Morgunblaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 40
JQ f
40
!,J; :n; ií . i 1 i i/w í ov
"MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18: NÓVEMBER1989“
4
y
Gengst þú ekki fuHmikið
upp í Iæknanáminu?
Vildi óska þess að ég hefði
ekki sagt þér um daginn
að sjónvarpið þeirra bilaði.
HÖGNI HREKKVlSI
, HÖGNI KÖA1 í VEG P/Í2/R RHN Á
/V\£ÐAN HANN R/StslDI /VII©."
Eiga hraðahindranir rétt á sér?
Til Velvakanda.
Vegna skrifa um réttmæti hraða-
hindrana langar mig að leggja orð
í belg. Mín skoðun er sú að hraða-
hindranir eigi ekki rétt á sér og
hafi þegar valdið fleiri slysum en
þær hafa komið í veg fyrir, þær eru
eins og annað sem við íslendingar
sjáum erlendis og öpum eftir með
óraunhæfum samanburði, t.d.
hraðahindranir voru í Bandaríkjun-
um eingöngu á eignarlóðum svo
sem í görðum við hótel með einka-
lóðum og þá sínhvoru megin við
innganginn í hótelið, þó hef ég ekki
séð slíkt í mörg ár. í Evrópu eru
hraðahindranir eins og t.d. sú á
Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn
ekki hugsuð sem hraðahindrun
heldur sem upphækkun til að hægt
sé að aka kerrum með farangri úr
flugstöð_ og yfir að bílastæði (svipuð
gerðar og er við Hamraborg í Kópa-
vogi), annars staðar hefur t.d. þurft
að leggja vatnsrör yfir götu og
malbik eða annað sett sínhvoru-
megin eðayfir það og er þetta síðan
allt fyrirmynd að okkar hraðahindr-
unum. _ Öfgarnar eru miklar hjá
okkur íslendingum og sannast það
vei t.d. í hinu nýja Foldahverfi þar
sem hraðahindranir eru víða, fyrst
eru göturnar gerðar með bundnu
slitlagi og síðan hraðahindranir svo
til eftir pöntunum. Af hveiju ekki
að hafa þara göturnar eins og áður
með óbundnu slitlagi og láta náttúr-
una sjá um að búa til hraðahindran-
ir, það væri alla vega ódýrara fyrir
skattgreiðendur. Það vekur furðu
að horfa á hvern bílinn á fætur
öðrum fara yfir hraðahindranir á
Reykjavegi við sundlaugarnar í
Laugardal, fara upp og niður, upp
og niður einn og einn kemst ekki
yfir nema rekast niður t.d. þeir sem
eru með léleg púströr, en svo telj-
andi fáir gangandi fara yfir götuna
á þeim stöðum að sú spurning vakn-
ar, tii hvers er þetta? Þó er hámark
vitleysunnar í Garðabæ þar eru
hraðahindrun og gangbrautarljós
saman og annarstaðar á Vífils-
staðavegi með nokkurra metra
millibili, sem veldur því að bílstjórar
fara yfir á rauðu ljósi vegna þess
að þeir sjá það ekki vegna þess að
þeir eru með hugann við hraða-
hindrunina sem er framundan.
Gangbrautarljós verða að vera á
réttum stöðum þannig að fólk læri
og venji sig á að nota þau og þá
tel ég hraðahindranir óþarfar, en
gangbrautarljós eins og við Bitabæ
í Garðabæ á Hafnaríjarðarvegi eru
ómöguleg, það er það löng bið eftir
ljósi til að ganga yfir götúna eftir
að stutt er á hnappinn að krakkar
nenna ekki að bíða, heldur hlaupa
yfir og síðan kemur rauða ljósið sem
stoppar bíiaumferð, en þá eru allir
komnir yfir áður.
Hraðahindranir hafa valdið slys-
um bæði beint og óbeint eins og
hægt er að sjá í skýrsium lögreglu,
en það er annað sem fólk áttar sig
ekki á að óreyndu, það er að fólk.
sem þjáist t.d. með opið beinbrot
sem erfitt er að spelka eins og fót-
ur sem dinglar við hveija hreyfingu
og er á leið yfir hraðahindrun í
sjúkrabíl vildi gjarnan að engin
hraðahindrun væri á sinni leið, einn-
ig hjartasjúklingurinn þar sem sek-
úndur geta skipt máli, eða þeir sem
eiga allt sitt undir því að slökkviliðs-
bíllinn teíjist ekki á sinni leið og
fleira.
Hraðahindranir eiga ekki rétt á
sér vegna ofangreinds og margra
annarra ástæðna. Það hlýtur að
vera hægt að kenna börnum og
fullorðnum að nota gangbrautarijós
ef þau eru á réttum stöðum og rétt
hönnuð, (ekki eins og í Garðabæ
þar sem þau eru slysagildrur eins
og áður er sagt) einnig má lækka
aksturshraða á vissum stöðum, en
það verður að vera vel merkt svo,
að bílstjórar sjái það og virði.
Að lokum, getum við átt von á
bundnu slitlagi um allt land með
hraðahindrunum fyrir framan
hvern sveitabæ og hraðahindrunum
með nokkurra metra millibili í borg-
um og bæjum, eða er það kannski
bara hraðahindrun fyrir framan
okkar eigin hús sem við viljum, en
hvergi annars staðar?
Bílstjóri
Tónleika
með U2
Tll Velvakanda.
Við erum hér tveir tónlistaraðdá-
endur sem höfum áhuga á að kom-
ast á tónleika með U2 núna fyrir
áramót. Við vitum að fleiri hafa
áhuga á þessu og hvetjum þá til
að láta í sér heyra. Okkur langar
einnig að vita hvort einhver út-
varpsstöðvanna eða einhver ferða-
skrifstofanna gæti ekki skipulagt
hópferð á tónleika U2, til dæmis
til Dublin 27.-30. desember eða þá
til Mið-Evrópu 11.-20. desember.
G og H
Víkverji skrifar
Fermingarundirbúningur þeirra
bama sem fermast eiga á kom-
andi vori hófst um svipað leyti og
skólar í haust og er í algleymingi
um þessar mundir. Víkveija hefur
þetta orðið tilefni til að sækja messur
reglulega, í samræmi við foreldra-
skyldur sínar. Víkveiji verður hins
vegar að viðurkenna, að hann hefur
ekki sótt messur reglulega í gegnum
árin, nema ef vera skyldi að kalla
mætti það reglulega messusókn að
fara til guðsþjónustu um jólin. Sú
skylda að ástunda safnaðarlíf með
þátttöku í guðsþjónustum hvílir á
öllum foreldram feiTningarbama.
Þessi skylda er Víkveija reyndar
mjög ljúf og piýðilegt tilefni til að
láta verða af því að sækja guðs-
þjónustur. Hann hefur meira að segja
hugleitt það að láta ekki staðar num-
ið þegar fenningin er afstaðin, heldur
iáta tilefnið verða til þess að hann
haldi áfram reglulega til fundar við
guð sinn í kirkjunni. Reyndar er það
ekki til siðs um þessar mundir að
menn játi trú sína og enn færri fara
í kirkju, fjöldinn fer ekki nema vegna
sérstakra tilefna, s.s. fenninga, gift-
inga, skíma og jarðarfara og svo um
jól og páska.
Margir íslendjngar halda því fram
að þeir þurfí ekkert á kirkjunni
að halda, þeir geti trúað út af fyrir
sig. Það eru sjálfsagt margir sem
þetta geta, en Víkveija finnst hins
vegar ágæt samlíking, sem hann
heyrði eitt sinn, að menn gætu þá á
sama hátt alveg lært án þess að
ganga í skóla. Líklegt verður að telja
að menntun þjóðarinnar myndi hraka
illilega ef sama viðhorf væri ríkjandi
til menntunar eins og trúar, að engr-
ar kennslu væri þörf. Trú þarf að
rækta, hún þarfnast þess að hlúð sé
að henni, annars visnar hún og sam-
bandið við Guð verður slitrótt. Trú
er ekki björgunarhringur, sem gripið
er til á erfíðum stundum, hún gerir
kröfur til manna og það er kannski
þess vegna sem Víkveija og fleiram
reynist svo erfitt að standa stöðugir
í trúnni. Það felur í sér þjáningu, sem
við í einfeldni okkar reynum að forð-
ast. Það er hin stóra fírra nútímaþjóð-
félagsins að hægt sé að þroskast án
þess að þjást. í staðinn flýjum við á
náðir efnishyggjunnar, hún er ein-
föld, ljúf og auðskilin og gerir engar
kröfur til okkar.
Ef tii vill eram við alltaf að bíða
eftir stórkostlegum kraftaverk-
um til að við látum sannfærast; að
hafíð opnist, vatnið breytist í vín og
álíka fýrirbærum. Ef við hins vegar
skoðuðum öll smáatriði tilverannar
sæjum við fljótt hversu kraftaverkin
eru mörg. Hversu samhæfing lífsins
er fullkomin og um leið gjörsamlega
óútskýranleg, hvernig barn þroskast,
hvernig fegurðin opinberast í smá-
gerðu blómi milli þúfna. Getur verið
að við viljum ekki sjá þessi krafta-
verk í sköpunarverki Guðs og könn-
umst ekki við þau þó þau eigi sér
stað beint fyrir framan nefíð á okkur
daglega?
xxx
Guð er feimnismál um þessar
mundir. Og dauðinn er móðgun
við nútímamanninn. Það er ekki til
siðs að ræða slíkt, það er óþægilegt
og fólk fer hjá sér. Víkveiji myndi
t.d. sennilega ekki ræða á þennan
hátt-ef hann þyrfti að gera það í
eigin nafni. Það er ekki nútímalegt
ef einhver ségir Guð hafa skapað sig
og styrkur hans sé ætíð í Guði. Samt
eru það hin einföldu grandvallaratriði
trúarinnar.