Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989
Minning:
Margrét Þorsteins-
dóttir, Hjaltastöðum
Fædd 8. janúar 1889
Dáin 10. nóvember 1989
Fólk sem lifir í hundrað ár man
tímana tvenna. Þetta á ekki síst við
um það fólk sem lifað hefur síðustu
hundrað árin hér á Islandi. Reyndar
má halda því fram með talsverðum
rétti að það fólk hafi lifað allar aldir
Islandssögunnar á þessum hundrað
árum, svo litlar breytingar urðu á
»^heim öldum sem liðu frá því að ís-
land byggðist og fram til síðustu
aldamóta.
Margrét amma tilheyrði þeirri
kynslóð sem mundi glöggt síðustu
atburði 19. aldarinnar og kvaddi
þetta líf södd lífdaga á 101. aldurs-
ári 10. nóv. sl.
Hún fæddist á Ytri-Hofdölum í
Skagafirði 8. janúar 1889, næst elst
sjö barna Þorsteins bónda þar, Hann-
essonar, og konu hans, Jórunnar
Andrésdóttur, er síðar bjuggu- á
Hjaltastöðum. Lifði Margrét systkini
sín öll.
Amma giftist 17. júlí 1917 afa
rnínum, Sigurði Einarssyni, sem
fæddist 4. sept. 1890 að Ásgeirs-
brekku í Viðvíkursveit. Hann var
sonur Oddnýjar Sigurðardóttur sem
þar var vinnukona og Einars Guð-
mundssonar ættuðum úr Eyjafirði,
en þau stofnuðu ekki til hjúskapar
og var Sigurður afi eina barn þeirra.
Afi og amma hófu búskap á
Hjaltastöðum en settust síðar að í
Stokkhólma þar sem þau bjuggu frá
1921 i rúma tvo áratugi eða þar til
þau fluttu í Hjaltastaði aftur. Þar
bjuggu þau svo öll seinni búskaparár
sín þar til 1963 að Sigurður afi lést.
Börn ömmu og afa urðu sex: Þor-
steinn bóndi í Hjaltastaðahvammi,
kvæntur Sigríði Márusdóttur. Pétur
bóndi á Hjaltastöðum, kvæntur
Ragnheiði Þórarinsdóttur. Hjalti áð-
ur bóndi á Hjalla, kvæntur Friðriku
Elíasdóttur, Halldór gullsmiður í
Reykjavík, kvæntur Þórdísi Jóns-
dóttur, en þau slitu samvistir, og
yngst Jórunn húsfreyja á Frostastöð-
um, gift Frosta Gíslasyni bónda þar.
Æskuminningar tengdar sumar-
dvöl í gamla Hjaltastaðabænum eru
margar. Þorsteinn langafi byggði
íbúðarhúsið með sonum sínum
1909—12, tveggja hæða steinsteypt
hús, eitt fyrsta sinnar tegundar í
sveit hér á landi. Fyrstu árin sem
ég minnist var oft þröng á þingi því
nokkur ár bjuggu í þessu húsi fjórar
fjölskyldur. Þrír föðurbræður mínir,
Þorsteinn, Pétur og Hjalti, hófu sinn
búskap með afa. Var því oft fjörugt
og mikið um að vera, ekki síst þegar
við kaupstaðarstrákarnir komum til
viðbótar heimilisfólkinu yfir sumart-
ímann.
Alltaf var sama tilhlökkunin sem
gagntók mann þegar rogast var með
farangurinn upp gamla þrönga tré-
stigann á efri hæðina. Bæjarlyktin
er lykt sem ekki finnst lengur, sam-
bland af ýmsu því sem þetta hús
hafði að geyma, eins og kolavél,
gamla timburklæðningu, moldargólf
í kjallara að ógleymdu búrinu þar
sem geymt var hangiket, súrmatur,
reyktur silungur og harðfiskur og
annar sveitamatur sem beið þess að
reyna á þolrif matvendninnar hjá
ungum drengjum úr höfuðstaðnum.
Þarna stóð líka amma í dyrunum á
eldhúsinu uppi á skörinni og þurrk-
aði sér í flýti í svuntuna áður en hún
faðmaði strákpjakka að sér og sagði:
„Eruð þið þá loksins komin geyin
mín. Ósköp er að sjá hvað þú ert
fölur, varstu bílveikur, skinnið. Hana,
fáðu þér skyrspón eða hræring-
svellu.“ „Já, og láttu strákinn hafa
lifrarpylsusneið með,“ gellur í afa,
„strákurinn verður aldrei kvenna-
maður ef hann lærir ekki að éta lifr-
arpylsu.“
En þá kemur Dísa, systir ömmu,
til hjálpar og segir: „Hvað ætli strák-
urinn hafi lyst á þessu núna, það er
nú rétt að hann jafni sig eftir bílveik-
ina fyrst.“ Þannig kom Dísa til hjálp-
ar eins og svo oft með hægðinni.
Hún var fáeinum árum yngri en
amma, en hafði orðið fyrir miklu
mótlæti sem ung stúlka, er hún fékk
berkla í bakið sem olli henni fötlun
æ síðan. Var hún í heimili hjá ömmu
og afa alla þeirra búskapartíð og
létti mikið undir á stóru heimili því
hún gekk til allra verka úti sem inni
af einstakri alúð, lítillæti og hóg-
værð. Ef orð Krists: „Sælir eru hóg-
værir því þeir munu landið erfa“ eiga
við nokkurn sem ég hef þekkt þá
áttu þau við um Dísu frænku. En
það voru örugglega ekki miklar jarð-
neskar lendur sem hún hlaut í arf,
heldur eru það lendur sem liggja
handan marka lífs og dauða.
Margrét amma fór til náms við
kvennaskólann á Blönduósi veturinn
1912—13. Var hún orðin 23 ára þeg-
ar hún fór í skólann og talsvert vel
lesin og þroskaðri en flestar skóla-
systur hennar og fannst henni þær
ekki taka námið nógu alvarlega og
hugsa meira um stráka og skemmt-
anir en námið. Hugur ömmu stóð til
frekara náms en ekki varð úr því
nema hvað einn vetur dvaldist hún
í Reykjavík og sótti kvöldskóla Hólm-
fríðar Árnadóttur. Sá kennari hennar
þar sem hún dáði mest var Bjarni
Jónsson alþingismaður frá Vogi, sem
kenndi íslensku en mun hafa komið
víða við í kennslu sinni. Mat amma
hann mikils sern fróðan gáfumann
og kennara. í tímum hjá Bjarna hef-
ur sjálfsagt glæðst sá mikli áhugi
ömmu fyrir íslensku máli sem hún
hafði alla tíð og tilfinning fyrir sögu
lands og þjóðar.
Forsmekk af kiassískum fræðum
og menningu Evrópu hafa stúlkurnar
sjálfsagt fengið í tímum Bjarna, allt-
ént hafði amma mikinn áhuga á sögu
og fylgdist með heimsfréttum alveg
fram á síðustu ár.
Þrátt fyrir að ekki yrði af frekari
skólagöngu hjá ömmu eins og títt
var með fjölda almúgafólks í upp-
hafi aldarinnar, nýtti hún meðfædda
greind til þess að nema. Hun ferðað-
ist aldrei mikið og sótti ekki fjölda
funda eða mannamóta. En hugurinn
bar hana víða og fneð hjálp bóka,
blaða og síðar útvarpsins, nam hún
lönd og tileinkaði sér hugsjónir og
skoðanir sem ræddar voru við vinn-
una eða þegar færi gafst í önn dags-
ins. Minni hennar var einkar gott,
og kunni hún ogrynni af vísum og
ljóðum, og mundi glöggt atburði og
frásögur sem hún heyrði sem barn
og unglingur. Allt of mikið af þessu
var aldrei skráð og hverfur því miður
með henni og þeirri kynslóð sem nú
er horfin.
Okkur sem heimsóttum hana á
aldarafmælinu verður sjálfsagt alltaf
minnisstætt þegar við sátum öll og
sungum með henni ýmis lög, hve hún
skákaði okkur oft í textum laganna,
og þegar yngstu börnin vildu fá að
syngja „sín lög“, þá kom í ljós að
langamma kunni þeirra lög og texta
engu síður og sló stundum út sín
eigin börn og barnabörn.
Tvö mál voiai Margréti ömmu ein-
staklega hugleikin, og þó hún beitti
sér ekki mikið í þeim málum út á
við þá voru þau henni brennandi
hjartans mál, en það voru skógrækt
ULTRA
GLOSS
Okkar albesfa
vetrarbón!
Þolir tjöruþvott!
ESSO
útsöiustaðir: i TfÁ~j stöövarnar
Olíufélagið hf.