Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR18. NÓVEMBER 1989 31 Úr myndinni „Barnabasl" sem nú er sýnd í Laugarásbíói. ■ LA UGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina Barnabasl en hún er frumsýnd á sama tíma í Evrópu. Steve Martin fer með aðalhlutverk- ið og leikstjóri er Ron Howard. Myndin fjallar um nokkrar fjöl- skyldur sem eru tengdar á marg- an hátt svo sem gegnum ást, öf- und, gleði og sorg. ■ STJÓRN og trúnaðarmenn Starfsmannafélagsins Sóknar hafa samþykkt ályktun þar sem þess er farið á leit við stjórnvöld að þau setji lífsnauðsynjar í lægra skattþrep með tilkomu virðisauka- skattsins. Þá er það einnig sagt vítavert að viðmiðun skattsins skuli vera 26% í stað 22%. Einnig segir í þessari ályktun að stjórnvöld ættu að huga að endurskipulagningu áður en ráðist er í uppsagnir sem bitna á þeim lægst settu og lýst er furðu á launahækkunum þing- manna, ráðherra og annarra ráða- manna. ■ BLÓMA VERKSTÆÐI Binna heitir blómabúð sem opnaði fyrir skömmu að Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, en ekki 17 eins og segir í blaðinu í gær. Skreyt- ingameistari er Hendrik Bernd- sen. Verslunin er opin frá kl. 9-21 virka daga og frá kl. 13-18 um helgar. ■ BIRNA Kristjánsdóttir opnaði í gær þriðju einkasýningu sína, í Ásmundarsal. Salurinn er opinn virka daga frá kl. 14-18 og um helgar frá kl. 14-19. Nítján verk eru á sýningunni. ■ NORRÆNIR tónlistardagar verða haldnir í Ábo og Helsinki í Finnlandi í október á næsta ári. Á fundi Norræna tónskáldaráðsins í október kynntu finnskir fulltrúar fyrirkomulag tónlistardaganna. Dómnefndin, sem eingöngu er skip- uð Finnum, valdi fimm íslensk verk til flutnings á hátíðinni. Þau eru Sónata fyrir slagverk eftir Áskel Másson, Fiðlukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson, Klukkukvæði eftir John Speight, Strengjakvart- ett eftir Hafliða Hallgrímsson og Sellókonsert eftir Jón Nordal sem áætlað er að Sinfóníuhljómsveit íslands flytji. Listaverkakort sem safn Ásgríms Jónssonar gefur út fyrir þessi j 'ol. ■ ÚT ER komið listaverkakort sem Safn Ásgríms Jónssonar gef- ur út fyrir þessi jól. Kortið er gert eftir olíumálvei-kinu Úr Húsafells- skógi, Strútur, sem Ásgrímur málaði um 1945. Kortið er til sölu í Safni Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74 í Reykjavík, á opn- unartíma safnsins klukkan 13.30-16, þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. ’rðaskrifstofan UTIUF TOYOTA COROLLA TWINCAM LIFTBACK 1990 FERÐAVINNINGAR FRA SÖGU SUNBEAM GASGRILL HJOLABRETTI - ELITE MYNDAVELAR LLOYD SPORT VASAUTVORP COCA COLA ’/a LITRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.