Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989
23
artún
iðju. Nú viðurkenna andstæðingar
hennar réttmæti stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir sem gagnrýnt hafa
orkuverð til ÍSAL eru nú að ræða
um allt að 40% byrjunarafslátt frá
því til þess að laða útlendinga að og
telja sig samt græða.
Gorbastjov leiðir undanhaldið í
Sovét með stolti. í Alþýðubandalag-
inu fer undanhaldið hins vegar fram
í algjörri ringulreið.
Falsað upprunaskírteini
í forystugrein Þjóðviljans (sem
enn kallar sig „málgagn sósíalisma")
sl. fimmtudag var meðal annars kom-
íst svo að orði: „Atburðir síðustu
mánaða, vikna og daga (í Austur-
Evrópu og Sovétríkjunum) hafa á
sinn hátt aukið athyglina á Alþýðu-
bandalaginu. Eðlilegt er að fólk sé
forvitið um afstöðu Aiþýðubanda-
iagsins. Hvemig meta menn þar 21
árs sögu hreyfingarinnar, hver er og
verður stefna þess, hver eru við-
brögðin við breytingum í alþjóðamál-
um og Evrópu sérstaklega?"
Hér er skrifað í sovéskum stíl.
„Hreyfingin“ sem um er talað er
sannarlega ekki 21 árs, þótt AI-
þýðubandalagið sem formlegur
stjórnmálaflokkur sé það. Alþýðu-
bandalagið var stofnað sem kosn-
ingabandalag árið 1956 og gert að
flokki árið 1968. Þá var Sósíalista-
flokkurinn, sem fylgdi Moskvulin-
unni og var stofnaður 1938 upp úr
Kommúnistaflokki íslands, lagður
niður og sameinaður Alþýðubanda-
laginu. Saga „hreyfingarinnar“ hér
á landi er því tæplega 60 ár.
Söguskýring Þjóðviljans er engin
tilviljun og lítur út eins og falsað
upprunaskírteini. Þar á bæ hafa
menn á síðari árum skipulega reynt
að fela uppruna Alþýðubandalagsins.
Ástæðan fyrir því að atburðirnir
austantjalds vekja upp spumingar
um Alþýðubandalagið er tvíþætt.
Annars vegar stafar það af hinum
beinu og óbeinu tengslum alþýðu-
bandalagsmanna við valdastéttina í
ríkjum kommúnista. Það er ekki
langt síðan um þau var skrifað sem
„fyrirmyndarríki" í Þjóðviljann. Hins
vegar er það vegna þess að Alþýðu-
bandalagið hefur aldrei gert upp við
fortíð sína og byggir stefnuskrá sína
enn á sósíalisma og marxisma.
Flokkur án hlutverks
í setningarræðu á Landsfundi
Sjálfstæðisflokksins árið 1987 vék
ég m.a. að stöðu Alþýðubandalagsins
í íslenskum stjórnmálum. Ég sagði
þá: „Um langan tíma hefur mest
málefnalegt djúp verið staðfest á
milli sjálfstæðismanna og sósíalista
í Alþýðubandalaginu. Sá flokkur hef-
ikaup
Halldór Blöndal
virðisaukaskatturinn taki gildi um
áramót. Bent er á, að nauðsynlegt
sé, að einstök löggjafar- og reglu-
gerðaratriði liggi fyrir með a.m.k.
tveggja.til þriggja mánaða fyrirvara,
þegar ráðist er í svo flókna skattkerf-
isbreytingu. Það sé grundvallaratriði
ur því um langan tíma og með ýms-
um nöfnum verið höfuðandstæðingur
Sjálfstæðisflokksins. Nú er hins veg-
ar svo komið að engu er líkara en
Alþýðubandalagið lifi í veröld stjórn-
málalegs tilgangsleysis. Gömlu
kreppuárakenningarnar um stétt-
astríð eiga engan hljómgrunn leng-
ur. Launafólkið í landinu hefur fund-
ið aðrar mikilvirkari og betri leiðir
til þess að bæta lífskjörin."
Óg ég bætti við: „Alþýðubandalag-
ið hefur í áratugi verið einarður
málsvari minnihlutaskoðana í sjálf-
stæðis-, utanríkis- og öryggismálum
þjóðarinnar. Nú hefur sú stefna sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað
og Island hefur fylgt í þessum efnum
svo til allt lýðveldistímabilið náð slíkri
fótfestu að jafnvel Alþýðubandalagið
gerir þessi mál ekki að höfuðágrein-
ingsefni lengur. Þar fer því flokkur
án hlutverks. Slíkur flokkur verð-
skuldar ekki að vera höfuðandstæð-
ingur sjálfstæðismanna."
Þessi ummæli fóru mjög fyrir
brjóstið á alþýðubandalagsmönnum.
Vafalaust var það vegna þess að í
hjarta sínu vissu þeir að þetta var
rétt. Og sjálfur söguritari flokksins
staðfesti það síðar sama ár í bókinni
Alþýðubandalagið/Átakasaga að
flokkurinn ætti við „tilvistarkreppu"
að stríða eins og hann orðaði það.
Það greip þess vegna um sig mik-
ill fögnuður í Alþýðubandalaginu
þegar flokknum bauðst óvænt aðild
að ríkisstjórn í fyrrahaust. Ólafur
Ragnar Grímsson lét þá — og oft
síðar — svo ummælt að með stjómar-
þátttöku Alþýðubandalagsins hefðu
orð mín um tilgangsleysi flokksins
verið afsönnuð. Þetta er mikill mis-
skilningur. Þátttaka Alþýðubanda-
lagsins í núverandi ríkisstjórn vinstri
flokka — og forysta á ýmsum sviðum
á þeim vettvangi — breytir engu um
tilgang og eðli Alþýðubandalagsins.
Þar fer jafnt sem áður flokkur án
hlutverks, flokkur án markmiðs,
flokkur sem hefur ekki haft hug-
rekki til að horfast í augu við sögu
sína.
Átökin í Alþýðubandalaginu um
þessar mundir eru ljós vottur um
þetta. Satt að segja er afar ólfklegt
að flokkurinn komi frá landsfundi
með heilsteypta og sjálfri sér sam-
kvæma stefnu. Líklegra að niður-
staðan verði einhver bræðingur og
tilvistarkreppa Alþýðubandalagsins
haldi áfram. Hafi alþýðubandalags-
menn aftur á móti hugrekki til að
horfast í augu við verkefni nútímans
og framtíðarinnar og viðurkenna
mistök fortíðarinnar getum við and-
stæðingar þess ekki annað en fagnað
slíkum sinnaskiptum.
í raun skiptir landsfundur Al-
þýðubandalagsins litlu máli. Sósíal-
isminn er fallinn jafnt í veislusölum
ríkisstjómarinnar í Borgartúni sem
í Berlín.
Höfíwdur er formaður
Sjálfstæðisílokksins.
í skattalegu siðgæði, að heimili og
fyrirtæki viti með fyrirvara, hvar þau
standi að þessu leyti og geti hagað
sér samkvæmt því, Rök af þessu
tagi eru léttvæg á borði ríkisstjórnar-
innar.
Á hinn bóginn liggur fyrir, að
ekki er samkomulag um það milli
stjórnarflokkanna, hvort skattþrepin
skuli vera eitt eða tvö. Alþýðuflokk-
urinn er við sama heygarðshornið
og fyrir ári og heldur sig fast við
matarskattinn og að skattþrepið
verði aðeins eitt. Sömuleiðis ðlafur
Ragnar Grímsson. Hann hefur látið
undirbúning skattkerfísbreytingar-
innar miðast við það. Einstaka fram-
sóknarþingmaður talar enn um tvö
skattþrep. Ég veit ekki hvort þeir
hafa nokkuð að segja frekar en
flokksstjórn Alþýðuflokksins.
Við blasir á næsta ári, að virðis-
aukaskatturinn verður notaður til
þess að þyngja enn skattbyrðina.
Atvinnuleysi mun vaxa og kaup-
máttur minnka. Ríkisstjórn fjögurra
eða fimm flokka hefur enga burði
til þess að snúa þessari þróun við,
þannig að þjóðartekjur vaxi og hag-
vöxtur verði eklci minni en í nálægum
löndum. Allra síst sú ríkisstjórn, sem
nú situr og hefur fyrir löngu gleymt
því að hún hefur markmið, ef hún
hefur þá nokkurn tíma haft þau.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisilokks fyrir
Norðurlandskjördæmi eystra.
iio.wloiinni J\ l'iiiii:
Svavar Gestsson á Landsfiindi Alþýðubandalagsins í gærkvöldi:
Flokkurinn stendur
vissulega frammi
fyrir miklum vanda
Flestar tillögur flokksforustunnar
harðlega gagnrýndar á fundinum
STEINGRÍMUR J. Sigfússon samgönguráðherra mun að öllum líkind-
um gefa kost á sér til embættis varaformanns Alþýðubandalagsins á
landsfundi flokksins sem nú stendur yfir. Svanfríður Jónasdóttir, sitj-
andi varaformaður flokksins sem nýtur stuðnings Ólafs Ragnars
Grímssonar flokksformanns, gefúr kost á sér. til endurkjörs og verður
því væntanlega kosið milli þeirra tveggja í dag. Ekki hefúr komið
fram mótframboð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni formanni flokksins.
Mjög harðar deilur hafa verið á
landsfundi Alþýðuflokksins það sem
áf er. Stefnumið forustu flokksins,
eins og þau birtast í drögum að
stjórnmálaályktun, drögum að nýrri
stefnuskrá Álþýðubandalagsins og
umræðugrundvelli í efnahags- og
atvinnumálum, hafa verið harðlega
gagnrýnd af mörgum, þar á meðal
ráðherrunum Steingrími J. Sigfús-
syni og Svavari Gestssyni og nokkr-
um þingmönnum.
I almennum stjórnmálaumræð-
um, sem hófust á fimmtudagskvöld
var Steingrímur Sigfússon annar á
mæiendaskrá. Hann gagnrýndi þar
stefnuskrárdrögin sem hann sagðist
ekki hafa séð fyrr en rétt fyrir
landsfund og einnig gagnrýndi hann
formann flokksins fyrir að halda
blaðamannafund fyrir landsfundinn
þar sem hann hefði tilkynnt hvaða
niðurstaða yrði á landsfundinum.
Svavar Gestsson var enn hvass-
yrtari í garð flokksforustunnar í lok
stjórnmálaumræðnanna í gær-
kvöldi. Hann sagði þá að fjöldi
flokksmanna og stuðningsmanna
Alþýðubandalagsins um allt land
horfðu á stofnun félagsins Birting,.
nálgun Alþýðubandalagsins við Al-
þýðuflokkinn, og tillögur flokks-
forustunnar í stóriðjumálum, Efna-
hagsbandalagsmálum, kjaramálum,
utanríkismálum, byggðamálum og
landbúnaðarmálum og segðu: Þetta
er allt á sömu bókina lært. Það er
verið að færa flokkinn ti! á hinu
íslenska landakorti.
Svavar sagði það vel geta komið
til greina að flokkurinn endurmæti
stöðu sína í þessum málum. En þá
yrði það að gerast þannig að flokk-
urinn hefði allur verið með í þeirri
umræðu sem staðið hefði í langan
tíma. Og niðurstaða þeirrar um-
ræðu gæti aldrei birst með þeim
hætti að menn fengju lítið kver inn
um bréfalúguna rétt fyrir lands-
fund, þar sem stæði: Drög að
stefnuskrá Alþýðubandalagsins.
„Þannig gerast hlutirnir ekki í
sósíalískum stjórnmálaflokki, hjá
fólki sem ber virðingu fyrir sjálfum
sér og hugsjónum sínum og sinna
félaga. Við göngum ekki þvert yfir
annað, við troðum ekki hvert á sjón-
armiðum annars, við berum okkur
saman og prófum á hveiju öðru rök
og gagnrök,“ sagði Svavar.
Svavar sagði síðan að flokkurinn
hefði byggt alla sína stefnu á þjóð-
legum sjálfstæðisforsendum. Það
væri hroðalegt að upplifa það að
menn skyldu gleyma þessu megin-
hlutverki Alþýðubandalagsins og
vilja ganga i Alþjóðasamband jafn-
aðarmánna.
„Þegar þetta allt leggst saman
er von að flokkurinn standi frammi
fyrir miklum vanda og það gerir
hann vissulega," sagði Svavar.
Launastefina
ríkisstjórnarinnar
gagnrýnd
Á milli þess að ráðherramir
töluðu höfðu fjölmargir tekist á um
stefnumál flokksins og ríkisstjóm-
arsamstarfið. Á fimmtudagskvöld
töluðu aðallega flokksmenn úr
verkalýðsarminum( svo sem Guð-
mundur Hallvarðsson, Ragnar Stef-
ánsson, Páll Stefánsson og Páll
Valdimarsson, og gagnrýndu
flokksforustuna og formanninn,
fjármálaráðherra, fyrir launastefnu
ríkisstjórnarinnar.
Þá var lesið upp bréf frá Birnu
Þórðardóttur, þar sem hún lýsti því
yfir að hún gæfi ekki kost á sér til
frekari starfa í framkvæmdastjórn
flokksins meðan forusta flokksins
væri óbreytt. Hún sagði að frá því
Alþýðubandalagið fór í ríkisstjórn
hefði flokkurinn ekki verið til sem
starfandi pólitísk samtök heldur
sem málsvari ríkisstjómarinnar eða
umsagnarstofnun um plögg sem
unnin væru af starfsmönnum fjár-
málaráðuneytisins.
Landsfundurinn í aðra átt
en ætlað var
Þegar umræður hófust aftur á
föstudag bar fyrst í stað meira á
stuðningsmönnum og samstarfs-
mönnum Olafs Ragnars Grímssonar
sem gagnrýndu Steingrím Sigfús-
son og verkalýðssinna.
Halldór Guðmundsson gerði m.a.
grein fyrir starfi stjómarskrár-
nefndar, og sagð.i að Steingrímur
hefði fengið fyrstu drög að stefnu-
skránni send fyrir rúmu ári, og
Mörður Árnason upplýsti að
Steingrímur hefði verið í stjómar-
skrámefndinni en aldrei mætt á
fundi þar.
Mörður sagðist síðan hafa haldið
að landsfundurinn myndi snúast um
viðbrögð við örum þjóðfélagsbreyt-
ingum í Evrópu, 'bæði í Austur-
Evrópu og í Evrópubandalaginu.
En annað hefði komið í ljós. Fyrst
hefðu sex félagar úr Fylkingunni
komið upp talað í sama tóni: Allt
hefði verið svikið sem lofað hafði
verið, og allir hefðu svikið nema
4. alþjóðasamband kommúnista.
Mörður sagði þetta ekki hafa
komið sér á óvart. Það hefði sá sjö-
undi gert, Steingrímur Sigfússon,
sem komið hefði upp í fararbroddi
þessa liðs. Mörður sagðist nú vita
hvers vegna andstaða hans við Al-
þjóðasamband jafnaðarmanna væri
svona heiftúðug. Það væri vegna
þess að Steingrímur væri greinilega
fyrir í 4. alþjóðasambandinu.
Már Guðmundsson talaði einnig
um vanheilagt bandalag sem virtist
hafa myndast milli Steingríms Sig-
fússonar og Ragnars Stefánssonar
um kenninguna um stóru svikin,
að hópur manns ætlaði að ganga
að flokknum og sósíalískri stefnu
hans dauðum. Þessi hópur ætti að
vera Birtingarhópurinn, fólkið í
fjármálaráðuneytinu og ýmsir sam-
fylgdarmenn hér og þar.
Már sagði það hafa legið fyrir
lengi að flokkurinn vildi endurskoða
stefnuskrá sína. í drögum að nýrri
stefnuskrá stangaðist að vísu ýmis-
legt á við gildandi stefnuskrá en
það stangaðist ekki á við þá stefnu
sem flokkurinn hefði tileinkað sér
á undanförnum árum.
Tillaga um kvótaleigu
sögð stórhættuleg
í kafla fyrirliggjandi draga að
stjórnmálaályktun um sjvarútvegs-
mál er lagt til að kvóti verði leigður
út og ókeypis veiðiréttur verði af-
skrifaður á nokknim árum. Snjólfur
Ólafsson lagði síðan fram tvær til-
nbt) ooíi j ii;h j in/33 laiinv in
iögur, aðra með Jóhanni Antons-
syni, um nánari útfærslu á þessu
kvótagjaldi.
Þessar hugmyndir voru mjög
gagnrýndar á fundinum. Skúli
Aiexandersson alþingismaður
spurði hvort hann væri staddur á
landsfundi Sjálfstæðisfiokksins, en
þar Iiefði tekist að forða því að
kvótagjald væri samþykkt. Hann
skoraði síðan á fundinn að fella
þessar tillögur. Kristinn E. Einars-
son sagði þessa stefnu stórhættu-
lega. Hermann Guðmundsson sagði
að kúvending flokksins í kvótamál-
inu gengi fram af sér og minnti á
að miðstjórn Alþýðubandalagsins
hefði nýlega ítrekað stefnuna um
byggðakvóta, sem tekist hefði sam-
staða um í flokknum fýrir tveimur
árum.
Síðast á fundinum kom fram til- *
laga um að landsfundurinn stað-
festi stefnu flokksins um byggða-
kvóta. Þessi tillaga var m.a. lögð
fram af alþingismönnunum Skúla
Alexanderssyni, Hjörleifi Guttorms-
syni og Ragnari Arnalds og Birni
Grétari Sveinssyni ritara Alþýðu-
bandalagsins. Steingrímur Sigfús-
son lýsti einnig yfir stuðningi við
þessa tillögu.
Deilt um afstöðu til EB
Evrópubandalagið olli einnig deil- K
um. Tillaga liggur fyrir frá Merði
Árnasyni, Össuri Skarphéðinssyni
og Kristjáni Ara Arasyni, um að
fagna fnimkvæði ríkisstjórnarinnar
í samstarfi Efta-ríkjanna í viðræð-
um við Efnahagsbandalagið.
Hjörleifur Guttormsson sagðist
telja að íslendingar væru þama á
mikilli hættuslóð og stefnan, sem
utanríkisráðherra hefði mælt fyrir
í nafni ríkisstjórnarinnar, að ætla
að keyra inn í formlega samninga-
viðræður við EB um evrópskt efna-
hagssvæði, væri stórvarhugaverð.
Álfheiður Ingadóttir sagði fráleitt
að Alþþýðubandið lýsti yfir fögnuði
yfir viðræðum Efta við EB.
Sú yfírlýsing Ólafs Ragnars c
Grímssonar í setningarræðunni um
að meirihlutaeign íslendinga í stór-
iðjufyrirtækjum væri ekki nauðsyn-
leg ef áhrif þeirra væru tryggð,
vakti hörð viðbrögð. Hjörleifur
Guttormsson og fleiri minntu á að
þessi yfirlýsing gengi gegn stefnu-
skrá flokksins.
Skiptar skoðanir voru einnig um
landbúnaðarmái. Tillaga kom frá
félögum í Birtingu sem í fólst að
að innflutningur á búvörum yrði
leyfður. Jóhannes Gunnarsson for-
maður Neytendasamtakanna tók í
sama streng. Steingrímur Sigfússon
hafnaði þessum tillögum, en sagðist
geta tekið undir margt í tiilögu frá
Alþýðubandalaginu á Suðurlandi.
Þar er m.a. lagt til að endurskoða
félags- og stjómkerfi landbúnaðar-
ins, leggja ýmis embætti niður,
breyta stjóm framleiðslumála og
hætta flatri skerðingu á fram-
leiðslu. Einnig að hefja þegar skipu-
lega vinnu að svæðaskipulagi.
Berlínarmúrar hugans
Flokksforustan og stuðnings-
menn Ólafs Ragnars Grímssonar
urðu greinilega fyrir vonbrigðum
með viðbrögð fundarmanna við t.it-
lögunum sem lagðar voru fram. Það
endurspeglaðist meðal annars í orð-
um Kristínar Ólafsdóttur þegar hún
sagði, að meðan Berlínarmúrinn
væri að hrynja, virtust menn vilja
byggja múr kringum ísland og
tryggja þannig hreinleika þess.
„Mér fannst í gærkvöldi að Al-
þýðubandalagið ætti að leggja til
atlögu við huglæga Berlínarmúra.“
sagði Kristín. GSH