta þannig á að víðtæk pólitísk samstaða hafi náðst um þá stefnu í stór- iðjumálum, sem mynduð var undir forystu Sjálfstæðis- flokksins á viðreisnarárunum fyrir um það bil aldarfjórðungi. Að því er varðar uppgjör við fortíðina innan' Alþýðubanda- lagsins veitir ræða Ölafs Ragn- ars Grímssonar ekki mikla leið- sögn. Hann slær úr og í og gerir enga tilraun til þess sögu- lega endurmats sem er for- senda þess að fráhvarf frá gamaldags sósíalisma sé trú- verðugt. Frelsi í S- Afríku að er ekki einungis fyrir austan jámtjald, sem horf- ið er frá úreltum ofstjórnarað- ferðum til að hefta frelsi fólks. Ríkisstjórn hvítra manna í Suð- ur-Afríku hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að ryðja á brott hindrunum í samskipt- um hvítra og svartra. Sama lögmál gildir þar og í Austur- Evrópu, að frelsi getur af sér meira frelsi, þannig að þróun- inni verður varla snúið við eftir að hún hefur einu sinni hafist. Frelsisandinn er smitandi og vonandi á það eftir að gerast í enn fleiri þjóðfélögum, þar sem kúgun er við lýði að stjórn- arherranir hverfi frá henni. Athyglin beinist ekki síst að Mið-Ameríku í þessu tilliti. í fyrradag voru framin hrylleg morð á sex jesúítum í El Salvador og blóðbað sýnist síst af öllu í rénun þar. Sömu sögu er að segja um ástandið í Nic- aragua. Vonandi tekst þessum þjóðum að finna hina réttu leið til frelsis undan ógnarstjórn, því að frelsisleiðinni fylgir frið- ur, ef rétt er á málum haldið. eftir Þorstein Pálsson Umbrotin og frelsisaldan í Aust- ur-Evrópu eru að vonum eitt helsta umræðu- og umhugsunarefni fólks þessa dagana. Atburðir gerast með slíkum leifturhraða og eru svo óvæntir að erfitt er að skapa sér heildarmynd af þeim og hugsanleg- um afleiðingum þeirra. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum vikum að Kommúnistaflokkur Ungverjalands myndi samþykkja að leggja sjálfan sig niður? Eða að Samstaða tæki við völdum í Póllandi? Hvað þá að Berlín- armúrinn opnaðist? Og að rætt væri í fullri alvöru um sameiningu þýsku ríkjanna? Og kannski síst af öllu að fijálst markaðshagkerfi, kapítalismi, liti dagsins ljós í Austur-Evrópu? Tímar sem kreflast yfírvegunar og varkárni Ljóst er að sú Evrópa sem til varð í lok síðari heimsstyijaldar er að gerbreytast og verður aldrei söm. Framundan eru tímar mikilla og spennandi tækifæra en jafnframt mikillar óvissu. Þetta eru tímar sem krefjast varkárni og yfirvegunar, ekki síst á sviði öryggismálasam- vinnu ríkja. Vamarsamstarf vest- rænna þjóða á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins hefur ekki minna gildi nú en þegar til þess var stofnað fyr- ir fjórum áratugum. Það væri hörmu- legt ef við glötuðum hinum miklu og sögulegu ávinningum síðustu vikna og mánaða vegna fljótfærni eða barnaskapar. En á þessu sviði eiga eigi síður eftir að verða miklar breytingar. Og það er staðfesta NATO-ríkjanna sem hefur knúið þær fram. Þótt nýlendur Sovétríkjanna í Austur-Evrópu séu að losna undan hrammi rússneska bjarnarins eru Sovétríkin enn eitt sterkasta herveldi nútímans. Kremlveijar munu ekki gefa völd sín og áhrif eftir umyrða- laust. Glasnost og perestrojka eru vitaskuld fagnaðarefni en það er engan veginn ljóst hver framvinda þeirra verður. Það er meira að segja ekki hægt að útiloka að harðlínu- menn í Kommúnistaflokknum taki völdin á ný. Uppgjöfin í Berlín Flest bendir til þess að þungi þess- arar miklu breytingaöldu sé svo mik- ill að fólkið verði ekki stöðvað af. Það er nefnilega fólkið sem knýr þessar breytingar fram. Það var vilji fólksins en ekki stjórnvalda sem rauf Berlínarmúrinn. Gorbatsjov fann ekki upp lýðræði og valddreyfingu. Hann hefur hins vegar haft hugrekki eftir Halldór Blöndal Ég þekki engan nema ráðherra, sem reynir að halda því fram, að skattar séu hóflegir hér á landi. Það hefur einstaka sinnum komið fyrir í þinginu, að ráðherra hefur sagt frá því með söknuði, að hann viti til þess, að einhvers staðar úti í heimi séu skattar hærri en hér. Þá rennur kalt vatn milli skinns og hörunds á stjórnarliðum. Þá vita þeir, að þeir eiga bráðum að rétta upp höndina með nýjum sköttum enn eina ferð- ina. í þetta skipti er það 26% virðis- aukaskattur, sem taka á gildi um áramót, fyrir utan aðrar hækkanir skatta, sem minna ber á. Það er skiljanlegt, að flokksstjóm Alþýðuflokksins skuli heita á ráð- herra sína og þingmenn að, fresta gildistöku virðisaukaskatts fram yfir sveitarstjómarkosningar. Ég skii sérstaklega vel, að bæjarstjóri Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði skuli leggja slíka tillögu fram. Hann finn- ur, að of langt er gengið í skatt- heimtu og grunar, að þeir reikningar verði gerðir upp á kjördegi í vor. Dæmið lítur þannig út samkvæmt bjóðhagsásejtlun fyrir árið 1990: til þess að leiða undanhald sósíalism- ans. Fátt hefur haft meiri áhrif á mig en að standa við Berlínarmúrinn. Það var ógleymanleg lífsreynsla fyrir tveimur árum að standa austan meg- in við múrinn við hliðina á fólki sem horfði á hann sem raunverulegan fangelsismúr. Það var í ævilöngu fangelsi í eigin landi. Nú er þetta tákn sósíalismans fallið. Eitt skarð í múr hefur breytt heimsmyndinni. Þeir sem muna þá tíma þegar íbú- ar Austur-Evrópu voru með tilstyrk sovésks hervalds hnepptir í ljötra eða horfðu með eigin augum á byggingu Berlínarmúrsins eiga vafalaust erfitt meðan að trúa því að þeir atburðir sem nú eru að gerast séu raunveru- legir og varanlegir. Ætli flestir hafi ekki verið orðnir sannfærðir um að íbúar Austur-Evrópu Josnuðu tæpast úr helgreipum sósíalismans á þessari öld? Atburðirnir í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum eru staðfesting á því að dagar marxisma og sósíalisma eru taldir. Sósíalismi sem hugmynda- og þjóðfélagskerfi hefur beðið algert skipbrot. Dýrkeyptri tilraunastarf- semi er að ljúka. Það eru blindir menn sem ekki átta sig á þessu. Og það eru blindir menn sem halda að íbúar Austur-Evrópu séu að biðja um „lýðræðislegan sósíalisma". Lýðræði og sósíalismi fara ekki saman. „Lýð- ræðislegur sósíalismi" er ekki til og - verður aldrei til; tal í þá veru er ekki annað en hugtakabrenglun. Uppgjöfín í Borgartúni Landsfundur Alþýðubandalagsins hófst síðastliðinn fimmtudag í veislu- sölum ríkisins í Borgartúni og lýkur á morgun. Fjölmiðlar hafa undan- farna daga flutt fregnir af átökum andstæðra fylkinga í flokknum u: - framtíðarhlutverk hans. Svo virðist sem nokkur hópur alþýðubandalags- manna vilji hafna hugmyndakerfi sósíalismans og sýna það í verki með því að ganga í Alþjóðasamband jafn- aðarmanna (þar sem Alþýðuflokkur- inn er fyrir). Þá hafa verið sagðar fréttir af nýstárlegum ályktunum sem flokks- forystan hefur lagt fyrir fundinn. Einna mesta athygli vekur kúvend- ing í afstöðu til stóriðju og orku- verðs, þar sem stefna sjálfstæðis- manna virðist vera tekin upp. Eru það ekki síður óvænt umskipti en stökkbreytingin í Austur-Evrópu. Vissulega væru það merk tímamót ef Alþýðubandalagið hafnaði sósíal- ismanum skýrt og skorinort og mark- aði nútímalega afstöðu til höfuðvið- fangsefna stjórnmálanna. En eitt eru orð á blaði, annáð framkvæmd. 1. Landsframleiðsla minnkar þriðja árið í röð. 2. Einkaneysla minnkar þriðja árið í röð. 3. Skattar og útgjöld ríkissjóðs halda áfram að vaxa. 4. Greiðslubyrði erlendra lána hækkar úr 16,1% 1987 í 20,1% af útflutningstekjum á næsta ári. 5. Kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrnaði um 2,9% í fyrra, um 8,2% á þessu ári og heldur áfram að lýrna um 4,9% á næsta ári. 6. Atvinnuleysi hefur verið upp í þrisvar og fjórum sinnum meira á þessu ári en í fyrra eftir mánuðum og búist er við að það haldi áfram að vaxa. Meira er um brottflutning fólks af landinu en áður. Það er ekki undarlegt, þótt Karvel Pálmason skuii hafa gert svik ríkis- stjórnarinnar við verkalýðshreyfing- una að sérstöku umtalsefni á Al- þingi. Eins og löngum áður, þegar vinstri stjórnir eru við völd, standa engar vonir til þess að launafólk geti endurheimt kaupmáttinn fyrr en eftir stjórnarskipti. Síðan þessi ríkisstjórn komst að völdum hefur það gerst á rúmu ári, að tekju- og eignarskattar voru hækkaðir með afturvirkum hætti á jólaföstu í fyrra. Auk þess hefur stað- Meiri skattar Borg; Þorsteinn Pálsson „Þátttaka Alþýðu- bandalagsins í núver- andi ríkisstjórn vinstri flokka — og forysta á ýmsum sviðum á þeim vettvangi — breytir engu um tilgang og eðli Alþýðubandalagsins. Þar fer jafnt sem áður flokkur án hlutverks, « flokkur án markmiðs, flokkur sem hefiir ekki haft hugrekki til að horfast í augu við sögu sína.“ Vinnubrögð forystumanna Alþýðu- bandalagsins í núverandi ríkisstjóm eru ekki traustvekjandi. Þau benda ekki til þess að þar séu á ferð menn framtíðarinnar, menn ferskra og djarfra hugmynda. Öðru nær. Alþýðubandalagið hefur forystu um að auka miðstýringu og ríkis- forsjá á öllum sviðum efnahags- og atvinnumála. Og það hefur fyrirvara á samningum við erlend ríki um auk- ið fijálsræði í viðskiptum, fyrirvara sem leitt getur til þess að íslending- ar dragist aftur úr öðrum þjóðum efnahagslega. í þessu efni er í reynd ekki að sjá neinn mun á stefnu Ólafs Ragnars og „lýðræðiskynslóðarinn- ar“ annars vegar og Svavars Gests- sonar og „flokkseigenda" hins vegar. Eitt stærsta pólitíska ágreinings- efnið síðasta aldarfjórðung hefur verið eignaraðild útlendinga að stór- -mimií „Eins og löngum áður, þegar vinstri stjórnir eru við völd, standa engar vonir til þess að launafólk geti endur- heimt kaupmáttinn fyrr en eftir stjórnarskipti.“ greiðsluskattur verið hækkaður verulega og ýmsir_ óbeinir skattar eins og vörugjald. Á næsta ári á að leggja á 26% virðisaukaskatt, en 22-23% hefði dugað til að ná sömu tekjum og 25% söluskattur gefur af sér. Þessi aukna skatthéimta nemur milljörðum króna. Það er einkenni á ríkisfjármálmum nú, að einstakir skattstofnar gefa minna af sér en áður vegna þess mikla samdráttar sem orðið hefur í verslun og viðskipt- um vegna minnkandi kaupgetu al- mennings og rekstrarerfiðleika fyrir- tækja. Ríkisstjórnin er að reyna að hækka skattana á móti, en það dæmi getur ekki gengið upp. Almenningur sættir.sig einfaldlega ekki við þyngri álögur eins og nú er komið. Menn velta því fyrir sér, hvort

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.